Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 24. mars 2021 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Aron Einar: Vitum að þetta kostar blóð svita og tár
Icelandair
Aron Einar á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Aron Einar á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið er á hóteli í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem fer vel um þá.
Íslenska liðið er á hóteli í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem fer vel um þá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það getur vel verið að ég taki eina aukaspyrnu á morgun.''
,,Það getur vel verið að ég taki eina aukaspyrnu á morgun.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég átti gott samtal við Lars áður en þeir tóku ákvörðun  og heyrði í honum hljóðið.''
,,Ég átti gott samtal við Lars áður en þeir tóku ákvörðun og heyrði í honum hljóðið.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leikvangnum í Duisburg þar sem leikurinn fer fram.
Frá leikvangnum í Duisburg þar sem leikurinn fer fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verði erfiður leikur. Þetta er þjóð sem er alltaf á toppnum hvort sem þeir séu að ganga í gegnum breytingar eða hvað það heitir," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins þegar hann settist niður með Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Dusseldorf. Ísland mætir Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 annað kvöld en leikið verður í Duisburg í Þýskalandi.

Sjáðu viðtalið í heild í spilaranum að ofan

„Við vitum alveg að við erum að fara að mæta virkilega sterkum andstæðingum á morgun en við verðum að vera vel skipulagðir og eiga toppleik til að ná einhverju úr honum. Við ætlum að reyna að ná okkur í eitthvað og vitum að það mun kosta blóð svita og tár!

Ekki búnir að fara mikið yfir þýska liðið
Þjóðverjar hafa tilkynnt að Toni Kroos og Niklas Sule munu ekki geta spilað leikinn en er íslenska liðið mikið að hugsa um það?

„Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þýska liðið en ég veit að við munum gera það í kvöld. Við höfum einbeitt okkur að þeim litlu áherslubreytingum sem Lars, Addi og Eiður eru að koma með. Við höfum fengið þrjár æfingar í það og fjórða æfingin á vellinum er þannig að ekki er hægt að æfa taktík. Við höfum því einbeitt okkur að okkur sjálfum til að fínpússa hluti," sagði Aron.

Addi er öðruvísi en þeir þjálfarar sem við höfum verið með
Ísland teflir fram nýju þjálfarateymi í þessum leik Arnar Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerback stýra liðinu næstu árin. Aroni líst vel á teymið.

„Já, klárlega. Addi er öðruvísi en þeir þjálfarar sem við höfum verið með, Eiður kemur inn sem fyrrum leikmaður í hópnum sem var hérna og þekkir vel inn á hópinn og svo er Lars sem hefur þessa reynslu í landsliðum sem þarf," sagði Aron.

„Þetta er góð blanda og svo er undir okkur komið hvernig við stöndum okkur inni á vellinum. Þeir geta gefið okkur grindina en við þurfum að framkvæmda hlutina á vellinum og þá er gott að hafa reynslumikla leikmenn og hóp sem vita hvað þarf."

Átti gott spjall við Lars áður en hann var ráðinn
Lars Lagerback var í nokkur ár með íslenska liðinu og fór með það á Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Hann er í miklum metum hjá Íslendingum. Arnar og Eiður fengu hann svo með sér í teymið núna.

„Ég átti gott samtal við Lars áður en þeir tóku ákvörðun og heyrði í honum hljóðið með hvernig hann stæði gagnvart þessu. Þeir áttu svo fund saman eftir það og mér finnst þetta virkilega jákvætt," sagði hann.

„Lars kemur inn með öðruvísi reynslu úr landsliðum sem á klárlega eftir að nýtast Adda og Eið. Að koma upp í A-landsliðið sem þjálfari er áskorun og Lars hefur þá reynslu úr þessu."

„Upp á fortíðina líka því okkur gekk það vel með Lars og Heimi að það er góð tilfinning að koma inn í landsliðið vitandi að hann er þarna. Það gefur okkur klárlega ýmislegt. Það eru margir leikmenn sem byrjuðu sinn landsliðsferil undir Lars."


Skil ákvörðun Gylfa og fannst mín ákvörðun röng
Gylfi Þór Sigurðsson lykilmaður í íslenska landsliðinu sem leikur með Everton á Englandi ákvað að draga sig út úr leikmannahópnum að þessu sinni en hann og kona hans eiga von á barni á næstunni.

„Gylfi er mikilvægur hlekkur í okkar liði og hvernig liðið tikkar. Við erum ekki bara að glata leikmanni sem er góður á boltann. Hann er vinnusamur og mikill leiðtogi. Það er missir af Gylfa eins og öllum leikmönnum í landsliðum," sagði Aron sem hélt svo áfram og ræddi ákvörðun Gylfa.

„Ég skil hans ákvörðun og hef spjallað um það við hann. Ég hef gengið í gegnum sama pakka þar sem mér fannst ákvörðunartaka mín röng eftir á að hyggja. Ég veit alveg hvernig honum líður og það er erfitt að taka þessar ákvarðanir. Mér finnst hann vera að taka rétta ákvörðun að vera til staðar, ég tók hina ákvörðunina. Eftir á að hyggja var það vitlaus ákvörðun þegar til baka er litið en ég stend og fell með því."

Sem fyrr segir verður Gylfi því ekki með í leiknum gegn Þjóðverjum né komandi leikjum gegn Armeníu og Liectenstein ytra á sunnudag og miðvikudag.

„Það er alltaf gamla góða klisjan, það kemur maður í manns stað þó það sé erfitt að fylla upp í skarð Gylfa. Við erum staðráðnir í að keyra okkur saman og keyra okkur út á morgun, það er klárt."

Miklar líkur á að vinna Þjóðverja
En getum við ekki alveg unnið Þjóðverja? „Jú það eru miklar líkur á því. Við horfum á þetta þannig að ef við fáum eitthvað úr þeim leik þá eru það virkilega góð úrslit og við vitum að það þarf að byrja undankeppni vel af krafti og fá jákvæðni inn í hópinn. Ef við náum í góð úrslit á morgun lítur þetta mjög vel út fyrir okkur og við þurfum að halda dampinn eftir það."

Horfi á þessa þrjá leiki eins og ég geti spilað þá alla
Aron Einar leikur með Al Arabi í Katar en þangað kom hann eftir mörg ár á Englandi. En hvernig er standið á honum núna?

„Mér líður bara mjög vel. Ég er vissulega ekki að spila eins marga leiki og ég gerði þegar ég var á Englandi en það hefur bara gert mér gott. Ég var búinn að keyra mig út á þeim tíma en líður vel núna," sagði Aron og útskýrði svo.

„Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég gat ekki verið að vinna í. Ég var að spila og svo endurheimt og spila. Núna hef ég tíma fyrir sjálfan mig og að styrkja hluti sem ég hefði þurft að styrkja á þeim tíma. Mér líður vel núna og er í góðu formi og horfi á þessa þrjá leiki eins og ég geti spilað þá alla. Ég tek bara hvern leik fyrir sig og sé hvernig ég verð eftir þá. Það er sama og með allan hópinn, þetta eru þrír erfiðir leikir með stuttu millibili og gífurleg keyrsla. Við þurfum að sjá hvernig menn koma út úr því og taka ákvörðun út frá því."

Fæ kannski að taka eina aukaspyrnu
Aron Einar hefur verið að standa sig vel hjá Al Arabi þar sem hann er lykilmaður í liðinu. Myndbönd hafa borist þaðan af honum sem öðruvísi leikmanni sem er að skora falleg mörk.

„Það er kannski ný hlið sem ég hef verið að sýna," sagði hann hlæjandi. „Það dúkka upp inn á milli mörk, en í landsliðinu er ég meira í varnarhlutverki og þið sjáið ekki mikið af því," hélt hann áfram en hefur hann ekki beðið Arnar um að leysa Gylfa af sem aukaspyrnuskytta?

„Nei nei, ekki ennþá en það getur vel verið að ég taki eina á morgun," sagði hann að lokum."

Athugasemdir
banner
banner
banner