Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
KA
0
1
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '61
Hallgrímur Mar Steingrímsson '95 , misnotað víti 0-1
21.05.2021  -  18:00
Dalvíkurvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Ágætis gola (afsakið er alls ekki veðurfræðingur) á annað markið og 3°C. Gervigras.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Júlíus Magnússon (Víkingur)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo ('79)
7. Daníel Hafsteinsson ('70)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('70)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('46)
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('86)

Varamenn:
33. Vladan Dogatovic (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson ('79)
3. Kári Gautason
8. Sebastiaan Brebels ('70)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('70)
18. Áki Sölvason ('86)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('46)
22. Hrannar Björn Steingrímsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Doddi sparkar fram og leik er lokið. Víkingur vinnur toppslaginn!
95. mín Misnotað víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur þrumar boltanum yfir!!!!
95. mín
KA FÆR VÍTI!!!!

ANDRI FELLDUR
94. mín
Áki með skot í varnarmann og rétt framhjá. Hornspyrna.
94. mín
Stubbur lúðrar einum fram en Halli hreinsar!
94. mín
Víkingur er með boltann við hornfána KA.

Missa boltann út af.
93. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
Braut á Nikolaj.
93. mín
Helgi með skot í Þorra eftir skyndisókn, þetta var hætta.
92. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Erum ekki alveg vissir hver fékk gult. Höldum að það hafi verið Nikolaj.
90. mín
Elfar Árni með skalla framhjá.
88. mín
Tveir Víkingar skölluðu saman og leikurinn stöðvaður vegna höfuðmeiðsla. Sé ekki hver liggur.

Júlíus fékk höggið og er nú með vafning um höfuðið.
88. mín
KA sækir stíft. Uppsker hornspyrnu!
86. mín
Inn:Áki Sölvason (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
84. mín
Bjarni með fallhlífarbolta sem Doddi er með í teskeið.
83. mín
Brebels með fyrirgjöf á Elfar sem skallar yfir. KA menn vildu fá aukaspyrnu á undan en hagnaði var beitt.
79. mín
Inn:Haukur Heiðar Hauksson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
78. mín
Rodri brýtur á Nikolaj á vallarhelmingi KA.

Atli með skot úr aukaspyrnunni. Langt færi og Stubbur með þetta allan tímann.
77. mín
Grímsi með skot beint í vegginn. Andri Fannar með fyrigjöf á Binna sem dæmdur er rangstæður.
76. mín
Grímsi gerir vel að vinna aukaspyrnu. Fínasta færi, nokkrum metrum fyrir utan teig Víkings.
74. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
74. mín
Bjarni með fínustu tilraun en Víkingar henda sér fyrir. KA á annað horn.

Binni skallar þessa fyrirgjöf aftur fyrir. Markspyrna.
72. mín
Grímsi með fyrirgjöf sem Atli skallar aftur fyrir.
70. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Tvöföld!
70. mín
Inn:Sebastiaan Brebels (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
69. mín
Spyrnan tekin stutt en fyirgjöfin frá Andra allt of há.
68. mín
Nökkvi með skot í varnarmann og þaðan yfir mark Víkings, horn.
67. mín
Erlingur með skot sem fer af Brynjari. Skömmu seinna fellur Nikolaj í teignum. Sýndist lítið í þessu.
66. mín
Erlingur fær boltann í fínni skyndisókn, leggur boltann á Kwame sem á skot en það beint á Stubb.
65. mín
Grímsi með fyrirgjöf úr aukaspyrnunni sem Kári skallar upp í loftið og Doddsabullet grípur.
64. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
64. mín Gult spjald: Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Sá ekki fyrir hvað. KA á aukaspyrnu rétt inn á vallarhelmingi Víkings.

Einhverjir stælar segja menn mér.
61. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Júlíus Magnússon
Kári vinnur boltann, finnur Júlíus sem sendir á Dóra úti á hægri kantinum og Júlíus heldur hlaupinu áfram.

Fær boltann inn á teignum frá Dóra og finnur Nikolaj fyrir miðju marki eftir viðkomu í varnarmanni. Nikolaj skorar með skoti af stuttu færi.

Einhverjir KA menn vildu rangstöðu en sýndist Dusan spila menn réttstæða.
59. mín
Doddi á undan þegar heimamenn reyndu að koma boltanum á Daníel með stungusendingu.
58. mín
Fyrsta hornið hjá KA.

Ekki merkileg spyrna sem hreinsuð er í burtu.
57. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
Brotlegur úti á vinstri kanti KA. Grímsi tekur aukaspyrnu.

Nikolaj skalar í burtu, boltinn á Nökkva en hann með of fasta sendingu á Ásgeir. Doddi tekur markspyrnu.
55. mín
Grímsi með of þunga snertingu þegar hann ætlaði að finna Þorra í álitlegu hlaupi.
49. mín
Hár bolti inn á teiginn. Kristall missti jafnvægið í loftinu og lá aðeins eftir. Er staðinn upp núna.
49. mín
Pablo með fyrirgjöf í átt að Nikolaj. Víkingar fá hornspyrnu við litla hrifningu KA manna.
47. mín
Sýndist Kristall eiga hörku tilraun! Þetta var hætta.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

KA sækir í átt að perlu Norðurlands í seinn hálfleik, með vindi.
46. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Ein skipting hjá KA í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Afskaplega tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið á Dalvík

Helst í þessu er hvort Steinþór hafi verið innan teigs þegar Halli var dæmdur brotlegur gegn honum.

Og Víkingur hefur fengið tíu hornspyrnur gegn engri hjá KA.
44. mín
Viktor Örlygur með hörkuskot sem mér fannst Stubbur verja í stöngina og aftur fyrir. Það er alla vega hornspyrna.

Og Víkingur fær aftur horn, núna hinu megin. 0-10 í hornum!

Spyrnan frá Erlingi hræðileg.
41. mín
Grímsi kominn aftur inn á.
40. mín
Erlingur með fína fyrirgjöf en skalli Nikolaj (sýndist mér) framhjá.
39. mín
Grímsi beðinn um að yfirgefa völlinn, kannski blæðir úr honum. KA manni færra þessa stundina.
37. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stöðvaði Bjarna í hröðu upphlaupi.
34. mín
Grímsi með bolta inn á teiginn á Daníel sem á skot í varnarmann. Í kjöfarið kom hár bolti inn á teiginn sem Kári misreiknar og hoppar eiginlega á Ásgeir. Nokkur vítaköll en ekki mjög há.
33. mín
Aukaspyrna alveg við vítateig Víkinga! Halli dæmdur brotlegur gegn Steinþóri. Virkaði ekki mjög mikið en mér fannst vera smá snerting.
32. mín
Atli Barkar með bolta inn á Nikolaj sem reynir skot við vítateiginn en skotið talsvert framhjá.
29. mín
Vitlaust innkast dæmt á Steinþór sýnist mér, steig vel inn á völlinn.
26. mín
Snörp sókn hjá KA. Bjarni vinnur boltann, finnur Daníel sem keyrir upp völlinn. Danni leggur boltann til hægri á Steinþór Frey sem á skot en Doddi ver. Víkingar hreinsa í kjölfarið. Besta sókn leiksins.
25. mín
Hættuleg sókn Víkings, Viktor Örlygur með boltann á Erling en Binni kemst fyrir og Víkingur fær horn.

Stubbur kemur fljúgandi og grípur þessa fyrirgjöf.
22. mín
Fín skyndisókn hjá KA. Grímsi með tvær fyrirgjafir en Víkingar fyrstir á þær báðar.
21. mín
Mesta hættan til þessa. Stubbur kýlir út og Viktor á tilraun en KA-menn komast fyrir.
20. mín
Pablo með boltann inn á teig sem Rodri skallar aftur fyrir. Enn eitt hornið.
19. mín
Bjarni brýtur á Halla á vallarhelmingi KA.
18. mín
Ásgeir með fyrirgjöf sem Víkingar hreinsa.
16. mín
Víkingur fær hornspyrnu.

Og aðra, lítil hætta.
14. mín
Steinþór Freyr vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Víkings.

Grímsi tekur.

Brynjar Ingi vinnur skallaboltann en aldrei nein hætta og Doddi tekur markspyrnu.
12. mín
Kári liggur!

Hann og Steinþór í návígi og Kári kveinkar sér. Harkar það af sér, óvænt....
9. mín
Halldór Jón með fyrirgjöfina á Nikolaj sem skallar framhjá. Hörkuskalli en vel framhjá.
8. mín
Ekki mikil hætta þannig lagað. Endar með fyrigjöf beint í hendurnar á Stubbi.
7. mín
Víkingur fær tvær hornspyrnur í röð.

Og það þriðja!
6. mín
Nikolaj, Erlingur og Viktor með tilraun en KA menn komast fyrir í kjölfar aukaspyrnunnar.
5. mín
Fyrirgjöf frá hægri aftur fyrir frá Víkingum. Sækja í byrjun leiks með vindi.

Eiga núna aukaspyrnu á vinstri kantinum.
2. mín
Lið Víkings:
Þórður (Doddi)
Viktor - Kári - Halldór Smári (Halli) - Atli
Júlíus
Pablo
Halldór Jón (Dóri) - Erlingur - Kristall
Nikolaj
1. mín
Lið KA:
Stubbur (Steinþór Már)
Þorri - Brynjar - Dusan - Andri
Rodri
Bjarni - Daníel
Steinþór - - - Hallgrímur (Grímsi)
Ásgeir
1. mín
Leikur hafinn
Gulir og bláir KA-menn hefja leik gegn svörtum og rauðum Víkingum.
Fyrir leik
Víkingur leikur í átt að Svarfaðardal í fyrri hálfleik og með vindi!
Fyrir leik
Sýnist einhverjir sjö Víkingar vera mættir til að styðja sína menn. Vonandi láta þeir vel í sér heyra.
Fyrir leik
Síðustu leikir
Í síðustu átta leikjum liðanna innbyrðis (A-deild) hefur fjórum sinnum lyktað með jafntefli, KA hefur unnið þrjá leiki og Víkingur einn.

Heimaleikur KA endaði 0-0 og heimaleikur Víkings endaði 2-2 í fyrra. Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson skoruðu mörk KA. Helgi Guðjónsson og Kwame Quee skoruðu mörk Víkings.
Fyrir leik
Það eru alls fimm leikir í Pepsi Max-deildinni í kvöld!

Leikir kvöldsins í Pepsi Max - TEXTALÝSINGAR:
18:00 KA - Víkingur
18:00 HK - ÍA
19:15 Breiðablik - Stjarnan
20:00 Fylkir - Keflavík
20:15 Valur - Leiknir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings
16. Þórður Ingason (m)
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
13. Viktor Örlygur Andrason
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið KA
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir eina breytingu á liði sínu liði frá leiknum gegn Keflavík. Brynjar Ingi Bjarnason, sem var valinn í A-landsliðshóp í dag, byrjar en Bjarni Aðalsteinsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Hauk Heiðar Hauksson.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjar með sama byrjunarlið og gegn Víkingi, skiljanlega. Víkingar eru einnig með landsliðsmiðvörð í sínum röðum, Kára Árnason.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Markahæstu leikmenn KA:
Hallgrímur Mar Steingrímsson 5(2)
Ásgeir Sigurgeirsson 3
Elfar Árni Aðalsteinsson 1
Brynjar Ingi Bjarnason 1

Markahæstu leikmenn Víkings:
Nikolaj Hansen 2(1)
Júlíus Magnússon 1
Sölvi Geir Ottesen 1
Pablo Punyed 1
Kwame Quee 1
Helgi Guðjónsson 1
Fyrir leik
Fær KA leikmenn úr meiðslum?
KA var með níu leikmenn á meiðslalista í síðustu viku en Rodri sneri til baka gegn Keflavík og Sebastiaan Brebels var mættur á bekkinn. Spurning hvort Jonathan Hendrickx eða Sveinn Margeir Hauksson séu orðnir klár í slaginn.

Það kemur í ljós klukkan 17:00 þegar byrjunarliðin verða opinberuð.
Fyrir leik
Kalli snýr aftur í hópinn
Karl Friðleifur Gunnarsson mátti ekki spila gegn Breiðabliki í síðustu umferð og snýr aftur í leikmannahópinn í dag. Kristall Máni Ingason er klár í slaginn eftir veikindi en þeir Sölvi Geir Ottesen og Ingvar Jónsson eru fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Binni Willums spáir
Brynjólfur Andersen Willumsson spáir í leiki þessarar umferðar. Binni spáir Víkingi sigri.

,,Þetta verður hörkuleikur og bæði lið hafa litið mjög vel út en Danni Hafsteins og Kwame Quee skora fyrstu mörkin og þetta verður stál í stál 1-1 alveg fram að 90. min. En þá mætir Adam Páls með alvöru takta og leggur upp sigurmarkið á Luigi sem skorar og klárar þennan leik."
Fyrir leik
Landsliðsmenn kljást
Í dag var tilkynntur landsliðshópur fyrir komandi verkefni gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, er í fyrsta sinn valinn í A-landsliðið en það vakti umtal þegar hann var ekki valinn í hóp U21 landsliðsins í mars.

Kári Árnason, fyrirliði Víkings, er svo á sínum stað í hópnum.
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
1. FH 10 stig +8
2. KA 10 stig +8
3. Víkingur 10 stig + 5
4. Valur 10 stig +4
5. Leiknir 5 stig 0
Fyrir leik
Toppslagur á Dalvík
Bæði lið eru með tíu stig eftir fjórar umferðir. Víkingur vann Breiðablik 3-0 í síðustu umferð og KA sótti 1-4 sigur til Keflavíkur. Menn voru spurðir út í komandi toppslag.

,,Þetta er bara hörkuleikur. Víkingarnir líta mjög vel út en það gekk síðast vel á Dalvík þannig að ég held að það sé bara fín niðurstaða að við förum þangað og spilum góðan leik," sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.

,,Mér líst mjög vel á það. Amma er frá Dalvík þannig ég er að koma á heimaslóðir. Þetta er alveg skrítið, ef þú hefðir sagt við mig að það væri toppslagur gegn KA á Dalvík í fimmtu umferð. Ég hefði þurft smá sannfæringu. Ég sá aðstæðurnar í sjónvarpinu gegn Leikni og völlurinn lítur vel út. Allt virðist vera til fyrirmyndar þarna, okkur hlakkar bara til og þetta verður hörkuleikur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá Dalvíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er liður í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
23. Nikolaj Hansen (f)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('74)
80. Kristall Máni Ingason ('64)

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
3. Logi Tómasson
9. Helgi Guðjónsson ('74)
11. Adam Ægir Pálsson
19. Axel Freyr Harðarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
77. Kwame Quee ('64)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('37)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('57)
Kristall Máni Ingason ('64)
Nikolaj Hansen ('92)

Rauð spjöld: