Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Valur
4
1
KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason '18
Guðmundur Andri Tryggvason '31 1-1
Patrick Pedersen '61 2-1
Patrick Pedersen '73 3-1
Patrick Pedersen '75 4-1
06.02.2022  -  14:00
Origo völlurinn
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
Aðstæður: Heiðskírt, logn og hiti við frostmark
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Patrick Pedersen (Valur)
Byrjunarlið:
1. Guy Smit (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('41)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('79)
9. Patrick Pedersen ('79)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('88)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('29)
19. Orri Hrafn Kjartansson
20. Orri Sigurður Ómarsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
11. Sigurður Egill Lárusson ('41)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('29)
15. Rómeó Rögnvaldsson Johnsen
26. Sigurður Dagsson ('79)
33. Almarr Ormarsson ('79)
77. Bele Alomerovic ('88)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Styrmir Örn Vilmundarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Andri Adolphsson ('9)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar, annað árið í röð! Til lukku með það og ég þakka öllum þeim sem fylgdust með textalýsingunni. Áfram Ísland.
90. mín
Komið í uppbótartíma. Slakur seinni hálfeikur hjá KR-ingum sem voru alltof opnir varnarlega. Patrick Pedersen maður leiksins með þrjú falleg mörk.
88. mín
Inn:Bele Alomerovic (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
85. mín
Óþekkir krakkar að kasta snjóboltum í þá sem standa í boðvangi Vals. Fá skammir.
83. mín
Sigurður Bjartur með skot sem er varið. KR fær hornspyrnu. Guy Smit grípur hornspyrnuna af öryggi.
82. mín
Það væri alveg betra fyrir KR að hafa Finn Tómas löglegan í vörninni... held að það sé erfitt að mótmæla þeirri fullyrðingu.
79. mín
Inn:Sigurður Dagsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
79. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Arnór Smárason (Valur)
79. mín
Inn:Grímur Ingi Jakobsson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
79. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
79. mín
Sigurður Egill með skot beint í fangið á Beiti.
78. mín
Aftur opnast allt í vörn KR! Sigurður Egill með skot framhjá! Valsmenn hreinlega líklegri til að bæta við en KR að minnka muninn!
75. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
ÞRENNAN KOMIN! HANN FÆR AÐ EIGA BOLTANN!

Vörn KR opnast algjörlega upp á gátt, Tryggvi rennir boltanum á Patrick sem er aleinn og klárar snyrtilega í hornið.
75. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
73. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Orri Sigurður Ómarsson
VÁ SÁ SMURÐI HANN! Valsmenn ráða lögum og lofum og Patrick hefur skorað sitt annað mark og þriðja mark Vals.

Orri renndi boltanum á Patrick í teignum og sá kláraði glæsilega. Smurði boltanum við samskeytin.

Patrick er í banastuði.
72. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Sigurður Bjartur kom frá Grindavík fyrir tímabilið, var iðinn við kolann í markaskorun í Lengjudeildinni í fyrra.
71. mín
Birkir Már brýtur á Stefáni Árna. Bóas, helsti stuðningsmaður KR, var ekki hrifinn og lyfti upp rauða spjaldinu í stúkunni. Einar dómari lætur hinsvegar spjöldin vera.
69. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Arnór Sveinn tekur við fyrirliðabandinu.
67. mín
Atli Sigurjóns með skot. Guy Smit ver í horn. Stefan Ljubicic að búa sig undir að koma inn hjá KR.
66. mín
Patrick Pedersen með skot rétt fyrir utan teig en hittir boltann illa. Hátt yfir.
65. mín
KR fer illa með lofandi sókn. Atli Sigurjónsson með slaka sendingu og Guy á ekki í vandræðum með að kasta sér á boltann.
63. mín
BEITIR VER Í STÖNGINA! Tryggvi Hrafn nálægt því að skora þriðja mark Vals!
61. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Orri Hrafn Kjartansson
FRÁBÆRLEGA KLÁRAÐ HJÁ ÞEIM DANSKA!

Orri með sendingu inn í teiginn, Patrick gerir frábærlega. Snýr af sér varnarmann KR, sýndist það vera Grétar, og klárar með þéttingsföstu skoti!

Ekta gæðamark frá Pedersen!
60. mín
Birkir Már með fyrirgjöf sem skapar vandræði í vörn KR. Darraðadansinn stiginn en á endanum ná gestirnir að bjarga í hornspyrnu. Engin hætta upp úr horninu.
57. mín
Flugvélin til Egilsstaða var að hefja sig til flugs. Allt að gerast hér í Hlíðunum. Nokkuð rólegt yfir leiknum sjálfum þessar mínútur.
52. mín
Sólin farin að skína á gluggann hér á Hlíðarenda og erfitt að sjá það sem fram fer í vítateig Valsmanna. En við gerum okkar besta. Ekki hægt að fara fram á meira!
49. mín
Heimir Guðjónsson er ekki á bekknum hjá Val en er samt á svæðinu. Var að koma úr flugi og er í einhverri útgáfu af smitgát svo Helgi Sig og Halli Hróðmars sjá um að stýra stuðinu af bekknum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. KR byrjar með boltann og sækir í átt að Perlunni. Engin breyting á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Ljómandi skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki, opinn og skemmtilegur. KR-ingar öflugri á lokamínútum hálfleiksins. Nóg að gerast og bæði lið átt mjög flotta kafla. Fjörið heldur vonandi áfram í seinni hálfleiknum.

Þess má geta að ef jafnt er eftir 90 mínútur verður farið beint í vítaspyrnukeppni. Gary Lineker fagnar því, er talsmaður þess að leggja niður framlengingar.

Jæja beint í kaffið, heyrumst á eftir.
45. mín
Flóki í flottu færi en hitti boltann illa, framhjá.
45. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
44. mín
Fróðleikur, svona rétt til gamans á sunnudegi. Nafn Guy Smit skal bera fram 'Gí' en ekki 'Gæj'. Ekki vanþörf á þessari ábendingu.
43. mín
Atli Sigurjóns með hornspyrnu fyrir KR, Guy Smit í vandræðum með fyrirgjöfina og KR fær horn hinumegin. Aftur lendir Guy í vandræðum em Valsmenn ná svo að koma hættunni í burtu.
41. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll haltrar af velli. Tveir meiddir af velli hjá Val í þessum fyrri hálfleik.
39. mín
Sending í gegn á Patrick Pedersen, Beitir út úr markinu og Patrick setur boltann framhjá Beiti...

...og framhjá markinu! Valur nálægt því að taka forystuna hér.
36. mín
Kristinn Jónsson með skot með hægri fæti framhjá markinu.
34. mín
Kristinn Jóns með skot en Haukur Páll réttur maður á réttum stað og bjargar nánast á marklínu. Fjörugur leikur hér á Hlíðarenda!
33. mín
Orri Hrafn með skot úr prýðisstöðu en hitti boltann illa, laust skot sem Beitir á ekki í vandræðum með að verja. Sveiflur í þessum leik. Nú eru það Valsmenn sem eru í góðum gír.
32. mín
Tryggvi Hrafn með skot sem Beitir ver. Það er meðbyr með Valsmönnum þessa stundina!
31. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Arnór Smárason
GALDRI SKORAR MEÐ SINNI FYRSTU SNERTINGU!

Þetta jöfnunarmark hefur legið í loftinu síðustu mínútur! Arnór Smárason sendi boltann á Guðmund Andra sem var aleinn í teignum og setti boltann framhjá Beiti.

Fagnar gegn uppeldisfélaginu.
30. mín
KR BJARGAR Á LÍNU! Patrick Pedersen með tilraun úr teignum en Ægir Jarl nær naumlega að bjarga á línu!
29. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Andri fer meiddur af velli. Borinn út af á börum. Sendum batakveðjur á hann.
28. mín
Andri Adolphsson liggur á vellinum og er að fá aðhlynningu. Leikurinn verið stopp í nokkurn tíma. Börurnar kallaðar til. Vonandi er þetta ekki alvarlegt...
25. mín
SLÁARSKOT FRÁ TRYGGVA HRAFNI!

Góð spyrna úr aukaspyrnunni sem hafnaði í þversláni! Valsmenn svo nálægt því að jafna!
24. mín
Valur fær aukaspyrnu við vítateigslínuna. Kristinn Jóns braut á Orra Hrafni. Stórhættulegt tækifæri.
21. mín
Mesta ógn Valsmanna kemur frá Tryggva Hrafni, hann var að tapa sprett sem skapaði hornspyrnu.
20. mín
Valsmenn ógna strax eftir markið. Tryggvi Hrafn með fyrirgjöf sem Kristinn Jóns hreinsar í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
18. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
KR NÆR FORYSTUNNI VERÐSKULDAÐ!

Hafa verið að spila vel, Stefán Árni kemst upp hægra meginn og á lága fyrirgjöf fyrir sem Kristján Flóki klárar vel í netið.
17. mín
KR-ingar hafa verið töluvert meira með knöttinn á þessum upphafskafla leiksins.
14. mín
Halli Hróðmars aðstoðarmaður Heimis mættur út á boðvang að gefa skipanir, heppinn að detta ekki þegar hann bakkar og lendir á brúsastandinum.
11. mín
KR Í HÖRKUFÆRI!

Pálmi Rafn laumar boltanum á Atla Sigurjóns sem er í dauðafæri í teignum en Guy Smit ver frábærlega í hornspyrnu! Þarna skall hurð nærri hælum!
9. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Valur)
Braut á Arnóri Sveini Aðalsteinssyni og fær fyrstu áminningu leiksins.
8. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er KR-inga. Kristinn Jónsson með spyrnuna en Guy Smit handsamar hana og Valsmenn geysast í skyndisókn. Tryggvi Hrafn með fyrirgjöf sem Theodór Elmar hreinsar í hornspyrnu sem ekkert merkilegt verður úr.

Jæja bæði lið fengið horn.
5. mín
Tryggvi Hrafn Haraldsson átti fyrstu skottilraun Valsmanna, skot úr teignum sem fór framhjá. Þetta byrjar nokkuð fjörlega.

Ingólfur Sigurðsson mættur í stúkuna með rjúkandi kaffibolla. Létt yfir Ingó á þessum fallega sunnudegi.
4. mín
Lið KR:
Beitir
Kennie - Grétar - Arnór - Kristinn
Theodór Elmar
Ægir - Pálmi
Atli - Flóki - Stefán Árni
3. mín
Fyrsta marktilraun leiksins. KR fékk aukaspyrnu og Kristján Flóki átti fast skot rétt framhjá. Góð spyrna.
2. mín
Lið Vals:
Guy
Birkir Már - Hedlund - Rasmus - Orri Sigurður
Haukur Páll - Arnór Smára
Orri Hrafn
Andri - Patrick - Tryggvi Hrafn
1. mín
Úrslitaleikurinn er hafinn. Valsmenn hófu leik en þeir sækja í átt að gömlu keiluhöllinni í Öskjuhlíð í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Hverjir eru í stúkunni...

Finnur Tómas er mættur eins og áður sagði. Siggi Helga er auðvitað á svæðinu, Palli Kristjáns formaður KR, hinn eini sanni Gunni Einars, annað hvort Arnar eða Bjarki Gunnlaugsson, Hörður Hilmarsson, Kjartan Henry Finnbogason... góðmennt.
Fyrir leik
Leikurinn sýndur í beinni Spiideo útsendingu
Allt að verða klárt. Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu hjá Valsmönnum fyrir sanngjarnt verð, 5 evrur. Hér er hlekkur á útsendinguna.
Fyrir leik
Færeyski miðjumaðurinn Hallur Hansson sem gekk í raðir KR í sumar og varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason eru ekki orðnir löglegir. Þeir fá leikheimild 17. febrúar eins og aðrir leikmenn sem koma að utan. Finnur er mættur í stúkuna í 66 gráður norður úlpu.


Fyrir leik
Við erum mættir á Hlíðarenda og hér er andinn góður. Virkilega fallegt veður fyrir úrslitaleikinn, heiðskírt, logn og hiti við frostmark.

Sæbjörn Steinke er mér við hlið og mun væntanlega koma með öfluga punkta fyrir lýsinguna.

Kristján Flóki Finnbogason og Atli Sigurjónsson eru meðal byrjunarliðsmanna KR í dag. Þeir fóru meiddir af velli gegn Fram í lokaumferð riðilsins á fimmtudaginn en þau meiðsli voru ekki alvarleg.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar. Allir í byrjunarliði KR voru hjá félaginu í fyrra en hjá Valsmönnum eru Guy Smit, hollenski markvörðurinn sem kom frá Leikni, og hinn smái en knái Orri Hrafn Kjartansson sem kom frá Fylki í byrjunarliðinu.

Fyrir leik
Komnir og farnir hjá KR

Komnir
Aron Kristófer Lárusson frá ÍA
Aron Snær Friðriksson frá Fylki
Finnur Tómas Pálmason frá Svíþjóð
Hallur Hansson frá Vejle
Rúrik Gunnarsson frá Breiðabliki
Sigurður Bjartur Hallsson frá Grindavík
Stefan Alexander Ljubicic frá HK
Oddur Ingi Bjarnason frá Grindavík (var á láni)

Farnir
Alex Freyr Hilmarsson í ÍBV
Arnþór Ingi Kristinsson hættur
Aron Bjarki Jósepsson í ÍA
Guðjón Orri Sigurjónsson í ÍBV
Óskar Örn Hauksson til Stjörnunnar
Fyrir leik
Komnir og farnir hjá Val

Komnir
Aron Jóhannsson frá Lech Poznan
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Danmörku (á láni)
Heiðar Ægisson frá Stjörnunni
Guy Smit frá Leikni R.
Orri Hrafn Kjartansson frá Fylki
Kári Daníel Alexandersson frá Gróttu (var á láni)

Farnir
Christian Köhler í ÍA
Hannes Þór Halldórsson
Johannes Vall í ÍA
Kristinn Freyr Sigurðsson í FH
Kaj Leo í Bartalsstovu
Magnus Egilsson
Fyrir leik
Nær Valur að verja titilinn?
Valsmenn eru ríkjandi Reykjavíkurmeistarar en þeir unnu Fylki í vítaspyrnukeppni í Árbænum í fyrra. Arnar Laufdal var á leiknum og textalýsti honum í beinni hér á Fótbolta.net.

KR varð hinsvegar Reykjavíkurmeistari 2020 með því að vinna einmitt Val á Origo vellinum. Leikar þá enduðu 2-0.
Fyrir leik
Lengjubikarinn hefst í þessari viku
Valur á fyrsta leik í Lengjubikarnum á miðvikudag og leikur þar gegn Þrótti Vogum hér á Origo vellinum. Þróttarar eru nýliðar í Lengjudeildinni. KR hefur Lengjubikarinn með leik gegn Aftureldingu í Vesturbænum næsta föstudag.
Fyrir leik
Í janúar var fyrsta ótímabæra spáin fyrir Íslandsdeildina opinberuð og þar var liðunum sem við fylgjumst með í dag spáð 2. og 3. sæti. Það má búast við jöfnuma og skemmtilegum febrúarleik, svona rétt áður en það gengur einhver rosaleg lægð yfir landið í nótt.

ÓTÍMABÆRA spáin
1. Breiðablik
2. Valur
3. KR
4. Víkingur
5. FH
6. Stjarnan
7. KA
8. ÍBV
9. Keflavík
10. Leiknir
11. ÍA
12. Fram
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan sunnudag. Sunnudagur er besti dagur vikunnar og í dag færir hann okkur úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Það er boðið upp á sígildan úrslitaleik. Valur og KR og leikurinn fer fram á Origo vellinum, heimavelli Vals, og hefst hann kl. 14:00.

Valur endaði í efsta sæti A riðils Reykjavíkurmótsins með sjö stig, eins og Víkingur. Valsmenn voru hins vegar með betri markatölu og komust þannig áfram. KR vann alla þrjá leiki sína í B riðli og endaði því á toppi hans með níu stig.

Einar Ingi Jóhannsson dæmir úrslitaleikinn en þeir Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson verða aðstoðardómarar.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('69)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('79)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson ('79)
23. Atli Sigurjónsson ('72)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
17. Stefan Ljubicic ('69)
18. Aron Kristófer Lárusson ('79)
20. Grímur Ingi Jakobsson ('79)
30. Rúrik Gunnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('72)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('75)

Rauð spjöld: