
ÍBV
2
2
Fram

0-1
Guðmundur Magnússon
'16
Alex Freyr Hilmarsson
'25
1-1
1-2
Guðmundur Magnússon
'64
Telmo Castanheira
'82
2-2
11.09.2022 - 14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla - 21. umferð
Aðstæður: Sól og 14 stiga hiti en mikið rok
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 324
Maður leiksins: Telmo Castanheira (ÍBV)
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla - 21. umferð
Aðstæður: Sól og 14 stiga hiti en mikið rok
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 324
Maður leiksins: Telmo Castanheira (ÍBV)
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Arnar Breki Gunnarsson
('87)

Andri Rúnar Bjarnason
('69)

Halldór Jón Sigurður Þórðarson
('84)


2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira


23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)

42. Elvis Bwomono
Varamenn:
21. Kristján Logi Jónsson (m)
5. Jón Ingason
6. Kundai Benyu
('84)

9. Sito
('69)

19. Breki Ómarsson
22. Atli Hrafn Andrason
('87)

24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson
Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('12)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('37)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill Arnar er búinn að flauta þetta af!
Leiknum lýkur með 2-2 jafntefli. Líklegast sanngjörn úrslit.
Viðtöl og skýrsla síðar í dag. Takk fyrir samfylgdina!
Leiknum lýkur með 2-2 jafntefli. Líklegast sanngjörn úrslit.
Viðtöl og skýrsla síðar í dag. Takk fyrir samfylgdina!
90. mín
+5
ÚFFFF!!
Eiður Aron svo nálægt því að stela þessu hérna í lokin.
Felix með hornspyrnuna á nær og Eiður nær skallanum á fjær en boltinn fer hárfínt framhjá markinu!
ÚFFFF!!
Eiður Aron svo nálægt því að stela þessu hérna í lokin.
Felix með hornspyrnuna á nær og Eiður nær skallanum á fjær en boltinn fer hárfínt framhjá markinu!
90. mín
Fram fær aukaspyrnu á svipuðum stað, á vallarhelming ÍBV.
Setja boltann fyrir markið og Hlynur á skalla að marki. Boltinn berst aftur út í teiginn og það er vandræðagangur fyrir framan mark ÍBV sem endar með að Gaui handsamar boltann.
Setja boltann fyrir markið og Hlynur á skalla að marki. Boltinn berst aftur út í teiginn og það er vandræðagangur fyrir framan mark ÍBV sem endar með að Gaui handsamar boltann.
89. mín
Brynjar Gauti brýtur á Sito og ÍBV fær aukaspyrnu rétt við miðjulínuna.
Ekkert kemur út úr aukaspyrnunni.
Ekkert kemur út úr aukaspyrnunni.
82. mín
MARK!

Telmo Castanheira (ÍBV)
ÍBV jafna!!
ÍBV ekki búnir að vera mjög líklegir síðustu mínútur en eru búnir að jafna.
ÍBV fær aukaspyrnu við hliðarlínuna, Felix setur boltann inn á teig sem berst svo út fyrir teiginn á Telmo sem á skot í nærhornið.
ÍBV ekki búnir að vera mjög líklegir síðustu mínútur en eru búnir að jafna.
ÍBV fær aukaspyrnu við hliðarlínuna, Felix setur boltann inn á teig sem berst svo út fyrir teiginn á Telmo sem á skot í nærhornið.
77. mín
Hlynur setur boltann út til hægri á Gumma sem reynir fyrirgjöf sem Eyjamenn koma frá.
69. mín

Inn:Sito (ÍBV)
Út:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Sito að koma inn. Andri Rúnar ekki búinn að finna sig neitt sérlega vel í dag.
66. mín
Gult spjald: Jannik Pohl (Fram)

Beygði sig undir Eið sem var að stökkva upp í skallabolt og Eiður steinliggur.
66. mín
Halldór Jón sleppur í gegn og er með Arnar Breka með sér. Hann er alltof lengi að reyna að koma sér í skotfæri og nær að lokum laflausu skoti beint á Ólaf.
64. mín
MARK!

Guðmundur Magnússon (Fram)
VÁÁ!!
Gummi Magg elskar að skora á móti ÍBV!
Fær mikinn tíma og mikið pláss á miðjunni, nær að snúa og leggja boltann fyrir sig og gjörsamlega HAMRAR honum upp í samskeytin. Þetta var rosalegt mark!
Gummi Magg elskar að skora á móti ÍBV!
Fær mikinn tíma og mikið pláss á miðjunni, nær að snúa og leggja boltann fyrir sig og gjörsamlega HAMRAR honum upp í samskeytin. Þetta var rosalegt mark!
62. mín
Andri Rúnar í færi!!
Felix með fyrirgjöf þar sem Andri nær að losa sig og nær skallanum en hittir ekki markið!
Felix með fyrirgjöf þar sem Andri nær að losa sig og nær skallanum en hittir ekki markið!
61. mín
Halldór Jón og Alex Freyr með góðan þríhyrning á hægri vængnum og Alex reynir fyrirgjöf sem Ólafur nær fyrstur til.
55. mín
Delphin tekur Halldór Jón niður alveg við vítateigslínuna. ÍBV fær aukaspyrnu.
Andri Rúnar með skotið beint í vegginn.
Andri Rúnar með skotið beint í vegginn.
53. mín
Fred með hornspyrnuna á nær og ÍBV hreinsar. Frammarar koma boltanum aftur inn á teig en Guðjón Orri handsamar boltann.
47. mín
Leikurinn stöðvaður og Halldór Jón þarf aðhlynningu. Hann hefur eitthvað meitt sig á hendi.
Halldór Jón kominn aftur inn á.
Halldór Jón kominn aftur inn á.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað!
Eyjamenn byrja seinni hálfleikinn og sækja á móti vindi.
Eyjamenn byrja seinni hálfleikinn og sækja á móti vindi.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Egill Arnar dómari til hálfleiks.
Allt jafnt á Hásteinsvelli eftir líflegan fyrri hálfleik.
Leikurinn farið á stærstum hluta fram á vallarhelmingi Frammara sem hafa leikið á móti vindi. ÍBV hefur fengið nóg af sénsum til að skora fleiri mörk.
Allt jafnt á Hásteinsvelli eftir líflegan fyrri hálfleik.
Leikurinn farið á stærstum hluta fram á vallarhelmingi Frammara sem hafa leikið á móti vindi. ÍBV hefur fengið nóg af sénsum til að skora fleiri mörk.
45. mín
Hvernig fór boltinn ekki inn???
Felix með aukaspyrnuna og flestir Eyjamenn í teignum reyna skot að marki og á endanum koma Frammarar þessu í hornspyrnu.
Felix með aukaspyrnuna og flestir Eyjamenn í teignum reyna skot að marki og á endanum koma Frammarar þessu í hornspyrnu.
45. mín
Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)

Tekur Elvis niður rétt fyrir utan teig hægra megin. ÍBV á aukaspyrnu á góðum stað.
44. mín
Fred tekur aukaspyrnuna fyrir Fram en setur boltann beint í varnarvegginn og ÍBV ná að koma þessu frá.
43. mín
Fram fær aukaspyrnu á álitlegum stað rétt fyrir utan teig. Veit ekki alveg hvað hann er að dæma á, Felix datt og fékk boltann í sig, líklega að dæma hendi.
Hinum megin liggur Halldór Jón eftir í teig Frammara.
Hinum megin liggur Halldór Jón eftir í teig Frammara.
38. mín
Felix fer illa með Alex Frey og kemur boltanum fyrir markið þar sem Alex Freyr potar honum í hliðarnetið.
37. mín
Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)

Stúkan tryllist!
Halldór Jóhann reynir að ná til boltans af Almarri og Almarr svona eiginlega leggst á hann og fellur við. Mögulega báðir brotlegir en skil Eyjamenn að vera ósáttir við spjaldið.
Halldór Jóhann reynir að ná til boltans af Almarri og Almarr svona eiginlega leggst á hann og fellur við. Mögulega báðir brotlegir en skil Eyjamenn að vera ósáttir við spjaldið.
35. mín
Uppstillingar liðanna eru sirka svona:
ÍBV
Guðjón Orri
Guðjón Ernir - Elvis - Eiður - Sigurður - Felix
Alex Freyr - Telmo
Halldór - Andri - Arnar Breki
Fram
Ólafur
Alex Freyr - Delphin - Brynjar Gauti - Már
Hlynur - Almarr - Tiago
Jannik - Gummi - Fred
ÍBV
Guðjón Orri
Guðjón Ernir - Elvis - Eiður - Sigurður - Felix
Alex Freyr - Telmo
Halldór - Andri - Arnar Breki
Fram
Ólafur
Alex Freyr - Delphin - Brynjar Gauti - Már
Hlynur - Almarr - Tiago
Jannik - Gummi - Fred
32. mín
Felix með fyrirgjöf á fjær þar sem Alex Freyr stekkur hæst og nær skalla en Ólafur slær í horn.
31. mín
ÍBV heldur áfram að fá aukaspyrnur. Brotið á Alex Frey rétt við miðju. Eiður Aron tekur spyrnuna og setur á fjær en Halldór Jóhann nær ekki til boltans.
29. mín
ÍBV fær aftur aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan en töluvert framar. Sýndist þetta vera skottilraun hjá Felix en framhjá markinu.
27. mín
ÍBV fær aukaspyrnu hægra megin á miðjum vallarhelmingi Frammara. Felix með bolta inn á teig en boltinn fer aftur fyrir.
25. mín
MARK!

Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Stoðsending: Sigurður Arnar Magnússon
Stoðsending: Sigurður Arnar Magnússon
ÍBV jafna!!
Felix með langt innkast af vinstri kantinum, Frammarar ná að hreinsa en boltinn fer beint á Sigurð Arnar sem reynir að finna skotið en kemur boltanum á Alex Frey sem skorar með nákvæmu skoti í hægra hornið!
Felix með langt innkast af vinstri kantinum, Frammarar ná að hreinsa en boltinn fer beint á Sigurð Arnar sem reynir að finna skotið en kemur boltanum á Alex Frey sem skorar með nákvæmu skoti í hægra hornið!
22. mín
ÍBV í dauðafæri!!
Halldór Jón fær sendingu í gegn og Brynjar Gauti dettur, Halldór er aðeins of lengi þarna og missir af skotinu, setur hann á Andra Rúnar sem hittir boltann illa og setur hann langt framhjá markinu.
Halldór Jón fær sendingu í gegn og Brynjar Gauti dettur, Halldór er aðeins of lengi þarna og missir af skotinu, setur hann á Andra Rúnar sem hittir boltann illa og setur hann langt framhjá markinu.
21. mín
Það er farið að bæta í vindinn hérna í Eyjum. Frammarar eru að spila á móti vindi.
20. mín
Enn eitt hornið sem ÍBV fær. Nú hinum megin.
Felix enn og aftur með spyrnuna en Frammarar skalla frá.
Felix enn og aftur með spyrnuna en Frammarar skalla frá.
19. mín
ÍBV fékk hornspyrnu. Felix með spyrnuna og boltinn berst út í teig á Alex Frey sem á hörkuskot sem Ólafur ver í horn.
Aftur tekur Felix hornspyrnuna og aftur berst boltinn út á Alex sem reynir að taka hann viðstöðulaust á lofti en hittir boltann illa og Frammarar eiga markspyrnu.
Aftur tekur Felix hornspyrnuna og aftur berst boltinn út á Alex sem reynir að taka hann viðstöðulaust á lofti en hittir boltann illa og Frammarar eiga markspyrnu.
16. mín
MARK!

Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Jannik Pohl
Stoðsending: Jannik Pohl
MAARK!!
Jannik keyrir upp að endalínu með boltann og sendir boltann beint fyrir framan markið þar sem Gummi er mættur til þess að koma boltanum yfir línuna.
Frammarar áttu svipaða sókn rétt áður þar sem ÍBV voru heppnir að enginn var á fjær.
Jannik keyrir upp að endalínu með boltann og sendir boltann beint fyrir framan markið þar sem Gummi er mættur til þess að koma boltanum yfir línuna.
Frammarar áttu svipaða sókn rétt áður þar sem ÍBV voru heppnir að enginn var á fjær.
12. mín
Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)

Reynir að koma í veg fyrir skyndisókn Frammara. Hans fyrsta brot en alveg réttlætanlegt spjald.
10. mín
Eyjamenn vilja víti!
Arnar Breki gerir vel og reynir að koma sér í skotfæri inn í teig, boltinn berst til Halldórs Jóns sem ætlar í skotið en Delphin er fyrri til en Halldór fer niður. Egill Arnar sá ekkert að þessu!
Arnar Breki gerir vel og reynir að koma sér í skotfæri inn í teig, boltinn berst til Halldórs Jóns sem ætlar í skotið en Delphin er fyrri til en Halldór fer niður. Egill Arnar sá ekkert að þessu!
5. mín
ÍBV á aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu vinstra megin á vellinum.
Halldór Jón Sigurður með spyrnuna en hún ratar ekki yfir fyrsta varnarmann Fram.
Halldór Jón Sigurður með spyrnuna en hún ratar ekki yfir fyrsta varnarmann Fram.
4. mín
Jannik keyrir upp vinstra megin og reynir að koma boltanum fyrir markið en Eiður kemur þessu frá.
2. mín
Arnar Breki með hörkuskot frá vítateigslínunni! Rétt framhjá markinu.
Kom upp úr aukaspyrnunni.
Kom upp úr aukaspyrnunni.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl í fylgd Egils Arnars dómara og aðstoðarmanna hans. Þetta fer að rúlla af stað!
Fyrir leik
Það er sól hér í Eyjum, um 14 stiga hiti en svolítill vindur. Áhorfendur farnir að koma sér fyrir í báðum stúkunum og í grasbrekkunni. Fáum vonandi alvöru stemningu!
Fyrir leik
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV snýr aftur eftir að hafa tekið út leikbann í 2 - 2 jafnteflinu við Víking í síðustu umferð. Frá þeim leik eru bara gerð ein breyting á liði ÍBV. Guðjón Orri Sigurjónsson snýr aftur í mark ÍBV fyrir Jón Kristinn Elíasson sem sá rautt í síðasta leik.
Fram gerði einnig 2 - 2 jafntefli í síðasta leik , gegn KA á heimavelli. Jón Sveinsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu á liðinu, Jannik Pohl kemur inn fyrir Indriða Áka Þorláksson.
Fram gerði einnig 2 - 2 jafntefli í síðasta leik , gegn KA á heimavelli. Jón Sveinsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu á liðinu, Jannik Pohl kemur inn fyrir Indriða Áka Þorláksson.
Fyrir leik
Öll umferðin fer fram í dag og hefjast allir leikir á sama tíma kl. 14:00.
Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Fyrir leik
Egill Arnar Sigurþórsson er dómari leiksins og honum til aðstoðar eru Andri Vigfússon og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Eftirlitsmaður er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Elías Ingi Árnason.

Egill Arnar Sigurþórsson er dómari leiksins og honum til aðstoðar eru Andri Vigfússon og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Eftirlitsmaður er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Elías Ingi Árnason.
Fyrir leik
Sverrir Mar spáði í 21. umferðina
Sverrir Mar Smárason, íþróttafréttamaður á Vísi, umsjónarmaður Ástríðunnar og reglulegur gestur í Innkastinu í sumar, spáir í leiki umferðarinnar. Svona spáir hann þessum leik:
ÍBV 2 - 1 Fram*
Það er andi í Eyjum núna og Hemmi er búinn að vekja einn besta striker deildarinnar. Andri Rúnar og Arnar Breki skora mörk ÍBV. *Ég set stjörnu á þessi úrslit því að ef Jón Sveins ákveður að byrja loksins sinni bestu miðju þá fer þessi leikur 2-2. Gummi Magg sýnir lífsmark og skorar.
Skoðaðu alla spána hér!
Sverrir Mar Smárason, íþróttafréttamaður á Vísi, umsjónarmaður Ástríðunnar og reglulegur gestur í Innkastinu í sumar, spáir í leiki umferðarinnar. Svona spáir hann þessum leik:
ÍBV 2 - 1 Fram*
Það er andi í Eyjum núna og Hemmi er búinn að vekja einn besta striker deildarinnar. Andri Rúnar og Arnar Breki skora mörk ÍBV. *Ég set stjörnu á þessi úrslit því að ef Jón Sveins ákveður að byrja loksins sinni bestu miðju þá fer þessi leikur 2-2. Gummi Magg sýnir lífsmark og skorar.
Skoðaðu alla spána hér!
à Hásteinsvelli tekur @IBVsport á móti @FRAMknattspyrna pic.twitter.com/0zH3tzE7vS
— Besta deildin (@bestadeildin) September 11, 2022
Fyrir leik
Fyrri viðureignin
Liðin mættust í fjörugum leik á Framvellinum í Úlfarsárdalnum þann 20. júní, en það var fyrsti leikur Frammara á nýjum heimavelli. Leikurinn fór 3-3.
Andri Rúnar kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu strax á 2. mínútu leiksins en Guðmundur Magnússon var fljótur að svara og jafnaði leikinn á 3. mínútu. Andri var aftur á ferðinni á 22. mínútu og kom ÍBV í 2-1. Gummi Magg jafnaði leikinn aftur fyrir Fram á 39. mínútu úr víti. Gummi fullkomnaði svo þrennuna og kom Fram yfir á 50. mínútu en Alex Freyr jafnaði 3-3 á 61. mínútu og þar við sat.
Guðmundur Magnússon var með þrennu, hann lék með ÍBV sumarið 2019

Liðin mættust í fjörugum leik á Framvellinum í Úlfarsárdalnum þann 20. júní, en það var fyrsti leikur Frammara á nýjum heimavelli. Leikurinn fór 3-3.
Andri Rúnar kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu strax á 2. mínútu leiksins en Guðmundur Magnússon var fljótur að svara og jafnaði leikinn á 3. mínútu. Andri var aftur á ferðinni á 22. mínútu og kom ÍBV í 2-1. Gummi Magg jafnaði leikinn aftur fyrir Fram á 39. mínútu úr víti. Gummi fullkomnaði svo þrennuna og kom Fram yfir á 50. mínútu en Alex Freyr jafnaði 3-3 á 61. mínútu og þar við sat.

Guðmundur Magnússon var með þrennu, hann lék með ÍBV sumarið 2019
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir
ÍBV situr í 9. sæti deildarinnar með 19 stig. Það er ljóst að þeir munu leika í neðri hluta úrslitakeppninnar en með sigri í dag fara þeir langt með að tryggja sér þrjá heimaleiki þar.
Í síðustu umferð heimsóttu þeir Víking og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. ÍBV var komið í 2-0 á 17. mínútu með mörkum frá Andra Rúnari og Arnari Breka en Logi Tómasson minnkaði muninn á 28. mínútu. Jón Kristinn markvörður ÍBV fékk svo að líta rauða spjaldið á 40. mínútu og lék ÍBV því manni færi út leikinn. Þeir virtust ætla að sigla sigrinum heim en á 95. mínútu jafnaði Halldór Smári fyrir Víkinga.
Fram er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á eftir Keflavík og þremur stigum frá KR og sæti í efri helmingnum. Sigur í dag er því nauðsynlegur ef þeir ætla að vera í efri hluta úrslitakeppninnar.
Fram gerði 2-2 jafntefli við KA í síðustu umferð. Fram komst í 2-0 með mörkum frá Fred Saraiva á 56. og 70. mínútu. Allt leit út fyrir öruggan sigur Frammara þar til í uppbótartíma var komið, KA minnkuðu muninn á 91. mínútu og gerðu jöfnunarmarkið á 94. mínútu leiksins.
Þetta er næst síðasti leikurinn í deildarkeppninni áður en deildin skiptist í tvennt og úrslitakeppnin hefst. Í síðustu umferðinni fer ÍBV í Kópavoginn og mætir toppliði Breiðabliks en Fram tekur á móti Keflavík.

ÍBV situr í 9. sæti deildarinnar með 19 stig. Það er ljóst að þeir munu leika í neðri hluta úrslitakeppninnar en með sigri í dag fara þeir langt með að tryggja sér þrjá heimaleiki þar.
Í síðustu umferð heimsóttu þeir Víking og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. ÍBV var komið í 2-0 á 17. mínútu með mörkum frá Andra Rúnari og Arnari Breka en Logi Tómasson minnkaði muninn á 28. mínútu. Jón Kristinn markvörður ÍBV fékk svo að líta rauða spjaldið á 40. mínútu og lék ÍBV því manni færi út leikinn. Þeir virtust ætla að sigla sigrinum heim en á 95. mínútu jafnaði Halldór Smári fyrir Víkinga.

Fram er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á eftir Keflavík og þremur stigum frá KR og sæti í efri helmingnum. Sigur í dag er því nauðsynlegur ef þeir ætla að vera í efri hluta úrslitakeppninnar.
Fram gerði 2-2 jafntefli við KA í síðustu umferð. Fram komst í 2-0 með mörkum frá Fred Saraiva á 56. og 70. mínútu. Allt leit út fyrir öruggan sigur Frammara þar til í uppbótartíma var komið, KA minnkuðu muninn á 91. mínútu og gerðu jöfnunarmarkið á 94. mínútu leiksins.
Þetta er næst síðasti leikurinn í deildarkeppninni áður en deildin skiptist í tvennt og úrslitakeppnin hefst. Í síðustu umferðinni fer ÍBV í Kópavoginn og mætir toppliði Breiðabliks en Fram tekur á móti Keflavík.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
('83)



10. Fred Saraiva
('72)


11. Almarr Ormarsson
('72)


14. Hlynur Atli Magnússon
23. Már Ægisson
26. Jannik Pohl
('83)


28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson
Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson
('72)

8. Albert Hafsteinsson
('83)

9. Þórir Guðjónsson
('83)

11. Magnús Þórðarson
13. Jesus Yendis
21. Indriði Áki Þorláksson
('72)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson
Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('42)
Fred Saraiva ('45)
Jannik Pohl ('66)
Rauð spjöld: