Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
HK
1
3
Víkingur R.
0-1 Kári Árnason '23
Valgeir Valgeirsson '48 1-1
1-2 Kári Árnason '53
1-3 Guðmundur Andri Tryggvason '59
01.09.2019  -  16:00
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kórinn, nuff said. Sól á grillarana samt!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Kári Árnason
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('79)
7. Birnir Snær Ingason ('72)
9. Brynjar Jónasson ('72)
10. Ásgeir Marteinsson
14. Hörður Árnason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
16. Emil Atlason ('72)
19. Ari Sigurpálsson ('72)
20. Alexander Freyr Sindrason
21. Andri Jónasson
28. Daníel Ingi Egilsson ('79)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Birnir Snær Ingason ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur Víkingssigur, þeir eru með 9 tær af 10 í PepsiMax á næsta ári.

Evrópa færist fjær HK.

Viðtöl og skýrsla a´leiðinni.
90. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
+2

Stoppar skyndisókn.
90. mín
Uppbótin er þrjár mínútur.
88. mín
Enn falla HK fyrir pressu Víkinga, Óttar vinnur boltann á teig HK og sendir fyrir á fjær þar sem Kwame rétt missir af honum fyrir opnu marki.
87. mín
Kwame fær núna skotfæri og tekur það en fer á sama stað og hjá Viktori.
86. mín
Viktor Örlygur fær skotfæri í teignum en neglir þessum yfir og framhjá.
84. mín
Handrit þessa leiks er skrifað.

HK ráða enn illa við pressu Víkinga og þegar Víkingarnir ná boltanum eru þeir mjög þolinmóðir að láta hann rúlla sín á milli og éta upp leikklukkuna.
80. mín
Valgeir fer í bakvörð hjá HK og Daníel á kantinn fyrir framan hann.
79. mín
Inn:Daníel Ingi Egilsson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
79. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
77. mín
HK aðeins að vakna.

Valgeir með flottan sprett upp hægri, tvinnar sig framhjá Halldóri og neglir inn í teiginn en varnarmenn Víkinga leysa málin á síðustu stundu.
76. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur R.)
Tæklar Hörð.
74. mín
Þórður kemur út úr teignum hér og sweepar upp langan bolta á Emil, mikilvægt úthlaup.
72. mín
Inn:Emil Atlason (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
72. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
68. mín
Víkingar algerlega komnir með þennan leik í fæturna.

HK ekki að ná að klukka þá núna.
61. mín
Logi fer í vinstri bakvörð og Halldor i hafsentinn

Kári á miðjuna.

Kwame hægri vængur og Ágúst vinstri vængur.
60. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
60. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
59. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Glórulaus sending hjá Birni Snæ inn á miðsvæðið, beint á Atla Hrafn sem á auða flugbraut til að hlaupa að markinu, hann leggur svo boltann til vinstri við vítateiginn á Guðmund sem er kominn í gegn og skorar.

Víkingar eru á leið að stíga risaskref í áframahaldandi veru í deildinni!
57. mín
Víkingar eru að rúlla boltanum sín á milli núna og hleypa HK ekki í hann hreinlega.
53. mín MARK!
Kári Árnason (Víkingur R.)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
Uppskrift sú sama og áður.

Horn frá vinstri, innsving í markteiginn, Arnar nær ekki þessum, Kári er á undan og skallar í tómt markið.

Advantage - Víkingur.
51. mín
Boltinn í neti Víkinga en dæmt af vegna rangstöðu.

Bjarni neglir á markið og Brynjar setur boltann í netið en var vel fyrir innan.
48. mín MARK!
Valgeir Valgeirsson (HK)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Jafnt í Kórnum!

Fyrsta sóknin, boltinn kemur frá vinstri inn í teig og Birnir er í ágætu færi en rennur og kiksar hreinlega boltanum til hægri á Valgeir sem neglir hann í netið af markteignum.

Flott byrjun á síðari hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Doldið skemmtilegt í tæknimálunum í dag í Kórnum.

Fengum þessi fínu brunaboð í hálfleik og skilaboð um að vera í viðbragðsstöðu, en það var sem betur fer bara tölvufeill.

Viðurkenni viðkvæmni fyrir brunaboðum.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða í hálfleik, en HK svo sannarlega á góðri leið hér í lok hálfleiksins.
45. mín
Ein mínúta í uppbót.
44. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (HK)
Dómarinn segir hann hafa ætlað að fiska brot hér og það er gult í reglunum.
40. mín
Leikurinn er að beygja í áttina að HK, þeir hafa náð hérna 2 - 3 efnilegum upphlaupum og rétt við það að fá góð færi.
37. mín
Dauðafæri hjá HK!

Vinna upp vinstri vænginn og Birnir leggur boltann á vítapunktinn þar sem Birkir er aleinn og neglir að marki, Sölvi lokar á skotið sem fer yfir og Vilhjálmur dæmir markspyrnu. Mér fannst þetta eiga að vera horn, en færið var frábært.
34. mín
Víkingar í stúkunni vilja víti, úr skyndisókn vippar Guðmundur Andri boltanum og hann virðist fara í hönd Leifs en færið mjög stutt og höndin við líkamann, ekki dæmt á það núna.
33. mín
Víkingar að fá enn eitt hornið eftir vandræðagang HK að koma boltanum upp völlinn.

Uppúr þessari er brotið á Arnari.
31. mín
Hér er Kári einu hári frá að ná að skalla annan bolta í markið eftir horn, var aleinn en vantaði sentimeterinn...
29. mín
Víkingar eru ekkert að leysa skrúfstykkið, pressan þeirra skilar boltanum beint til þeirra aftur eftir að þeir tapa honum og þeir eru aftur og aftur stutt frá því að detta í gegn.
25. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Hleypur inn í Valgeir.

Óviljabrot held ég nú en hárrétt hjá dómaranum.
23. mín MARK!
Kári Árnason (Víkingur R.)
Uppúr horni er mikill darraðadans þar sem Arnar bjargar vel og varnarmenn HK líka áður en einn þeirra hreinsar boltann í Kára og inn!

Sanngjörn staða miðað við gang leiksins.
20. mín
Tempóið aðeins að detta niður þessa stundina, HK hafa náð að brjótast ágætlega út úr presssunni í nokkur skipti en ekki skapað sér sóknarfæri.
18. mín
Guðmundur Andri og Valgeir kljást hérna og töluðu annað en fyrirmyndarmál sýndist manni.
16. mín
Mikil pressa frá Víkingum þessa stundina og HK þurft að beita nauðvörnum til að hreinsa frá í tvígang.
14. mín
Víkingar komnir með hald á boltann þessar mínúturnar og hafa þrýst HK í að sparka langt þar sem turnarnir í vörninni leysa málin á einfaldan hátt.
10. mín
Víkingar eru líka með 4-4-2 afleiðu en með mikilli sóknaráherslu hægra megin.

Þórður

Davíð - Kári - Sölvi - Halldór

Ágúst - Erlingur - Júlíus - Atli

Óttar - Guðmundur Andri.

Davíð fer mjög hátt á völlinn um leið og Víkingar vinna boltann en Halldór situr þess í stað alltaf.
8. mín
Nú bjarga HK í horn eftir flotta sendingu frá Ágústi.

Ekkert verður úr því.
7. mín
Fín skyndisókn HK endar með skoti frá Valgeir úr þröngu færi en Víkingarnir komast fyrir og bjarga í horn sem ekkert verður svo úr.
7. mín
HK stilla upp í 4-4-2

Arnar

Birkir - Björn - Leifur - Hörðu

Valgeir - Atli - Ásgeir - Birnir

Bjarni - Brynjar.
5. mín
Víkingar með sitt fyrsta skot.

Sending frá Davíð inn í teig en skot Erlings úr erfiðri stöðu er yfir.
3. mín
Það er grimmd í mönnum hér í upphafinu, menn fara á fullt í tæklingar og pressu.
1. mín
Strax komið skot, Atli utan teigs en framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað
Fyrir leik
Það eru tvö röndótt lið að spila.

Bæði lið í hefðbundnum búningum í dag.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til leiks, það verða ekki liðskynningar eða neitt slíkt vegna bilunarinnar.

Maður dálítið farinn að venjast því og fjöri fyrir leik. Vonandi bara sér leikurinn um fjörið.
Fyrir leik
Gaman að sjá að það er bara býsna vel mannað í stúkunni í dag hér í Kórnum, enda leikur sem skiptir máli.

HK vill henda sér inn í Evrópuslaginn og Víkingar festa sætið í deildinni fyrir bikarúrslitin!
Fyrir leik
Við erum í tæknibrasi í höllinni.

Mér heyrist gamla góða klukkan verða nýtt!
Fyrir leik
Það er allt á ágætis róli hér í voginum Kópa...Menn eru að hlaða í boltavinnu í upphituninni eftir að hafa tekið vel á í hlaupunum hérna áðan.

Fyrir leik
Þrátt fyirr að stutt hafi verið milli félagssvæða er hreinlega enginn leikmaður í þessum leikmannahópum sem á leik með hinu félaginu.

Ef við leitum í liðsstjórnina finnst ein tenging, Viktor Bjarki Arnarson aðstoðarþjálfari HK er uppalinn rauðsvartur!
Fyrir leik
Dómarateymið er þannig skipað í dag að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar, Birkir Sigurðarson og Guðmundur Ingi Bjarnason eru til aðstoðar með flagg og míkrófón.

Fjórði dómarinn er Erlendur Eiríksson og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Eðalpiltar allir saman.
Fyrir leik
HK menn missa tvo menn úr leikmannahópnum í dag vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Arnþór Ari Atlason munu af þeim sökum sitja í stúkunni í dag.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er einungis sá fjórði milli þessara liða í efstu deild í sögunni.

Enn eiga HK eftir að vinna leik, Víkingar unnu í ár sinn fyrsta þar sem að báðir fyrri leikir þeirra enduðu með jafntefli.
Fyrir leik
Þessi lið voru lengi nágrannar sitt hvoru megin í Fossvoginum og reka saman kvennastarf frá 3.flokki og upp í meistaraflokk en það er í dag sem og aðra daga, enginn er annars bróðir í leik.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 2-1 sigri Víkinga.

Atli Hrafn Andrason og Erlingur Agnarsson skoruðu mörk Víkinga en Ásgeir Marteinsson fyrir HK.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag sitja heimamenn í HK í 6.sæti deildarinnar með 25 stig og gætu farið í 4.sæti deildarinnar með sigri.

Víkingar eru í 10.sæti, 4 stigum ofan við Grindavík og fara langleiðina með það að tryggja áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu með sigri í dag.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og Víkings í Pepsimaxdeildinni.

Leikurinn í dag er liður í 19.umferð deildarinnar.
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson ('60)
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('79)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('60)

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson ('60)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
8. Viktor Örlygur Andrason ('79)
18. Örvar Eggertsson
19. Þórir Rafn Þórisson
77. Kwame Quee ('60)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Guðmundur Andri Tryggvason ('25)
Kwame Quee ('76)
Halldór Smári Sigurðsson ('90)

Rauð spjöld: