Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fylkir
0
1
Breiðablik
0-1 Damir Muminovic '81
21.06.2020  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 18 stiga hiti, stuttbuxnaveður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1440
Maður leiksins: Damir Muminovic
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
6. Sam Hewson
9. Hákon Ingi Jónsson ('85)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
11. Djair Parfitt-Williams
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('71)
17. Birkir Eyþórsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
32. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Arnór Gauti Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('85)
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Daníel Steinar Kjartansson
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('23)
Orri Sveinn Stefánsson ('35)
Ásgeir Eyþórsson ('54)
Sam Hewson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik vinnur mjög góðan 0-1 sigur í jöfnum leik.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Sparkar boltanum í burtu svo Fylkir nái ekki skyndisókn.
92. mín
Brynjólfur hamrar á markið en Aron ver vel frá honum.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við. Fáum við dramatík í lokin?
89. mín
Fylkir er að herja á Blikana núna en Blikar náð að hreinsa tvisvar á stuttum tíma þegar Fylkir var að koma boltanum inn í teig.
86. mín Gult spjald: Sam Hewson (Fylkir)
Sam pirraður og rífur Andra Rafn niður, uppsker gult spjald fyrir vikið.
85. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Þórður Gunnar kemur hér inn fyrir Hákon Inga.
83. mín
Kwame með laglega takta inn í teignum og nær á endanum skoti sem Daði nær að komast fyrir og Blikar fá hornspyrnu.
81. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
Það er komið mark í leikinn! Oliver með hornspyrnu á fjær þar sem Damir stangar boltann í netið og kemur Blikunum yfir. Spennandi lokamínútur framundan!
80. mín
Frábær sending frá Kwame inn fyrir á Mikkelsen en fyrsta snertingin svíkur hann og Ásgeir nær að tækla boltann af honum.
78. mín
Fylkismenn kalla eftir hendi, víti hér en fá ekki. Sá þetta ekki nógu vel en boltinn endaði hjá Ásgeiri sem kom ekki skoti sínu á markið.
75. mín
Inn:Kwame Quee (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Þriðja skipting Blikana, Kwame Quee kemur inn á fyrir Gísla.
73. mín
Andri Rafn í dauðafæri en Aron kemur vel út úr markinu og nær að loka á hann.
71. mín
Daði með frábæra sendingu yfir á fjær þar sem Arnór Borg setti hann á lofti í fyrsta en boltinn rétt framhjá markinu. Þetta hefði verið rosaleg innkoma, hann var búinn að vera inn á í max 10 sekúndur!
71. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Arnór Borg Guðjohnsen að koma inn á fyrir Arnór Gauta. Þetta er fyrsti leikur Arnórs í Pepsí Max-deildinni.
69. mín
Boltinn berst út á Sam Hewson hérna á lofti sem neglir boltanum langt yfir markið.
67. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Önnur breyting Blikana í dag, Guðjón Pétur fer út fyrir Oliver Sigurjónsson.
66. mín
Senur! Höskuldur Gunnlaugsson skoraði mark sem Blikar fögnuðu og allt en síðan var dæmd hendi á Höskuld þar sem boltinn skoppaði upp í höndina á honum áður en hann skaut. Réttur dómur en Blikar mjög ósáttir.
65. mín
Daði með aukaspyrnu inn á teiginn sem Anton Ari kýlir út.
63. mín
Guðjón Pétur skýtur þessari aukaspyrnu beint í vegginn. Alls ekki góð spyrna.
62. mín
Gísli tekur sprett upp vinstri kantinn, keyrir svo inn á miðjuna þar sem hann er tekinn niður af Valdimar á mjög hættulegum stað. Guðjón Pétur mun sennilega lúðra þessum á markið.
60. mín
Hornspyrna frá Guðjóni Pétri ratar á Höskuld en hann nær ekki að stýra skalla sínum á markið.
59. mín
Viktor Karl er hársbreidd frá því að koma boltanum í gegn á Höskuld en Orri nær að bjarga því vel á síðustu stundu.
54. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Tæklar Andra Rafn og fær réttilega gult spjald.
53. mín
Mikkelsen fær boltann á lofti inn í teignum og ætlar að sparka í boltann en Ásgeir kemst á undan í hann.
51. mín
Orri er kominn aftur inn á og virðist í lagi með hann sem er mjög jákvætt.
50. mín
Blikar fara upp í skyndisókn sem endar með að þeir fá hér hornspyrnu.
49. mín
Orri er staðinn upp og er að fá aðhlynningu, fékk högg á höfuðið sýndist mér.
47. mín
Sam Hewson með aukaspyrnu inn á teiginn sem Blikar skalla aftur fyrir í horn. Orri Sveinn liggur þó eftir í teignum.
46. mín
Leikur hafinn
Fylkismenn hefja seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Breiðablik gerir skiptingu í hálfleik. Davíð Ingvarsson fer út fyrir Róbert Orra Þorkelsson.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik en Fylkismenn fengu tvö dauðafæri og Blikar eitt auk þess sem Fylkir hefðu getað fengið vítaspyrnu.
45. mín
Guðjón Pétur með alveg ömurlega hornspyrnu hér, setur hann langt yfir allan pakkann og aftur fyrir hinu megin.
43. mín
Arnór Gauti rangstæður hér, skoraði með góðu skoti í fjærhornið en Eðvarð setti flaggið strax upp.
42. mín
Fín sókn hjá Fylkismönnum sem endar með að Arnór Gauti reynir sendingu á fjær á Djair en sendingin ekki nógu góð og Anton Ari handsamar boltann.
39. mín
Djair með góða takta þar sem hann fíflar Damir, kemur svo með sendingu upp vinstri vænginn á Daða sem kemur með fasta fyrirgjöf á Hákon sem nær ekki að stýra boltanum á markið.
37. mín
Frábær fyrirgjöf inn á teiginn og Valdimar fellur í baráttunni við Davíð sem mér sýndist klárlega rífa hann niður en ekkert er dæmt. Þarna hefðu Fylkismenn átt að fá vítaspyrnu!
35. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Fer full geysilega í tæklingu á Höskuldi og uppsker réttilega gult spjald.
33. mín
Blikar eru svo nálægt því að skora núna, frábært spil endar með dauðafæri hjá Brynjólfi en Aron ver stórkostlega með fætinum frá honum.
31. mín
Guðjón Pétur sendir aukaspyrnuna inn á teiginn en Helgi Valur skallar boltann vel frá og út í innkast.
30. mín
Valdimar brýtur á Andra hérna við vítateigshornið og Blikar fá aukaspyrnu á fínum stað.
27. mín
Frábært snöggt spil hjá Blikum, Brynjólfur með sendingu inn fyrir á Viktor sem setur hann fastan niðri í fyrsta á Mikkelsen en Fylkismenn ná að bjarga á ögurstundu.
26. mín
Laglegt spil Breiðabliks upp völlinn sem endar með að Viktor Karl kemur með stórhættulega fyrirgjöf meðfram jörðinni sem Aron slær aftur fyrir í hornspyrnu.
23. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Algjörlega tilgangslaust, stendur fyrir Guðjóni þegar hann er að taka aukaspyrnu og rekur löppina út í boltann.
20. mín
Stöngin! Lagleg chippa frá Valdimar inn fyrir á Sam Hewson sem setur hann í innanverða stöngina og Breiðablik koma boltanum síðan í horn. Þarna héldu allir að væri komið mark, stúkan byrjaði að fagna en stöngin bjargar Blikunum!
17. mín
Guðjón Pétur með laglega sendingu upp vinstri vænginn á Davíð sem var með nóg pláss en hann er flaggaður rangstæður. Ekki viss um að það hafi verið rétt.
15. mín
Lítið búið að gerast síðustu mínútur, liðin skiptast á að vera með boltann en ekki búið til neitt.
9. mín
Daði með hörku fyrirgjöf inn á teiginn og Anton þarf að kýla boltann í innkast.
7. mín
Djair með góða sendingu í gegn á Hákon sem kemur sér í dauðafæri en skot hans er beint á Anton Ara sem handsamar boltann. Hákon á bara alltaf að skora þarna.
4. mín
Guðjón Pétur með fína hornspyrnu en Orri Sveinn nær að skalla boltann frá.
3. mín
Stungusending í gegn hér á Mikkelsen sem klobbar Aron í markinu og skorar en hann er flaggaður rangstæður. Thomas kominn með nokkur rangstöðumörk á tímabilinu.
1. mín
Leikur hafinn
Thomas Mikkelsen sparkar þessum leik í gang hér á Wurth vellinum.
Fyrir leik
Liðin eru nú að ganga inn á völlinn, rúmar tvær mínútur í leik.
Fyrir leik
Nú styttist í að leikurinn hefjist og er fólk að streyma inn í stúkuna, meðal vallargesta er yngri flokka þjálfarinn knái Kristján Gylfi Guðmundsson sem er mikill Fylkismaður og þjálfar yngri flokka hjá félaginu, hann mætir á alla leiki.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Fylkismenn gera tvær breytingar á liði sínu frá tapinu í Garðabæ í síðustu umferð. Fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson er kinnbeinsbrotinn og svo fer Þórður Gunnar Hafþórsson á bekkinn. Hákon Ingi Jónsson og Birkir Eyþórsson byrja í stað þeirra.

Breiðablik gerir eina breytingu frá sigrinum á Gróttu í fyrstu umferðinni. Guðjón Pétur Lýðsson byrjar inn á í stað Olivers Sigurjónssonar.
Fyrir leik
Bæði þessi lið skiptu um þjálfara eftir síðustu leiktíð.
Helgi Sigurðsson sem hafði þjálfað Fylkismenn í þrjú ár yfirgaf félagið og tók við ÍBV á meðan Ágúst Gylfason sem hafði þjálfað Blikana í tvö ár tók við nýliðum Gróttu.

Fylkismenn eru að vinna með nýja stefnu hjá sér þar sem eru tveir aðalþjálfarar. Atli Sveinn Þórarinsson tók við liðinu ásamt Ólafi Stígssyni sem hafði verið aðstoðarmaður Helga undanfarin ár. Atli hefur litla reynslu í meistaraflokks þjálfun en hann þjálfaði Dalvík/Reyni árið 2016 í þriðju deildinni og hafði síðan verið yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar undanfarin ár.

Óskar Hrafn fór með Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum áður en hann tók við Blikunum síðasta haust. Óskar sem hafði lengi starfað í fjölmiðlum hafði ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en hann tók við Gróttu en hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi fyrir síðasta ár. Óskar er að spila athyglisverðan fótbolta en hann sagði m.a. að honum finnst lífið of stutt fyrir leiðinlegan fótbolta og miðað við fyrsta leik hjá Blikunum verða ekki margir leiðinlegir leikir hjá Kópavogsliðinu.
Fyrir leik
Það er mjög gott veður hér í dag, 20 stiga hiti og sól. Fólk ætti að hópast á völlinn í þessari blíðu!
Fyrir leik
Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á Gróttu á heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar og var spilamennska þeirra afar sannfærandi. Þeir hefðu getað skorað mun fleiri mörk og ef þeir spila jafn vel í dag mun dagurinn vera erfiður fyrir Fylkismenn.
Fyrir leik
Í fyrstu umferð tapaði Fylkir 2-1 fyrir Stjörnunni eftir að hafa komist yfir á fyrstu mínútu leiksins. Stjörnumenn voru töluvert betri en Fylkismenn í leiknum og ljóst að Fylkir verða að spila miklu betur hér í dag ætli þeir að vinna leikinn. Ólafur Ingi Skúlason spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis er í leikbanni eftir að hafa fengið beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu á Alexi Þór Haukssyni og þá er fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson kinnbeinsbrotinn og verður frá næstu vikurnar.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Breiðabliks í Pepsí Max-deild karla hér á Wurth vellinum.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson ('75)
25. Davíð Ingvarsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('67)

Varamenn:
3. Oliver Sigurjónsson ('67)
10. Kristinn Steindórsson
16. Róbert Orri Þorkelsson ('46)
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Kwame Quee ('75)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('93)

Rauð spjöld: