Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 28. maí 2022 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiðirnar til Parísar - Einhver magnaðasta ferð sem sést hefur
Karim Benzema á æfingu Real Madrid. Stórkostlegur leikmaður.
Karim Benzema á æfingu Real Madrid. Stórkostlegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman á æfingu hjá Liverpool í gær.
Gaman á æfingu hjá Liverpool í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 36 ára gamli Modric er búinn að vera stórkostlegur í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Hinn 36 ára gamli Modric er búinn að vera stórkostlegur í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allra augu eru á París þar sem Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Í kvöld verður nýr Evrópumeistari krýndur.

Bæði lið hafa þurft að leggja mikið á sig til að komast þessa leið, það er alls ekki sjálfgefið. Það er þó óhætt að segja að leiðin sem Real Madrid fór hafi verið aðeins dramatískari; einhver magnaðasta ferð sem eitt lið hefur farið í gegnum á leið sinni í úrslitaleikinn í þessari keppni.

Svona voru leiðirnar til Parísar.

Liverpool:

Riðlakeppnin:
1. Liverpool - 18 stig
2. Atletico Madrid - 7 stig
3. Porto - 5 stig
4. AC Milan - 4 stig

16-liða úrslit:
Inter 0 - 2 Liverpool
Liverpool 0 - 1 Inter
Samanlagt 2-1 fyrir Liverpool

8-liða úrslit:
Benfica 1 - 3 Liverpool
Liverpool 3 - 3 Benfica
Samanlagt 6 - 4 fyrir Liverpool

Undanúrslit:
Liverpool 2 - 0 Villarreal
Villarreal 2 - 3 Liverpool
Samanlagt 5 - 2 fyrir Liverpool

Real Madrid:

Riðlakeppnin:
1. Real Madrid - 15 stig
2. Inter - 10 stig
3. Sheriff Tiraspol - 7 stig
4. Shakhtar Donetsk - 2 stig

16-liða úrslit:
PSG 1 - 0 Real Madrid
Real Madrid 3 - 1 PSG
Samanlagt 3 - 2 fyrir Real Madrid

8-liða úrslit:
Chelsea 1 - 3 Real Madrid
Real Madrid 2 - 3 Chelsea (eftir framlengingu)
Samanlagt 5 - 4 fyrir Real Madrid

Undanúrslitin:
Man City 4 - 3 Real Madrid
Real Madrid 3 - 1 Man City (eftir framlengingu)
Samanlagt 6 - 5 fyrir Real Madrid

Liverpool var í erfiðari riðli en Real Madrid hefur farið í gegnum erfiðari leið í útsláttarkeppninni. Real lenti undir í öllum sínum einvígum í útsláttarkeppninni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma alltaf til baka. Þeir skoruðu tvisvar í uppbótartíma gegn Man City í undanúrslitunum til að koma því einvígi í framlengingu. Þar skoraði Karim Benzema - sem hefur mögulega verið besti leikmaðurinn í þessari keppni - sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Það er áhugaverður úrslitaleikur framundan. Flautað verður til leiks klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner