Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
0
Fylkir
Hólmfríður Magnúsdóttir '3 1-0
08.09.2019  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Smá vindur og ekkert alltof hlýtt, fínar aðstæður.
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 253
Maður leiksins: Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('60)
9. Halla Helgadóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
15. Allison Murphy
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('82)
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir ('60)
11. Anna María Bergþórsdóttir ('82)
16. Selma Friðriksdóttir
20. Helena Hekla Hlynsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Magdalena Anna Reimus ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Atli Haukur flautar til leiksloka!

Selfoss vinnur hér 1-0 sigur, viðtöl og skýrsla á leiðinni.
92. mín
Selfoss fær aukaspyrnu úti vinstra megin, taka hana stutt og fara að halda boltanum uppi í horni.
90. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
88. mín
Fylkir fær hornspyrnu.

Kelsey grípur boltann örugglega.
86. mín
VÁ! - Allison klobbar Lovísu svakalega, keyrir inn á teiginn og sendir á Magdalenu sem kemur ekki góðu skoti á markið úr fínu færi.
84. mín
Inn:Lovísa Sólveig Erlingsdóttir (Fylkir) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
83. mín
Skemmtilegir taktar hjá Fylki, Þórdís hælar boltann á Bryndísi sem tekur skotið með vinstri en yfir.
82. mín
Inn:Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
81. mín Gult spjald: Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Magdalena sparkar Sæunni niður sem var komin framhjá henni.
80. mín
Selfoss fær horn.

Fríða nær skallanum en Kyra hreinsar.
79. mín
VÁ! - Marija stígur Cassie út og skilur hana eftir, er á harðaspretti að teignum en Barbára setur í einhvern nitrogír og stingur sér framfyrir Mariju og tekur boltann af henni!

Marija átti örugglega 10-15 metra á Barbáru þegaer hún fór af stað.
76. mín Gult spjald: Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Cecilía var brjáluð við Atla Hauk og fær gult fyrir kjaft.
76. mín
VÁ HVERNIG FÓR BOLTINN EKKI INN??

Cassie nær fyrsta skallanum, Fylkisstúlka bjargar á línu, Cassie nær skoti sem Cecilía ver og þaðan fer boltinn í svakalega þvögu þangað til að boltanum er komið burt.
75. mín
Selfoss fær hornspyrnu sem Anna María ætlar að taka.
73. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
68. mín
Það er eitthvað minna að frétta þessar mínúturnar, leikurinn dettur svolítið niður á köflum.
60. mín
Inn:Brynja Valgeirsdóttir (Selfoss) Út:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)
57. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Selfoss.

Spyrnan frá Mariju hinsvega afleit, engin Fylkisstelpa nálægt þessari sendingu...
54. mín
Fylkir aðeins að sækja í sig veðrið hérna og eru að valda vandræðum í vörn Selfoss án þess þó að skapa sér einhverja stórhættu.
51. mín
Bryndís fær langa sendingu inn á teiginn, drepur boltann niður fyrir Mariju sem er í góðu færi en tekur afleitt skot, beint á Kelsey.
47. mín
USS!

Þóra sendir Fríðu í gegn upp vinstra megin, Fríða fer framhjá Sæunni á hægri fótinn inná teignum, tekur skotið fast í Berglindi, þaðan skaust boltinn í Sæunni og þaðan í andlitið á Fríðu, mjög óhappalegt og Fríða liggur eftir.
46. mín
Ída keyrir upp að endamörkum og reynir fyrirgjöf en Kelsey grípur boltann.
46. mín
Barbára er að sjálfssögðu komin aftur í hægri bakvörðinn eftir um 3 mínútna viðskilnað við Ídu undir lok fyrri hálfleiks.
46. mín
Leikurinn er farinn af stað aftur!

Núna byrja heimakonur með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Selfyssingar fara með sanngjarna forystu inn í klefa.
43. mín
Ída er komin aftur yfir á vinstri kantinn, spurning hvað Barbára verður lengi að færa sig yfir...
41. mín
Selfoss fær hornspyrnu sem Anna María ætlar að taka.

Enginn nær skallanum og boltinn í gengum pakkann.
38. mín
Aftur hefur leikurinn dottið þokkalega niður og lítið að frétta...

Marija var að reyna langskot frá nánast miðju, merkilegasta sem hefur gerst í svona korter.
30. mín
Það eru greinilega skýr fyrirmæli hjá Alla og Óttari að Barbára eigi að taka Ídu Marín úr leik, vegna þess að Kjartan setti Ídu yfir á hægri kantinn, og þá skipti Barbára við Önnu Maríu og fór yfir í vinstri bakvörðinn.

Barbáru hefur gengið vel í þessari glímu gegn Ídu þennan fyrsta hálftíma.
24. mín
Barbára með geggjaða sendingu á Allison sem kemst upp að endamörkum, sendir boltann fyrir en Fylkisstúlkur koma boltanum frá.

Ekki langt þó því Fríða kemst í geggjað færi en Cecilía ver hrikalega vel!
22. mín Gult spjald: Kyra Taylor (Fylkir)
Kyra rífur Magdalenu niður sem var að bruna af stað í skyndisókn.
22. mín
Selfyssingar koma boltanum frá.
21. mín
Ída reynir að fara framhjá Barbáru en fær ekki meira en horn.
17. mín
Marija fær boltann fyrir utan teiginn, tekur hliðarskref framhjá Barbáru og reynir skotið af þokkalegu færi, framhjá.
15. mín
Núna fer Þóra inn á teiginn og reynir skotið en það fer yfir, Selfoss að ná tökum á leiknum.
13. mín
Allison fær boltann úti hægra megin og keyrir inn á teiginn án þess að verða við einhverjum hindrunum, kemur sér í skotið sem fer af varnarmanni og beint í krumlurnar á Cecilíu.
10. mín
Marija kemst í góða stöðu!

Kemur sér inn á teiginn og með boltann á hægri en Cassie hendir í svakalega tæklingu og bjargar!
9. mín
Nákvæmlega ekkert að frétta hérna eftir markið, bæði lið bara að tapa boltanum við miðjuna.
3. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Barbára Sól Gísladóttir
MAAAAARK!!!

Selfoss er komið yfir!

Barbára sendir Hólmfríði í gegn og hún er ein gegn Cecilíu, sem ver fyrstu tilraun en Fríða nær að rúlla boltanum í autt markið í þeirri annarri!
2. mín
Flott sókn hjá Selfoss!

Allison setur boltann út í kant á Hrafnhildi sem tekur góðan þríhyrning við Fríðu og kemur sér í góða fyrirgjafastöðu en boltinn af Allison og afturfyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað!

Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að félagsheimili Selfoss.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn undir laginu Thunderstruck!

Þau kunna þetta hérna á Selfossi, ætla að gefa þeim það.
Fyrir leik
Óttar Guðlaugs er með Selfossstelpur í upphitun og stappar stálinu í sínar stúlkur, grjótharður á peysunni þarna meðan Alli er kuldalegur í úlpunni.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp og Valli Reynis ómar í græjunum.

Alvöru pepp fyrir leik...
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Get ekki sagt að það sé eitthvað sem komi mér á óvart þar.

Brynhildur Brá situr á varamannabekk Fylkis en hún er að koma á sinn gamla heimavöll!
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur Selfoss án Grace Rapp, sem fór til Frakklands að spila þar.

Hún hefur spilað ótrúlega vel fyrir Selfossliðið og það verður forvitnilegt að sjá hvernig heimastúlkur plumma sig án hennar.
Fyrir leik
Þessi leikur er sannkölluð barátta um 3. sæti deildarinnar, hvorugt lið á möguleika á að ná Val og Breiðablik né hrynja niður í fallpakkann.

Selfoss er í 3. sæti með 25 stig.
Fylkir er í 5. sæti með 22 stig.

Þór/KA situr á milli þeirra í 4. sætinu með 24 stig.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Fylkis í Pepsi Max deild kvenna!
Byrjunarlið:
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir ('84)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
3. Kyra Taylor
5. Ída Marín Hermannsdóttir
8. Marija Radojicic
13. Amy Strath
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('73)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('90)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir ('84)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('90)
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
24. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('73)
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson

Gul spjöld:
Kyra Taylor ('22)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir ('76)

Rauð spjöld: