Baldur Sigurðsson er orðinn nýr fyrirliði Stjörnunnar. Mývetningurinn segist mjög stoltur af því að fá bandið.
„Það er mikill heiður að fá að leiða þetta lið því það eru margir flottir strákar í liðinu og margir sem gera tilkall til þess að vera fyrirliði," sagði Baldur á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í dag.
„Það er mikill heiður að fá að leiða þetta lið því það eru margir flottir strákar í liðinu og margir sem gera tilkall til þess að vera fyrirliði," sagði Baldur á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í dag.
„Ég mun gera mitt besta og vonandi skila þessu af mér sómasamlega."
Stjarnan mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á mánudag.
„Ég reikna með Fylkismönnum brjáluðum og að áhorfendur fái mikið fyrir peninginn. Almennt er komin gríðarleg spenna fyrir því að mótið hefjist," sagði Baldur en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar:
sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)
mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir