Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Grafarvogsliðið er í öðru sæti Pepsi-deildarinnar en það mætir Breiðabliki á heimavelli sínum á morgun, sunnudagskvöld.
Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en þar talar Ágúst meðal annars um útlendingaval og þá umræðu að of fáir ungir leikmenn séu að spila í efstu deild.
Þá tjáir hann sig um Ingimund Níels Óskarsson sem Fjölnir hefur fengið frá Fylki en Ingimundur náði sér ekki á strik á Árbænum. Ágúst er sannfærður um að Ingimundur muni finna sig í Fjölnisbúningnum enda hefur hann fengið marga til að blómstra.
„Það hafa komið hingað margir leikmenn og algjörlega blómstrað. Ég hef engar áhyggjur af Ingimundi. Þetta er frábær leikmaður fyrir okkur að fá. Við munum hlúa að honum eins og við erum vanir að gera. Hann fær sjálfstraustið aftur og blómstrar hjá okkur. Það er engin spurning," segir Ágúst.
Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir