
Arsenal þyrfti að gera Williams að einum launahæsta leikmanni félagsins, Manchester United vill ítalskan sóknarmann og Tottenham leggur áherslu á að halda Kulusevski. Þetta og meira í slúðurpakka dagsins.
Arsenal verður að gera spænska kantmanninn Nico Williams (22) að einum af tekjuhæsta leikmanni félagsins til að geta fengið hann frá Athletic Bilbao í sumar. (Telegraph)
Manchester United hefur gert Lorenzo Lucca (24), sóknarmann Udinese og Ítalíu, að aðalskotmarki sínu fyrir sumarið. Hann hefur skorað tíu mörk í 29 leikjum í ítölsku A-deildinni á tímabilinu. (Sun)
Tottenham vonast til að forðast að missa sænska miðjumanninn Dejan Kulusevski (24) í sumar en ítölsku stórliðin AC Milan og Napoli vilja fá hann. (GiveMeSport)
Bayer Leverkusen hefur haft samband við umboðsmann þýska markvarðarins Stefan Ortega (32) og gæti keypt hann frá Manchester City fyrir um 7 milljónir punda. (Bild)
Yeremay Hernandez (22), kantmaður Deportivo La Coruna, vekur áhuga Arsenal og Chelsea. (Teamtalk)
Enski framherjinn Marcus Rashford (27) verður að íhuga að taka á sig launalækkun ef hann ætlar að tryggja sér varanleg skipti til Aston Villa frá Manchester United í sumar. (Football Insider)
Allt að ellefu leikmenn Arsenal, þar á meðal úkraínski vinstri bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko (28) og pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior (25) gætu farið í sumar til að auka möguleika félagsins í sumarglugganum. (Mirror)
Danny Rohl, þýskur stjóri Sheffield Wednesday, er hugsanlegt skotmark Leicester City á næstu leiktíð ef hollenski stjórinn Ruud van Nistelrooy yfirgefur félagið í sumar. (Mail)
Aston Villa hefur skýra leið til að sækjast eftir Arda Guler (20), kantmanni Real Madrid, eftir að Liverpool hætti áhuga sínum á tyrkneska landsliðsmanninum. (Teamtalk)
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (19) er enn einbeittur á Manchester United þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid og Inter. (GiveMeSport)
Athugasemdir