Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Hugarburðarbolti GW 19 Hirðfíflið mætti í studio 1
Kjaftæðið - Stórkostleg áramót fyrir Arsenal
Kjaftæðið - Gummi Tóta í KR?
Tveggja Turna Tal - Andri Freyr Hafsteinsson
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
banner
   lau 16. júlí 2016 22:00
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Engin spurning að Ingimundur mun blómstra
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Grafarvogsliðið er í öðru sæti Pepsi-deildarinnar en það mætir Breiðabliki á heimavelli sínum á morgun, sunnudagskvöld.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en þar talar Ágúst meðal annars um útlendingaval og þá umræðu að of fáir ungir leikmenn séu að spila í efstu deild.

Þá tjáir hann sig um Ingimund Níels Óskarsson sem Fjölnir hefur fengið frá Fylki en Ingimundur náði sér ekki á strik á Árbænum. Ágúst er sannfærður um að Ingimundur muni finna sig í Fjölnisbúningnum enda hefur hann fengið marga til að blómstra.

„Það hafa komið hingað margir leikmenn og algjörlega blómstrað. Ég hef engar áhyggjur af Ingimundi. Þetta er frábær leikmaður fyrir okkur að fá. Við munum hlúa að honum eins og við erum vanir að gera. Hann fær sjálfstraustið aftur og blómstrar hjá okkur. Það er engin spurning," segir Ágúst.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir