Þýskaland
3
0
Ísland
Leon Goretzka '2 1-0
Kai Havertz '7 2-0
Ilkay Gundogan '56 3-0
25.03.2021  -  19:45
Schauinsland-Reisen-Arena, Duisburg
Undankeppni HM
Aðstæður: 12 gráður og léttskýjað
Dómari: Srdjan Jovanovic (Serbía)
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
2. Antonio Rudiger
4. Mathias Ginter
6. Joshua Kimmich
7. Kai Havertz ('79)
8. Leon Goretzka ('71)
10. Serge Gnabry ('85)
16. Lukas Klostermann
19. Leroy Sane ('79)
21. Ilkay Gundogan
23. Emre Can

Varamenn:
22. Kevin Trapp (m)
22. Marc Andre Ter Stegen (m)
2. Philipp Max
5. Jonathan Tah
9. Timo Werner ('79)
11. Amin Younes ('85)
14. Jamal Musiala ('79)
15. Florian Wirtz
17. Florian Neuhaus ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erfitt kvöld í Duisburg. 3-0 tap gegn mun sterkara liði.

Svekkjandi, en nóg eftir í þessum riðli!

Nánari umfjöllun, vonandi viðtöl og einkunnagjöf kemur í á besta fótboltamiðil landsins innan skamms.

Þökkum fyrir okkur, frá Duisburg.
90. mín
Smá séns. Ísland pressaði hátt og boltinn barst að lokum til Arnórs sem reyndi að klippa boltann en skotið fór ekki einu sinni útaf vellinum.
Elvar Geir Magnússon
87. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland) Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Loksins kom hann inn á.
87. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Loksins kom hann inn á.
86. mín
Flott samspil Alfons og Alberts upp hægri vænginn en fyrirgjöfin var frekar slöpp.
85. mín
Inn:Amin Younes (Þýskaland) Út:Serge Gnabry (Þýskaland)
83. mín
Musiala-moli: Hann er fæddur í Þýskalandi en ólst upp á Englandi lengst af. Kemur í gegnum Chelsea akademíuna og gat valið um að spila fyrir England eða Þýskaland.
81. mín
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Musiala lætur strax til sín taka og snýr Gulla auðveldlega af sér.

Á meðan hleypur Kolli ennþá. Líklega búinn að hlaupa meira en einhverjir þeirra sem eru inni á vellinum.
79. mín
Inn:Timo Werner (Þýskaland) Út:Kai Havertz (Þýskaland)
Musiala kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir Þýskaland, nýorðinn 18 ára. Mikið efni og ber töluna 8 á bakinu. Engin pressa.
79. mín
Inn:Jamal Musiala (Þýskaland) Út:Leroy Sane (Þýskaland)
Musiala kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir Þýskaland, nýorðinn 18 ára. Mikið efni og ber töluna 8 á bakinu. Engin pressa.
78. mín
Höfum séð Hörð koma miklu ofar í pressuna í seinni hálfleik og það hefur virkað ágætlega. Færslur íslenska liðsins eru mun betri í seinni hálfleik.
75. mín

Elvar Geir Magnússon
75. mín
Emre Can er ekki örvfættur. Þá vitum við það.
73. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Maður í manns stað. Ferskir fætur.
71. mín
Inn:Florian Neuhaus (Þýskaland) Út:Leon Goretzka (Þýskaland)
Elvar Geir Magnússon
71. mín
Frábær sókn hjá þjóðverjum. Spiluðu listilega á milli sín fyrir framan vörnina og Kimmich gaf flotta sendingu inn á Gnabry sem setti boltann í stöngina.
70. mín
Reynslan.

Frábært hraðaupphlaup þar sem Gnabry steig yfir boltann og Goretzka komst inn fyrir. Kári greip inn í á síðustu stundu og kom boltanum frá.
68. mín
Góð sókn hjá þjóðverjum. Spiluðu vel á milli sín og Albert missti af boltanum. Goretzka með fínt skot en framhjá.
67. mín
Eftir leikinn verður ýtt á REC í hljóðveri Fótbolta.net og nýtt Innkast tekið upp þar sem landsleikjadagur Íslands verður gerður upp. Haraldur Árni Hróðmarsson yfirþjálfari hjá Val er sérstakur gestur.

Elvar Geir Magnússon
66. mín
Kolli er búinn að hita grimmt upp í að verða korter núna, hlýtur að styttast í að hann komi inn.
65. mín Gult spjald: Albert Guðmundsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
65. mín
Fínasta sókn! Jón Daði náði að koma boltanum á markið eftir skot Arons.

Þarna náðu strákarnir að tengja sendingar og búa til pláss.
62. mín
Sane er greinilega laufléttur, greyið. Sverrir hirti boltann af honum en dómarinn sá eitthvað brot - sem enginn annars virtist sjá.
61. mín
Frábær sókn. Birkir átti flotta sendingu á Arnór Ingva sem átti flotta fyrirgjöf en Ginter komst í milli og sendi boltann aftur fyrir, í horn.

Upp úr horninu kom lítið, sem fyrr.
60. mín
Úff. Havertz kom boltanum í netið, kláraði færið frábærlega en hann var réttilega dæmdur rangstæður.
59. mín
Þetta mark sló okkar menn aðeins útaf laginu. Þeir hafa aðeins skriðið inn í skelina aftur eftir flottar fyrstu mínútur í seinni hálfleik.
57. mín
Horn sem Ísland fékk eftir að Aron dúndraði í varnarmann og útaf.

Albert tók hornið og Kári átti fínan skalla sem Neuer greip auðveldlega þó.
56. mín MARK!
Ilkay Gundogan (Þýskaland)
Lét þetta líta ofsalega einfalt út. Fékk boltann aðeins fyrir utan teig, fór framhjá einum og smellti honum í hornið neðarlega. Alger óþarfi.


Elvar Geir Magnússon
52. mín
Þetta lítur allt mun betur út. Pressan er miklu betri og allt annar bragur á leik liðsins.

Gulli fékk fínt færi á að gefa inn á teiginn og Aron var mættur. Fínn skalli en of laus.
50. mín
Elvar Geir Magnússon
50. mín
Betra. Miklu betra. Fín sókn sem endaði með skoti Arnórs Ingva en boltinn fór vel yfir.
49. mín
Hræðileg útfærsla sem skilaði engu. Neuer handsamaði boltann einfaldlega og örugglega eftir lélega aukaspyrnu frá Herði.
48. mín
Frábær vörn og upphlaup hjá Sverri. Komst fram fyrir og alla leið inn á síðasta þriðjung.

Aukaspyrna á hættulegum stað - allavega fyrir Ísland.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og engar skiptingar í hálfleik.

Koma svo, tvö mörk er ekki neitt. Allt hægt.
45. mín
Hálfleikur
Ekki byrjunin sem við vildum sjá. Alltof auðvelt fyrir Þýskaland að finna pláss og komast bakvið varnarlínuna oft á tíðum.

Það á ekkert að koma á óvart að þjóðverjar eru ofboðslega góðir í fótbolta og þessi pressa íslenska liðsins verið skringileg.

Bíta í skjaldarrendur, rífa sig upp og keyra þetta í gang. Takk. Kaffi. Sjáumst á eftir.
45. mín
Í fyrsta sinn í leiknum náum við að tengja nokkrar sendingar. Kom svo sem lítið út úr því, en er þó betra. Áfram strákar!
44. mín
Kolli farinn að hita upp. Skipting í hálfleik?
43. mín
Stórhættulegt færi hjá Rudiger!! Frábær sending frá Kimmich af vinstri kantinum og Rudiger með góðan skall en rétt framhjá.
42. mín
Albert með frábæran sprett, fór laglega framhjá Ginter en sendingin var ekki nógu góð.

Þjóðverjar geystust upp og fengu fínt skotfæri sem Hannes varði laglega.
40. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland)
Birkir kemur inn á miðjuna og Albert kemur inn á kantinn.
Elvar Geir Magnússon
38. mín
Aftur liggur Rúnar eftir. Ekki mjög traustvekjandi.
37. mín
Úff. Munaði litlu þarna. Alfons missti sendingu inn fyrir sem Gnabry lagði snyrtilega á Sane en skotið misheppnað og Ísland hreinsaði.

Sóknin er enn í gangi og frekar þung.
35. mín
Goretzka virðist hafa fengið sér vel af rauðrófusafa undanfarið. Hann lítur vel út og er hálfgert tröll þarna inni á vellinum. Svo er hann líka mjög góður í fótbolta.
Elvar Geir Magnússon
33. mín
Það er greinilegt að Emre Can á að keyra upp vænginn, út úr sinni stöðu sem hafsent. Hann er reglulega kominn á síðasta þriðjung vallarins og tekur þátt í sóknarleiknum. Það er vesen fyrir Arnór og Alfons og býr til svæði á miðjunni sem hinir nýta sér.
32. mín
Fínt skot frá Havertz, rétt framhjá. Kom eftir góða sókn, eins og oft áður, þar sem þjóðverjar spila boltanum hratt kanta á milli.

Þeir eru ótrúlega góðir að finna svæði milli varnar og miðju, sérstaklega Havertz og Goretzka.
29. mín
Rúnar fékk eitthvað í augað. Vonandi bara smá pása en ekkert alvarlegt.

Á meðan skottst Albert, Hjörtur og Hólmbert úr varamannaskýlinu og byrja að hita upp.
28. mín
Strax eftir hornið geystust þjóðverjar í hraða sókn en sem betur fer var sendingin frá Gnabry ekki nóg góð og Sverrir kom boltanum frá.

Þeir eru stórhættulegir þessir fremstu hjá Þýskalandi, ógnarfljótir!
27. mín
Frábært spil og stórhættuleg skot frá Rúnari. Jón Daði gerir frábærlega og leggur boltann fyrir Rúnar sem átti skot í varnarmann og nokkra sentimetra framhjá stönginni.

Þessi hefði mátt syngja í netinu.
25. mín
Rúnar gerir vel og fær aukaspyrnu á miðjum vellinum. Aron stillir upp og sendir langa sendingu inn á teiginn sem lítið kom úr úr.
23. mín
Aftur frekar aumt skot frá Kimmich sem endar í höndunum á Hannesi í markinu.

"Ég get ekki haldið honum endalaust" segir Hannes þegar hann á erfitt með að finna sendingu.
21. mín
Aumt skot Kimmich af löngu færi fór vel framhjá.

Aron gargar hér á Gulla Victor og Arnar Þór reynir að hvetja sína menn af hliðarlínunni.
18. mín
Þessi hápressa Íslands hefur ekki smollið hingað til. Er alltof auðvelt fyrir þjóðverjana. Ísland nær varla 2-3 sendingum sín á milli, enn sem komið er. Kári, Aron og Hannes gera hvað þeir geta til að garga sína menn í gang.

Getur bara batnað héðan af.
16. mín
Þetta er frekar þungt allt saman. Miðjumenn Íslands ná lítið sem ekkert að klukka eða stoppa miðju þjóðverja. Gundogan, Goretzka og Kimmich fá mikinn tíma og stjórna spilinu vel.
13. mín
Hættulegur skalli eftir horn frá þjóðverjum en boltinn fór yfir markið.
Elvar Geir Magnússon
10. mín
Íslenska liðið pressar mjög hátt á vellinum. Hannes talaði um fyrir leik að það yrði mjög hættulegt móti fljótum framherjum Þýskalands. Kom alvarlega í bakið á okkur í öðru markinu.
7. mín MARK!
Kai Havertz (Þýskaland)
Annað mark komið! Góð sending inn fyrir háa línu Íslands. Sane keyrði inn fyrir og lagði boltann snyrtilega út í teig þar sem Kai Havertz skoraði.

Elvar Geir Magnússon
6. mín
Fínt tækifæri fyrir Ísland. Birkir komst inn í sendingu og geystist upp vænginn en sendingin ónákvæm.
4. mín
Þetta var óþarfi. Þjóðverjar spiluðu snyrtilega sín á milli fram og til baka þar til kom há sending. Leon Goretzka afgreiddi boltann auðveldlega framhjá Hannesi í hornið.

Nú þurfa okkar menn að vakna, rífa sig í gang og svara þessu.
2. mín MARK!
Leon Goretzka (Þýskaland)
Fyrsta markið. Leon Goretzka skorar eftir þunga sókn.

1. mín
Þýska liðið er með þriggja manna varnarlínu, Ginter - Rudiger - Can.

1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Þjóðverjar byrja með boltann.
Fyrir leik
Þjóðsöngvar búnir, guli dómarinn búinn að kasta pening, fyrirliðar búnir að skiptast á fánum. Allt til reiðu.

ÁFRAM ÍSLAND!! Látum þessa þýsku bangsa finna fyrir því í kvöld!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það hefði nú verið fjör að hafa áhorfendur á vellinum, leikvangurinn í Duisburg krúttlegur og flottur. Hér eru til dæmis engin sæti öðrum megin, bara standandi stúkur.

Hefði nú verið eitthvað að sjá tryllta þjóðverja kyrja skrýtna söngva og troða í sig kurríwúrst - sem er einmitt það sem fjölmiðlum var boðið upp á við komuna í stúkuna, en ekki hvað?!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bæði lið mætt út á völlinn og ekki að sjá annað en leikmenn séu vel stemmdir.

Þýskt fjölmiðlafólk sem við hittum í kaffi fyrir skömmu eru almennt bjartsýn að sínir menn klári þetta nokkuð auðveldlega, en eru þó öll sammála um að Ísland sé sýnd veiði en ekki gefin.
Fyrir leik
Ötulir starfsmenn .net eru mættir á völlinn. Birkir Már og starfsmenn KSÍ voru að koma sér fyrir uppi í stúku og allt til reiðu. Mikil spenna í loftinu!

Fyrir leik
Byrjunarlið Þýskalands er gríðarlega sterkt. Joshua Kimmich er klár í slaginn og byrjar á miðjunni með Leon Goretzka og Ilkay Gundogan.

Það vekur athygli að Kai Havertz byrjar í fremstu víglínu en ekki Timo Werner. Leroy Sane og Serge Gnabry, kantmenn Bayern München, byrja við hlið hans.

Byrjunarlið Þýskalands:
1. Manuel Neuer (F)
13. Lukas Klostermann
16. Antonio Rudiger
4. Mattias Ginter
23. Emre Can
18. Leon Goretzka
6. Joshua Kimmich
21. Ilkay Gundogan
20. Serge Gnabry
10. Kai Havertz
19. Leroy Sane

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðið er klárt fyrir leikinn. Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson eru fjarri góðu gamni og þá byrjar Jóhann Berg Guðmundsson á bekknum þar sem hann er tæpur vegna meiðsla.

Alfons Sampsted byrjar í hægri bakverði og Jón Daði Böðvarsson er fremsti maður. Þeir eru þrír inn á miðjunni; Aron Einar, Rúnar Már og Guðlaugur Victor.

Byrjunarlið Íslands:
1. Hannes Þór Halldórsson
15. Alfons Sampsted
14. Kári Árnason
5. Sverrir Ingi Ingason
18. Hörður Björgvin Magnússon
4. Guðlaugur Victor Pálsson
17. Aron Einar Gunnarsson (F)
16. Rúnar Már Sigurjónsson
21. Arnór Ingvi Traustason
8. Birkir Bjarnason
22. Jón Daði Böðvarsson

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Birkir Már í banni!

Birkir Már Sævarsson varnarmaður íslenska landsliðsins tekur út leikbann í kvöld.

433 segir frá þessu í dag og að KSÍ hafi ekki áttað sig á þessu fyrr en í gær og því hafi verið gert ráð fyrir að hann yrði í byrjunarlðinu í kvöld.

Því má búast við að Alfons Sampsted byrji leikinn í kvöld en þó eru leikmenn í hópnum sem hafa spilað hægri bakvarðarstöðuna með liðinu. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði hana mikið á síðasta ári en verður líklega miðjumaður í kvöld. Þá hafa Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson einnig spilað stöðuna með íslenska landsliðinu.

Birkir Már fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks gegn Englendingum í Þjóðadeildinni 18. nóvember síðastliðinn. Þar sem leikurinn í kvöld er fyrsti keppnisleikur liðsins síðan þá mun Birkir þurfa að taka út leikbann í þessari keppni.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jonas Hofmann, leikmaður Þýskalands, greindist Covid-19 smitaður í morgun og er kominn í einangrun en hann er einkennalaus. Um tíma var óvíst hvaða áhrif þetta myndi hafa á leik kvöldsins.

Auk Hofman verður Marcel Halstenberg, varnarmaður RB Leipzig, ekki með en hann er í sóttkví þar sem hann hafði átt í mestum samskiptum við Hofmann fyrir smitið. Líklega herbergisfélagi.

Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að þrátt fyrir þetta smit myndi leikurinn fara fram.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
500. leikur A landsliðs karla



Leikurinn gegn Þýskalandi verður 500. leikur íslenska liðsins frá upphafi og af því tilefni munu leikmenn Íslands klæðast sérstökum jökkum undir þjóðsöngnum fyrir leikinn.

Þar með hefst undankeppni HM 2022, sem er öll leikin innan ársins 2021. Ísland leikur þrjá útileiki í mars, síðan fimm heimaleiki í september og október og loks tvo útileiki í nóvember. Að auki verða leiknir tveir vináttuleikir á útivelli í júni, gegn Færeyingum og Pólverjum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A-landsliðsins:

"Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verði erfiður leikur. Þetta er þjóð sem er alltaf á toppnum hvort sem þeir séu að ganga í gegnum breytingar eða hvað það heitir. Við vitum alveg að við erum að fara að mæta virkilega sterkum andstæðingum en við verðum að vera vel skipulagðir og eiga toppleik til að ná einhverju úr honum. Við ætlum að reyna að ná okkur í eitthvað og vitum að það mun kosta blóð svita og tár!"



Lars Lagerback var í nokkur ár með íslenska liðinu og fór með það á Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Hann er í miklum metum hjá Íslendingum. Arnar og Eiður fengu hann svo með sér í teymið núna.

"Ég átti gott samtal við Lars áður en þeir tóku ákvörðun og heyrði í honum hljóðið með hvernig hann stæði gagnvart þessu. Þeir áttu svo fund saman eftir það og mér finnst þetta virkilega jákvætt," sagði Aron. "Lars kemur inn með öðruvísi reynslu úr landsliðum sem á klárlega eftir að nýtast Adda og Eið. Að koma upp í A-landsliðið sem þjálfari er áskorun og Lars hefur þá reynslu úr þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni með því að smella hérna
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ungstirni æfir



Táningarnir Jamal Musiala (á mynd) úr Bayern München og Florian Wirtz úr Bayer Leverkusen eru í þýska hópnum.

Musiala er 18 ára og gat valið milli þess að spila fyrir England eða Þýskaland. Hann valdi Þýskaland á dögunum. Ótrúlega hæfileikaríkur sóknarleikmaður sem hefur skorað þrjú mörk í þýsku deildinni á tímabilinu og eitt í Meistaradeildinni.

Wirtz er 17 ára sóknarmiðjumaður sem hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar í 21 leik í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Þreyta þeir frumraun sína með þýska landsliðinu í kvöld?
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ísland og Þýskaland voru saman í undanriðli EM árið 2003

Þá voru núverandi landsliðsþjálfarar; Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, leikmenn landsliðsins.

Liðin gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvellinum.

Ásgeir Sigurvinsson þáverandi landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að fyrirfram hefði markalaust jafntefli verið ásættanleg niðurstaða en eftir leikinn hefði hann viljað fá öll stigin.

Íslenska liðið var í öðru sæti fyrir lokaumferð riðilsins en tapaði 3-0 í Þýskalandi. Skotar komust þá uppfyrir Ísland.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
71% lesenda Fótbolta.net spá því að fjórfaldir heimsmeistarar Þýskalands beri sigur úr býtum í kvöld. Það kemur kannski ekkert á óvart þegar leikmannahópur Joachim Löw er skoðaður!

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl

Klukkan 19.45 hefur Ísland leik í undankeppnoi HM en þá verður leikið gegn Þýskalandi í Duisburg.

Líklegt byrjunarlið gegn Þýskalandi

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki getað tekið þátt í æfingum Íslands í vikunni að fullum krafti en hann er að glíma við kálfameiðsli.

Arnar Þór Viðarsson fékk sér kaffibolla með Hafliða Breiðfjörð í gær og má horfa á viðtalið með því að smella hérna. Þar opinberaði hann meðal annars að Jóhann muni byrja á bekknum.

Hér er líklegt byrjunarlið:
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Guðlaugur Victor Pálsson ('87)
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Birkir Bjarnason
14. Kári Árnason
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('40)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
21. Arnór Ingvi Traustason ('73)
22. Jón Daði Böðvarsson ('87)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
6. Ragnar Sigurðsson
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
9. Kolbeinn Sigþórsson ('87)
10. Arnór Sigurðsson ('73)
11. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Albert Guðmundsson ('40)
23. Ari Freyr Skúlason ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Albert Guðmundsson ('65)

Rauð spjöld: