Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
FH
3
1
KR
Steven Lennon '9 , víti 1-0
1-1 Finnur Tómas Pálmason '14
Brandur Olsen '40 2-1
Morten Beck Guldsmed '71 3-1
14.08.2019  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: 13 gráður, léttskýjað, völlurinn geggjaður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Brandur Olsen - FH
Byrjunarlið:
2. Daði Freyr Arnarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon ('65)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('90)
14. Morten Beck Guldsmed
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen ('80)

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
8. Kristinn Steindórsson
8. Þórir Jóhann Helgason ('90)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('65)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
22. Halldór Orri Björnsson ('80)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('20)
Cédric D'Ulivo ('26)
Pétur Viðarsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-INGAR Í BIKARÚRSLITALEIKINN SEM VERÐUR 14. SEPTEMBER!!!

Það kemur í ljós á morgun hvort það verði Víkingur eða Breiðablik sem fái að leika við FH í úrslitaleiknum. Heyrumst þá!
92. mín
Flóki með skot í slá og yfir úr aukaspyrnunni!
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.
91. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
KR fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
90. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
88. mín
Jónata Ingi í flottu skotfæri en þéttingsfast skot hans fer naumlega framhjá.
85. mín
Jónatan Ingi með skot í varnarmann. Vinnur hornspyrnu... Tekur hornið sjálfur en eftir smá fimbulfamb endar þetta í fangi Beitis.
83. mín
Hefur dregið aðeins af leikmönnum liðanna. Á KR eldsneyti til að koma til baka hér? Ég efast en útiloka ekkert.
80. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
79. mín
ATLI SIGURJÓNS Í DAUÐAFÆRI!!! Kennie með geggjaða sendingu og kemur Atla í dauðafæri, móttakan frábær en skotið framhjá fjærstönginni.
78. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
77. mín
Kennie Chopart með skot af löngu færi en endar í öruggu fangi Daða.
76. mín
Kristján Flóki með skalla en Daði ver af öryggi.
71. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (FH)
Stoðsending: Brandur Olsen
MORTEN BECK SKORAR MEÐ SKALLA!!!

Finnur Tómas gerir mistök, Morten á skot í varnarmann og boltinn berst á hægri kantinn þar sem Brandur á fyrirgjöfina.

Há fyrirgjöf og Morten hefur betur í baráttu við Arnór Svein og Kennie, skallar knöttinn í jörðina og hann skoppar inn.
70. mín
Smá deyfð yfir leiknum þessar mínútur.
65. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Lennon að glíma við einhver meiðsli.
65. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
FH-ingar í stúkunni baula á sinn gamla félaga.
62. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
62. mín
Tobias reynir að brjóta sér leið framhjá Gumma Kristjáns en kemst lítt áleiðis. Vel gert hjá Guðmundi. Hinumegin fá FH-ingar svo hornspyrnu í kjölfarið.
59. mín
Kristinn Jónsson með fyrirgjöf en Björn Daníel Sverrisson skallar boltann í hornspyrnu. Eftir hornspyrnuna fær Skúli Jón ROSALEGT skallafæri en Daði nær að verja, eða Brandur bjargar á línu.

Þung sókn KR þessar mínútur.
57. mín
Hættuleg sókn KR. Kristinn Jóns með sendingu inn á teiginn en Gummi Kristjáns verst þessu vel.
56. mín
Atli Guðna með skot sem breytti um stefnu af Arnóri Sveini en missti að sama skapi allan kraft, auðvelt fyrir Beiti að verja skotið.
55. mín
Lennon liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
53. mín
Óskar Örn með boltann vinstra megin, leitar inn og það er brotið á honum nokkrum metrum fyrir utan vítateiginn. Hér er möguleiki fyrir KR. Kennie og Pablo standa við boltann...

...Kennie vippar boltanum inn í teiginn en Daði gerir vel og handsamar hann af öryggi.
51. mín
Pablo Punyed nálægt því að brjóta sér leið í færi en boltinn dettur ekki almennilega fyrir hann.
49. mín
Atli Guðna með geggjaða sendingu á Brand sem er í skotfæri við vítateigsendann, ágætis sókn en flott markvarsla hjá Beiti.
48. mín
Atli Sigurjóns laumar boltanum á Tobias í teignum en FH-ingar ná að loka fyrir skotið. Hinumegin á Atli Guðna hættulegan sprett en rennur svo og þetta klúðrast.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Notuðum hálfleikinn til að skoða VAR, fara í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Mitt mat: Vítaspyrnudómurinn: Rangur. Aukaspyrnudómurinn í aðdragandanum að öðru marki FH: Réttur.
45. mín
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hellir sér yfir dómarana í hálfleik. Ég skil þá vel. KR-ingar ósáttir við vítaspyrnudóminn og aukaspyrnudóminn sem markið kom upp úr.
45. mín
Hálfleikur
Svekktir KR-ingar sem labba til búningsklefa. Leikurinn farið að langmestu leyti fram á vallarhelmingi FH en í þau fáu skipti sem Hafnfirðingar bregða sér yfir miðju þá myndast stórhætta.
45. mín
Komin í uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Brotið á Atla Sigurjónssyni á hægri kantinum. KR fær aukaspyrnu, Chopart með sendingu inn á teiginn og FH-ingar bjarga í hornspyrnu.
44. mín
ATLI GUÐNASOOON!!! Vörn KR í engri tengingu og Atli Guðna kemur sér í flott skotfæri en Beitir nær að verja. Þarna var möguleiki fyrir FH að ná þriðja marki sínu.
43. mín
Kennie Chopart þurfti aðhlynningu en getur haldið leik áfram.
40. mín MARK!
Brandur Olsen (FH)
FH SKORAR ALGJÖRLEGA GEGN GANGI LEIKSINS!

Brandur tók skotið úr aukaspyrnunni, Beitir sló boltann frá og hann barst aftur til Brands sem var við vítateigsendann vinstra megin, rétt fyrir innan teig.

Skot hans fer í gegnum alla þvöguna og í fjærhornið!
39. mín
Atli Guðna tekinn niður af Atla Sigurjóns á vinstri kantinum. Atli Sigurjóns fær tiltal en FH-ingar kölluðu eftir gulu. Brandur Olsen býr sig undir að taka spyrnuna...
38. mín
Óskar Örn með stórhættulega sendingu inn í teiginn en misskilningur milli manna. KR-ingar eru mikið betri og leikurinn fer nánast allur fram á vallarhelmingi FH.
35. mín
Inn:Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Arnþór borinn af velli. Menn eru að tala um ökklameiðsli.
33. mín
Arnþór Ingi liggur eftir á vellinum. Hann og Davíð Þór voru að kljást eitthvað (ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn í leiknum). Sá ekki hvað gerðist en það er allt með kyrrum kjörum og menn frekar rólegir.

Sýnist að Arnþór hafi misstigið sig. Börurnar eru kallaðir inn. Vondar fréttir fyrir KR. Arnþór verið frábær í sumar.
29. mín
SKALLI Í STÖNGINA!!!! TOBIAS! Arnþór með frábæra sendingu inn í teiginn, Daði í marki FH misreiknar boltann. Stálheppinn að Tobias skallaði í stöng!

KR-ingar eru líklegri þessa stundina.
26. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
26. mín Gult spjald: Cédric D'Ulivo (FH)
ÞAÐ ERU LÆTI!!! Pirringur í báðum liðum.

Cedric með groddaralega tæklingu á Pablo á miðjum vellinum. Ekkert annað en gult. Það myndast þvaga í kjölfarið. Hiti í mönnum.
25. mín
Cédric D'Ulivo þurfti aðhlynningu en virðist vera að jafna sig. FH á aukaspyrnu úti hægra megin á vallarhelmingi KR. Brandur með spyrnuna og hún er slök.
21. mín
Kristinn Jónsson með fyrirgjöf, erfiður bolti fyrir Atla Sigurjónsson sem er við endalínuna og reynir að skalla að marki en framhjá.
20. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fjórða hornspyrna KR í röð. Kennie Chopart reynir skot við vítateigshornið og í kjölfarið myndast mikil læti í teignum. Davíð Þór Viðarsson fær í kjölfarið gult spjald fyrir að rífa kjaft.
14. mín MARK!
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Stoðsending: Pablo Punyed
KR jafnar eftir hornspyrnu!

Pablo með hornið. Finnur Tómas skallar boltann í netið, vann Morten Beck og Gumma Kristjáns í baráttunni.

Fyrsta mark Finns fyrir meistaraflokk KR. Óskum honum til hamingju með það!
13. mín
Stuðningsmenn KR ekki sáttir við Helga Mikael dómara eftir vítaspyrnudóminn áðan og hann fær baul úr stúkunni.
9. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Beitir fer í rétt horn en spyrnan frá Lennon er frábær!

FH tekur forystuna úr ódýrri vítaspyrnu.
9. mín
HAA??? BRANDUR OLSEN FER NIÐUR Í TEIGNUM OG FH FÆR VÍTASPYRNU! Arnþór Ingi dæmdur brotlegur.

Séð úr fréttamannastúkunni virkar þetta hreinlega rangur dómur. Arnþór bauð vissulega upp á þetta en Brandur virtist vera farinn niður, veiddi Helga Mikael í gildru.

Umdeilt.
6. mín
KR fékk líka sína fyrstu hornspyrnu og í kjölfarið voru reyndar nokkrar fyrirgjafir en ekkert var að frétta í þeim tilraunum. Enn eru áhorfendur að streyma að. Stefnir í þrusumætingu.
4. mín
FH vann hornspyrnu. Brandur Olsen tók hornið en FH-ingar náðu ekki að gera sér mat úr því. KR fékk möguleika á skyndisókn en Hjörtur Logi kæfði hana í fæðingu.
2. mín
Hættuleg sending hjá FH upp hægra megin, Atli Guðnason á spretti en Finnur Tómas hleypur hann uppi og hirðir knöttinn. Þessi ungi varnarmaður farið a´kostum í sumar.
1. mín
Leikur hafinn
FH-ingar hófu leikinn.
Fyrir leik
Leikmenn mæta út á völlinn. KR-ingar eru í ljósbláu búningunum í dag. FH-ingar í sínum aðalbúningum að sjálfsögðu.
Fyrir leik
Tómas Meyer að sjálfsögðu yfirmaður gæslunnar hér í Krikanum. Allt í öruggum höndum. Það ætti að vera hellingur af áhorfendum en ekki er spáð óeirðum. Leikmenn og dómarar eru að hita upp.
Fyrir leik
Gríðarlegt magn af iðkendum úr yngri flokkum FH á svæðinu. Friðrik Dór og Jón Jónsson voru í Risanum að hita upp og stýra stuðinu. Alvöru umgjörð hjá stórveldinu í Hafnarfirði.
Fyrir leik
Vorum að fá þær upplýsingar að Guðmann kenndi sér meins eftir sigurinn gegn Val, er því á meiðslalistanum. Hann spilaði víst seinni hálfleikinn gegn Val meiddur. Vont fyrir FH-inga en þeir hafa góða breidd.
Fyrir leik
Spámennirnir þrír í fréttamannastúkunni láta til sín taka.

Jóhann Leeds, Morgunblaðinu:
FH verður bikarmeistari og vinnur Víking Reykjavík í úrslitum. Leikur kvöldsins endar 1-0. Steven Lennon.

Runólfur Trausti, Vísi:
KR-sigur. 1-2. KR mun svo vinna Breiðablik í úrslitum!

Ég:
1-1 eftir venjulegan leiktíma. 2-2 eftir framlengingu. KR vinnur í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN ERU KOMIN INN!

Hjá FH vekur athygli að Guðmann Þórisson er ekki í leikmannahópnum. Þórður Þorsteinn, Kristinn Steindórs og Jónatan Ingi fara líka úr liðinu frá sigrinum gegn Val.

Inn koma Cedric D'Ulivo, Atli Guðna, Guðmundur Kristjánsson og Brandur Olsen.

Arnþór Ingi Kristinsson kemur aftur inn í liðið hjá KR og þá vann Tobias Thomsen samkeppnina við Kristján Flóka Finnbogason um byrjunarliðssæti.
Fyrir leik
Hrikalega ólík leið liðanna í undanúrslitin, talsvert erfiðari leið sem FH hefur farið!

FH byrjaði á 2-1 útisigri gegn Íslandsmeisturum Vals í 32-liða úrslitum, lagði ÍA 2-1 í 16-liða úrslitum og rúllaði svo yfir Grindavík 7-1 í 8-liða úrslitum.

KR vann Dalvík/Reyni 5-0 í 32-liða úrslitum, heimsótti svo Húsavík og vann 2-0 útisigur gegn Völsungi áður en liðið vann 3-0 gegn Njarðvík. Allt leikir gegn liðum í neðri deildunum.
Fyrir leik
Þegar viðureignir þessara liða frá aldamótum eru skoðaðar kemur í ljós að FH hefur unnið 38 leiki en KR 34. 18 leikir hafa endað með jafntefli.

Þegar þessi tvö lið mættust 23. júní í Pepsi Max-deildinni, hér í Kaplakrika, enduðu leikar 1-2. KR sigur. Alex Freyr Hilmarsson, sem er á meiðslalistanum, og Tobias Thomsen skoruðu mörk KR. Steven Lennon minnkaði muninn fyrir FH.
Fyrir leik
Kristján Flóki Finnbogason er uppalinn hjá FH en gekk í raðir KR í glugganum. Þetta er því sérstakur leikur fyrir hann en hann ætlar að fagna ef hann nær að skora.

Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður KR:
Ég hef aðeins fylgst með þeim (FH-ingum) í sumar og sá síðasta leik hjá þeim gegn Val. Þeir voru hrikalega sterkir gegn Val og það verður erfitt að fara í Krikann en við stefnum á bikarúrslitin og við trúum því að við getum sótt sigur í kvöld. Ef ég skora í undanúrslitum bikarsins þá fagna ég, sama á móti hverjum ég er að spila. Vonandi verður það sigurmarkið.
Fyrir leik
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH:
Það er mikilvægast fyrir okkur að hugsa um okkur sjálfa en það hafa leikmenn í KR-liðinu verið virkilega sterkir í sumar. Fyrir utan það að þeir hafa virkilega sterka liðsheild. Kristinn Jóns og Óskar hafa verið frábærir, Atli Sigurjóns hefur spilað vel og miðjumennirnir verið góðir. Tobias er sterkur senter og nú er Flóki líka kominn inn. Þetta lið getur gert mörk úr mörgum áttum en þeirra helsti styrkleiki finnst mér liðsheildin og bragurinn á liðinu. Svo eru menn þarna sem geta klárað leiki. Það væri óðs manns æði að fókusera á einn eða tvo leikmenn.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Það er safaríkur undanúrsleikur framundan á hinum frábæra Kaplakrikavelli þar sem FH tekur á móti KR í Mjólkurbikarnum.

Helgi Mikael Jónasson dæmir í Krikanum en Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson eru aðstoðardómarar. Egill Arnar Sigurþórsson er fjórði dómari.

Tveir risar sem eru að fara að kljást um sæti í úrslitaleiknum sjálfum. Úrslitaleikurinn verður 14. september.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('35)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
7. Tobias Thomsen ('65)
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed ('78)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('35)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('65)
14. Ægir Jarl Jónasson ('78)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('26)
Skúli Jón Friðgeirsson ('62)

Rauð spjöld: