Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Ísland
0
0
Noregur
04.04.2025  -  16:45
Þróttarvöllur
Þjóðadeild kvenna
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Silvia Gasperotti (Ítalía)
Áhorfendur: 906
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('81)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
9. Sædís Rún Heiðarsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('67)
16. Hildur Antonsdóttir ('67)
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
Tinna Mark Antonsdóttir
Hafsteinn Steinsson
3. Sandra María Jessen ('67)
4. Elísa Viðarsdóttir
11. Natasha Anasi
15. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('67)
17. Katla Tryggvadóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('81)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Svala Sigurðardóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:
Guðný Árnadóttir ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli er niðurstaðan hér í Laugardal Silvia Gasperotti frá Ítalíu flautar til leiksloka. Færin voru svo sannarlega til staðar og hefðu hreinilega geta verið mörk hér í dag en 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Við þökkum fyrir okkur í dag.
92. mín Gult spjald: Ingrid Engen (Noregur)
Einhver mótmæli
92. mín
Noregur fær aukaspyrnu á hættulegum fyrirgjafarstað.
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki þrjár mínútur
86. mín
Við fáum aðra hornspyrnu og eftir mikinn darraðadans inn á teig Noregs ná gestirnir að koma boltanum í burtu.
85. mín
Karólína Lea!!! Þetta var beint af æfingasvæðinu.

Hornspyrnan tekinn og boltinn berst til Karólínu sem var fremsti maður í teignum. Karólína nær skoti og fær boltann aftur og setur boltann í slánna
84. mín
Karólína kemur sér inn á teiginn og vinnur hornspyrnu.

83. mín Gult spjald: Guðný Árnadóttir (Ísland)
81. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) Út:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Ísland)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Við vinnum innkast og núna kemur langt innkast frá Sveindísi en þær Norsku koma boltnaum í burtu.
70. mín
Inn:Sophie Haug (Noregur) Út:Karina Sævik (Noregur)
70. mín
Inn:Marit B. Lund (Noregur) Út:Thea Bjelde (Noregur)
70. mín
Og enn fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Frida Maanum með skot yfir markið
67. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
67. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
64. mín
Þorsteinn Halldórsson undirbýr tvöfalda skiptingu.
60. mín
Við vinnum hornspyrnu sem við tökum stutt, boltinn endar inn á teignum og eftir mikla þvögu koma Norskustelpurnar boltanum í burtu.
59. mín
Inn:Justine Kielland (Noregur) Út:Vilde Bøe Risa (Noregur)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
56. mín
Hvernig erum við ekki búin að skora? Sveindís Jane fær boltann og prjónar sig í gegnum vörn Noregs og nær skoti en Fikerstrand ver en boltinn endar hjá Hlín sem setur boltann framhjá.
51. mín
Ég sá þennan í netinu VÁ!! Bergling Rós fær boltann og leggur hann fyrir sig og á frábært skot sem sleikir stöngina.
47. mín
Sveindís Jane fær boltann inn á teig Noregs en fellur, boltinn endar þó hjá Karólínu sem nær ekki að leggja hann fyrir sig og Noregur kemur boltanum í burtu.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Fleiri myndir úr hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Hafliði heiðraður! Staðan er markalaus þegar liðin ganga til búningsherbegja.

Það gætu svo sannarlega verið komin mörk í þetta en. við eigum þau inni í síðari hálfleik. Fáum okkur kaffi og komum svo með síðari hálfleikinn.

Hafliði Breiðfjörð fyrrum eigandi Fótbolta.net er heiðraður af KSÍ fyrir vel unnin störf fyrir vefinn undanfarin ár en Hafliði seldi sinn hlut á dögunum. Til hamingju Hafliði!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki tvær mínútur
44. mín
Sveindís með rosalegan sprett upp hægra vænginn en Norsku stelpurnar koma boltanum í burtu.
40. mín
Cecilía Rán með vörslu!!

Töpum boltanum aftur klaufalega og Terland nær frábæru skoti en Cecilía ver og kemur í veg fyrir að við lentum ekki undir þarna.
38. mín
Karólína Lea á einfaldlega að skora þarna Sveindís Jane fær boltann við vítateiginn hægramegin og nær að finna Karó inn á teignum sem á skot sem er laust og beint á Fiskerstrand.

Dauðafærii
36. mín
Cecilie stendur upp og leikurinn fer í gang aftur.
34. mín
Cecilie Fiskerstand sest og þarf aðhlyningu.

Taktískt leikhlé hjá Norska þjálfarteyminu ?
32. mín
Sædís gerir sig tilbúna að taka horn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
31. mín
Sveindís hefur verið lífleg
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
30. mín
Enn fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
29. mín
Elisabeth Terland fær boltann við markteigslínuna og á skot sem fer framhjá.
28. mín
Emilía með frábæran sprett inn á teiginn og reynir að finna Sveindísi Jane en boltinn af varnarmanni Noregs og í fangið á Cecilie í marki Noregs.
27. mín
Sveindís Jane með langt innkast og upp úr því vinnum við hornspyrnu.
20. mín
Noregur með fyrirgjöf frá hægri á hausinn á Elisabethu Terland en skalli hennar framhjá.
16. mín
Noregur með skot í stöngina Þarna erum við kærulaus og töpum boltanum þegar við reynum að spila boltanum út frá markmanni. Noregur stelur boltanum og endar hjá Vilde Boe Risa sem setur boltann sem betur fer í stöngina

Það er að færast líf í þetta.
13. mín
VÁ ÞARNA Á STAÐAN AÐ VERA 1-0 FYRIR OKKUR Hildur Eiríksson stelur boltanum af Norska liðonu og keyrir af stað í átt að marki Noregs notar Emilíu sem batta og fær boltann aftur sem leikur á varnarmann Noregs og á skot sem er varið

Það liggur Íslenskt mark í loftinu.
13. mín
Myndir frá leiknum Okkar besti maður, Haukur Gunnarsson, er á vellinum að taka myndir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
13. mín
Time for HÚHH Vallargestir eru byrjaðir að taka gamla góða HÚHIÐ!

Alltaf stemming!
9. mín
Sveindís Jane nálægt því að koma okkur yfir Berglind fær boltann og keyrir af stað í átt að marki og finnur Hlín í lappir sem finnur Sveindísi inn fyrir vörn Noregs. Sveindís nær frábæru skoti sem er varið og Sveindís fær boltann aftur en skot hennar rétt framhjá.
5. mín
Frábær sókn hjá stelpunum okkar Boltanum fært hratt yfir frá vinstri til hægri og Guðný fær boltann og á flotta fyrirgjöf á fjær þar sem Sveindís Jane sem var ekki langt frá því að ná að stýra boltanum í netið.

Byggjum ofan á þetta!
1. mín
Hætta á teig Íslands Ingrid Engen með fínan spett upp vinstra megin og á fyrirgjöf inn á teiginn en við komum boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Við byrjum með boltann.

Áfram Ísland!!!
Fyrir leik
Arnar og Bjarki mættir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru mættir í stúkuna. Arnar er auðvitað landsliðsþjálfari karla. Núna eru í sýningu þættir um þá bræður sem svo sannarlega er hægt að mæla með.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Silvia Gasperotti leiðir liðin til leiksk og áhorfendur rísa úr sætum.

Næst á dagskrá þjóðsöngvar landanna áður en við byrjum þetta.
Fyrir leik
Fjölmennt í vippinu Það er svo sannarlega fjölmennt í vippinu. Halla Tómasdóttir með Birni manninum sínum. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, mættur og síðast en ekki síst, Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Vð erum mættir í Laugardalinn Það var ansi skrítið að keyra inn í Laugardalinn og vera ekki að fara inn á þjóðarleikvanginn sjálfan en vegna framkvæmda á honum þarf að leika þennan landsliðsglugga á Avis vellinum, heimavelli Þróttar.

Silvia Gasperotti frá Ítalíu flautar til leiks eftir rúman hálftíma eða klukkan 16:45.
Fyrir leik
María og Hegerberg báðar á bekknum Það vekur athygli að markamskínan Ada Hegerberg og hin íslenskættaða María Þórisdóttir eru báðar á bekknum hjá Noregi.

Í byrjunarliðinu eru samt sem áður leikmenn frá Barcelona, Arsenal og Manchester United meðal annars.
Mynd: EPA
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fimm breytingar frá síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðrún Arnardóttir leysir Glódísi Perlu Viggósdóttur af. Guðrún verður við hlið fyrirliðans Ingibjargar Sigurðardóttur í hjarta varnarinnar, Guðný Árnadóttir er í hægri bakverði og fyrir framan vörnina verða þær Hildur Antonsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir. Þar fyrir framan er svo Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem spilar sinn 50. landsleik.

Þrjár fremstu eru svo þær Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.

Alls eru fimm breytingar frá síðasta leik sem var gegn Frakklandi. Sandra María Jessen, Andrea Rán Hauksdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir taka sér sæti á bekknum, Alexandra Jóhannsdóttir er í leikbanni og Glódís er meidd. Dagný Brynjarsdóttir er einnig í leikbanni í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Með áhyggjur af Glódísi fyrir EM Glódís er meidd og er ekki með í þessu verkefni.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Staðan í riðlinum eftir tvo leiki 1.Frakkland - 6 stig
2. Noregur - 3 stig
3. Ísland - 1 stig
4. Sviss - 1 stig

Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss og tapaði gegn Frakklandi í fyrsta glugganum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Lykilmenn fjarverandi hjá Noregi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það gæti hjálpað stelpunum að ógnarsterkt lið Noregs verður án nokkurra lykilleikmanna, þar sem stjörnur á borð við Caroline Graham Hansen, Maren Mjelde og Guro Reiten verða ekki með.

Caroline Hansen er ein besta fótboltakona í heimi og leikur hún með stórveldi Barcelona. Hún var í öðru sæti í kjörinu um Ballon d'Or í fyrra og er í lykilhlutverkum bæði hjá Barca og norska landsliðinu.

Maren Mjelde er meðal leikjahæstu leikmanna í sögu norska kvennalandsliðsins þar sem hún á 178 leiki að baki. Hún leikur með Everton í enska boltanum og verður ekki með gegn Íslandi vegna meiðsla.

Guro Reiten er mikilvægur hlekkur í ógnarsterku liði Chelsea þar sem hún hefur verið í næstum því sex ár og staðið sig feykilega vel. Hún er einnig meidd og verður því ekki með.

Ada Hegerberg verður hins vegar með en hún er mikil markamaskína og lykilkona í gífurlega sterku liði Lyon.

Þar að auki verður hin hálfíslenska María Þórisdóttir með, en hún er 31 árs og leikur með Brighton.
Mynd: EPA
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Alexandra og Dagný í banni Þær Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir taka út leikbann í leiknum í dag eftir að hafa fengið gul spjöld í fyrstu tveimur leikjum riðilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alexandra á æfingu í vikunni
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Ingibjörg er fyrirliði Ingibjörg Sigurðardóttir verður fyrirliði Íslands í næstu tveimur leikjum gegn Noregi og Sviss. Glódís Perla Viggósdóttir verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla í þessu verkefni og Ingibjörg fær bandið í hennar fjarveru.

Glódís, Ingibjörg og Selma Sól Magnúsdóttir eru í fyrirliðateymi landsliðsins.

„Tilfinningin er mjög góð en líka alveg smá 'scary'. Ég er bara spennt," sagði Ingibjörg. „Fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem þú getur gert. Ég tek þessu mjög alvarlega og vil gera þetta vel. Ég hef unnið þétt með Glódísi og Selmu lengi núna."

Þetta er einn af stóru hápunktunum á ferlinum.

„Ég þrífst í svona hlutverki þar sem ég verð að taka ábyrgð og leiða hópinn. Þetta er mjög stórt fyrir mig og er spennt að sjá hvernig ég tækla þetta," sagði Ingibjörg.

„Þetta er líka stórt fyrir alla í kringum mig. Fjölskyldan hefur fylgt mér mjög lengi og þetta er örugglega enn stærra fyrir þau."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Það er uppselt!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KSÍ hefur tilkynnt að uppselt sé á leikinn en hann hefst klukkan 16:45. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli er ekki spilað þar en pláss er fyrir rúmlega 1.000 áhorfendur á Þróttarvelli.

Enn eru til miðar á leikinn gegn Sviss sem fram fer á þriðjudaginn, líka á Þróttarvelli.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kallaði það skandal á fréttamannafundi í gær að þá hafi ekki verið orðið uppselt og Ingibjörg Sigurðardóttir, sem mun bera fyrirliðabandið í komandi leikjum, sagði:

„Það eru vonbrigði. Þetta er lítil stúka, og við eigum að ná að selja upp á þennan leik á fimm mínútum, finnst mér. En þetta er bara staðan og við þurfum að sjá hvað við getum gert til að fá fólk til að vilja koma á völlinn og svo þarf fólk að vera tilbúið til að styðja okkur," sagði Ingibjörg.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Íslands og Noregs í Þjóðadeildinni. Leikið er á Þróttaravelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Cecilie Fiskerstrand (m)
4. Tuva Hansen
5. Guro Bergsvand
7. Ingrid Engen
8. Vilde Bøe Risa ('59)
9. Karina Sævik ('70)
11. Synne Jensen
13. Thea Bjelde ('70)
16. Mathilde Harviken
18. Frida Maanum
19. Elisabeth Terland

Varamenn:
12. Selma Panengstuen (m)
23. Aurora Mikalsen (m)
2. Marit B. Lund ('70)
3. María Þórisdóttir
14. Ade Hegerberg
15. Justine Kielland ('59)
20. Emilie Woldvik
21. Lisa Naalsund
22. Sophie Haug ('70)

Liðsstjórn:
Gemma Grainger (Þ)

Gul spjöld:
Ingrid Engen ('92)

Rauð spjöld: