Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Fram
3
1
ÍBV
0-1 Sverrir Páll Hjaltested '30
Guðmundur Magnússon '34 , víti 1-1
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson '68 , sjálfsmark
Þórir Guðjónsson '80 3-1
Halldór Jón Sigurður Þórðarson '83
03.05.2023  -  18:00
Framvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Áhorfendur: 719
Maður leiksins: Fred
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
7. Aron Jóhannsson ('93)
8. Albert Hafsteinsson ('75)
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Adam Örn Arnarson ('93)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('87)
77. Guðmundur Magnússon ('75)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('75)
9. Þórir Guðjónsson ('75)
15. Breki Baldursson ('93)
22. Óskar Jónsson ('87)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('93)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('26)
Adam Örn Arnarson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fram sækir sinn fyrsta sigur!

Viðtal og skýrsla væntanleg.
93. mín
Inn:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
93. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Adam Örn Arnarson (Fram)
91. mín
Hjólhestur en Fred réttilega rangur.
90. mín
+4 í uppbót
88. mín
Fram að fara illa með frábæra stöðu! Magnús Þórðarson ætlar að hæla hann aftur fyrir sig en virðist ekki hitta hann.
87. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
84. mín
Ótrúleg atburðarrás! Adam Örn með brot á Halldóri Jón Sigurði sem bregst heldur illa við og virðist fara í andlitið á Adami og einhvejrar stympingar eiga sér stað.
83. mín Rautt spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
83. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
83. mín Gult spjald: Guy Smit (ÍBV)
83. mín
ALLT AÐ SJÓÐA UPPÚR! Ýtingar og hreitingar! Þetta verður stuð að færa til bókar líklega.
81. mín
Guy Smit ver frábærlega!! Fram að ganga á lagið!
80. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
80. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Tryggvi Snær Geirsson
Eyjamenn í gjafastuði og gefa Frammörum þetta mark!
Vandræðagangur leiðir til þess að Tryggi Snær fær boltann og sendir á Þórir sem er með nánast allan teigin fyrir framan sig og klárar frábærlega!
79. mín
Aron Jóhannsson með tilraun yfir markið.
78. mín
Fram að hóta en Eyjamenn verjast vel.
75. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
75. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
75. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
74. mín
Albert Hafsteins leggst í grasið og Ólafur Íshólm hendir boltanum útaf svo hann geti fengið aðlyningu.
68. mín
Inn:Filip Valencic (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
68. mín SJÁLFSMARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Stoðsending: Fred Saraiva
FRAM KEMST YFIR!! Frábær aukaspyrna sem fer af Eið Aron sýnist mér klárlega og spurning með sjálfsmark en ég gef Fred þetta þar til annað kemur í ljós!

FRAM LEIÐIR!
67. mín
Fram fær aukaspyrnu á flottum stað rétt við vítateigshornið vinstra meginn.
66. mín
Fram vinnur boltann í þokkalegri stöðu en ákvörðunartakan er ekkert sérstök og ÍBV nær að stilla sér upp i múr fyrir framan.
63. mín
Frábærlega spilað hjá Fram þar sem Magnús Þórðarson er þræddur í gegn en heldur þröngt færi svo hann reynir fyrirgjöf frekar sem klikkar.
59. mín
Bæði lið svolítið í vandræðum með síðustu sendinguna. Eru að gera vel en það er síðasta sendingin sem er að vefjast svolítið fyrir.
55. mín
Fram stálheppnir þarna að ekki fór verr.. Samskiptaleysi aftast veldur því að Halldór Jón Sigurður er næstum því búin að stinga sér á milli en Guy Smit nær að koma boltanum í hann og afturfyrir samkvæmt Vilhjálmi Alvari og hans teymi.
Hefði getað endað illa.
52. mín
Adam Örn skilur Oliver Heiðarsson eftir en sendingin fyrir markið hitti ekki á samherja.
51. mín
ÍBV að gera allt rétt nema binda enda á sóknirnar. Pressa virkilega vel hátt uppi og vinna boltann og seinni bolta en ná ekki loka sendingunni eða að komast í skotfærið.
47. mín
ÍBV fær horn og boltinn berst á Sverrir Pál sem á skalla fyrir markið og boltinn dettur svo í teignum og skot sem Ólafur Íshólm ver.
46. mín
Gummi Magg keyrir þetta í gang aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin skilja jöfn í hálfleik. Sennilega þokkalega sanngjörn niðurstaða heilt yfir.

Tökum okkur smá pásu og snúum svo aftur með síðari hálfleikinn.
45. mín
Fram eru í smá brasi þegar ÍBV kemur með fyrirgjafir fyrir teiginn.
45. mín
Það er smá hiti í þessu inni á velli. Menn að ýtast og láta aðeins finna fyrir sér og láta í sér heyra.
45. mín
Við fáum +3 í uppbót.
42. mín
Fram sækir upp hægri og á fyrirgjöf sem Albert Hafsteins skallar rétt framhjá markinu.
41. mín
Bæði lið að keyra á hvort annað en vantar aðeins upp á síðustu sendinguna.
38. mín
Það er sótt endana á milli.
34. mín Mark úr víti!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Már Ægisson
FRAM JAFNAR! Öruggur á punktinum!
Guy Smit í rétt horn en vítið var öruggt!33. mín Gult spjald: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
33. mín
VÍTI!! Fram fær víti!!

Brotið á Má Ægis!
30. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Stoðsending: Eiður Aron Sigurbjörnsson
EYJAMENN KOMAST YFIR! Felix á aukaspyrnu inn á teig Eiður Aron skallar fyrir og Sverri Páll skallar í átt að marki, Ólafur Íshólm er mættur út á móti en boltinn fer inn! Halldór Jón Sigurður skýlir boltanum í netið!29. mín

27. mín
Felix með fyrirgjöf úr aukaspyrnunni sem Eiður Aron ræðst á en nær ekki krafti í skotið.
26. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Virkilega soft spjald við fyrstu sýn.
22. mín
Fram að keyra upp völlinn og ýtt við Má Ægis innan teigs hjá ÍBV en Vilhjálmur Alvar gefur bendingu um að halda áfram.
Það var smá lykt af þessu.
20. mín
Fram í frábæru færi og virðast vera koma boltanum innfyrir marklínu en flaggið á loft. Hlynur Atli skallar fyrir markið og dæmdur rangstæður.
19. mín
Skemmtilegar hreyfingar sem maður er að sjá oft frá Tiago og Fred hjá Fram. Það eru alvöru gæði þarna.
16. mín
Hornspyrna frá ÍBV sem var nánast eins og skot en Ólafur Íshólm kýlir yfir markið.
Önnur hornspyrna frá ÍBV er svo hreinsað frá.
13. mín
Elvis með tilraun hátt yfir markið.
13. mín
ÍBV við það að læða Oliver Heiðarssyni í gegn en frábær tækling frá Hlyn Atla!
11. mín
Fram aðeins að færast ofar á völlinn og eiga flott skot sem Guy Smit ver.
9. mín
STÖNGIN! Fram með flotta sókn þar sem boltinn berst á Tiago fyrir utan teig og á lúmskt skot niðri með jörðu sem fer í stöngina!
Fram ekki langt frá því að komast yfir þarna!
8. mín
ÍBV falla hver á fætur öðrum en Vilhjálmur Alvar dæmir ekkert en ÍBV eru fyrri til í alla seinni bolta og loks nær Alex Freyr skoti að marki en beint á Ólaf Íshólm.
6. mín
Langt innkast frá ÍBV veldur Fram smá vandræðum en Frammarar sleppa með það.
3. mín
Tomas Bent stoppar upphlaup hjá Fram en fær bara tiltal. Hefði sennilega séð spjald fyrir þetta ef leikurinn væri eldri en tveggja mínútna.
2. mín
Hermann Þór með fyrirgjöf en aðeins og há fyrir Oliver Heiðarsson.
1. mín
Þetta er byrjað! Sverrir Páll sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Tiago Fernandes kemur aftur inn í byrjunarlið Fram en liðið tapaði gegn Breiðabliki 5-4 í síðustu umferð.Hjá ÍBV er hollenski markvörðurinn Guy Smit búinn að jafna sig eftir meiðsli og kemur inn í markið. Hann byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Prettyboitjokko spáir í 5. umferð Bestu Spámaður umferðarinnar er Patrik Atlason, sem flestir þekkja sem tónlistarmanninn prettyboitjokko eftir að samnefnt lag var gefið út fyrr á árinu.

Fram 0 - 3 ÍBV
ÍBV er með Sverri Pál sem er certified PBT. Þannig ÍBV tekur þetta 3-0.

Fyrir leik
Dómarateymið! Vilhjálmur Alvar Þórarinsson heldur utan um flautuna hér í dag en honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Einar Ingi Jóhannsson verður á milli þjálfarana tilbúin á skiltinu og til taks ef eitthvað útaf bregður.
Hjalti Þór Halldórsson heldur utan um eftirlit dómara.

Fyrir leik
Innbyrðis viðreignir Fram og ÍBV hafa mæst 103 sinnum í leikjum á vegum KSÍ.

Fram sigrar: 35 (34%)
ÍBV sigrar: 37 (36%)
Jafntefli: 31 (30%)

Síðasti sigur Fram: Lengjudeildin 2021 (ÍBV 0-2 Fram)
Síðasti sigur ÍBV: Besta deildin - Úrslitakeppni 2022 (Fram 1-3 ÍBV)
Síðasta jafntefli: Besta deildin 2022 (ÍBV 2-2 Fram)

Leikir liðana í Bestu deild 2022:

Fram 3-3 ÍBV
ÍBV 2-2 Fram
Fram 1-3 ÍBV


Fyrir leik
Fram Frammarar hafa ekki byrjað jafn vel og þeir hefðu viljað. Fyrstu tveir leikir liðsins enduðu með jafntefli gegn FH og HK áður en tveir tapleikir fylgdu í kjölfarið gegn Val og svo í síðustu umferð gegn Breiðablik í hreint út sagt stórbrotnum fótboltaleik þar sem Breiðablik komust í 3-0 og 4-2 áður en Fram náði að jafna þegar tæpt korter var eftir af venjulegum leiktíma en Breiðablik sótti sigurmarkið í uppbótartíma og þar við sat.

Fram sitja því í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir fjórar umferðir.

Mörk Fram hafa skorað:

Guðmundur Magnússon - 3 Mörk
Fred - 2 Mörk
Már Ægisson - 1 Mark
Magnús Þórðarson - 1 Mark
Hlynur Atli Magnússon - 1 Mark

Fyrir leik
ÍBV Eftir erfiða byrjun þar sem Eyjamenn töpuðu gegn Val og KA hafa Eyjamenn tengt saman tvo sterka sigurleiki gegn Íslandsmeisturum Breiðablik og svo í síðustu umferð þegar Eyjamenn gerðu sér góða ferð suður með sjó og mættu þar Keflavík og höfðu betur með þremur mörkum gegn einu.

ÍBV er því með 6 stig eftir 4 umferðir og sitja í efri hluta töflunnar fyrir þessa umferð.

Mörk ÍBV hafa skorað:

Sverrir Páll Hjaltested - 1 Mark
Oliver Heiðarsson - 1 Mark
Hermann Þór Ragnarsson - 1 Mark
Halldór Jón Sigurður Þórðarson - 1 Mark
Felix Örn Friðriksson - 1 Mark
Eiður Aron Sigurbjörnsson - 1 Mark


Fyrir leik
Staðan í Bestu deild karla til þessa Eftir fjórar umferðir í Bestu deild karla er stöðutaflan svona útlítandi:

1. Víkingur R. - 12 stig
2. Valur - 9 stig
3. FH - 7 stig
4. HK - 7 stig
5. Breiðablik - 6 stig
6. ÍBV - 6 stig
-----------
7. KA - 5 stig
8. Keflavík - 4 stig
9. KR - 4 stig
10. Fylkir - 3 stig
11. Stjarnan - 3 stig
12. Fram - 2 stigTextalýsingar kvöldsins:
18:00 Fram - ÍBV
18:00 KA - FH
19:15 KR - HK
20:15 Fylkir - Valur
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fram og ÍBV í 5.umferð Bestu deild karla.
Flautað verður til leiks klukkan 18:00 frá Framvelli í Úlfársdal.


Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
9. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon
17. Oliver Heiðarsson ('75)
22. Hermann Þór Ragnarsson ('68)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
10. Filip Valencic ('68)
11. Sigurður Grétar Benónýsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson ('75)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Bjarki Björn Gunnarsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('33)
Tómas Bent Magnússon ('80)
Guy Smit ('83)

Rauð spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('83)