Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Hvíta-Rússland
0
5
Ísland
0-1 Dagný Brynjarsdóttir '14
0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '24
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '25
0-4 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '48
0-5 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '57
07.04.2022  -  16:00
Vodovac í Belgrad
Undankeppni HM
Aðstæður: Leikið á gervigrasi. Skýjað í Belgrad og 13 gráðu hiti.
Dómari: Jelena Pejkovic (Króatía)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Byrjunarlið:
1. Nataliya Voskobovich (m)
3. Anastasia Linnik
4. Anastasiya Shlapakova ('69)
5. Anna Sas ('85)
9. Anna Kozyupa
10. Anastasiya Pobegaylo ('46)
11. Yulyia Slesarchik
14. Karina Olkovik
19. Anastasyia Novikave
21. Viktoryia Kazakevich ('46)
23. Anna Pilipenko (f)

Varamenn:
12. Ekaterina Miklashevich (m)
22. Maria Svidunovich (m)
6. Tatiana Markushevskaya ('69)
8. Elizaveta Sergeychik
15. Ekaterina Dudko
16. Milana Surovtseva ('85)
17. Tatyana Krasnova ('46)
18. Viktoriya Valyuk ('46)
20. Darya Stezhko

Liðsstjórn:
Ruslan Kameisha (Þ)

Gul spjöld:
Anna Sas ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær frammistaða Íslands í þessum leik! Nú er það bara Tékkland á þriðjudaginn. Við verðum þar auðvitað líka!
92. mín
Karina Olkovik nær að koma boltanum í netið eftir aukaspyrnu en markið telur ekki. Rangstaða.
90. mín
Uppbótartími í gangi.
89. mín
Hvíta-Rússland með sjaldgæfa marktilraun. Skotið framhjá.
86. mín
Alexandra með góða skottilraun af löngu færi en markvörður Hvítrússa nær naumlega að verja í horn.
85. mín
Inn:Milana Surovtseva (Hvíta-Rússland) Út:Anna Sas (Hvíta-Rússland)
81. mín
Amanda með skot sem markvörður Hvítrússa ver.
79. mín
Leikurinn fer alfarið fram á vallarhelmingi Hvítrússa. Ef "heimakonur" mættu ráða þá myndi leikurinn bara verið flautaður af nú þegar!
75. mín
Amanda með tilraun, yfir markið.



Frábær frammistaða hjá Íslandi í dag.
74. mín
Berglind með tilraun framhjá markinu.
72. mín
Þessi leikur alveg að fara eftir uppskrift og Þorsteinn getur notað tækifærið til að dreifa álaginu á hópnum. Það er mikilvægur leikur í Tékklandi á þriðjudaginn.
71. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
69. mín
Inn:Tatiana Markushevskaya (Hvíta-Rússland) Út:Anastasiya Shlapakova (Hvíta-Rússland)
67. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Ísland) Út:Sif Atladóttir (Ísland)
65. mín
Amanda Andradóttir vinnur hornspyrnu. Yfirburðir Íslands halda áfram.
61. mín
Velkomin aftur Sara!

Þorsteinn notar tækifærið og gerir þrefalda skiptingu. Sara Björk spilar sinn fyrsta landsleik síðan í lok árs 2020.

60. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
60. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
60. mín
Inn:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
57. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
GLÆSILEGA KLÁRAÐ!

Sveindís með frábæran sprett og kemur boltanum á Karólínu sem skorar með flottu skoti sitt annað mark. Önnur stoðsending Sveindísar.

56. mín
Guðrún skallar framhjá úr erfiðri stöðu eftir aukaspyrnuna.
55. mín Gult spjald: Anna Sas (Hvíta-Rússland)
Braut á Sveindísi og Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.

53. mín
Karina Olkovik með fyrirgjöf sem Cecilía grípur.
51. mín
Karólína með skot en Vosbokovich ver.
48. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
ÍSLENSKA LIÐIÐ ÁFRAM Á FLUGI!

Ísland með aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Karólína tekur skotið og boltinn liggur í markinu, skaut niðri vinstra megin! Falleg aukaspyrna!

46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið er óbreytt.
46. mín
Inn:Viktoriya Valyuk (Hvíta-Rússland) Út:Anastasiya Pobegaylo (Hvíta-Rússland)
46. mín
Inn:Tatyana Krasnova (Hvíta-Rússland) Út:Viktoryia Kazakevich (Hvíta-Rússland)
45. mín


Hugguleg mynd sem Hafliði Breiðfjörð tók af byrjunarliðinu fyrir leikinn.
45. mín
Sjáðu íslensku mörkin í fyrri hálfleiknum - Það er að segja ef þú ert á Íslandi!
45. mín
Hálfleikur
Ísland með örugga forystu í hálfleik og íslenski mörkin hefðu vel getað orðið fleiri. Miklir yfirburðir. Hættulegu sóknirnar hjá Íslandi eru enn fleiri en þær sem ég hef náð að telja upp í þessari textalýsingu!
45. mín
DAUÐAFÆRI!!! Karólína í sannkölluðu dauðafæri eftir sendingu frá Sveindísi en skaut beint á markvörðinn. Þarna átti staðan að verða 4-0!
44. mín
Berglind í dauðafæri en markvörður Hvítrússa kominn langt út úr markinu og nær að bjarga!
42. mín
Gunnhildur Yrsa brotleg og fær tiltal.
40. mín
Það er talsverður gæðamunur á þessum liðum. Þorsteinn Halldórsson kallaði eftir því að liðið myndi sýna þann mun á vellinum í dag og stelpurnar eru að svara því kalli.
40. mín
Sveindís leikur varnarmenn Hvítrússa grátt og á fyrirgjöf, endar með því að Karólína skallar boltann inn af stuttu færi en er dæmd rangstæð.
38. mín
Sif með fyrirgjöf sem Voskobovich handsamar af öryggi.
36. mín
Hvítrússneska liðið að eiga þokkalegan kafla núna án þess að ná að ógna mikið.
35. mín
Anastasia Linnik með skot sem dempast af varnarmanni og endar svo í fanginu á Cecilíu.
33. mín
Eftir að Ísland náði forystunni hefur leikurinn verið algjör einstefna. Þetta mun bara snúast um það hversu stór íslenski sigurinn verður að lokum.
31. mín
Leikurinn var stopp í smá tíma á meðan markvörður Hvítrússa þurfti aðhlynningu en er farinn aftur á fulla ferð. Tjú tjú.
29. mín
Löngu innköstin frá Sveindísi halda áfram að skapa alls konar vandræði fyrir Hvíta-Rússland. Ísland ræður lögum og lofum á vellinum. Miklir yfirburðir.
25. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
TVÖ MÖRK Á TVEIMUR MÍNÚTUM!

Ísland er að ganga frá hvítrússneska liðinu hérna. Sveindís kemst í álitlega stöðu og rennir boltanum á Berglindi sem klárar af gríðarlegri fagmennsku í hornið.

24. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
ÍSLAND TVÖFALDAR FORYSTUNA!

Aukaspyrna frá hægri. Karólína með fyrirgjöfina og hún er í hæsta klassa! Dagný með skalla sem er varinn en Berglind og Gunnhildur eru mættar og ná að koma boltanum inn. Gunnhildur Yrsa með markið!

23. mín
Sveindís með langt innkast sem Guðrún skallar á markið en kraftlítill skalli og markvörður Hvítrússa klófestir boltann. Löngu innköstin hjá Sveindísi að skapa hættur.
21. mín
Öflugt að ná marki þetta snemma í leiknum. Hvít-Rússneska liðið hefur sýnt það í þessum riðli að það getur verið erfitt þolinmæðisverk að brjóta það á bak aftur.
14. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
ÍSLAND TEKUR FORYSTUNA!

Dagný skorar í hundraðasta landsleiknum sínum. Þetta kom í kjölfarið á löngu innkasti frá Sveindísi. Boltinn fer af Gunnhildi á Dagnýju sem skorar af stuttu færi!

Hvíta-Rússland 0, Ísland 1!



13. mín
Agla María leggur boltann á Karólínu sem er rétt fyrir utan teig og tekur skotið en yfir markið.
12. mín


Serbnesku blómin sem Vanda afhenti fyrir leikinn.
12. mín
Ísland í álitlegri sókn en sending Gunnhildar Yrsu sem var ætluð Sveindísi var of föst og sigldi afturfyrir.
10. mín
Hallbera með stórhættulega fyrirgjöf frá vinstri sem markvörður Hvítrússa á í vandræðum með og Berglind skallar í stöngina!.. nokkru seinna á Karólína skot beint í fangið á markverði Hvítrússa.
9. mín
FLOTT TÆKIFÆRI! Karólína tók á rás og bar boltann upp völlinn, renndi svo á Öglu Maríu sem fór framhjá varnarmanni og átti skot á mark sem Voskobovich varði.
8. mín

5. mín
Karólína með skalla en Voskobovich markvörður nær að handsama boltann. Það er nóg í gangi hér í upphafi leiks og mikil ákefð.
4. mín
Anna Pilipenko með skot fyrir utan teig en Cecilía ver, skotið beint á hana.
3. mín
Berglind vinnur boltann og sendir á Sveindísi sem á fyrirgjöf frá hægri. Hvítrússneska liðið nær að hreinsa í innkast. Langt innkast frá Sveindísi sem markvörður Hvítrússa nær með naumindum að handsama.
1. mín
Leikur hafinn
Króatíski dómarinn hefur flautað til leiks. Íslenska liðið er alhvítt í dag, hvít treyja, hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar.
Fyrir leik
Glódís og Dagný taka á móti blómvöndum frá Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ sem er mætt hingað til Belgrad. Þá er allt að verða klárt í leikinn. Áfram Ísland!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og þá styttist í þjóðsöngva. Gunnhildur Yrsa fyrirliði Íslands fer fyrir okkar liði. Er með fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu. Vel gert.

Alltaf sérstakt að hlusta á þjóðsöngvana þegar leikvangurinn er galtómur.


Fyrir leik
Sandra Sigurðardóttir er í strigaskóm úti á velli meðan hinir tveir markverðirnir eru að hita upp fyrir leikinn.
Fyrir leik


Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur í marki Íslands í dag. Það er samkeppni um markvarðarstöðuna og spurning hvort Cecilía verði markvörður númer eitt á EM í sumar?
Fyrir leik
Glódís og Dagný í 100 leikja klúbbinn
Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru í byrjunarliði Íslands og leika báðar sinn 100. leik fyrir A-landslið Íslands.

Glódís er aðeins 26 ára gömul en hefur leikið fyrir landsliðið síðan 2012. Dagný er 30 ára og spilaði fyrsta landsleikinn gegn Bandaríkjunum á Algarve-mótinu 2010.

Í leikjunum 99 hefur Dagný skorað 33 mörk, eða akkúrat mark í þriðja hverjum leik. Eftir leikinn í dag verða alls þrettán konur sem hafa spilað 100 landsleiki eða fleiri fyrir Ísland. Leikjahæst er Sara Björk Gunnarsdóttir með 136 leiki.
Fyrir leik


Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa eignast barn en hún byrjar á bekknum í dag. Hér má sjá nokkrar myndir af því þegar landsliðskonurnar okkar skoðuðu aðstæður á vellinum eftir að þær mættu áðan.




Fyrir leik
Staðan?
Ísland er með þrjá sigra eftir fjóra leiki í undankeppninni en hefur leikið einum leik færra en Holland sem er með tveggja stiga forystu á toppi riðilsins. Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.



Leikirnir í þessum glugga
Hvíta-Rússland - Ísland
Holland - Kýpur á morgun
Tékkland - Ísland á þriðjudaginn
Fyrir leik
Dómarateymið í dag kemur frá Króatíu. Jelena Pejkovic er með flautuna og þær Sanja Rodjak-Karsic og Gordana Katusic eru aðstoðardómarar. Fjórði dómari er Ivana Martincic.
Fyrir leik


Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir verður ekki með í leiknum í dag. Hún glímir við hnjask í hnénu en reiknað er með því að hún spili gegn Tékklandi á þriðjudag.
Fyrir leik


Hér má sjá leikvanginn sem er ansi óvenjulegur, hann er staðsettur ofan á verslunarmiðstöð í Belgrad. Sjálfur vallarflöturinn er gervigras en Hafliði Breiðfjörð kynnti sér völlinn og myndaði hann eins og sjá má og lesa má um hérna.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Serbíu þar sem Hvíta-Rússland og Ísland mætast í undankeppni HM. Leikurinn er spilaður á hlutlausum velli í Belgrad, heimavelli Vodovac, þar sem UEFA og FIFA hafa bannað Hvít-Rússum að spila á heimavelli vegna stöðunnar í heimsmálunum. Leikið verður fyrir luktum dyrum, án áhorfenda.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma, 18:00 að staðartíma, og Fótbolti.net er eini fjölmiðillinn sem textalýsir beint frá Belgrad.
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('71)
2. Sif Atladóttir ('67)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('60)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('60)
18. Guðrún Arnardóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('60)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('60)
3. Elísa Viðarsdóttir ('67)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir ('60)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('71)
11. Ásta Eir Árnadóttir
16. Elín Metta Jensen
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Andradóttir ('60)

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: