Athyglin er farin að beinast að Pepsi-deildinni á nýjan leik en ellefta umferðin fer af stað á Hásteinsvelli á morgun þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er spámaður umferðarinnar en hann er þekktur fyrir getspeki sína. Sjáum hvað Þorkell segir um komandi leiki:
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er spámaður umferðarinnar en hann er þekktur fyrir getspeki sína. Sjáum hvað Þorkell segir um komandi leiki:
ÍBV 2 - 2 FH (á morgun kl. 16)
FH farið af stað í Evrópukeppni og með hugann við Evrópu. Liðið ætti samt að vera þá líka í banastuði, en þetta er eitthvað svo ekta leikur fyrir ÍBV að vera öflugt. Hendum jafntefli á þetta.
ÍA 1 - 0 Valur (sunnudag kl. 19:15)
Sveinn Aron verður að bíða með flugeldasýningu þangað til á Valsvellinum. Eiður Smári mun refresha fotbolta.net síðuna svo mikið yfir textalýsingunni að hún mun hrynja um tíma. Skaginn hrynur þó ekki alveg strax. Garðar Gunnlaugs hlýtur að halda uppteknum hætti og lokar þessu.
Fylkir 1 - 3 KR (sunnudag kl. 19:15)
Vá hvað þetta er áhugaverður leikur. Tvö lið með allt niðrum sig... eða allavega gengi þeirra langt undir yfirlýstum markmiðum beggja liða. Það að hafa unnið Þrótt í síðustu umferð telst nú varla það mikið afrek. Fylkir er farið að finna lykt af innheimtumönnum Inkasso, því miður því þetta er einn skemmtilegasti völlur landsins að koma á og móttökurnar alltaf frábærar. Willum öskrar Danina í gang og KR vinnur.
Víkingur Ó. 0 - 0 Stjarnan (sunnudag kl. 19:15)
Ef ég segi markalaust jafntefli fer þessi leikur pottþétt 4-3 fyrir annað hvort liðið. Er alveg til í að éta einhvern hatt og skipta á þessari markalausu spá fyrir einhvern markaleik.
Fjölnir 2 - 1 Breiðablik (sunnudag kl. 20)
Blikarnir ættu nú að vera með betra lið og allt það. En Fjölnismenn mæta grimmir og Ingimundur Níels, búinn að fá nóg af því að sitja á bekknum í Árbænum skorar bæði mörkin fyrir uppeldisklúbbinn.
Víkingur R. 1 - 1 Þróttur (mánudag kl. 20)
Hrikalega óspennandi leikur á pappír. Sorry neikvæðnina, en þessi lið hafa heillað mig rosalega lítið. Það var svosem vitað með Þrótt, en ég bjóst við svo miklu meira af Víkingi og Milosi fyrir þessa leiktíð. Þetta er leikur sem Víkingur á að vinna, en set samt jafntefli á hann. Það er eitthvað svo týpískt.
Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir