Grindavíkurvöllur
laugardagur 27. apríl 2019  kl. 14:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Völlurinn fallegur að vanda. smá gjóla og úði inná milli
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 832
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Grindavík 0 - 2 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason ('61)
0-2 Kolbeinn Þórðarson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Kiyabu Nkoyi
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
22. René Joensen ('80)
23. Aron Jóhannsson (f) ('88)
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
13. Maciej Majewski (m)
5. Nemanja Latinovic
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('80)
19. Hermann Ágúst Björnsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('88)
21. Marinó Axel Helgason
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Liðstjórn:
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
René Joensen ('50)
Kiyabu Nkoyi ('80)
Rodrigo Gomes Mateo ('86)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
90. mín Leik lokið!
Sanngjarn sigur gestanna úr Kópavogi.

Ég þakka fyrir mig í dag skýrsla og viðtöl koma brátt.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Var að skrifa um annað dauðafæri sem Jonathan Hendrickx átti sekúndum áður.

Kolbeinn gerir vel og klárar þennan leik fyrir gestina.
Eyða Breyta
90. mín
Bjartsýnisverðlaun dagsins hlýtur McAusland. Tekur skotið af 40 metrum. Hittir rammann þó en Gulli með þetta allan tímann og grípur
Eyða Breyta
88. mín Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Aron Jóhannsson (Grindavík)
Hammertime?
Eyða Breyta
86. mín Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik) Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)

Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Snýr Viktor Karl niður í skyndisókn. Rétt
Eyða Breyta
85. mín
Rodrigo með skot eftir mistök í vörn gestanna en það er hátt yfir.
Eyða Breyta
82. mín
Það verður að segjast að það er afskaplega lítið púður í sóknarleik heimamanna. Allt sem þeir reyna er auðvelt fyrir vörn Blika og ekkert í kortunum að þeir séu að fara jafna þennan leik.
Eyða Breyta
80. mín Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) René Joensen (Grindavík)

Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Kiyabu Nkoyi (Grindavík)
Fer hátt með fótinn og í andlitið á Jonathan Hendrickx
Eyða Breyta
77. mín
Mikkelsen sleppur inn fyrir en flaggað. Tæpt en líklega rétt
Eyða Breyta
75. mín Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Krulli lokið leik í dag.
Eyða Breyta
75. mín
Kiyabu Nkoyi með fyrirgjöf en hún er slök
Eyða Breyta
72. mín
Það er að lifna aðeins yfir heimamönnum. Aron aftur með skot en hittir boltann illa.
Eyða Breyta
70. mín
Stórhætta við mark Blika. Darraðadans í teignum og skot en blikar ná að koma boltanum í horn.
Eyða Breyta
65. mín
Aron Jó með fína tilraun en yfir fer boltinn. Heimamenn þurfa að sækja
Eyða Breyta
63. mín Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Fyrsta skipting dagsins.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Aron Bjarnason (Breiðablik), Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Skyndisókn hjá Blikum Aron keyrir inná völlinn dregur sig svo út í vænginn og fær boltann í hlaupi inn í teiginn og sendir hann í fjærhornið með vinstri fæti.
Eyða Breyta
56. mín
Blikar fá horn
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
fékk gult. Veit ekki fyrir hvað
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: René Joensen (Grindavík)
Straujar Arnar Svein úti á kanti. fær réttilega gult
Eyða Breyta
48. mín
Gott spil Grindavíkur en vörn Blika traust og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
47. mín

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Þetta er farið af stað á ný.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hér hefur verið flautað til hálfleiks. Hálf bragðdaufur leikur í heildina en gestirnir átt fleiri tilraunir en heimamenn hættulegri færi. Vonumst eftir meira fjöri í seinni.
Eyða Breyta
45. mín
Tufa velur rangann kost í mjög góðri stöðu. Reynir að þræða boltann inn á Kiyabu Nkoyi en René aleinn úti vinstra meginn. Blikar heppnir þarna
Eyða Breyta
45. mín
Það eru 3 mínútur í uppbót.

GP10 með skot úr aukaspyru en boltinn alltaf á leið yfir
Eyða Breyta
42. mín
Tamburini með fyrirgjöf frá vinstri sem varnarmenn Blika missa af en það gera sóknarmenn Grindavíkur líka og hættan líður hjá.

Túfa sleppur svo inn í teiginn og fær Gulla á móti sér kemur boltanum framhjá Gulla en Viktor mættur í cover og Blikar bjarga
Eyða Breyta
41. mín
Kiyabu Nkoyi í ágætri stöðu í teignum en þarf að teygja sig í boltann. Skotið er eftir því og fer vel yfir
Eyða Breyta
38. mín
Höskuldur með skot eftir hraða sókn en Mikkelsen þvælist fyrir og boltinn afturfyrir.
Eyða Breyta
36. mín
Aron Bjarnason með skotið vinstra meginn í teignum sem fer í tærnar á Viktori Erni og þaðan í stöngina. Viktor dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
33. mín
Hendrickx með fast skot í varnarmann eftir góðan undirbúning Hóskuldar.
Eyða Breyta
30. mín
Góð skyndisókn hjá Grindavík Nkoyi með góðan sprett fær Tamburini í hlaupið inní teig og þræðir boltann fyrir en Blikar komast fyrir á síðustu stundu.
Eyða Breyta
27. mín
GP10 tíar hann upp fyrir Alexander sem á skotið en þessi fór langleiðina inní Voga svo hátt fór hann yfir.
Eyða Breyta
26. mín
Afskaplega rólegt yfir þessu eins og er. En við getum sagt frá því að völlurinn hér í Grindavík lítur bara ansi vel út. Hrós á þá fyrir það.
Eyða Breyta
21. mín
Krulli með skotið fyrir utan teig með jörðinni en beint á Vladan í marki heimamanna.
Eyða Breyta
19. mín
Grindavík hreinsar frá en Blikar vinna boltann fljótt aftur. eru að auka pressuna smátt og smátt.
Eyða Breyta
18. mín
Blikar með hornspyrnu. Smá stympingar í teignum og Einar stoppar og biður menn að róa sig aðeins. Hornið skallað frá og annað horn sem fer sömu leið. Allt þá þrennt er?
Eyða Breyta
15. mín
Alexander Helgi liggur á vellinum eftir klafs og þarf aðhlynningu en virðist vera í lagi.
Eyða Breyta
13. mín
Það er að hvessa hér í Grindavík og það er að bitna töluvert á leiknum.
Eyða Breyta
12. mín
Blikar að auka tempóið. Krulli með skalla en beint á Vladan í markinu.
Eyða Breyta
11. mín
Aron Bjarna dansar fram hjá Tamburini og René við hægra vítateigshorn og á skotið en það er yfir.
Eyða Breyta
10. mín
Leikurinn í jafnvægi. Bæði lið nokkuð varkár til að byrja með
Eyða Breyta
8. mín
Arnar Sveinn kærulaus í bakverðinum. Tamburini hirðir af honum boltann og Arnar brýtur. Sigurjón Rúnarsson með skallann eftir aukaspyrnuna en hann er hættulaus.
Eyða Breyta
6. mín
Mikkelsen vinnur boltann hátt á vellinum eftir slæma sendingu frá Rodrigo. Tekur beint strik í átt að teignum og á skot en það er slakt og vel framhjá.
Eyða Breyta
4. mín
Réne Joensen setur boltann í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. En réttilega dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
2. mín
GP10 með hornið beint á kollinn á Damir sem skallar yfir úr góðu færi.
Eyða Breyta
2. mín
Aron Bjarnason og GP10 með laglegt spil sem endar með því að Blikar fá horn.
Eyða Breyta
1. mín
Þetta er farið að stað!

Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Þorbirni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rétt tæpt korter í leik og leikmenn hafa gengið til búningsklefa til lokaundirbúnings.

Vonandi að við fáum hraðan og skemmtilegan leik en umferðin og mótið hófst í gær með látum og vonandi að framhald verði á.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá Blikum eru þetta kunnuleg nöfn á blaði. Arnar Sveinn Geirsson sem kom á dögunum frá Val byrjar. Það gerir Guðjón Pétur Lýðsson líka. Fátt gleður samt fólk meira í dag en að sjá sjálfan Krulla Gull Höskuld Gunnlaugsson í byrjunarliði Blika í dag en hann kom á láni frá Halmstad nú rétt fyrir mót.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú byrjunarliðin eru auðvitað kominn inn hér til hliðar og ekki úr vegi að kafa aðeins í þau.

Mörg ný andlit í Grindavíkurliðinu í dag og ber þar að nefna markmanninn Vladan Djogatovic, Kiyabu Nkoyi, Marc Mcausland,Josip Zeba og sóknarmanninn Vladimir Tufegdzic sem ætti að vera flestum kunnur eftir dvöl hans og Víking R og KA undanfarin ár.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikur þessara liða á þessum velli í fyrra var upphafið af slæmum kafla Grindavíkur liðsins sem sat á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Leiknum lauk með sigri Blika 0-2 og skoruðu Sveinn Aron Guðjohnsen og Gísli Eyjólfsson mörkin. Blikar enduðu svo í 2.sæti deildarinnar en Grindavík í því 10.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við erum að sjálfsögðu mættir í boxið og liðin mætt í upphitun. Tæknin samt aðeins að stríða okkur. Hver elskar ekki windows update?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú ef þú kæri lesandi ert alveg sérstaklega boltaþyrstur og ekki búinn að hlusta á upphitunarþátt Fótbolta.net fyrir sumarið þá mæli ég eindregið með því að þú smellir HÉR og hlustir á snillingana Elvar og Tómas Þór fara yfir málin fyrir sumarið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestunum úr Kópavogi er spáð ögn hærra í töflunni eða 4.sæti.
Spá Fótbolta.net Breiðablik

En það er á sömu bókina fært að töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika fyrir sumarið. Willum Þór Willumsson var seldur til Bate í Hvíta Rússlandi og Gísli Eyjólfsson hélt til Svíþjóðar. Í staðinn hafa þó komið spennandi leikmenn sem verður gaman að fylgjast með í sumar.

Komnir/Farnir

Komnir:
Kwame Quee frá Víkingi Ólafsvík
Viktor Karl Einarsson frá IFK Varnamo
Þórir Guðjónsson frá Fjölni
Guðjón Pétur Lýðsson frá KA
Höskuldur Gunnlaugsson frá Halmstad (lán)

Farnir:
Arnór Gauti Ragnarsson í Fylki
Arnþór Ari Atlason í HK
Davíð Kristján Ólafsson í Álasund
Gísli Eyjólfsson til Mjallby (á láni)
Oliver Sigurjónsson til Bodo/Glimt (var á láni)
Ólafur Íshólm Ólafsson í Fram (á láni)
Willum Þór Willumsson í BATE Borisov
Aron Kári Aðalsteinsson í HK (á láni)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við byrjum á heimamönnum en sérfræðingar Fótbolta.net spá liðinu 9.sæti í sumar.
Spá Fótbolta.net Grindavík

Talsver'ðar breytingar hafa orðið á liði Grindavíkur í sumar. Sterkir póstar eru horfnir á braut og verður vandfyllt í þeirra skörð. Einnig skiptu Grindvíkingar um þjálfara eftir síðasta tímabil eins og allir ættu að vita og verður spennandi að sjá hvernig Srdjan Tufegdzic gengur með Grindavík í sumar.

Komnir/Farnir
Komnir:
Josip Zeba frá HAGL
Marc McAusland frá Keflavík
Mirza Hasecic frá Sindra
Patrick N'Koyi frá Top Oss
Vladan Djogatovic frá Serbíu
Vladimir Tufegdzic frá KA
Hermann Ágúst Björnsson frá ÍH

Farnir:
Björn Berg Bryde í Stjörnuna
Brynjar Ásgeir Guðmundsson í FH
Sam Hewson í Fylki
Kristijan Jajalo
Sito
Will Daniels
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðunum sem mætast hér í dag er spáð ólíku gengi í sumar og er ekki úr vegi að kynnast liðunum aðeins nánar og sjá hvaða breytingar hafa orðið milli ára hjá þeim
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og gleðilega hátíð!
Pepsi Max deildinn er farinn af stað á ný og munum við á Fótbolta.net að sjálfsögðu verða á vaktinni á vellinum í sumar og færa ykkur fótboltann beint í æð í þráðbeinni textalýsingu.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('63)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('75)
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
18. Arnar Sveinn Geirsson
19. Aron Bjarnason
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('86)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('75)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('86)
17. Þórir Guðjónsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('63)
25. Davíð Ingvarsson
77. Kwame Quee

Liðstjórn:
Elfar Freyr Helgason
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Thomas Mikkelsen ('52)

Rauð spjöld: