Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Grindavík
0
2
KA
0-0 Elfar Árni Aðalsteinsson '58 , misnotað víti
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '90 , víti
0-2 Nökkvi Þeyr Þórisson '94
31.08.2019  -  16:00
Mustad völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hæg norðanátt,dropar í lofti og völlurinn frábær.
Dómari: Tom Owen
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
Marinó Axel Helgason ('82)
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
14. Diego Diz ('86)
18. Stefan Ljubicic ('64)
22. Primo
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('82)
11. Símon Logi Thasaphong
19. Hermann Ágúst Björnsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Aron Jóhannsson ('86)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('64)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('25)
Josip Zeba ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA siglir 3 stigum á Akureyri og er að öllum líkindum þó ekki tölfræðilega að tryggja veru sína í Pepsi Max deildinni árið 2020.
94. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Maaaark!

Nökkvi vinnur boltann á miðjum vellinum og keyrir í átt að marki. Tekur Sigurjón og McAusland á og klárar vel í hornið fjær.
92. mín
Hér voru +4 gefnar upp. Verða líklega nær 6
90. mín Mark úr víti!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Vladan í rétt horn en spyrnan örugg í þetta sinn.
90. mín
KA fær aftur víti!!!!!!

Sigurjón Rúnarsson brotlegur og réttilega dæmt víti.

Klaufalegt og rándýrt!
89. mín
Hér fer hver að verða síðastur að gera eitthvað. Tíminn að renna út.
86. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Grindavík) Út:Diego Diz (Grindavík)
Diego verið slakur í dag.
84. mín
Tamburini með skot en Jajalo ver. Beint á hann
83. mín
Primo með skalla en hann er laus og beint á Jajalo.
82. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
82. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
80. mín
Zeba með leikræna tilburði. vill meina að hann hafi verið sleginn í andlitið.
78. mín
Glórulaus aukaspyrnudómur hjá Tom, Sigurjón hirðir boltann af Hrannari í D-boganum sem fellur við litla snertingu en Tom flautar brot.
77. mín
Þvílík varsla hjá Vladan!!!!!!!

Sennilega ein af vörslum ársins eftir hörkuskot frá Hallgrími.
75. mín
Skot frá Sigurði í varnarmann og afturfyrir horn.
72. mín
Grindavík fær horn.
71. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
68. mín
Primo með skot hárfínt framhjá eftir góðan sprett.

Leikurinn að opnast mikið.
67. mín
Grindavík fær horn.
64. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík) Út:Stefan Ljubicic (Grindavík)
63. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (KA)
Mér finnst Tom vera að missa tökin á þessum leik. Mikill pirringur og menn láta finna vel fyrir sér. stundum of vel.
62. mín
Grindavík fær horn. Meðbyr með þeim og stúkan tekur við sér en Jajalo grípur.
61. mín
Næ ekki þessum vítadómi. Horfði á hann á ný og get ekki séð annað en að Ásgeir sé sá brotlegi hreinlega.
58. mín Misnotað víti!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Vladan ver ömurlegt víti Elfars!!!!!1

Réttlætinu fullnægt?
57. mín
HA!!!!!

KA er að fá víti!

Fannst KA maðurinn brotlegur fyrir það fyrsta,
55. mín
Jajalo grípur hornið næsta auðveldlega.
54. mín
Grindavík fær horn.
51. mín Gult spjald: Kristijan Jajalo (KA)
Tæklar Jajalo sem rúllar sér um völlinn í kjölfarið.
49. mín
Zeba brýtur á Ásgeiri hér út á kanti, Ásgeir niður með tilþrifum.
47. mín
McAusland með góða björgun en virðist hafa meitt sig í kjölfarið. Liggur þjáður við endalínu.

Skotinn stendur þó upp og heldur leik áfram.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafin.
45. mín
Hálfleikur
Ejub Puresevic er að spóka sig meðal áhorfenda hér í Grindavík en hann stýrir Víking Ólafsvík í Inkasso deildinni.
45. mín
Hálfleikur
Tom Owen flautar hér til hálfleiks. Komum aftur að vörmu spori með seinni 45.
45. mín
Þvílík reflex í Vladan, Hallgrímur Mar með fyrirgjöf eftir að hornið var skallað frá, Sýnist Elfar ná snertingu á boltann af 3 metra færi en Vladan ver. Boltinn tiltölulega beint á hann þó.
45. mín
Sigurjón Rúnars setur boltann í horn eftir snarpa sókn KA.
43. mín
KA menn bjarga nánast á línu eftir skalla Stefáns, ná að hreinsa og bruna upp. Hallgrímur Mar með boltann við vinstra vítateigshorn lætur vaða og boltinn sleikir utanverða stöngina.
43. mín
Grindavík fær horn.
42. mín
Hallgrímur Mar með skot af talsverðu færi en hittir ekki markið.
41. mín
Jajalo í gölnu úthlaupi eftir fyrirgjöf frá Zeba, Stefán hársbreidd frá því að ná til knattarins en Jajalo reddar sér.
34. mín Gult spjald: Josip Zeba (Grindavík)
Zeba og Elfar eitthvað að kýta eftir brot þess fyrrnefnda.
34. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
29. mín
KA fær horn. Verið beittari aðilinn hér fyrsta hálftímann.
26. mín
Ásgeir skallar hornspyrnuna framhjá úr þröngri stöðu.
25. mín
KA fær horn.
25. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Marinó fær fyrsta spjald leiksins. Nánast brókaði Andra Fannar.
22. mín
Zeba klikkar á móttöku og Elfar nær boltanum leikur inná teiginn en á slakt skot beint á Vladan.
21. mín
Almarr í fínu færi eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur en skotið er lélegt og fer himinhátt yfir.
16. mín
Stefán Ljubicic með skot af löngu færi. Var of gráðugur með menn í fínum hlaupum í kring um sig.
15. mín
Gunnar Þorsteinsson fellur í teignum. Lítið í þessu þótt aðeins hafi verið haldið í hann.
14. mín
Ásgeir Sigurvins með skot af D-boganum en beint á Vladan sem á ekki í vandræðum með það.
11. mín
Leikurinn í járnum. Bæði lið þó að reyna að sækja af talsverðum þunga.
6. mín
Stefán og Jajalo í árekstri og Jajalo liggur. Stendur fljótt upp og virðist ekkert að honum.
5. mín
Vægast sagt hræðileg spyrna frá Stefáni Lju,
5. mín
Brotið á Tamburini í ágætis skotfæri um 20 metra frá marki.

Tækifæri fyrir Grindavík.
3. mín
Zeba kjötar Elfar Árna hér á vinstri vængnum. Alvöru kraftur í þessu.
2. mín
Hallgrímur Mar leikur inn á teiginn vinstra meginn og á óvænt skot sem fer rétt yfir.
1. mín
Þetta er farið af stað. Það eru heimamenn sem hefja leik og sækja í átt að Þorbirni.
Fyrir leik
Leikmenn búnir að stilla sér upp og bíða þess að ganga til vallar. Ræðst fallbaráttan í dag eða fáum við spennu fram í lokaumferð?
Fyrir leik
Það er ekki annað hægt en að hrósa aðstæðum í Grindavík.

Hér er hæg norðanátt, smá dropar úr lofti og völlurinn lítur gríðarlega vel út hjá Ivan Jugovic og hans mönnum.
Lucas Arnold styður sína menn.
Fyrir leik
Fyrir ykkur twitter fólk mun ég brjóta odd af oflæti mínu og hætta þessari leti og birta einhverjar færslur hér í lýsingunni.

Svo endilega tjáið ykkur undir myllumerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Tölfræðin yfir leiki liðanna í efstu deild er afar jöfn.

Grindavík hefur 4 sigra. KA sömuleiðis 4 sigra og 3 leikjum hefir lokið með jafntefli.

Markatala ef svo 15-14 Grindavík í vil.
Fyrir leik
Dómar leiksins þennan laugardaginn koma frá Wales. En Tory Owen heldur þar um flautuna með þá Ashley Davis og James Sheils sér til aðstoðar. Jóhann Ingi Jónsson er svo varadómari og eftirlitsmaður er Ingi Jónsson.

Til gamans má geta að orðið fyrir dómara á Velsku er samkvæmt google translate dyfarnwr.

Spurning hvort leikmenn hafi æft það til að ná sambandi við dómarann. Annars er enska aðalmál Walesverja svo líklega gerist það óþarfi.
Fyrir leik
Eins og allir unnendur Pepsi Max deildarinnar vita líklega nú þegar eru þjálfarar beggja liða að mæta sínum gömlu félögum.

Óli Stefán Flóventsson á fleiri hundruð og fimmtíu leiki fyrir Grindavík og þjálfaði svo liðið undanfarin tímabil en söðlaði um siðasta haust og tók við KA.


Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur á 106 leiki með KA og þjálfaði liðið með ágætum árangri frá 2015-18. En líkt og Óli Stefán reri hann á ný mið síðasta haust og tók við Grindavík.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna á Greifavellinum í sumar lauk með 2-1 sigri KA.

Hrannar Björn Steingrímsson og Elfar Árni Aðalsteinsson skoruðu þar mörk KA en Alexander Veigar Þórarinsson skoraði fyrir Grindavík.

Í siðustu umferð tóku KA menn á móti KR. Leiknum hefur verið lýst sem einum leiðinlegasta knattspyrnuleik sem fram hefur farið og lauk honum 0-0. Skal engan undra þegar liðin áttu samanlagt eitt skot á markið i leiknum.

Grindavík fór í heimsókn til Víkinga og mátti þola 1-0 tap í leik sem fram fór í úrhelli og talsverðum vindi.
Fyrir leik
Tapi KA fara þeir niður í fallsætið á markamun en verða jafnir Grindavík að stigum. Leikirnir sem KA á svo eftir eru, HK á Greifavellinum, Víkingur í Víkinni og fá þeir svo Fylki í heimsókn í lokaumferðinni.
Fyrir leik
Það þarf líklega ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins fyrir bæði lið. Tapi Grindavík sitja þeir í fallsæti 4 stigum frá öruggu sæti og 3 leiki eftir, gegn ÍA á Akranesi, Val í Grindavík og þeir ljúka svo mótinu með heimsókn til FH í Kaplakrika.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá RISA fallslag Grindavíkur og KA sem fram fer á Mustadvellinum í Grindavík.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Iosu Villar
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('82)
14. Andri Fannar Stefánsson ('71)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson
29. Alexander Groven

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('71)
21. David Cuerva
28. Sæþór Olgeirsson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('82)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Halldór Jón Sigurðsson

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('34)
Kristijan Jajalo ('51)
Almarr Ormarsson ('63)

Rauð spjöld: