Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 24. mars 2021 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Arnar Viðars í kaffispjalli: Við eigum alltaf séns
Icelandair
Arnar ræðir við Lars Lagerback á æfingu íslenska liðsins í Duisburg í dag.
Arnar ræðir við Lars Lagerback á æfingu íslenska liðsins í Duisburg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir við Hörð Björgvin Magnússon á æfingunni. Eiður Smári aðstoðarþjálfari í forgrunni.
Arnar ræðir við Hörð Björgvin Magnússon á æfingunni. Eiður Smári aðstoðarþjálfari í forgrunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar staðfesti í viðtalinu að Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki í byrjunarliðinu á morgun.
Arnar staðfesti í viðtalinu að Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki í byrjunarliðinu á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kemur mér ekkert á óvart en ég er rosalega glaður með þetta allt saman," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands í kaffispjalli við Fótbolta.net í Dusseldorf í dag aðspurður um fyrstu dagana í verkefni liðsins í mars.

- Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

Ísland mætir Þýskalandi annað kvöld og í kjölfarið koma leikir gegn Armeníu á sunnudaginn og Liechtenstein á miðvikudaginn. Allir leikirnir fara fram ytra. Arnar þjálfaði áður U21 liðinu en kom inn með litlum fyrirvara og stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu í október þegar Erik Hamren og Freyr Alexandersson lentu óvænt í sóttkví.

„Það eina sem ég vissi er að þetta er mikið stærra allt saman og það er eðlilegt að A-landsliðið sé mikið stærra en U21 hvað umgjörðina varðar. Ég er ánægður og glaður að sjá hversu mikil fagmennska er í starfsliðinu sem hefur unnið í kringum landsliðið í öll þessi ár. Ég hafði ekki séð þetta þó ég hafi fengið smjörþefinn í október þegar ég kom inn í Belgíu leikinn. Það gleður mig að sjá að KSÍ er að vinna á mjög háum standard gagnvart umhverfi landsliðsins."

Þú varst leikmaður í mörg ár, er búið að taka stórt skref fram á við síðan þá?
„Jú, maður getur fengið nýjan polo bol og peysu á hverjum degi. Í gamla daga þurfti maður að vera í sama bolnum í marga daga. Svo fékk ég bleika skó frá markaðsstjóranum okkar sem Puma sendi okkur. Það er skylda að vera í þeim svo ég bara hlýði," sagði hann í léttum tón.

Að leiknum, hvernig sérðu þetta fyrir þér? Þýskaland er með rosalegt lið?
„Það þarf ekki að vera einhver sérfræðingur til að gera sér grein fyrir að við erum að fara að spila á móti einu af bestu landsliðum Evrópu. Sagan og fótboltamenningin í Þýskalandi er gífurleg. Þetta hafa alltaf verið líkamlega sterk lið en fótboltinn hérna hefur breyst síðustu 15 ár og þeir eru farnir að halda bolta meira og tæknilegri en var áður. Þetta eru frábærir leikmenn sem eru flestir að spila í stærstu liðunum í þeim löndum sem þeir eru að spila. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara að spila á móti frábæru liði og leikmönnum. Það liggja alltaf möguleikar í knattspyrnu, það er það skemmtilega við fótboltann, við eigum alltaf séns."

Þjóðverjar hafa orðið fyrir skakkaföllum með sinn hóp en þeir Toni Kroos og Niklas Sule missa af leiknum vegna meiðsla.
„Það er það sama og með okkur, við erum án nokkurra leikmanna og þeir líka. Getumunurinn á þeim sem koma í staðinn er ekkert gífurlegur, við leikum bara með þá leikmenn sem við höfum og þeir gera það sama. Ég hef það fyrir reglu sem þjálfari að vera ekkert að rýna mikið í eða lesa hvað þjálfari andstæðinganna er að fara að gera eða hvaða leikmönnum hann ætlar að spila. Ég hef enga stjórn á því hvernig hann hugsar og við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum.

Leikgreinirðu þá ekki einu sinni?
„Jú að sjálfsögðu leikgreinum við þá og erum með fundi um andstæðinganna. Þar sýnum við okkar leikmönnum hvar þeirra styrkleikar liggja og hvar við sjáum svæði sem við getum nýtt okkur í sóknarleik og varnarleik líka. 80-90% af vinnunni þarf samt að snúa að okkur sjálfum því ef við gerum ekki okkar vinnu þá hefur ekkert upp á sig að vita allt um andstæðinginn. Það fer mestur tími í að tala um það því það er það sem við stjórnum."

Verður íslenska liðið varnarsinnað undir þinni stjórn eins og áður?
„Það er eitt af okkar gildum, liðsheildin er og hefur alltaf verið eitt af okkar sterkustu vopnum, að spila skipulagðan varnarleik. Gildin okkar er að liðið þarf að vera skipulagt og duglegt í þeirri hlaupavinnu sem þarf að taka og góð í að vinna einvígi. Útfrá þeim getum við strítt hverjum sem er."

Jóhann Berg Guðmundsson hefur tekið lítinn þátt í æfingum íslenska liðsins á æfingunum hér í Þýskalandi en má búast við að hann spili leikinn samt?
„Jói hefur gert þetta eins og við viljum, hann kom inn á hluta æfinganna þar sem það hefur verið rólegt tempó og í dag gerði hann aðeins meira. Við erum að lita á Jóa eins og aðra leikmenn, við erum ekki að fara að nota þá í þremur leikjum. Jói verður á bekknum á morgun en hvort við setjum hann inná eða hann byrji frekar í öðrum leik skýrist betur eftir daginn í dag. Við þurfum að sjá hvernig hann höndlaði það sem hann gerði í dag og hvernig það kom út. Ef það er ekki þá er opið að nota Jóa á morgun."

Þarna ertu kominn með eitt hint með byrjunarliðið, ertu búinn að ákveða hvernig það verður?
„Já við erum búnir að ákveða byrjunarliðið, það er klárt. Við tilkynnum liðið til leikmanna að morgni leikdags og erum ekki að gaspra því út um allan bæ fyrr en leikmenn vita hvað er að fara a gerast. Það er mikilvægast að þeir séu fyrstir til að fá upplýsingarnar sem þeir þurfa að fá. Síðan má íslenska þjóðin alveg vita hvernig við erum að fara að spila."

Var erfitt að ákveða byrjunarliðið eða var tilbúin beinagrind í upphafi verkefnisins?
„Það er alltaf erfitt, sérstaklega núna því þetta eru þrír leikir. Álagsstýring er svo mikilvæg, maður er að púsla saman, á móti hverjum erum við að fara að spila, vera búnir að leikgreina andstæðinginn, hvaða svæði erum við að fara að finna og hvaða leikmenn passa í það plan. Svo þarf að hugsa, þremur dögum seinna er spilað gegn Armeníu, það er öðruvísi fótbolti, öðruvísi lið og þá þurfum við þennan og þennan."

„Þetta er púsluspil og væri auðveldara ef við gætum notað alla í alla leikmenn í alla leikina. Það eru margir leikmenn sem geta ekki spilað þrjá leiki, og það hefur ekkert með meiðsli eða leikform að ræða. Þetta hefur bara með nútíma knattspyrnu að ræða. Í stærstu deildum Evrópu eru undantekningsalaust miklar breytinar á liðum milli þriggja leikja í sömu viku. Það er mikill hraði og ákefð í leikjum við erum að spila á topp leveli. Það er nánast ómögulegt að vera 100% þrisvar sinnum í 95+ mínútur."


Hvað gerist ef það kvarnast mikið úr hópnum, ég horfði á æfingu í gær þar sem þú og Eiður Smári stóðuð ykkur mjög vel sem leikmenn. Eruð þið tilbúnir að taka fram skóna?
„Nei! Það er ekki að fara að gerast, það er alveg ljóst. Maður þarf að vera mjög gagnrýninn á sjálfan sig og gera sér grein fyrir því að það er löngu búið."
Athugasemdir
banner
banner
banner