Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Keflavík
1
2
ÍBV
0-1 Ameera Abdella Hussen '40
0-2 Viktorija Zaicikova '41
Anita Lind Daníelsdóttir '72 1-2
25.09.2022  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sólin skín og smá norðan gjóla
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Olga Sevcova
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('70)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('89)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
9. Snædís María Jörundsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('89)
7. Silvia Leonessi ('70)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
13. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir
23. Watan Amal Fidudóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Sigurður Hilmar Guðjónsson

Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eyjasigur staðreynd og þrjú stig heim með Herjólfi. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
89. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík)
85. mín
Eyjakonur bruna upp í skyndisókn eftir horn Keflavíkur.

Boltinn á Viktoriju sem er í ágætu færi úti til hægri en setur boltann yfir.
84. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
81. mín
Gestirnir næla í hornspyrnu.
76. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Sandra Voitane (ÍBV)
72. mín MARK!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Silvia Leonessi
Eftir mikla orrahríð að marki ÍBV eftir hornið er það Aníta Lind Daníelsdóttir sem skilar boltanum í netið eftir sendingu frá Sylviu sem er nýkomin inná sem vararmaður.
71. mín
Keflavík fær sitt fyrsta horn í leiknum.
70. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
70. mín
Inn:Silvia Leonessi (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
66. mín
Ameera tekur boltann niður í markteignum eftir sendingu frá hægri, reynir að snúa af sér varnarmann og koma boltanum á eða fyrir markið en Caroline sterk og kemur boltanum frá.
62. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Fer af krafti í Ameeru og uppsker fyrir það gult spjald.
61. mín
Olga Sevcova með langan sprett að marki og það þorir engin varnarmaður að stíga út á móti henni. Alla leið inn á teig kemst hún og nær skoti en boltinn beint á Samönthu.
60. mín
Dröfn með boltann fyrir markið en engin blá treyja mætir á endan á henni og ekkert verður úr.
58. mín
Kristín Erna við það að vinna sig í færi eftir langa sendingu fram en Elín Helena kemst fyrir hana og stöðvar för hennar.
54. mín
Eyjakonur fá hornspyrnu.
51. mín
Ekkert gerst hér fyrstu fimm mínútur hálfleiksins.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimakonur rúlla þessu af stað í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. Eftir daufa byrjun færðist smá líf í þetta.

Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
44. mín
Eyjakonur að skora þriðja markið en nei Samantha bjargar.

Olga fær að labba inn á teiginn alveg upp að markstönginni og leggja boltann fyrir markið en Samantha nær á einhvern hátt að vinna sig til baka og ná til knattarins áður en að Kristín Erna setur hann yfir línuna.
41. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Gestirnir ekki lengi að tvöfalda forystu sína.

Viktorija með fínasta skot af vítateigslínu sem að syngur í netinu.

Varnarlína Keflavíkur alls ekki að eiga góðar mínútur.
40. mín MARK!
Ameera Abdella Hussen (ÍBV)
Gestirnir eru komnir yfir.

Ameera með markið en hún fær boltann í teignum við vinstra markteigshorn og setur boltann af öryggi í netið fram hjá Samönthu.
38. mín
Aníta Lind með fasta spyrnu sem sleikir þverslánna á leið sinni yfir markið.
37. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað í D-boganum.

Kallmaier brýtur á Önu Paulu.
36. mín
Ameera með skotið en hittir ekki á rammann.
34. mín
Olga Sevcova setur boltann í stöngina. Úr þröngu færi eftir að hafa komist inn á teiginn frá vinstri.

Við færumst nær fyrsta markinu.
31. mín
Er þetta að opnast?

Snædís María í algjöru dauðafæri í markteig ÍBV. Snýr af sér varnarmann og skýtur að marki en Guðný bjargar með frábærri markvörslu.
30. mín
Ana Paula Santos með fyrstu alvöru tilraun Keflavíkur. Vinnur boltann á vallarhelmingi ÍBV og keyrir í átt að marki. Lætur vaða úr D-boganum en framhjá markinu fer boltinn.
26. mín
Færi eða svona næstum því.

Ameera setur boltann fyrir markið úr teignum þar sem tvær eyjakonur flækjast hvor fyrir annari í viðleitni sinni að ná skoti á markið. Keflvíkingar bægja hættunni svo frá.

ÍBV líklegra svo langt sem það nær.
23. mín
Við erum ennþá vakandi hér í blaðamannastúkunni en það hefur sama og ekki neitt gerst síðustu mínútur í þessum leik.
16. mín
Leikurinn ber vel þess merki að lítið sem ekkert sé undir hér. Verið afskaplega hægt og lítið um að vera.
12. mín
Olga Secova með skot að marki en boltinn framhjá.
7. mín
Ameera aftur að gera sig gildandi en skot henner beint á Samönthu.
5. mín
Eyjaliðið verið mun meira með boltann hér í upphafi.
1. mín
Ameera er ekkert að tvínóna við þetta, keyrir upp völlinn vinstra megin og lætur vaða við vítateig. Samanhtha gerir vel og slær boltann í horn.

Eyjakonur ná ekki að gera sér mat úr horninu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka leiknum af stað.
Fyrir leik
Hvað er undir?

Bætt staða í deildinni fyrst og fremst er það sem er undir hjá liðunum í þeim leikjum sem eftir eru. ÍBV getur með góðu móti náð fimmta sæti deildarinnar með sigrum gegn Keflavík í dag og Aftureldingu um næstu helgi. Með smá heppni og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti liðið farið upp um eitt sæti til viðbótar og endað tímabilið í 4.sæti.

Keflavík getur mest farið í 22 stig vinni það báða leiki sína sem eftir eru gegn ÍBV og Stjörnunni. 22 stig gætu dugað þeim í 7.sæti deildarinnar tapi ÞÓR/KA stigum.
Fyrir leik
Keflavík

Sæti Keflavíkur í Bestu deildinni er tryggt og það án þess að þær hafi leikið en sigur Vals á Aftureldingu í gær gerir það að verkum að Afturelding er fallið og Keflavík að fara í sína þriðju leiktíð í röð í efstu deild.

Ef maður skoðar munin á milli tímabilsins í fyrra og nú í ár hjá liði Keflavíkur er nánast um spegilmynd að ræða. Óvænt 3 stig gegn Breiðablik telja drjúgt í lokin sem og sterkir sigrar gegn Aftureldingu og Þrótti að undanförnu. Nú vaknar samt spurningin hvar metnaðurinn hjá forráðamönnum Keflavíkur liggur og hvort þau séu reiðubúin að leggja meira í hlutina í viðleitni til að sækja ofar í töfluna.


Fyrir leik
ÍBV

Hvernig meta Eyjakonur tímabilið sitt? Eru þær á pari við eigin væntingar eða vildu þær meira? Ef tímabilið í ár er borið saman við tímabilið í fyrra er liðið sæti ofar en það endaði fyrra og nú þegar komið með 1 stigi meira en á síðasta tímabili og möguleiki á 6 stigum til viðbótar og þar með 7 stiga bætingu.

Liðið hefur sýnt á góðum dögum í sumar að þær eru ekkert langt frá því að brjóta sér leið inn í efri hluta töflunar og eru sterkur útisigur á Breiðablik og jafntefli gegn Val útivelli til marks um það. Það þarf þó að halda vel á spöðunum í Vestmannaeyjum í vetur og tryggja áframhaldandi bætingu og sjá hvort aukin reynsla og styrkingar á réttum stöðum skili þeim lengra en þegar er orðið.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍBV í 17.umferð Bestu deildar kvenn.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
8. Ameera Abdella Hussen
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Madison Elise Wolfbauer
13. Sandra Voitane ('76)
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('70)
23. Hanna Kallmaier

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
12. Lavinia Elisabeta Boanda (m)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('70)
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('76)
23. Embla Harðardóttir
27. Erna Sólveig Davíðsdóttir
29. Lana Osinina

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: