Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Liverpool
0
1
Real Madrid
0-1 Vinícius Junior '59
28.05.2022  -  19:36
Stade de France í París
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Glænýtt gras og 20 gráðu hiti
Dómari: Clément Turpin (Frakkland)
Maður leiksins: Thibaut Courtois
Byrjunarlið:
1. Alisson (m)
3. Fabinho
4. Virgil van Dijk
5. Ibrahima Konate
6. Thiago Alcantara ('77)
10. Sadio Mane
11. Mohamed Salah
14. Jordan Henderson ('77)
23. Luis Díaz ('65)
26. Andy Robertson
66. Trent Alexander-Arnold

Varamenn:
2. Joe Gomez
7. James Milner
8. Naby Keita ('77)
9. Roberto Firmino ('77)
12. Kostas Tsimikas
17. Curtis Jones
18. Takumi Minamino
20. Diogo Jota ('65)
21. Alex Oxlade-Chamberlain
32. Joel Matip
78. Jarell Quansah

Liðsstjórn:
Jurgen Klopp (Þ)

Gul spjöld:
Fabinho ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
REAL MADRID ER EVRÓPUMEISTARI! Thibaut Courtois er maður leiksins. Takk fyrir samfylgdina. Leikurinn verður nánar gerður upp á Fótbolta.net í kvöld.


90. mín
+4

Ein mínúta eftir.
90. mín
+3

Það eru tvær mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma. Real Madrid gert afskaplega vel í að 'drepa leikinn' hér í lokin.
90. mín
Inn:Rodrygo (Real Madrid) Út:Vinícius Junior (Real Madrid)
+2
90. mín
+2 Camavinga með skot yfir. Fjórða tilraun Real Madrid í leiknum.
90. mín
+1

Ceballos í DAUÐAFÆRI en var ekki alveg viss hvað hann ætlaði að gera. Endar með hornspyrnu til Real Madrid.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur.
90. mín
Inn:Dani Ceballos (Real Madrid) Út:Luka Modric (Real Madrid)


87. mín
Benzema reynir að komast framhjá Trent en Trent vandanum vaxinn.
87. mín
Gengur vel hjá Real Madrid núna að halda boltanum.
85. mín
Inn:Eduardo Camavinga (Real Madrid) Út:Federico Valverde (Real Madrid)
85. mín
Ungstirnið Camavinga er að mæta inná. Hefur átt hágæða innkomur í þessari keppni.
84. mín
Real Madrid í skyndisókn en Alisson á tánum og handsamar boltann.
83. mín
Courtois!!!! Hvað er að gerast hérna! Enn ein roooosaleg varsla frá honum. Núna frá Salah. Þvílík frammistaða hjá Belganum.

82. mín
Naby Keita í flottu sktofæri en með alveg glataða tilraun. Langt frá því að koma boltanum á markið.
81. mín
Stórhætta við mark Liverpool en Courtois nær með naumindum að koma boltanum í horn. Courtois búinn að vera gjörsamlega geggjaður í þessum leik.
80. mín
Brasilíski Ronaldo meðal áhorfenda í stúkunni. Sú goðsögn.
80. mín
"Real Madrid er í köðlunum. Stanslaus sókn Liverpool," segir Höddi Magg. Í þeim skrifuðu orðum fær Liverpool gott færi en dæmd rangstaða.
79. mín
Vinícius Junior með dýfu og Turpin dómari segir honum að standa upp.
77. mín
Inn:Roberto Firmino (Liverpool) Út:Thiago Alcantara (Liverpool)
Tveir miðjumenn teknir af velli.
77. mín
Inn:Naby Keita (Liverpool) Út:Jordan Henderson (Liverpool)
77. mín
Casemiro í dauðafæri en tekur stórfurðulega ákvörðun! Reynir sendingu í stað þess að taka skotið. Virtist ekki átta sig á stöðunni sem hann var í.
76. mín
Firmino er líka að koma inn. Tvöföld skipting.
75. mín
Liverpool sækir og sækir og reynir að finna glufur. Trent með skot framhjá, Jota reyndi að teygja sig í boltann en það gekk ekki.
73. mín
Naby Keita að gera sig kláran.
70. mín
SALAH EN COURTOIS BJARGAR ENN OG AFTUR!
69. mín
Liverpool fær tvær hornspyrnur með skömmu millibili.
67. mín

65. mín
Inn:Diogo Jota (Liverpool) Út:Luis Díaz (Liverpool)
"Hrós á Carvajal að hafa haldið Díaz niðri," segir Heimir Hallgrímsson.
64. mín
Salah með skot sem Courtois nær að verja frábærlega. Sá er heitur í rammanum.

Jota að gera sig kláran í að koma inn hjá Liverpool.
62. mín Gult spjald: Fabinho (Liverpool)
Fabinho braut á Valverde og fékk réttilega áminningu. Of seinn í þetta.


59. mín MARK!
Vinícius Junior (Real Madrid)
Stoðsending: Federico Valverde
VINÍCIUS JUNIO SKORAR AF STUTTU FÆRI! REAL MADRID TEKUR FORYSTUNA!

Valverde með fasta fyrirgjöf og Vinícius er við fjærstöngina og skorar. Trent spilaði hann réttstæðan.
58. mín
Salah með skot í varnarmann. Kallar eftir því að dæmd sé hendi en Alaba var með hendina upp að líkamanum. Aldrei víti.

54. mín


Atvikið umtalaða úr fyrri hálfleik, myndin tekin rétt áður en Benzema kom knettinum í netið.
53. mín

52. mín
Salah með fyrirgjöf sem Courtois nær að grípa.
48. mín
Trent með stórhættulega sendingu ætlaða Luis Díaz en Carvajal nær með naumindum að komast í boltann.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað - Þó staðan sé markalaus hefur leikurinn alls ekki verið leiðinlegur, nóg af umtalsefnum. Markvörður Real Madrid besti maður fyrri hálfleiks, átti stórkostlega markvörslu.
45. mín
Reglan er sú að ef Fabinho er 'viljandi' að spila boltanum, þá er það ekki rangstaða. Ef boltinn fer af honum, þá er það rangstaða. Dómararnir hafa metið það þannig að boltinn fer af Fabinho, en hann er ekki að reyna að spila honum 'viljandi' - flókið mál. Sjá nánar hérna.

45. mín
Já áhugaverður fyrri hálfleikur að baki. Liverpool talsvert betra liðið en Real Madrid kom boltanum í netið, markið dæmt af. Umdeilt mjög. Margir að klóra sér í hausnum.

45. mín
Hálfleikur


45. mín
Eftir ROSALEGA langa VAR skoðun stendur dómurinn. Rangstaða.

Boltinn fór af Fabinho sýndist mér og ég hélt að þeir væru að fara að dæma mark! Niðurstaða sem kemur mér á óvart og verður mikið rætt um.
43. mín
BENZEMA SKORAR EN DÆMD RANGSTAÐA! Vandræðagangur í vörn Liverpool og Benzema nær að koma boltanum í netið en dæmd rangstaða.

Verið að skoða þetta í VAR.
42. mín
Henderson fyrirliði með hörkuskot af löngu færi en talsvert langt framhjá.
41. mín
Sadi Mane með snúning og skot sem fer af varnarmanni og í hliðarnetið. Hornspyrna.
39. mín
Thibaut Courtois hefur átt 54 markvörslur í Meistaradeildinni á tímabilinu. Aðeins Petr Cech (með Chelsea, 58 2011-12) hefur átt fleiri vörslur á einu tímabili í keppninni.
36. mín
Real Madrid vinnur hornspyrnu en Alisson handsamar boltann og sparkar strax fram.
35. mín
Salah með skalla beint á Courtois.
34. mín
Real Madrid hefur enn ekki átt marktilraun, Liverpool hefur átt sjö tilraunir. Meira jafnvægi þó í leiknum núna en áðan.

29. mín
Enn er talsverður fjöldi áhorfenda fyrir utan að reyna að komast inn á leikvanginn. Franska lögreglan beitir piparúða og reynir að hindra fjölmiðlafólk í að mynda það sem á sér stað.
28. mín
Real Madrid aðeins að ná betra jafnvægi á þetta eftir þungar sóknarlotur Liverpool fyrr í leiknum.

22. mín
Heimir Hallgrímsson: "Þetta er of auðvelt fyrir Liverpool. Þeir komast í færi í hvert sinn sem þeir komast í boltann."
21. mín
MANE MEÐ SKOT SEM COURTOIS VER Í STÖNGINA! Þvílík markvarsla.
20. mín
Mo Salah leggur boltann út á Trent sem er í góðri stöðu en skýtur hátt yfir markið. Real Madrid á í erfiðleikum!
18. mín
Salah með skot en Courtois ver auðveldlega. Liverpool hættulegra.
17. mín
BESTA FÆRI LEIKSINS TIL ÞESSA! Trent með sendingu á Salah sem nær skoti en Courtois nær að vera! Í kjölfarið kemur svo þung pressa frá Liverpool sem endar með skoti frá Thiago sem CourTois nær að verja.
15. mín
Vinícius Junior tekur á rás með boltann en Konate með flottan varnarleik og stöðvar hann.
14. mín
Robertson með fyrirgjöf sem fer í varnarmann og breytir um stefnu áður en boltinn endar í höndunum á Thibaut Courtois.
13. mín
Við erum enn að bíða eftir fyrstu alvöru marktilraun leiksins.
11. mín
Salah með skot yfir en það var búið að flagga. Boltinn var farinn afturfyrir í aðdragandanum.
10. mín
Heimir Hallgrímsson er aðstoðarlýsandi hjá Viaplay. Talar um að áhugaverðasta einvígið í sínum huga í kvöld sé Luis Díaz gegn Dani Carvajal sem er sóknarbakvörður.
7. mín
Valverde með fyrirgjöf sem Fabinho skallar frá.
2. mín
Liverpool spilar með hápressu strax í upphafi og nær að búa til vesen fyrir Real Madrid.
1. mín
Leikur hafinn
LOKSINS LOKSINS! Stórleikirnir gerast varla stærri en þetta. Liverpool átti upphafssparkið í þessum leik.


Fyrir leik
Vá, þvílíkur léttir að sjá að leikmenn eru mættir í göngin. Þessi leikur fer af stað 19:36 (Staðfest).
Fyrir leik
Jæja þetta er að gerast. Söngkonan Camila Cabello er að mæta út á völlinn til að flytja opnunaratriðið fyrir leikinn. Ætla ekki að þykjast vita hver Cabello er.
Fyrir leik

Táragas notað fyrir utan leikvanginn.
Fyrir leik
Þetta er ekki eðlilega vandræðalegt fyrir UEFA... leiktíminn núna er kominn á 19:36! Reyndar frábær tími.
Fyrir leik
Thiago er meðal leikmanna sem eru að hita upp. Það virðist því vera sem hann muni byrja en er klárlega ekki 100% heill. Spurning hversu lengi hann mun endast.
Fyrir leik
Enn frekari seinkun... nú er stefnt á að byrja 19:30
Fyrir leik
Þetta er ansi neyðarlegt. UEFA hefur nú gefið það út að seinkunin sé af öryggisástæðum. Það er nokkuð ljóst að það verður frekari seinkun. Leikmenn Liverpool eru aftur mættir út á völl að hita!
Fyrir leik
Meðan við bíðum. Leiðirnar til Parísar. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson tók saman leiðir þessara tveggja mögnuðu liða í þennan úrslitaleik.

Smelltu hér til að lesa greinina
Fyrir leik
Enskir fjölmiðlar gagnrýna harðlega skipulagið í kringum leikinn. Vegna lélegs skipulags hafi gengið svona illa að koma áhorfendum inn á Stade de France. Þess vegna sé seinkun á leiknum. Frakkarnir segja að áhorfendur hafi skilað sér seint á völlinn en Englendingar eru ósammála og kenna skipulagsleysi um.
Fyrir leik
BBC greinir frá því að leikurinn eigi núna að hefjast 19:15.

Fyrir leik
Leikurinn mun ekki hefjast á áætluðum tíma þar sem illa hefur gengið að koma áhorfendum inn á leikvanginn. Ekki er búið að gefa upp hvenær leikurinn á að hefjast.
Fyrir leik
Glænýjar myndir voru að berast frá Hafliða í París:





Fyrir leik
Thiago er núna í djúpum samræðum við Naby Keita eftir að hafa spjallað við Klopp. Lítur út fyrir að Thiago geti ekki byrjað leikinn.
Fyrir leik
Það eru gríðarlegar raðir og traffík fyrir utan leikvanginn. Fjölmargir stuðningsmenn Liverpool eiga í erfiðleikum með að komast inn og eiga á hættu að missa af upphafi leiksins. Liverpool-hluti stúkunnar er nánast hálfsetinn þegar rúmar 20 mínútur eru í leik.
Fyrir leik
TÍÐINDI FRÁ PARÍS

Hafliði Breiðfjörð er á Stade de France og var að senda mér að svo virðist vera sem Naby Keita komi inn í byrjunarliðið í stað Thiago. Klopp og Thiago ræddu stuttlega saman, Thiago fór inn og kom svo aftur út og fór einn að skokka með sjúkraþjálfara.

Keita hitar með byrjunarliðinu.
Höddi Magg og Michael Laudrup hressir á Viaplay.


Fyrir leik
Ef Liverpool vinnur í kvöld verður það í fjórða sinn í röð sem þýskur stjóri vinnur Meistaradeildina.

2018-19: Jurgen Klopp með Liverpool
2019-20: Hansi Flick með Bayern München
2020-21: Thomas Tuchel með Chelsea
Fyrir leik
Nóg af ljósmyndurum.

Byrjunarlið Liverpool kemur Michael Owen ekki á óvart. "Eins sterkt og það gerist. Erfitt fyrir Matip en Klopp hefur veðjað á hraðann í Konate"


Fyrir leik
BRJÓTANDI TÍÐINDI


Konate í byrjunarliði Liverpool en Matip á bekknum, Thiago og Fabinho hafa hrist af sér meiðsli og byrja báðir.
Liverpool rútan festist í traffík á leiðinni á völlinn en er mætt á Stade de France.

Fyrir leik


Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. er ekki að leitast eftir því að ná fram hefndum. Liðin mættust síðast í úrslitaleiknum árið 2018 og hafði Real Madrid betur, 3-1.

Mohamed Salah meiddist eftir hálftímaleik er Sergio Ramos beitti fantabrögðum og krækti í handlegg hans með þeim afleiðingum að Salah meiddist.

Loris Karius gerði tvö dýrkeypt mistök í leiknum og Madrídingar unnu þrettánda titil sinn. Klopp vill ekki hefnd.

"Þetta var erfitt kvöld fyrir okkur og það var erfitt að taka því," sagði Klopp.

"Ég held að hefnd sé ekki einhver frábær hugmynd og ég trúi ekki á slíkt. Ég skil hvað Mo sagði, hann vill útkljá einhver mál, en í Þýskalandi þá er alltaf sagt að maður hittist tvisvar í lífinu."

"Það væri frábær saga ef við fáum tækifærið til að vinna í þetta sinn en það verður ekki útaf því sem gerðist árið 2018,"
sagði Klopp í lokin.
Fyrir leik


Vefsíða BBC fékk lesendur sína til að setja saman sameiginlegt byrjunarlið beggja liða. Þetta var niðurstaðan.
Fyrir leik
Hafliði er ekki í bleika bolnum!

Fyrir leik


Jurgen Klopp og Carlo Ancelotti eru báðir að stýra liði í sínum fimmta Evrópuúrslitaleik.

Aðeins tveir hafa komið við sögu í fleirum, Giovanni Trapattooni (7) og Sir Alex Ferguson (6).

Jose Mourinho er einnig með fimm, þar á meðal úrslitaleik Sambandsdeildarinnar með Roma í vikunni.

Ancelotti er sá fyrsti í sögunni sem er stjóri í fimm Meistaradeildarúrslitaleikjum.
Fyrir leik


Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks:

Liverpool 1 - 2 Real Madrid
Ef allt er eðlilegt þá vinnur Liverpool þennan leik. Þeir eru betra lið, hafa verið frábærir í allan vetur, og vel að því komnir að vinna Meistaradeildina. Þeir munu nota vonbrigðin að klára ekki deildina heima sem orkugjafa og verða miklu betra liðið í leiknum.

Hinsvegar er það stundum þannig að leikir vinnast eða tapast á einhverju öðru en því augljósa. Eitthvað momentum og stemning í bland við heppni hefur fleytt Real Madrid á þennan stað í keppninni. Auk þess trúa þeir ekki að þeir geti tapað. Þannig hefur útsláttarkeppnin verið og þeir munu taka það alla leið.

2-1 sigur Real, sigurmark frá Benzema og Real Madrid tryggir sér sinn 14. titil.

Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis:

Liverpool 4 - 0 Real Madrid
Ekki flókið. Liverpool hleypur yfir þetta í kvöld. Thiago og Fabinho verða þarna á miðsvæðinu klárir og verða langbestir á vellinum. 4-0 Liverpool.
Fyrir leik


Hafliði Breiðfjörð rakst á þessa sem auglýsir eftir miðum á leikinn. Hægara sagt en gert að fá miða á þennan risaleik.
Fyrir leik
Menn leggja ýmislegt á sig til að komast á leikinn. Eftir að flugi þessara Liverpool stuðningsmanna til Parísar var aflýst leigðu þeir sér hraðbát og sigldu yfir Ermarsundið.
Fyrir leik
Jurgen Klopp er spenntur.


"Þetta verður erfiður leikur, Real Madrid er sigursælasta félag keppninnar og við erum að spila á móti nokkrum leikmönnum sem geta unnið Meistaradeildina í fimmta sinn. Þjálfarinn þeirra getur unnið í fjórða sinn. Þetta er reynsla sem þú færð ekki yfir nóttu," sagði Klopp á fréttamannafundi í gær.

"Við búum samt líka yfir þokkalegri reynslu úr keppninni. Við höfum komist í þrjá úrslitaleiki á fimm árum sem er mjög sérstakt. Það verður ekki vandamál að finna hvatningu fyrir úrslitaleikinn, það eru 26 leikmenn með í ferðalaginu og þeir eru allir með mismunandi hluti sem hvetja þá áfram fyrir þennan leik."

"Við erum ekki búnir að gleyma hvað gerðist í síðasta úrslitaleik gegn Real en það eru nokkur ár liðin. Einhverjir munu vilja hefna sín en það er mikilvægt að það sé ekki eini hvatinn. Það eru svo margar ástæður fyrir því að leikmenn ættu að gefa sig alla í leikinn annað kvöld. Tapið 2018 gæti verið ein ástæða en hún má ekki vera sú eina eða sú mikilvægasta."


Klopp, sem ætlar ekki að gera neinar breytingar á leikstíl Liverpool fyrir úrslitaleikinn, telur Real Madrid vera líklegri til sigurs vegna magnaðrar reynslu sinnar úr keppninni.

"Það er erfitt að svara þessu en ef ég horfi til sögunnar þá verð ég að segja Real Madrid því þeir búa yfir svo mikilli reynslu frá síðasta áratugi. Það sem er mikivægast fyrir okkur er að við spilum okkar leikstíl fullir sjálfstrausts, strákarnir myndu byrja að efast ef ég myndi breyta leikstílnum allt í einu fyrir einn leik. Ég veit ekki hvort liðið er sigurstranglegra og mér er eiginlega alveg sama."

"Við erum betra lið í dag heldur en síðast þar sem við mættum í talsvert verri aðstæður - við misstum lykilmann (Salah) í meiðsli og markvörðurinn (Karius) var með heilahristing. Strákarnir hafa þróað sinn leik mikið síðustu fjögur ár og þeir eru ekki komnir aftur í úrslitaleikinn fyrir slysni. Það er enginn hissa á því að við séum hérna."
Fyrir leik


Frakkinn Clement Turpin fær það verkefni að dæma úrslitaleikinn. Turpin hefur verið í hópi bestu dómara Evrópu í nokkurn tíma en hann hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2010 og í hópi elítudómara síðan 2012.

Aðstoðardómararnir, fjórði dómarinn og aðal VAR dómarinn koma einnig frá Frakklandi en í VAR-teyminu má finna tvo ítalska dómara.
Fyrir leik
Stóra stundin er að renna upp!

Ensku bikarmeistararnir í Liverpool og Spánarmeistararnir í Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í París. Leikurinn átti upphaflega að vera í Pétursborg í Rússlandi en var færður eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina í París á vegum Fótbolta.net en sjálfur textalýsi ég þessum leik í gegnum útsendingu Viaplay, beint úr Breiðholtinu.

Byrjunarlið:
1. Thibaut Courtois (m)
2. Dani Carvajal
3. Eder Militao
4. David Alaba
8. Toni Kroos
9. Karim Benzema
10. Luka Modric ('90)
14. Casemiro
15. Federico Valverde ('85)
20. Vinícius Junior ('90)
23. Ferland Mendy

Varamenn:
6. Nacho
7. Eden Hazard
11. Marco Asensio
12. Marcelo
17. Lucas Vazquez
18. Gareth Bale
19. Dani Ceballos ('90)
21. Rodrygo ('90)
22. Isco
24. Mariano
25. Eduardo Camavinga ('85)

Liðsstjórn:
Carlo Ancelotti (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: