Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Keflavík
2
0
Þór
Adolf Mtasingwa Bitegeko '87 , víti 1-0
Davíð Snær Jóhannsson '90 2-0
31.08.2019  -  16:00
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá vindur, frekar lítill miðað við Keflavík
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Dagur Ingi Valsson ('85)
15. Þorri Mar Þórisson ('67)
16. Sindri Þór Guðmundsson
24. Adam Ægir Pálsson ('80)
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
5. Eyþór Atli Aðalsteinsson
19. Edon Osmani
23. Einar Örn Andrésson
28. Ingimundur Aron Guðnason ('80)
31. Elton Renato Livramento Barros
38. Jóhann Þór Arnarsson ('67)
45. Tómas Óskarsson ('85)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 sigur Keflavíkur á Þór staðreynd og þeir eru þá komnir með 31 stig og tylla sér í 5. sæti Inkasso deildarinnar.
90. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Sá ekki hver átti sendinguna en Davíð fær boltann hægra megin á d boganum og þrumar boltanum í bláhornið.
87. mín Mark úr víti!
Adolf Mtasingwa Bitegeko (Keflavík)
Setur boltann örugglega í vinstra hornið. Anton var sparkaður niður áðan og fiskaði vítið.
86. mín
VÍTIII!! Keflavík fær víti hérna. Helgi búinn að flauta víti en Frans kemur boltanum í netið eftir það. Hvað gerir Adolf?
86. mín
Draugamark, boltinn fer rétt framhjá markinu og í stöngina sem heldur netinu. Einhverjir Keflvíkingar í stúkunni héldu að sínir menn hefðu skorað þarna.
85. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Bæði lið búin með skiptingarnar sínar.
85. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
82. mín
Litla þvælan, það á bara ekki að skora í þessum leik. Rick Ten Voorde fer framhjá Sindra í markinu og nær að koma boltanum fyrir á Alvaro sem tekur skotið en Magnús Þór réttur maður á réttum stað og nær að verja á línu áður en annar Þórsari fær boltann og setur boltann í stöngina.
81. mín
Anton Freyr með aftur á bak skalla yfir mark Þórsara. Það hlýtur að detta mark í þetta öðru hvoru megin.
80. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
76. mín
Inn:Rick Ten Voorde (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
72. mín
Davíð Snær kemur sér í gott færi en skotið yfir.
70. mín Gult spjald: Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Uppsafnað, brýtur á Sindra Þór.
67. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Þorri Mar Þórisson (Keflavík)
63. mín
Alvaro aftur í færi, Sindri lagstur en nær að slá hendi í boltann áður en nafni hans Sindri Þór fær boltann og sparkar í andlitið á sér áður en Keflvíkingar hreinsa. Bæði lið að fá færi þessar mínúturnar.
61. mín
Inn:Nacho Gil (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi tekinn út af eftir þetta klúður.
60. mín
Jónas Birgir með skot sem Sindri ver út í teig og Jóhann Helgi með skot í stöngina áður en Keflvíkingar hreinsa í horn.
56. mín
Alvaro í dauðafæri hægra megin í teignum en skotið í stöngina og út.
53. mín
Hahaha Helgi Mikael í essinu sínu, búinn að flauta mark en dæmir svo af. Þorri sendir inn í og boltinn af Adam Ægi í markið og inn og Helgi flautar mark. Ræðir svo við aðstoðardómarann þremur mínútum seinna og dæmir markið af, litla ruglið.
51. mín
Þór búinn að liggja á Keflavík þessar fyrstu mínútur seinni hálfleiks.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Lítið að frétta, krefst betri sóknarleiks frá báðum liðum í seinni hálfleik takk.
42. mín
Frans Elvars brýtur af sér á miðjunni og hressir Þórsarar krefjast guls spjalds á hann en Jónas Björgvin var nýbúinn að brjóta af sér svipað aðeins á undan og ekkert spjald þar svo ég gef Helga það að línan sé ágæt hjá honum.
34. mín
Þór með skottilraun sem fer framhjá.
30. mín
Tvö dauðafæri hjá Keflavík. Anton Freyr byrjar á því að fá boltann eftir horn og skjóta en Þór bjarga á línu. Boltinn berst út til Frans sem tekur skot sem er líka varið af leikmanni Þórs og aftur fer boltinn í horn.
23. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
15. mín
Adam með annað skot, núna á markið en Aron Birkir ver vel í horn.
12. mín
Keflvíkingar að ógna núna. Davíð Snær með góða sendingu á Adam Páls sem setur boltann rétt framhjá.
3. mín
Rúnar Þór bjargar á línu. Skalli eftir hornspyrnu á leið í bláhornið en þarna borgar sig að hafa mann á línu.
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar byrja með boltann og liðin byrja á því að skipta um að halda boltanum nokkrum sinnum áður en Þór nær aftur valdi á boltanum.
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völl leidd af Helga Mikael dómara.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust fyrr í sumar þá skiptu liðin stigunum bróðurlega á milli sín en sá leikur fór 0-0. Vonum að leikurinn í dag bjóði upp á fleiri mörk en sá leikur.
Fyrir leik
Þegar þessi leikur hefst eftir 75 mínútur þá hefst annar leikur, á heimaslóðum Þórsara, norður í landi. Magnaðir Magnamenn fá þá Gróttu í heimsókn en sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir Þór enda eru þeir í harðri baráttu við Gróttu um sæti Pepsi Max deildinni.
Fyrir leik
Þór situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar en Keflavík í því 6. Bæði lið þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda en Þór er í harðri baráttu um að fara upp í Pepsi Max deildina og Keflavík getur komið bakdyramegin inn í þá baráttu með sigri í dag.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan laugardag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomnir í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Þórs í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
Orri Sigurjónsson
Aron Elí Sævarsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('76)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('85)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('61)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
23. Dino Gavric
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Tómas Örn Arnarson
14. Jakob Snær Árnason ('85)
18. Alexander Ívan Bjarnason
27. Rick Ten Voorde ('76)
88. Nacho Gil ('61)

Liðsstjórn:
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Elín Rós Jónasdóttir
Perry John James Mclachlan
Ágúst Þór Brynjarsson

Gul spjöld:
Orri Sigurjónsson ('23)
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('70)

Rauð spjöld: