Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 25. júlí 2019  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Birta Georgsdóttir
FH 3 - 1 ÍA
1-0 Birta Georgsdóttir ('34)
1-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('55)
2-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('62)
3-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('70)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Margrét Sif Magnúsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('72)
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('75)
8. Nótt Jónsdóttir ('80)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('80)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('64)
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
25. Björk Björnsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('64)
11. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('80)
15. Birta Stefánsdóttir ('75)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('72)

Liðstjórn:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir

Gul spjöld:
Maggý Lárentsínusdóttir ('85)

Rauð spjöld:
@sarakristinv Sara Kristín Víðisdóttir
94. mín Leik lokið!
Frábærum leik lokið hér í Kaplakrika. Lokatölur 3-1
Eyða Breyta
94. mín
SKagastuðningsmennirnir eru búnir að vera til fyrirmyndar hér í dag! Hvetja sínar stúlkur alveg til loka flautsins
Eyða Breyta
93. mín
Skagastúlkur komnar hátt á völlinn. Vilja greinilega skora annað mark
Eyða Breyta
90. mín
Guðmundur Páll bætir fjórum mínútum við
Eyða Breyta
90. mín
Það var hún Eyrún Eiðsdóttir sem kom inn á áðan fyrir hana Andreu Magnúsdóttir.
Eyða Breyta
87. mín
ÍA fær aukaspyrnu sirka tveimur metrum fyrir utan teig FH. Fríða með geggjaða spyrnu sem er á leiðinni í samskeitin en Aníta nær að bjarga í horn.

Ekkert verður úr hornspyrnunni
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Maggý Lárentsínusdóttir (FH)
Er að stoppa mögulega skyndisókn. Verðskuldað gult spjald
Eyða Breyta
82. mín
Dauðafæri hjá Skagakonum en Erla Karítas nær ekki að teygja sig nógu langt til að boltinn fari inn fyrir
Eyða Breyta
82. mín
Margrét Sif er nánast sloppin ein í gegn en er óeigingjörn og ætlar að gefa á Selmu Dögg en AAníta gerir vel og grípur inn í sendinguna
Eyða Breyta
80. mín Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) Nótt Jónsdóttir (FH)

Eyða Breyta
80. mín Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (FH) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)

Eyða Breyta
78. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig ÍA. Margrét tekur spyrnuna stutt á Helenu sem á sokt sem fer beint í varnarmann Skagamanna
Eyða Breyta
76. mín Eyrún Eiðsdóttir (ÍA) Andrea Magnúsdóttir (ÍA)
Ég er í vandræðum með skiptingarnar hjá Skagastúlkum þar sem það vantar númer á nokkra leikmenn þeirra á skýrslunni. Leikmaður númer 9 kemur inn og fer hún framm en Andrea var í miðverði.
Eyða Breyta
75. mín Birta Stefánsdóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
74. mín
Geggjuð utanfótar snudda hjá Margréti inn fyrir vörn ÍA sem ratar beint á Helenu sem ætlar svo að koma boltanum á Nótt en sendingin er lesin
Eyða Breyta
72. mín Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)
Andrea kemur inn í miðvörðin við hliðina á Maggý
Eyða Breyta
70. mín MARK! Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Langskot sem Aníta réði ekki við. Vel gert Selma!
Eyða Breyta
68. mín
Helena Ósk slapp ein í gegn en Aníta varði frábærlega í markinu
Eyða Breyta
67. mín Erna Björt Elíasdóttir (ÍA) Klara Kristvinsdóttir (ÍA)

Eyða Breyta
66. mín
Helena Ósk er komin aftur inn á sem eru góðar fréttir fyrir FH
Eyða Breyta
64. mín Rannveig Bjarnadóttir (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Rannveig kemur inn á miðsvæðið þar sem Eva Núra var
Eyða Breyta
64. mín
Helena liggur eftir! Hún virðist hafa fengið slink á ökklan þegar hún var að berjast um boltann strax eftir miðjuna. Sjáum til hvort hún nái að halda áfram
Eyða Breyta
62. mín MARK! Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH), Stoðsending: Birta Georgsdóttir
Birta á góðan sprett upp að endalínu þar sem hún kemur boltanum út í teig á Helenu sem er alein og leggur hún boltann snyrtilega í fjær hornið
Eyða Breyta
61. mín
Flottur bolti hjá Selmu Dögg inn í teigin en Skagastúlkur skalla boltann frá en berst hann beint á Ernu Guðrúnu sem á skotuð sem Anta ver í horn.

Ekkert verður úr hornspyrnunni
Eyða Breyta
57. mín
ERla Karítas við það að sleppa ein í gegn er Maggý er eins og klettur í vörninni og stoppar hana
Eyða Breyta
56. mín
Birta heldur boltanum virkilega vel við teig ÍA og kemur honum á Selmu Dögg sem ætlar að setja hann aftur fyrir markið en Skagastúlkur lesa það og koma boltanum frá
Eyða Breyta
55. mín MARK! Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA)
FH stúlkum tekst ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnuna og nær Bryndís að koma boltanum yfir línuna eftir að Aníta hafi varið vel áður í markinu
Eyða Breyta
54. mín
Flott skot hjá ÍA sem Aníta ver vel í horn. Fyrsta hornspyrna Skagkvenna í leiknum
Eyða Breyta
54. mín
Lofandi sókn hjá Skagakonum en Maggý stendur eins og klettur í vörninnu. Þær reyna að koma boltanum tvisvar framhjá henni en það tekst í hvorugt sskipti
Eyða Breyta
52. mín
FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming ÍA.

Margrét tekur skotið en það r beint á Anítu í marki ÍA og grípur hún hann örugglega
Eyða Breyta
48. mín
FH byrjar síðari hálfleik af miklum krafti og fá hornspyrnu. Það verður mikill darraðardans inni í teignum en loks koma Skagastúlkur botlanum í burtu
Eyða Breyta
46. mín
Flottur sprettur hjá Birtu sem kemur boltanum út í teig á Margréti Sif ern skot hennar fer framhjá
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Heimastúlkur hefja hér síðari hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fínum fyrrihálfleik lokið þar sem FH hefur ógnað mun meira
Eyða Breyta
41. mín
Flott sending frá Valgerði Ósk upp í fremstu línu á Helenu Ósk sem tekur góðan snúning en skotið hennar fer yfir markið
Eyða Breyta
39. mín
FH kemst upp hægri kanntinn og á Selma Dögg frábæra fyrirgjöf sem ratar beint á kollinn á Nótt en skallinn frá henni fer yfir markið
Eyða Breyta
37. mín
ÍA fær aukaspyrnu við miðlínuna sem Klara Kristvinsdóttir kemur með inn á teigin. FH á í vandræðum með að hreinsa frá. Sóknin endar svo með skoti frá Fríðu en það fer yfir
Eyða Breyta
36. mín
Nú eru Skagakonur farnar að færa sig ofar á völlinn þar sem þær þurfa að skora mark ef þær vilja fá estig úr leiknum
Eyða Breyta
34. mín MARK! Birta Georgsdóttir (FH)
Skagakonur í vandræðum að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnuna, svo kemur skalli sem Aníta í markinu nær ekki að halda og potar Birta boltanum inn í markið eins og sönnum framherja einum er lagið
Eyða Breyta
33. mín
Flott sending inn fyrir vörn ÍA en Andrea gerir virkilega vel og nær að bjarga í horn
Eyða Breyta
29. mín
FH fær hornspyrnu sem ÍA skallar auðveldlega í burtu
Eyða Breyta
25. mín
Virkilega góð varnarvinna inni á miðjunni hjá FH. Selma Dögg á síðan skot sem fer yfir markið
Eyða Breyta
22. mín
ÍA er virkilega þétt og á FH í miklum vandræðum með að finna opnanir á því. FH er hins vegar að byrja þennan leik sem mun hættulegra liðið
Eyða Breyta
19. mín
FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming ÍA. Margrét Sif tekur spyrnuna stutt á Helenu Ósk sem lætur vaða en skotið er máttlítið og er Aníta í marki ÍA í engum vandræðum með það
Eyða Breyta
15. mín
FH eru aftur og aftur að komast upp að endalínu og í fína fyrirgjafastöðu en Skagastúlkur ná að verjast því ágætlega. Þetta er augljóslega leiðin sem FH ætlar að sækja
Eyða Breyta
13. mín
Nótt er í dauðafæri eftir flottan undirbúning hjá Valgerði Ósk en hún virðist einfaldlega bara ekki hitta boltann
Eyða Breyta
12. mín
ÍA stelpurnar leyfa FH að spila boltanum á milli sín og byrja ekki að pressa þær fyrr en þær mæta upp á miðju. Þetta gerir spilið hjá FH stelpum mun erfiðara
Eyða Breyta
11. mín
FH byrja hér mun hættulegri en ÍA eru þéttar til baka og beita skyndisóknum á FH liðið þegar þær geta
Eyða Breyta
7. mín
Eva Núra á virkilega gott skot en Varslan hjá Anítu er ennþá betri og fær FH hornspyrnu sem ekkert verður úr
Eyða Breyta
6. mín
Dauðafæri hjá Helenu! Selma Dögg gerir vel og kemur sér upp að endalínu og kemur boltanum fyrir og hann ratar á Helenu sem skýtur beint á Anítu í markinu
Eyða Breyta
3. mín
Fínt spil hjá FH-ingum en skotið hjá Ernu Guðrúnu fer framhjá
Eyða Breyta
1. mín
Vel er mætt af Skagamönnum hér í stúkunni og láta þau vel í sér heyra
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á liði FH frá sigurleiknum gegn Aftureldingu. Þær Rannveig og Aldís Kara fara á varamannabekkinn og Nótt og Eva Núra koma inn í byrjunarliðið.

Einnig eru tvær breytingar á liði ÍA frá tapleiknum gegn Tindastól. Þær Aníta Sól og Róberta Lilja fara út og Klara og María Björk koma inn. Róberta meiddist einmitt í leiknum á móti Tindastól og kom þá María Björk inn á fyrir Róbertu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leik er FH í 2. sæti með 22 stig en ÍA í því 7. með 11 stig.

ÍA hefur verið í vandræðum í síðustu leikjum en þær hafa tapað síðustu 4 leikjum og hafa átt í erfiðleikum með að skora eftir að Olla fór aftur í Val.

FH hefur hinsvegar verið á góðu róli og unnið 5 leiki í röð í deildinni og eru í harðri baráttu við Þrótt um 1. sætið í deildinni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrstu umferðinni en þar gerðu þau 1-1 jafntefli uppi á Akranesi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu á leik FH og ÍA í 10. umferð Inkasso deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Aníta Ólafsdóttir (m)
0. Dagný Halldórsdóttir
3. Andrea Magnúsdóttir ('76)
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
15. Klara Kristvinsdóttir ('67)
18. María Björk Ómarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir

Varamenn:
12. María Mist Guðmundsdóttir (m)
4. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
9. Erna Björt Elíasdóttir ('67)
16. Veronica Líf Þórðardóttir
19. Anna Þóra Hannesdóttir

Liðstjórn:
Anna Sólveig Smáradóttir
Hjördís Brynjarsdóttir
Klara Ívarsdóttir
Björn Sólmar Valgeirsson
Unnar Þór Garðarsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Selma Dögg Þorsteinsdóttir
Eyrún Eiðsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: