Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Breiðablik
1
0
Keflavík
Gísli Eyjólfsson '37 1-0
12.05.2018  -  16:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Nánast logn og 9 gráðu hiti. Völlurinn flottur.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1511
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('64)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('62)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('78)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
9. Hrvoje Tokic
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Willum Þór Willumsson ('62)
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson ('64)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('78)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Sveinn Aron Guðjohnsen ('71)
Elfar Freyr Helgason ('88)
Arnór Gauti Ragnarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta hafðist hjá Blikum, þeir eru með fullt hús, 9 stig eftir þrjá leiki!

Keflvíkingar með 1 stig og eru í fallsæti.
93. mín
Dagur Dan skallar yfir.
93. mín
Keflvíkingar fá horn... er alvöru dramatík að fara að eiga sér stað?
92. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
91. mín
Laugi mjög líflegur á hliðarlínunni. Fjórði dómarinn gefur merki um 4 mínútur í uppbótartíma.
88. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Brýtur af sér á vinstri kantinum.
86. mín
Blikar nánast í nauðvörn. Þetta er ansi tæpt.
85. mín
Keflvíkingar áttu að fá horn en ranglega dæmd markspyrna. Laugi ekki sáttur.
84. mín
Blikar ekki náð upp sínum besta takti. Þeir verða samt kampakátir ef þeir ná að landa öllum stigunum þremur, sama hvernig það er gert.

1.511 áhorfendur í Kópavoginum. Það er skrambi fínt!
82. mín
Inn:Juraj Grizelj (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Keflvíkingar hafa verið nokkuð ógnandi síðustu mínútur.
78. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
74. mín
Arnþór Ari með skot framhjá.
73. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Stöðvaði hraða sókn.
72. mín
MUNAÐI LITLU!! Keflvíkingar ná lúmsku skoti, Einar Orri með skotið en Gunnleifur vel vakandi, sýndi góð viðbrögð og náði að verja.
71. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
70. mín
Áhugaverð barátta framundan. Blikar eru ekki að ná sínum besta takti og Keflvíkingar hafa alls ekki játað sig sigraða. Þeir náðu magnaðri endurkomu gegn Stjörnunni í 1. umferð.
64. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
64. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Dagur fæddur árið 2000.
64. mín
Ósak Óli í smá brasi með Gísla en bjargar sér með góðri tæklingu. Einhverjir Blikar kalla eftir vítaspyrnu en hárrétt að dæma ekkert.
62. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
61. mín
Sigurbergur dansar með knöttinn og hristir varnarmenn af sér. Kemur svo boltanum á Nikolic sem kom í framhjáhlaupi, hann með fyrirgjöf en Blikar bjarga í horn.

Gunnleifur handsamar fyrirgjöfina úr horninu.
58. mín
Hólmar Örn verið hvað sprækastur Keflvíkinga. Virkar í hörkuformi.

VÓÓÓ! Arnþór Ari með skot rétt framhjá. Líf og fjör.
56. mín
Sveinn Aron með skotið úr aukaspyrnunni. Fín tilraun en yfir markið.
55. mín Gult spjald: Marc McAusland (Keflavík)
Ein fullorðins tækling. Hárrétt hjá Guðmundi Ársæli. Breiðablik fær aukaspyrnu, ekki langt fyrir utan teiginn.
54. mín
NAUMLEGA FRAMHJÁ! Gísli Eyjólfsson ekki langt frá því að bæta við marki en skot hans rétt framhjá.

Sveinn Aron virkar mjög pirraður. Keflvíkingar eru að taka hart á honum og það fer illa í skapið á afmælisbarninu.
51. mín
Keflvíkingar býsna sprækir í upphafi seinni hálfleiksins.
48. mín
Nokkur vandræðagangur í vörn Breiðabliks! Á endanum fer boltinn í horn.
46. mín
LEIKURINN er farinn aftur á fulla ferð!
46. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Keflvíkingar með skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik. Hafa klárlega verið betri þó þeir hafi ekki boðið upp á neina flugeldasýningu. Keflvíkingar varist ágætlega stærstan hluta leiksins og fín harka í þeim. Blikar mæta þeim bara með hörku á móti.
42. mín
Gísli er búinn að skora í öllum þremur fyrstu umferðunum. Þeir Eyjabitaleiks-spilarar sem ákváðu að versla hann eru ekki sviknir!
37. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
VÁ!!! Gísli fær sendingu utarlega í teiginn og tekur snilldarlega á móti boltanum. Sá drap hann vel niður!

Tók svo léttan snúning og náði skoti sem endaði í fjærhorninu!

Það er ekki furðulegt að talað sé um hann sem mögulega besta leikmann deildarinnar!
36. mín
Hólmar með fyrirgjöf og Jeppe Hansen var hársbreidd frá því að ná að reka tá í knöttinn!! Stórhætta en Gulli Gull handsamar knöttinn örugglega.
34. mín
Gísli Eyjólfs vinnur hornspyrnu fyrir Blika. Andri Yeoman með spyrnuna og hún er tekin stutt en rennur út í sandinn.
32. mín
Aron Bjarnason með lúxus sendingu inn í teiginn á Arnþór Ara. Sindri í marki Keflavíkur misles þetta hrikalega og er heppinn að vera ekki refsað.

Leikurinn stöðvaður því Nikolic liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.
28. mín
Sveinn Aron tekur pirringsbrot. Fékk ekki aukaspyrnu á undan og lætur McAusland kenna á því. Guðmundur Ársæll gerir vel og róar menn strax niður. Tiltal og áfram gakk!
25. mín
Blikar í hættulegri sókn! Aron Bjarna fer framhjá varnarmanni en þá kemur Marko Nikolic á mikilli siglingu og bjargar!
23. mín
Blikar mega ekki sofna á verðinum. Jeppe að ógna og boltinn lekur framhjá fjærstönginni.
19. mín
Flott mæting í Kópavoginn! Núið að opna yfir í litlu stúkuna. Í þessum skrifuðu sýnir Gísli Eyjólfs hörkuflott tilþrif! Tekur snúning á lofti og skýtur föstu skoti yfir markið. Blikar eru líklegri en get þó ekki sagt að það liggi beint mark í loftinu þessar mínútur....
18. mín
Blikar að ógna! Aron Bjarn með skot en í varnarmann! Hættuleg sókn.
14. mín
Gísli Eyjólfs með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu, McAusland skallar í horn. Blikar ná ekki að gera sér mat úr horninu.
11. mín
Frans með eina hörkutæklingu á Andra Rafn Yeoman og fær tiltal frá Guðmundi Ársæli dómara.
6. mín
Damir með hættulega sendingu á Arnþór Ara sem skýtur yfir markið.
4. mín
Hólmar Örn með hættulega fyrrigjöf en Damir hreinsar frá. Skömmu síðar reynir Frans Elvarsson öfluga bakfallsspyrnu, skemmtilega gert, en framhjá fer skotið!
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með knöttinn og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn. Liðin í sínum hefðbundnu treyjum. Hið víðfræga Blika-teknó er komið á fóninn, eins og venja er fyrir leiki í Kópavoginum.
Fyrir leik
Skólastjórinn úr Breiðholtinu, Magnús Þór Jónsson, er mættur í stúkuna. Hann er með steyptan hnefa á lofti og vísar til vinar síns Guðlaugs Baldurssonar, þjálfara Keflavíkur.
Fyrir leik
Leikmenn eru að klára upphitun úti á vellinum. Í fjölmiðlastúkunni eru allir að sturta í sig Kópavogsdjús. Allt eins og best verður á kosið.
Fyrir leik
Það er flott fótboltaveður! Það rigndi áðan svo búið er að vökva völlinn, Maggi Bö er nýbúinn að slá. Grasið er fallegt og það er nánast logn. Vonandi fáum við vlottan leik!
Fyrir leik
Haukur Harðarson á RÚV spáir 3-1 sigri:
Breiðablik er að mínu mati með besta byrjunarliðið í dag ef þú tekur það stöðu fyrir stöðu. Það líður allavega smá tími þar til Blikum fer að fatast flugið.
Fyrir leik
Breyting á bekknum hjá Blikum. Guðmundur Böðvar Guðjónsson út og Alexander Helgi Sigurðarson inn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Sveinn Aron Guðjohnsen heldur upp á 20 ára afmæli sitt í dag og er í byrjunarliðinu. Aron Bjarnason kemur aftur inn í Blikaliðið og Willum Þór Willumsson fer á bekkinn.

Sigurbergur Elísson kemur inn í byrjunarlið Keflavíkur.
Fyrir leik
Fyrir leik
Af blikar.is:
Það er ekki hægt að fjalla um Keflavíkurliðið án þess að nafn Guðmundar Steinarssonar komi upp í hugann. En markaskorarinn mikli, Guðmundur Steinarsson, aðstoðarþjálfari Ágústar Gylfasonar aðalþjálfara Breiðabliks, er leikjahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins frá upphafi með 244 leiki og 81 mark í A-deild fyrir liðið. Hann er líka markahæsti leikmaður frá upphafi í Keflavík. Guðmundur hefur spilað 3 A-landsleiki en heilt yfir hefur hann spilað 344 mótsleiki á ferlinum og skorað í þeim 113 mörk.
Fyrir leik
Alvöru umgjörð hjá Blix. Grillaðir börgerar. Kaldir drykkir fáanlegir í veitingatjaldinu. Sparkvöllur fyrir unga fólkið. Sannkölluð Fan Zone stemmning að myndast í Portinu á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Fyrir leik
Breiðablik er eina liðið sem er með fullt hús eftir tvær umferðir. Liðið hefur verið að spila stórskemmtilegan fótbolta og verið í banastuði. Keflvíkingar töpuðu gegn grönnum sínum í Grindavík í síðustu umferð en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í fyrstu umferð, eftir að hafa lent 2-0 undir.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin með okkur á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik og Keflavík eigast við í 3. umferð Pepsi-deildarinnar.

Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautar til leiks klukkan 16.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Sigurbergur Elísson ('82)
Hólmar Örn Rúnarsson
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
6. Einar Orri Einarsson
9. Adam Árni Róbertsson ('46)
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
25. Frans Elvarsson ('64)

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
3. Aron Freyr Róbertsson ('46)
5. Juraj Grizelj ('82)
22. Leonard Sigurðsson
23. Dagur Dan Þórhallsson ('64)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

Gul spjöld:
Marc McAusland ('55)
Sigurbergur Elísson ('73)

Rauð spjöld: