Liechtenstein U21
0
3
Ísland U21
0-1 Kristian Nökkvi Hlynsson '15
0-2 Ágúst Eðvald Hlynsson '25
0-3 Brynjólfur Willumsson (f) '31
12.11.2021  -  14:00
Sportpark Eschen-Mauren
Undankeppni EM U21
Aðstæður: 12 gráðu hiti og léttskýjað
Dómari: Joni Hyytiä (Finnland)
Byrjunarlið:
12. Raffael Loosli (m)
4. Jonas Hilti (f)
6. Fabian Unterrainer
8. Simon Luchinger
8. Severin Schlegel
9. Tim Schreiber
10. Andrin Netzer ('86)
11. Niklas Beck
14. Liam Kranz ('73)
15. Philipp Gassner ('46)
19. Lukas Graber

Varamenn:
2. Lukas Buchel
3. Johannes Schadler ('46)
10. Jakob Lorenz ('73)
13. David Jäger
13. Silvan Schiess
17. Joshua Eggenberger ('86)
20. Marius Hasler
21. Gabriel Foser

Liðsstjórn:
Michael Koller (Þ)

Gul spjöld:
Niklas Beck ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Yfirburðir Íslands voru algjörir en ekkert mark í seinni hálfleiknum.

Íslenska liðið heldur nú til Grikklands og leikur gegn heimamönnum á þriðjudaginn. Ísland er með sjö stig eftir fjóra leiki, einu stigi á eftir Grikkjum sem eru í öðru sæti riðilsins.
91. mín
Uppbótartími í gangi.
88. mín
Rosalegur darraðadans stiginn í vítateig heimamanna. Með ólíkindum að þetta hafi ekki endað með marki.
86. mín
Inn:Joshua Eggenberger (Liechtenstein U21) Út:Andrin Netzer (Liechtenstein U21)
82. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland U21) Út:Atli Barkarson (Ísland U21)
Orri að spila sinn fyrsta U21 landsleik.
82. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
81. mín
Viktor Örlygur með hættulega sendingu inn í teiginn en enginn leikmaður Íslands nær að reka tá í boltann.
80. mín
Kristall Máni með skot. Loosli nær að verja.
79. mín
Sævar Atli með skottilraun en Loosli nær að verja.
76. mín
Ísland nálægt því að skora fjórða markið. Ágúst Eðvald var kominn í hættulega stöðu eftir gott spil en á síðustu stundu náði Liechtenstein að koma boltanum í horn.
73. mín
Inn:Jakob Lorenz (Liechtenstein U21) Út:Liam Kranz (Liechtenstein U21)
72. mín
Brynjólfur Willumsson kemur boltanum í markið en búið að flagga rangstöðu.
70. mín
Leikurinn var stopp í nokkrar mínútur. Jonas Hilti þurfti aðhlynningu.
63. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland U21) Út:Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
63. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Ísland U21) Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
63. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Ísland U21) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland U21)
60. mín
Þrátt fyrir að vera 0-3 undir eru heimamenn ekkert komnir út úr skotgröfunum. Þeir eru að reyna að tapa með sem minnsta mun.
56. mín Gult spjald: Niklas Beck (Liechtenstein U21)
Fyrsta gula spjaldið í þessum leik.
55. mín
Fyrirgjöf frá vinstri á Brynjólf sem er í hörkufæri en stýrir boltanum framhjá markinu.
51. mín
Létt sendingaæfing bara í gangi hjá íslenska liðinu. Það verður að segja eins og er að mótherjar dagsins eru ekki burðugir.
46. mín
Inn:Johannes Schadler (Liechtenstein U21) Út:Philipp Gassner (Liechtenstein U21)
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hendum okkur í bolla.
45. mín
Ísland fær hornspyrnu. Atli Barkarson með spyrnuna. Hættuleg spyrna sem Loosli slær afturfyrir. Annað horn. Heimamenn ná að verjast því.
44. mín
Marktilraunir: Liechtenstein 2-9 Ísland
43. mín
Ágúst Eðvald með sendingu sem flýgur afturfyrir. Stutt í hálfleik. Ég vil annað íslenskt mark fyrir hlé. Er það frekja?
35. mín
Liechtenstein fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið vinstra megin. Ná frekar lausu skoti á markið sem Hákon ver! Jæja Hákon fékk allavega að koma við boltann.
31. mín MARK!
Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson
Fyrirliðinn með frábært mark!

Hákon kemur boltanum á Brynjólf sem er öflugur, með menn í sér nær hann glæsilegu skoti sem syngur í netinu.

Þetta er bara spurningin hversu stór verður íslenski sigurinn í dag.
25. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Ísland U21)
Stoðsending: Kristian Nökkvi Hlynsson



Hlynsson bræðurnir eru óstöðvandi!

Kristian leggur boltann á bróðir sinn sem leggur hann fyrir sig og klárar frábærlega með öflugu skoti! Þetta mark kom í kjölfarið á innkasti sem Ísland fékk við hornfánann.
23. mín
Atli Barkarson með skot eftir hornspyrnu en hátt yfir markið.
19. mín
Ísland fær hornspyrnu sem endar með skoti frá Karli Friðleifi í hliðarnetið. Yfirburðir Íslands eru algjörir og Hákon í markinu er bara áhorfandi.
18. mín
Hákon Arnar með skot framhjá.
15. mín MARK!
Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson


Yfirburðir Íslands hafa skilað marki!

Kolbeinn Þórðarson með klóka sendingu á Hákon sem laumaði boltanum smekklega á Kristian Nökkva, leikmann Ajax, sem klárar faglega í teignum. Af miklu öryggi.


11. mín
Ísland einokar boltann hér í byrjun og heimamenn hafa ekki farið yfir miðju. Þeir eru með sirka sjö manna varnarlínu.
7. mín
Ágúst Eðvald með skot sem fór í bakið á Brynjólfi! Svo kemur Valgeir Lunddal með skot af löngu færi en hátt yfir markið. Liechtenstein fjölmennir í varnarleiknum,
5. mín
Hákon með máttlítinn skalla að marki. Loosli ekki í vandræðum með að grípa boltann.
4. mín
Ísland í sóknarhug fyrstu mínútur leiksins. Hákon Arnar reynir að lauma boltanum á Brynjólf Willumsson en Raffael Loosli í marki Liechtenstein handsamaði boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrjuðu með boltann. Íslenska liðið er alhvítt í dag, hvítar treyjur, hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar.
Fyrir leik


Verið er að spila þjóðsöngvana.


Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint hér:

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Davíð Snorri Jónasson gerir sex breytingar á liðinu sem lék gegn Portúgal í síðasta mánuði.

Karl Friðleifur Gunnarsson, Valgeir Valgeirsson, Hákon Arnar Haraldsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson koma inn í liðið. Valgeir er að spila sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu.

Sævar Atli Magnússon, Kristall Máni Ingason, Viktor Örlygur Andrason, Bjarki Steinn Bjarkason og Jökull Andrésson taka sér sæti á bekknum. Ísak Óli Ólafsson er með A-landsliðinu.
Fyrir leik
Breyting varð á hóp U21 landsliðsins, Orri Steinn Óskarsson var kallaður inn í stað Stefáns Árna Geirssonar sem er meiddur. Orri er sautján ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir unglingalið danska félagsins FCK.

Fyrir leik
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðsins var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net og ræddi um komandi leiki og riðil Íslands.

Sjá einnig:
U21 landsliðshópurinn



"Það er alltaf krefjandi að setja saman landsliðshóp, við eigum efnilega stráka. Hópurinn er flottur og ég er mjög sáttur með hann," segir Davíð. Óvenju margir í A-landsliðinu eru á U21 aldri vegna þeirra kynslóðaskipta sem þar eru í gangi.

"Vissulega er það staða sem hefur ekki sést lengi í íslenska landsliðsumhverfinu. Það er bara frábært þegar menn geta stigið skrefið upp í A-landsliðið, þar með opnast tækifæri fyrir aðra að sýna sig. Þeir sem hafa verið að undanförnu í U21 landsliðinu hafa svo sannarlega staðið sig vel og ég er búinn að vera ánægður með fyrstu leikina og fyrstu gluggana hjá liðinu."

Aldursbilið er óvenju breitt í U21 landsliðinu núna. Við erum með blöndu af leikmönnum sem eru fæddir 2000 og alveg niður í 2004. Við erum með tvo stráka sem eru fæddir 2004 og það er lengra aldursbil milli leikmanna en oft áður," segir Davíð.



Stórkostlegir á köflum
Ísland er með fjögur stig eftir þrjá leiki í riðlinum. Í október tapaði liðið naumlega 0-1 fyrir gríðarlega sterku liði Portúgals. Ísland fékk svo sannarlega tækifæri til að fá eitthvað úr þeim leik og niðurstaðan svekkjandi.

"Það var frábær leikur. Maður var rosalega sár og svekktur yfir því að hafa tapað leiknum því frammistaðan var virkilega góð. Þegar maður fer að líta á leikinn aftur er ég ofboðslega stoltur af liðinu. Við lögðum upp með ákveðið leikplan sem gekk mjög vel. Við komum þeim í vandræði og fengum færi til að skora, við vorum á köflum stórkostlegir og frammistaðan og viðmiðið sem við settum er eitthvað til að vinna áfram með. Við höfum verið betri með hverjum leiknum," segir Davíð.

"Þessi hópur kom beint saman þremur dögum fyrir fyrsta leik í Hvíta-Rússlandi og það var enginn undirbúningur fyrir. Ég er rosalega ánægður með einbeitinguna í hópnum, það er létt yfir okkur en að sama skapi góð einbeiting. Verkefnið í þessum glugga er bara að halda áfram að bæta í."

Hvernig metur hann möguleikana í þessum riðli, er ekki allt galopið?

"Mér finnst það. Fyrirfram þá skoðaði ég aftur í tímann, þegar þessir árgangar voru í U19 landsliðinu, og ég held að þetta verði áfram galopið og jafnir leikir. Portúgalarnir eru og eiga að vera sterkastir í þessum riðli. Þeir eiga að fara í gegn en svo koma jöfn lið þar á eftir. Liechtenstein hefur farið illa af stað en annars hafa leikirnir í riðlinum verið mjög jafnir. Það eru krefjandi leikir framundan sem er jákvætt fyrir okkur."



Verður hörkuleikur í Grikklandi
Ísland er að fara að mæta ólíkum andstæðingum í þessum glugga, Liechtenstein og Grikklandi.

"Þetta eru ólíkir andstæðingar. Við höfum spilað við Grikki áður og lékum hörkuleik við þá hérna heima (sem endaði 1-1). Eins og áður segir þá hefur Liechtenstein farið illa út úr sínum leikjum en það hafa þó komið kaflar þar sem þeir hafa náð að standa nokkuð góða vörn og geta verið þéttir. Við þurfum að fara í ákveðin svæði og koma boltanum í boxið, við verðum að vera með okkar leik á hreinu. Gegn Grikkjunum voru þeir aðeins með yfirhöndina þegar leikurinn byrjaði en við fundum lausnina. Þetta verður hörkuleikur í Grikklandi," segir Davíð.

"Þetta snýst um að gefa í og bæta okkar leik. Við erum duglegir, þegar dugnaðurinn er á hreinu þá koma gæðin líka. Þetta verður hörkugluggi og við viljum enda árið vel."

Hópurinn hittist í Austurríki á morgun og æfir miðvikudag og fimmtudag. Svo er leikur föstudag og ferðalag til Aþenu á laugardaginn.



Finnst 3-5-2 henta liðinu mjög vel
Í hvaða stöðum er minnsta breiddin, hvar þurfum við að fara að framleiða leikmenn?

"Ef við horfum á hópinn er minna af varnarmönnum að koma, þessum hreinræktuðu hafsentum. Við reynum að spila þetta þannig að við höldum í íslensk gildi og það sem íslensk landslið vilja standa fyrir, svo þurfum við að horfa í hópinn sem við höfum í höndunum og hvernig við komum hæfileikaríkustu leikmönnunum inn á völlinn og spila kerfi kringum það. 3-5-2 hentar vel í þennan mannskap. Þeir hafsentar sem við höfum eru mjög efnilegir og flottir en þar er þó minnsta breiddin," segir Davíð.

Hver er ástæðan fyrir því að hann er að spila 3-5-2 leikkerfi með þennan hóp?

"Ég hef reynt að vera sveigjanlegur á það hvaða kerfi við spilum síðan ég kom inn í þetta landsliðsumhverfi. Með U17 liðinu spilaði ég mörg leikkerfi en reynt að halda sömu hugmyndafræði og áherslum. Sama hvar ég stilli mönnum upp á vellinum. Ég horfði á þennan hóp og taldi að við gætum fengið mikið úr honum gegnum þetta kerfi. Við erum með marga sentera og marga miðjumenn, við spilum hafsentastöðurnar þannig að þeir sem eru kannski að spila bakvörð geta leyst þetta líka. Mér finnst þetta henta mjög vel í þessum hópi."

"Við byrjuðum að 'drilla' þetta gegn Hvíta-Rússlandi og höfum nýtt leikina vel. Við höfum skoðað það sem við gerum vel og það sem við getum gert betur. Við höfum reynt að ýta meira á okkur. Nú erum við búnir með tvo glugga og mér finnst við vera komnir nokkuð langt. En það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta í," segir Davíð.



Hákon tekið miklum framförum
Hinn átján ára Hákon Arnar Haraldsson hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu, eftir að hann þakkaði fyrir byrjunarliðssæti hjá FCK með því að skora sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni.

"Hákon er sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað nokkrar stöður, hjá okkur spilar hann framherjann en hann hefur einnig spilað úti á kanti og inni á miðjunni. Hann er nokkuð fjölhæfur. Hann er góður með boltann og teknískur, góður að klára færi. Að auki er hann líka harðduglegur og er alltaf að verða betri og betri taktískt," segir Davíð um Hákon.

"Hann setur oft mjög gott fordæmi fyrir lið, spilar góða vörn og er aggressífur. Hann hefur tekið miklum framförum, sérstaklega síðasta árið. Hann er á mjög skemmtilegri vegferð á sínum ferli og gaman að fylgjast með honum."
Fyrir leik


Góðan og gleðilegan daginn, hér fylgjumst við með U21 landsleik Liechtenstein og Íslands sem hefst klukkan 14:00. Undankeppni EM.

Í þessum glugga eru tveir útileikir hjá íslenska liðinu, fyrst gegn Liechtenstein og svo gegn Grikklandi á þriðjudaginn.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Kolbeinn Þórðarson ('63)
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('82)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson ('63)
15. Karl Friðleifur Gunnarsson
16. Hákon Arnar Haraldsson ('63)
17. Atli Barkarson ('82)
21. Valgeir Lunddal Friðriksson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
12. Jökull Andrésson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Logi Hrafn Róbertsson
10. Kristall Máni Ingason ('63)
11. Bjarki Steinn Bjarkason ('82)
18. Viktor Örlygur Andrason ('63)
19. Orri Hrafn Kjartansson
19. Orri Steinn Óskarsson ('82)
23. Sævar Atli Magnússon ('63)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: