Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2022 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef ég er leikmaður Real Madrid, þá er ég brjálaður núna"
Benzema skoraði.
Benzema skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er kominn hálfleikur í leik Liverpool og Real Madrid, úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Liverpool 0 -  1 Real Madrid

Liverpool hefur fengið betri færi en Real Madrid kom boltanum í netið undir lok hálfleiksins. Karim Benzema skoraði eftir skelfilegan varnarleik hjá Liverpool.

Flaggið fór hins vegar á loft og markið veifað af, rangstaða dæmd. Sama niðurstaða fékkst eftir gífurlega langa VAR-skoðun. Umdeild ákvörðun svo ekki sé meira sagt.

„Eftir ROSALEGA langa VAR skoðun stendur dómurinn. Rangstaða. Boltinn fór af Fabinho sýndist mér og ég hélt að þeir væru að fara að dæma mark! Niðurstaða sem kemur mér á óvart og verður mikið rætt um," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Leikmaður Real Madrid sparkar í boltann en hann fer síðast af Fabinho, miðjumanni Liverpool, áður en hann fer til Benzema.

„Ég skil ekki af hverju markið er dæmt af... ef ég er leikmaður Real Madrid, þá er ég brjálaður núna," sagði Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, í útsendingu BT Sport.

Reglan er sú að ef Fabinho er 'viljandi' að spila boltanum, þá er það ekki rangstaða. Ef boltinn fer af honum 'óviljandi', þá er það rangstaða. Dómararnir hafa metið það þannig að boltinn fer af Fabinho, en hann er ekki að reyna að spila honum 'viljandi' - flókið mál.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner