Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
Fjölnir
0
3
Breiðablik
0-1 Daniel Bamberg '18
0-2 Gísli Eyjólfsson '23
Þórir Guðjónsson '55 , misnotað víti 0-2
0-3 Andri Rafn Yeoman '74
17.07.2016  -  20:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1.051
Maður leiksins: Árni Vilhjálmsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason ('46)
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('68)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Martin Lund Pedersen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('46)

Varamenn:
10. Ægir Jarl Jónasson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Marcus Solberg ('46)
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('68)
28. Hans Viktor Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Tobias Salquist ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
87. mín
Höskuldur með hörkuskot, yfir.
85. mín
Eftir þennan leik verða Fjölnir og Breiðablik jöfn að stigum í 3.-4. sæti, bæði með 19 stig.
84. mín
Tíminn tifar... lítið eftir.
81. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Bjóðum Krulla Gull velkominn.
78. mín
Árni Vilhjálms er að fara að fá flest bónusstig kvöldsins, það er ljóst. Sóknarleikur Blika gjörbreyttur til hins betra eftir heimkomuna.
74. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
STOÐSENDINGAÞRENNA HJÁ ÁRNA VILHJÁLMS!

Vel tímasett og hnitmiðuð sending Árna rataði á Yeoman sem skaut í fjærhornið, stöngin inn! Innsigluð þrjú stig til Blika!
73. mín Gult spjald: Tobias Salquist (Fjölnir)
Þess má geta að Tobias var að skoða Hallgrímskirkju í dag.
73. mín
Oliver Sigurjónsson með skot úr aukaspyrnu. Beint í fangið á Þórði Ingasyni.
70. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
68. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Mun Ingimundur ná að breyta gangi mála?

63. mín
Jonathan Glenn er ekki í leikmannahópi Blika í kvöld... Tómas Meyer mun finna út ástæðuna í viðtölum eftir leik.
62. mín
Árni Vilhjálmsson nálægt þriðju stoðsendingunni, sending á Arnþór Ara sem var óvænt í dauðafæri þar sem Þórður Ingason missti af boltanum. Arnþór bjóst ekki við þessu!
60. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Smá basl á Oliver.
59. mín
Áhorfendur í dag: 1.051.

55. mín Misnotað víti!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
GUNNLEIFUR VER!!! GULLS ÍGILDI!!!

Hægt að sjá vítaspyrnuna á Fotboltinet snappinu.
54. mín
FJÖLNIR FÆR VÍTI! Gísli Eyjólfsson togaði í Gunnar Már Guðmundsson. Hárrétt hjá Þorvaldi að flauta víti.
53. mín
Arnþór Ari Atlason fékk stungusendingu frá Gísla Eyjólfs en flaggaður rangstæður.
47. mín
Davíð Kristján Ólafsson með stórhættulega sendingu inn í teiginn en Fjölnismenn bjarga í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Fjölnismenn með tvöfalda skiptingu. Ingimundur Níels áfram á bekknum.
46. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
46. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikstölfræði:
Marktilraunir: 4-4
Á rammann: 1-3
Horn: 5-3
45. mín
Hálfleikur
Flaut. Blikar í góðum málum en Fjölnismenn hafa svo sannarlega fengið sín færi í þessum leik. Ef þeir ná hinu fræga þriðja marki leiksins getur allt gerst. Er farinn í kaffi. Heyrumst eftir smá með tölfræði.
43. mín
Fjölnismenn í leit að marki. Yrði mjög sterkt fyrir þá að ná að minnka muninn fyrir hálfleik...
37. mín
Inn:Alfons Sampsted (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Arnór fer meiddur af velli. Hefur átt þrusuflottan leik.
35. mín
Skeiðarinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson liggur meiddur á vellinum. Verið að veita honum aðhlynningu.
33. mín
Árni Vilhjálms fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Tobias Salquist brjálaður, vill meina að Árni hefði kastað sér niður.
30. mín
Martin Lund í fínu skotfæri en skot hans flaug framhjá.
29. mín
SVAKALEG VARSLA HJÁ GUNNLEIFI!

Birnir Snær með skot sem fór af varnarmanni en á ótrúlegan hátt náði Gunnleifur að verja. Skemmtilegur leikur í gangi.

25. mín
Gaman að fylgjast með Árna Vilhjálms í þessum leik, gríðarlegur kraftur og sköpunarmáttur í honum. Virðist algjörlega innspýtingin sem Breiðablik þurfti.
23. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
GLÆSILEGA KLÁRAÐ HJÁ GÍSLA!

Árni Vilhjálms sem hefur komið með gríðarlegt líf í sóknarleik Blika á aðra stoðsendingu. Kom boltanum á Gísla sem var í baráttu við varnarmenn en braust í gegnum það og kláraði FRÁBÆRLEGA yfir Þórð Ingason!
18. mín MARK!
Daniel Bamberg (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
SÆNSKI BRASSINN SKORAR EFTIR GÓÐA SÓKN!

Arnór Sveinn, skeiðarinn, fór illa með Tadejevic og ekki í fyrsta sinn í leiknum! Sendi boltann á Árna Vilhjálms sem náði að leggja boltann út á Bamberg sem skoraði!
13. mín
Damir með frábæra langa sendingu á Arnór Svein sem tók frábærlega á móti boltanum og lék á Mario Tadjevic. Arnór átti hættulega sendingu inn á teiginn en ekki bar hún ávöxt.
11. mín
Birnir Snær Ingason með skemmtileg tilþrif, tók góðan þríhyrning við samherja sinn og komst inn í teiginn en Blikar náðu að stöðva þessa lofandi sókn.
8. mín
Martin Lund í skotfæri fyrir utan teig, tók boltann á lofti en hitti hann hrikalega illa.
7. mín
DAMIR BJARGAR Á LÍNU!

Skyndilega galopnaðist allt og Fjölnir í hættulegri sókn. Martin Lund renndi boltanum á Þóri sem kom boltanum framhjá Gunnleifi en Damir vel á verði og hreinsaði burt.

Ivanovski mættur aftur út á völlinn. Ekki eins slæmt og þetta leit út fyrir.
6. mín
Daniel Ivanovski varnarmaður Fjölnis haltrar af velli í aðhlynningu. Ekki útlit fyrir að hann muni halda leik áfram.

Ekkert kom út úr hornspyrnu Blika.
5. mín
Blikar virka vel gíraðir í byrjun. Árni Vilhjálms með góða rispu og sendingu á Arnór Svein. Varnarmaður kemst í boltann og þetta er hornspyrna sem Blikarnir eiga.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik hefur leik en heimamenn sækja í átt að Breiðholtinu í kvöld.
Fyrir leik
Klukkan er að slá í gleði hér í Grafarvoginum. Liðin ganga út á völlinn. Mörkum er að rigna inn á öðrum völlum í kvöld og vonandi fáum við líka markaleik. Við eigum það svo ógeðslega mikið skilið.
Fyrir leik
Á meðan Árni Vilhjálms hitar upp í Grafarvoginum er hans lið Lilleström, undir stjórn Rúnars Kristinssonar, 3-0 undir gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni.
Gríðarleg spenna fyrir endurkoma Árna Vilhjálms.

Fyrir leik
Okkar besti maður, Tómas Meyer, er mættur í fréttamannastúkuna. Meyerinn kominn úr sumarfríi og verður með viðtölin á Fótbolta.net eftir leik í kvöld. Veisla. Meyer spáir 3-3 jafntefli í kvöld. Opið í báða enda.
Fyrir leik
DJ kvöldsins er farinn af stað og hleður í eitt "Áfram Ísland" til að starta kvöldinu. Hann er opinn fyrir því að taka við óskalögum svo það er bara að hafa samband við okkur í gegnum Fotboltinet á Snapchat ef fólk í Grafarvoginum vill heyra eitthvað sérstakt.
Fyrir leik
Árni Vilhjálmsson kemur beint í byrjunarlið Blika, Ellert Hreinsson fer á bekkinn.
Fyrir leik
Fjölnir gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapi gegn Stjörnunni. Guðmundur Karl Guðmundsson og Ólafur Páll Snorrason koma inn fyrir Gunnar Már Guðmundsson og Marcus Solberg.
Fyrir leik
Þorkell Gunnar á RÚV spáir 2-1 sigri Fjölnis:
Blikarnir ættu nú að vera með betra lið og allt það. En Fjölnismenn mæta grimmir og Ingimundur Níels, búinn að fá nóg af því að sitja á bekknum í Árbænum skorar bæði mörkin fyrir uppeldisklúbbinn.
Leikurinn er sjónvarpsleikur og því ætti að vera fjör á Twitter meðan á honum stendur. Við hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet yfir færslur um Pepsi-deildina í kvöld.
Fyrir leik
Fer Fjölnir á toppinn? - Sigur í kvöld og Fjölnismenn verða í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og FH en betri markatölu, þegar fyrri helminngum er lokið. Fjölnismenn hafa spilað stórskemmtilegan fótbolta í sumar og skorað liða mest, 22 mörk! Fjölnir er með 19 stig en Breiðablik er aðeins þremur stigum á eftir. Það er stutt á milli.
Fyrir leik
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson er kominn til Breiðabliks á láni frá Lilleström í Noregi þar sem hann átti ekki fast sæti. Blikum hefur gengið illa í markaskorun en binda vonir við að það breytist með tilkomu Árna.
Fyrir leik
Glugginn er opinn og bæði lið hafa bætt við sig. Ingimundur Níels Óskarsson er kominn heim í Fjölni. Ingimundur átti erfitt uppdráttar hjá Fylki en Ágúst Gylfason þjálfari Grafarvogsliðsins er viss um að annað verði uppi á teningnum hjá Fjölni.

"Það hafa komið hingað margir leikmenn og algjörlega blómstrað. Ég hef engar áhyggjur af Ingimundi. Þetta er frábær leikmaður fyrir okkur að fá. Við munum hlúa að honum eins og við erum vanir að gera. Hann fær sjálfstraustið aftur og blómstrar hjá okkur. Það er engin spurning," sagði Ágúst í útvarpsþætti okkar í gær.
Fyrir leik
Hæhó og velkomin með okkur í Grafarvoginn þar sem Fjölnir og Breiðablik eigast við á slaginu 20:00. Þorvaldur Árnason dómari er mættur til landsins eftir Evrópuverkefni í liðinni viku og hann flautar leikinn í kvöld. Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson eru með flöggin.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('37)
8. Arnþór Ari Atlason ('81)
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
23. Daniel Bamberg ('70)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('81)
10. Atli Sigurjónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('70)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
26. Alfons Sampsted ('37)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('60)

Rauð spjöld: