Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
2
KA
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '19
Kwame Quee '43 1-1
1-2 Steinþór Freyr Þorsteinsson '75
Helgi Guðjónsson '76 2-2
04.10.2020  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Haustið, fjögurra stiga hiti og svalur vindur þvert á völlinn. Gott í október sko!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Kwame Quee
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen ('19)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('77)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Dofri Snorrason
11. Adam Ægir Pálsson ('19)
14. Sigurður Steinar Björnsson
26. Jóhannes Dagur Geirdal
27. Tómas Guðmundsson
80. Kristall Máni Ingason ('77)

Liðsstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Kári Árnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Júlíus Magnússon ('45)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA setja met, tólfta jafnteflið þeirra í sumar.

Víkingar ekki enn að ná að sigra, ellefti í röð þannig, unnu síðast KA í Reykjavík 1984.

Viðtöl og skýrslan á leiðinni.
90. mín
+3

KA aftur í sókn upp hægri væng og Adam Örn skallar yfir.
90. mín
+2

Ágúst rangstæður í upplagðri sókn.
90. mín
KA í skyndisókn, lagt á Hallgrím á teignum en varnarmenn komast fyrir og bjarga í horn.
90. mín
Ásgeir laumar sér inn í teig á fjær og leggur boltann inn á teig og Ingvar bjargar.
89. mín
Inn:Adam Örn Guðmundsson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
88. mín
Löng sending upp völlinn frá KA, Ingvar fer í skógarferð og missir af boltanum, Ásgeir nær honum við hliðarlínuna og neglir inn í teiginn en Þorri skallar út í teiginn í stað þess að skalla á markið og Víkingar hreinsa.
87. mín
Helgi kemst inn í teiginn en skotið er beint á Aron.
86. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
85. mín
Þorri er úti á hægri væng og Ásgeir uppi á topp.
84. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
84. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
80. mín
Atli í færi, kemst á bakvið varnarmennina en neglir framhjá á nær.

Leikurinn vaknaður.
77. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Út:Kwame Quee (Víkingur R.)
76. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Víkingar beint upp þar sem Aron ver skot Atla í horn. Hornið er skallað frá, Halldór Jón fær boltann og neglir að marki, boltinn snertir Kwame aðeins og breytir stefnu, Aron ver vel með fætinum en einungis í markteiginn þar sem Helgi er og hann skorar sitt fyrsta mark í efstu deild.
75. mín MARK!
Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Norðanmenn eru skeinuhættir þegar þeir komast upp.

Andri Fannar sendir inni, boltinn hrekkur af Júlíus á vítateigslínuna þar sem Steinþór er. Hann réttir sig af og neglir á markið óverjandi fyrir Ingvar.
73. mín
Víkingar komnir með boltann líkt og í fyrri.

KA vel skipulagðir varnarlega og sækja hratt þegar færi gefst.
68. mín
Nú þiggjum við smá uppbrot í þennan leik. Orðinn býsna flatur satt að segja.
66. mín
Hallgrímur með frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Guðmundur Steinn vinnur skallaeinvígið en þessi fór rétt yfir.
64. mín
Inn:Rodrigo Gomes Mateo (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Þarmeð fer Almarr ofar, Rodri djúpur.
63. mín
Jæja Bjarni.

Hallgrímur Mar skildi þennan eftir og Bjarni setti hann hátt yfir markið!
62. mín
KA fær aukaspyrnu í dauðafæri.

Hallgrímur er mættur!
60. mín
KA beint upp völlinn og Guðmundur Steinn kemst í skotfæri en Ingvar ver í horn.

Hann fær svo skallafærið í horninu en skallar langt yfir og framhjá.
60. mín
Flott sókn Víkinga, boltinn á Kwame sem ber hann upp völlinn og leggur á Halldór Jón sem fær mikið svæði til að hlaupa inní og neglir í teiginn, Aron greip þennan.
58. mín
Halldór og Júlíus, báðir á gulu búnir að brjóta hér á sér með stuttu millibili.

Róa sig kappar...segir dómarinn Ívar.
56. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
Braut á Guðmundi Stein úti á væng.
54. mín
Víkingar loksins að komast af stað, Atli vinnur aukaspyrnu út í horni...sem KA skalla frá.
52. mín
Mígrignir orðið. Þetta mun hafa áhrif á leikinn.

Steinþór rétt sloppinn í gegn en Halldór Smári nær að blokka hlaupið á síðustu stundu og Ingvar pikkar boltann upp.
50. mín
KA eru að byrja vel hérna, þeir eru mun ofar en í fyrri.
47. mín
Bjargað á línu!

Brynjar missir boltann klaufalega úti á væng, Kwame kemst inn í teiginn, leggur á Helga sem leggur á Erling sem neglir að marki, framhjá Arooni en Brynjar er mættur á línuna og skallar frá.
46. mín
Leikur hafinn
Komið af stað í Fossvogi. Rigningin mætt á svæðið.

Helgi Björns hlýtur að vera á leiðinni.
46. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Mikkel Qvist (KA)
Ívar fer í hafsent og Hrannar í vinstri bak.
45. mín
Hálfleikur
Jafnt í hálfleiknum.

Kaffibolli framundan - svo áfram veginn.
45. mín
Tvær mínútur í viðbót
45. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Brýtur á Bjarna.
43. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur R.)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Einföld uppskrift sem gefur!

Halldór Jón með langan bolta á Adam sem leggur hann með skalla til hliðar, Kwame tekur snertingu og snýr þennan í góðum boga yfir Aron, mögulega smá snerting á leiðinni.
39. mín
Boltinn í neti Víkinga!

Hallgrímur átti sendinguna úr auakspyrnu og Bjarni skorar en flaggið uppi.
37. mín
Halldór kemst upp vænginn á bakvið Ívar og neglir inní en Bryjar skallar frá.

Víkingar eru í brasi að búa til færi úr því að halda bolta svo vel.
35. mín
Guðmundur Steinn fær boltann utan teigs og lætur vaða en langt framhjá.
35. mín
Kwame brýtur hér á Qvist eftir að hafa misst boltann frá sér til hans. Pirringur hjá heimamönnum.
32. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
Steini minn.

Búinn að vera hundpirraður út í dómarana, fer hér hraustlega í Ingvar Jóns langt utan teigs og straujar hann niður. Fær að heyra það frá mótherjum og samherjum. Ekki skynsamt kappi.
31. mín
KA menn eru virkilega skeinuhættir í skyndisóknunum hérna, Ingvar þarf að koma langt út úr teig til að forða því að Steinþór nái í gegn.
28. mín
Leikurinn er dottinn í sama farið.

Víkingar með boltann, KA verjast vel og eru fljótir upp völlinn.
25. mín
KA í flottri sókn.

Mikið svæði á bakvið Atla sem Guðmundur leggur inní á Steinþór sem á flugbraut inn í teig, þá leggur boltann til hliðar en Halldór Jón gerir griðarvel og hendir sér fyrir, kemur boltanum í burt og Hallgrímur sparkar í hann í stað boltans og aukaspyrna dæmd.
21. mín
Ný uppröðun Víkinga.

Halldór Jón - Viktor - Halldór Smári - Atli

Júlíus

Ágúst - Erlingur

Kwame

Adam - Helgi.
19. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
Víkingar enn að skipuleggja sig. KA eiga langt innkast sem er skallað frá þar sem Bjarni tekur skot í fyrsta. Það ratar beint á koll Guðmundar sem stýrir boltanum í öfugt horn miðað við skotstefnuna.

Ein sókn og mark.
19. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
18. mín
Sölvi Geir dettur hér illa og kallað strax á sjúkraþjálfara.

Um leið og sá mætir á völlinn biður hann um skiptingu, sýnist Sölvi vera úr axlarlið.
17. mín
Allt Víkingur.

Erlingur stingur í gegn eftir fína boltavinnu en sendingin er of löng og beint í hendur Arons.
15. mín
Víkingar biðja um víti, sending inn á teig á Erling sem fellur við eftir samskipti við Ívar.

Nafni hans á flautunni handviss um að ekkert væri til í því.
15. mín
Helgi að gera árá á KA vörnina, reynir að vinna sig í skot en það einfaldlega tekst ekki almennilega, að lokum neglir hann í varnarmann.
14. mín
KA spila 4141

Aron

Andri - Brynjar - Qvist - Ívar

Almarr

Steinór - Sveinn - Bjarni - Hallgrímur

Guðmundur Steinn
12. mín
KA menn eru aftarlega og þéttir til baka.

Leita Hallgrím uppi í hvert sinn sem þeir fá hann eiginlega.
9. mín
Víkingar spila 442 með demant.

Ingvar

Halldór Jón - Sölvi - Halldór Smári - Atli.

Viktor

Júlíus - Ágúst

Erlingur

Kwame - Helgi.
8. mín
DAUÐAFÆRI!

Kwame gerir frábærlega, keyrir upp og stingur í gegn á Helga sem er einn í gegn en skotið er beint á Aronu sem gerir vel og slær í horn.
7. mín
Kwame með skot af löngu færi og Aron hendir í blaðamannavörslu, skutlar sér og heldur þessum.
3. mín
Víkingarnir byrja sterkt hérna, fara ofarlega á völlinn og eru áræðnir í sínum aðgerðum.
2. mín
Helgi í dauðadæri!

Löng sending sem Qvist misreiknar rosalega og Helgi er beinlínis sloppinn í gegn, skýtur beint á Aron sem slær þennan langt frá. Hér átti að gera betur.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar hefja leik og sækja í átt að Kópavoginum.
Fyrir leik
Liðin að verða klár.

Víkingar eru í hefðbundnum klæðum, gestirnir albláir í sínum varabúning.
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs verður ekki í boxinu hjá Víkingum í dag.

Hann er í sóttkví í dag, við vitum ekki enn hvursu lengi. Einar Guðnason, hr. Arsenal mun halda um taumana í dag hjá heimamönnum.

Samkvæmt mínum heimildum er Arnar í úrvinnslusóttkví og fer í sýnatöku í kvöld sem ræður framhaldinu.
Fyrir leik
Nú er vert einmitt að benda á að þeir sem hafa á því hug geta hent inn pælingum um þennan leik á Twitter og þá hent inn myllumerkinu #fotboltinet.

Skutlum inn í lýsinguna skemmtilegum molum!
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins hefur verið skipað á þann hátt að Ívar Orri Kristjánsson er með flautuna, honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Varadómarinn er Þorvaldur Árnason og til eftirlits er Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Bæði lið ættu að vera fullmönnuð, ekki er um leikbönn að ræða en það er þó varla að reikna með að Kári Árnason hlaupi um völlinn í dag.

Meiðsli eru að hrjá hann og væntanlega verið að spara hann fram í Rúmeníuviðureign.
Fyrir leik
Saga þessara leikja er mjög sérstök á þann hátt að liðunum gengur miklu betur á útivelli!

Víkingur vann síðast heimaleik árið 1984 í þessari viðureign, þá voru í liði heimamanna kempur eins og Andri Marteinsson, Ragnar Gíslason og núverandi dómarastjóri KSÍ, Magnús Már Jónsson. Hjá KA voru það menn eins og Njáll Eiðsson, Bjarni Jóhannsson og Siglufjarðarkonungurinn Hafþór Kolbeinsson.

Leikurinn fór 6-2 fyrir heimamenn, semsagt 36 ár síðan KA fóru stigalausir heim úr þessum leik!
Fyrir leik
Leikur liðanna í dag er sá þrítugasti þeirra í efstu deild.

Árangurinn er býsna jafn, Víkingar hafa unnið 11 leiki og KA 12, 6 sinnum orðið jafntefli. Markatalan samanlögð er 47 - 46, heimamönnum í vil.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með...jafntefli!

Markalausu í þokkabót, við nennum því ekki takk.
Fyrir leik
Liðin hafa svo sannarlega ekki náð að raða saman mörgum sigrum, hvort hefur aðeins krækt í þrjá slíka í allt sumar.

Heimamenn hafa gert 7 jafntefli og unnu síðast knattspyrnuleik þann 19.júlí - síðan eru liðnir tíu leikir!

KA menn hafa vinninginn í jafnteflunum, hafa gert 11 slík sem er jöfnun á landsmeti...gætu bætt það í dag. Þeir unnu hins vegar í síðustu umferð þegar þeir lögðu Gróttuna á Seltjarnarnesi 2-4.
Fyrir leik
Liðin sitja í neðri hlutanum með að litlu öðru að keppa en heiðrinum, en það er auðvitað nokkuð.

Ljóst má telja að bæði félög ætluðu sér stærri hluti í sumar en orðið er og því er heiðurinn vissulega mikilvægur.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu í leik Víkings og KA frá heimavelli hamingjunnar í Fossvoginum.

Leikurinn er liður í 18.umferð PepsiMax - deildarinnar
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Almarr Ormarsson (f) ('89)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist ('46)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('84)
30. Sveinn Margeir Hauksson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('84)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('64)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
4. Rodrigo Gomes Mateo ('64)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('84)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('46)
27. Þorri Mar Þórisson ('84)
29. Adam Örn Guðmundsson ('89)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Branislav Radakovic
Jón Elimar Gunnarsson

Gul spjöld:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('32)
Sveinn Margeir Hauksson ('86)

Rauð spjöld: