Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
banner
   fim 28. apríl 2016 19:30
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars: Áttu hanska?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að félagið haldi því ennþá opnu að semja við framherjann Alvaro Montejo Calleja. Alvaro, sem lék með Huginn í fyrra og hitteðfyrra, var með Fylki í æfingaferð á Englandi á dögunum en varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik gegn varaliði Reading.

„Þetta var ömurlega leiðinlegt og hann fer í aðgerð. Hugsanlega reynum við að gera eitthvað fyrir hann, hvort sem hann komi í sumar eða næsta sumar. Hann sýndi ágætis hluti sem gætu nýst okkur," sagði Hermann við Fótbolta.net í dag.

Fylkismenn eru ennþá í leit að markverði til að berjast um stöðuna við Ólaf Íshólm Ólafsson.

„Áttu hanska eða? Ef þú þekkir einhvern sem á hanska, þá vantar okkur einn markmann."

Fylkismenn hefja leik í Pepsi-deildinni gegn Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöld.

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Sérstaklega á móti þessum stærri klúbbum. Þeir eru búnir að styrkja sig mikið. Þetta verður hörkuleikur," sagði Hermann sem er í leikbanni og verður því í stúkunni á mánudag. „Ætli maður öskri ekki eitthvað þegar það á við," sagði Hermann léttur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner