Pogon Szczecin
4
1
KR
Kamil Drygas '7 1-0
Luka Zahovic '16 2-0
Jakub Bartkowski '39 3-0
Kamil Drygas '56 4-0
4-1 Aron Kristófer Lárusson '71
07.07.2022  -  16:00
Florian Krygier
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Gengur á með skúrum og hiti um 18 gráður
Dómari: Eldorjan Hamiti (Albanía)
Byrjunarlið:
1. Dante Stipica (m)
2. Jakub Bartkowski
8. Damian Dabrowski
10. Luka Zahovic ('84)
11. Kamil Grosicki
13. Kostas Triantafyllopoulos
14. Kamil Drygas ('72)
21. Jean Carlos ('62)
23. Benedikt Zech
27. Sebastian Kowalczyk ('84)
97. Luís Mata

Varamenn:
81. Bartosz Klebaniuk (m)
15. Marcel Wedrychowski
17. Mariusz Fornalczyk ('62)
19. Kacper Kostorz ('84)
22. Vahan Bichakhchyan ('72)
26. Kryspin Szczesniak
33. Mariusz Malec
41. Pawel Stolarski
61. Kacper Smolinski
70. Stanislaw Wawrzynowicz
74. Aron Stasiak
99. Mateusz Legowski ('84)

Liðsstjórn:
Jens Gustafsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eftir hræðilegan fyrri hálfleik gerðu KRingar talsvert betur í þeim síðari. Heimamenn vissulega slakað ögn á klónni í stöðunni 4-0 en tökum það jávæða úr þessu leik sem hægt er.

Takk fyrir samfylgdina í dag og eigið öll gott kvöld.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki 3 mínútur.
90. mín
Bichakhchyann með skot úr teignum en af Pontus og afturfyrir.

Eftir hornið Benedikt Zech í færi en boltinn upp í stúku.
84. mín
Inn:Mateusz Legowski (Pogon Szczecin) Út: Sebastian Kowalczyk (Pogon Szczecin)
84. mín
Inn: Kacper Kostorz (Pogon Szczecin) Út:Luka Zahovic (Pogon Szczecin)
83. mín
Kamil Grosicki í fínu skotfæro við vítateig ögn til vinstri en setur boltann framhjá markinu.
79. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
Hindrar Mariusz Fornalczyk í að hefja skyndisókn.
77. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Grétar Snær Gunnarsson (KR)
76. mín
Vahan Bichakhchyan í fínu færi í teig KR en skot hans yfir markið.
75. mín
Sigurður Bjartur í færi í teignum en Stipica ver, hafði minnsta hugmynd um það sjálfur samt. Upp úr horninu kemur ekkert.
74. mín
Dante Stipica framarlega í markinu. Kennie sér það og lætur vaða frá miðju en boltinn yfir markið.
73. mín
Sebastian Kowalczyk með alvöru sprett, tekur þríhyrning við Grosicki sem finnur hann í teignum en skot hans yfir markið.
72. mín
Inn:Vahan Bichakhchyan (Pogon Szczecin) Út: Kamil Drygas (Pogon Szczecin)
71. mín MARK!
Aron Kristófer Lárusson (KR)
Það var laglegt að setja mark á þá!

Boltinn fyrir markið og fer af höfðinu á Sigurði Bjarti að mér sýnist fyrir fætur Arons sem setur boltann af öryggi í netið úr teignum
70. mín
Sigurður Bjartur í hörkufæri undir Víkingaklappi Pólverja! Stipica ver frá honum með höfðinu eftir skot úr þröngu færi.
67. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
67. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Kjartan Henry Finnbogason (KR)
65. mín
Kamil Drygas aleinn á fjærstöng eftir hornið en Arnór nær að henda sér fyrir skallann og boltinn í annað horn.
64. mín
Enn fær Pogon hornspyrnu
62. mín
Grosicki og Aron Kristófer í kapphlaupi um boltann sem Aron vinnur og kemur boltanum í horn. Kjartan Henry kemur boltanum frá eftir hornið.
62. mín
Inn: Mariusz Fornalczyk (Pogon Szczecin) Út:Jean Carlos (Pogon Szczecin)
59. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
59. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
56. mín MARK!
Kamil Drygas (Pogon Szczecin)
Mætir á hornspyrnu Grosicki og skallar boltann í netið af markteig.

Hans annað mark í leiknum.
55. mín
Kamil Grosicki fær að valsa inn á teiginn í samspili við Zahovic en Beitir nær fingri á boltann og ver í horn.
52. mín
Sjö mínútur og sjö horn komin í síðari hálfleik.

Gestirnir með sitt fjórða og skapa usla en KR hreinsar.
51. mín
Grosicki sækir horn fyrir heimamenn.
47. mín
Boltinn skoppar manna á milli í teignum og dettur fyrir fætur Grétars sem hittir ekki boltann. Heimamenn setja boltann afturfyrir í annað horn og skalla hana í þá þriðju sem ekkert verður úr.

Allt í áttina hjá KR
47. mín
KR fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Vonum að Rúnar hafi blásið sínum mönnum smá anda í brjóst og að þeir nái að halda í við þá Pólsku í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Löngum fyrri hálfleik fyrir KR lokið.

Getumunurinn í dag all svakalegur og KR liðið þarf að endurskipuleggja sinn leik í hálfleik. Viljum ekki sjá svipaðar tölur og gegn Molde hér um árið.
45. mín
Pressa heimamanna heldur bara áfram. Finna alltaf mann í eða við teiginn. Grosicki með skot í varnarmann, frákastið berst til Bartkowski sem reynir sig aftur en skotið framhjá markinu.
41. mín
Klárt brot á Þorsteini Má upp við endalínu á sóknarhelming KR. Fær sóla í legginn eftir að hafa spyrnt boltanum. Albaninn sér ekki ástæðu þó til þess að flauta.
39. mín MARK!
Jakub Bartkowski (Pogon Szczecin)
Sebastian Kowalczyk með boltann úti til vinstri. Hann setur boltann í svæðið milli varnar og markmanns þar sem Barkowski mætir eftir frábærlega tímasett hlaup og skallar boltann í netið.

Verið virkilega erfiður fyrri hálfleikur fyrir Rúnar Kristinsson og hans menn.
35. mín
Grosicki reynir að taka boltann á lofti í teignum eftir fyrirgjöf Mata. Hittir boltann ekkert sérlega vel sem fer víðsfjarri markinu.
30. mín
Hallur brýtur á Sebastian Kowalczyk þeim pólska til lítillar gleði. Heimamenn með aukaspyrnu á ágætum stað en KR hreinsar frá
27. mín
KR liðið haldið boltanum betur síðustu mínútur og það er vel.Hafa ekki náð þó að ógna Pogon á neinn hátt.
22. mín
Zhaovic í þröngu færi á markteig en hittir boltann illa sem fer þægilega í fang Beitis
21. mín
Heimamenn verið 79% með boltann hér á fyrstu 20. Á ekki von á því að þessi tölfræði breytist mikið.
16. mín MARK!
Luka Zahovic (Pogon Szczecin)
Sebastian Kowalczyk sleppur einn í gegn, Beitir ver en frákastið beint fyrir fætur Zahovic sem skorar í tómt markið.

Fyrsta korterið alls ekki tilfefni til bjartsýni fyrir KRinga því miður.
15. mín
Heimamenn að finna samherja aleina í teignum trekk í trekk, hending ein að Arnór og Pontus eru að ná að henda sér fyrir boltann.

Hriplekir í öftustu línu.
14. mín
Pálmi Rafn með boltann á lofti af 30 metrum í átt að marki en boltinn beint í dómarann, hann stöðvar leikinn og færir KR boltann á ný.
12. mín
Damian Dabrowski með skotið frá vítateigslínu en rétt framhjá markinu.
11. mín
KR sækir, Kennie með boltann úti hægra megin með þrjá í teignum en heimamenn skalla fyrirgjöf hans frá.
10. mín
Vörn KR sofandi í aukaspyrnu en Kjartan Henry vinnur vel til baka og kemur boltanum í horn.

Beitir grípur svo hornið.
7. mín MARK!
Kamil Drygas (Pogon Szczecin)
Þetta hefur legið í loftinu.

Pólverjarnir fær boltann vel út til vinstri. Kennie of seinn út í sinn mann sem leggur boltann inn á teiginn. Boltinn berst að lokum á Drygas sem leggur boltann þægilega í hornið fram hjá varnarlausum Beiti.

Verkefnið ekkert að verða auðveldara.
4. mín
Heimamenn fá hornspyrnu og annað til. Hafa legið á KR í upphafi
3. mín
Kamil Grosicki með boltann inná teiginn þar sem Drygaz hendir í bakfallsspyrnu. Boltinn á markið en beint á Beiti og KR hreinsar.
1. mín
Rífandi stemming í stúkunni. Ekki fullsetið en alvöru læti frá þeim áhorfendum sem mættir eru.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Szczecin. Það eru sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin mætt í hús

KR tapaði síðasta leik sínum gegn Víkingi 3-0 en frá þeim leik gerir Rúnar Kristinsson tvær breytingar. Grétar Snær Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson koma inn fyrir Ægir Jarl Jónasson og Theodór Elmar Bjarnason.
Fyrir leik
Dómarinn

Eldorjan Hamiti 39 ára Albani heldur um flautuna í leik dagsins. Eflaust ágætur dómari en ekkert sérlega reynslumikill í alþjóðlegum fótbolta og hefur aðallega dæmt í forkeppnum og hjá ungmennaliðum ásamt u21 landsleikjum til þessa.

Nertil Bregasi og Elvis Gjoka eru aðstoðardómarar og fjórði dómari er Kreshnik Cjapi en líkt og Eldorian koma þeir allir frá Albaníu.
Fyrir leik
KR

KR bíður erfitt verkefni á Florian Krygier vellinum í Szczecin í dag. Verkefnið er þó alls ekki ómögulegt en þurfa Rúnar Kristinsson að eiga sinn allra allra besta dag til þess að ná úrslitum. Gengið heimafyrir hefur alls ekki verið gott til þessa í sumar miðað við þá staðla sem KR setur sjálfu sér og liðið ekki verið sannfærandi. Það getur þó talið liðinu til tekna enda kjörið tækifæri til þess að girða sig í brók og sýna úr hverju liðið er gert í svona leik. 7 vikur eru síðan tímabilinu í Póllandi lauk og leikmenn KR ættu að öllu eðlilegu að vera í betra leikformi en heimamenn sem skemmir ekki fyrir möguleikum KR.

Það er skarð fyrir KR að Finnur Tómas Pálmason er ekki með KR vegna meiðsla í dag. Stefán Árni Geirsson að snúa aftur eftir meiðsli en enn er talsvert í að Kristján Flóki Finnbogason stigi aftur inn á völlinn með KR.


Fyrir leik
Stóra nafnið

Stærsti prófíllinn í þessu Pólska liði er án efa vængmaðurinn reyndi Kamil Grosicki sem lék alls 86 leiki með Pólska landsliðinu á sínum landsliðsferli. Hann sneri aftur til Póllands fyrir síðasta tímabil eftir að hafa dvalið síðustu fimm ár þar á undan á Englandi hjá Hull og WBA.


Fyrir leik
Hafa komið til Íslands áður

Pólska liðið er ekki alveg ókunnugt Íslandi og liðum héðan en árið 2001 mættu Pogon liði Fylkis í forkeppni UEFA Cup forvera Evrópudeildarinnar. Það einvígi fór ekki í sögubækurnar hjá þeim Pólsku en lið Fylkis gerði sér lítið fyrir og sló liðið úr leik með 2-1 heimasigri og 1-1 jafntefli í Póllandi.

Eftir að hafa talað um strembið verkefni fyrir KR hér fyrir neðan er kannski rétt að mæta því með þeirri staðreynd að Pogon hefur aldrei sigrað Íslenskt lið í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Pogon Szczecin

Það er ljóst að KR liðið er á leið í ansi strembið verkefni í Póllandi nú í dag. Heimamenn í Pogon enduðu í þriðja sæti Ekstraklasa á síðustu leiktíð niu stigum á eftir meisturum Lech Poznan og tryggðu sér þar með sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Liðið hefur ekki beint verið fastagestur í Evrópu undanfarin ár en liðið lék einnig í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra og féll þar út gegn liði Osijek frá Króatíu í annari umferð forkeppninar.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru leendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá fyrri leik Pogon Szczecin og KR í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.


Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('59)
4. Hallur Hansson ('67)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson ('77)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('59)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('67)
11. Kennie Chopart (f)
15. Pontus Lindgren
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Stefán Árni Geirsson ('77)
16. Theodór Elmar Bjarnason ('59)
17. Stefan Ljubicic ('67)
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('59)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('67)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('79)

Rauð spjöld: