Samsungvöllurinn
laugardagur 13. maí 2023  kl. 14:00
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 676
Maður leiksins: Eggert Aron Guðmundsson
Stjarnan 4 - 0 ÍBV
1-0 Björn Berg Bryde ('5)
2-0 Örvar Logi Örvarsson ('60)
3-0 Kjartan Már Kjartansson ('64)
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV ('76)
4-0 Hilmar Árni Halldórsson ('76, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Eggert Aron Guðmundsson ('82)
24. Björn Berg Bryde
29. Adolf Daði Birgisson ('78)
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('53)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('53)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
22. Emil Atlason ('78)
23. Joey Gibbs ('82)

Liðstjórn:
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('45)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
90. mín Leik lokið!
Öruggur og sanngjarn sigur Stjörnunnar. Viðtöl og umfjöllun koma innan skamms.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
+1
Eyða Breyta
90. mín
Aðeins uppbótartíminn eftir
Komnar 90 mín á klukkuna og tveimur mín bætt við amk.
Eyða Breyta
89. mín
Leikurinn er að fjara út. Öruggur sigur Stjörnunnar staðreynd. Einungis spurning um hvort þeir muni bæta við marki áður en tíminn rennur út.
Eyða Breyta
82. mín Joey Gibbs (Stjarnan) Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Joey Gibbs líka að koma til baka eftir meiðsli.
Eyða Breyta
78. mín Emil Atlason (Stjarnan) Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Emil komin til baka eftir erfið meiðsli sem hann hlaut um mitt tímabilið í fyrra.
Eyða Breyta
76. mín Mark - víti Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hvað var Eiður Aron að gera!
Eiður Aron sparkaði Kjartan Má niður inn í teignum án þess að boltinn sé nálægt. Algjört pirringsbrot og Eiður Aron á gulu spjaldi fyrir og fær réttilega sitt annað gula, hefði átt að vera beint rautt.

Hilmar Árni tekur vítaspyrnuna og skorar auðveldlega fram hjá Guy í markinu.
Eyða Breyta
76. mín Rautt spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)

Eyða Breyta
73. mín Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV) Oliver Heiðarsson (ÍBV)

Eyða Breyta
73. mín Breki Ómarsson (ÍBV) Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)

Eyða Breyta
73. mín
Ég tel engar líkur á að ÍBV fái eitthvað út úr þessum leik. Ekki nema að þeir skori mjög fljótlega og fái einhvern fítonskraft í kjölfarið.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Pirringsbrot
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Elvis Bwomono (ÍBV)

Eyða Breyta
64. mín MARK! Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan), Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Stjarnan er að leika sér
Stjörnumenn eru að yfirspila ÍBV sem eiga engin svör.

Elvis tapar boltanum í vörninni, Ísak nær boltanum upp við hornfánann, fer upp endalínuna og sendir boltann fyrir og þar er Kjartan Már mættur einn og óvaldaður og á ekki í neinum vandræðum með að setja boltann í autt markið.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan), Stoðsending: Guðmundur Kristjánsson
MAAAARRRKKKK!!!!
LITLA MARKIÐ!

Gummi Kri með frábæra sendingu fyrir teiginn, þar var Örvar Logi mættur á ferðinni og neglir boltanum í þaknetið.
Eyða Breyta
58. mín
Myndir frá leiknum
Hafliði Breiðfjörð er á vellinum að taka myndir. Skulum sjá nokkrar frá marki Stjörnunnar.






Eyða Breyta
56. mín Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) Dwayne Atkinson (ÍBV)

Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Richard King (ÍBV)
Fyrir brot sem átti sér stað fyrir c.a. 3 mínútum en Sigurður notaði hagnaðarregluna.
Eyða Breyta
53. mín Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
50. mín
Þetta er nú ekkert sérlega skemmtilegt eða mikið að gerast.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Sigurður Hjörtur flautar seinni hálfleikinn af stað og Eyjamenn byrja með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Stjörnumenn eru verðskuldað yfir í leiknum og þurfa Eyjamenn aðeins að hisja upp um sig ef þeir vilja fá eitthvað út úr leiknum.

Kaffi og með´í í 15 mín eða svo, heyrumst svo hress eftir það.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
+2
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartími
Það eru amk þrjár mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
44. mín
Ætlaði að fara að skrifa að það væri fátt um fína drætti í leiknum þegar Stjarnan á góða sókn sem endar með föstu skoti frá Eggerti Aroni sem Guy varði mjög vel.
Eyða Breyta
40. mín Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Tómas meiddist eitthvað fyrr í leiknum og gat ekki haldið áfram.
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)

Eyða Breyta
30. mín
Rangstæða!
Önnur rangstæða Stjörnunni í leiknum. Róbert Frosti nær skoti að marki ÍBV eftir hornspyrnu, inn i teiginn og þar er Gummi Kri mættur og kemur boltanum í netið en er dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
28. mín
Nauðvörn Stjörnunnar þar sem Felix nær skot að marki Stjörnunnar en boltinn fer af varnarmanni og útaf og ÍBV fékk sína fyrstu hornspyrnu í leiknum sem ekkert kom út úr nema skalli langt yfir markið.
Eyða Breyta
26. mín
Eggert Aron með gott skot að marki Eyjamanna sem Guy varði vel.
Eyða Breyta
21. mín
Lítið um að vera þessa stundina. Stöðubarátta á vellinum. Stjarnan þó ívið betri eins og þeir hafa verið þessar rúmu tuttugu mínútur.
Eyða Breyta
15. mín
Var einmitt að skrifa það áður en rangstæðan átti sér stað að Eyjamenn þyrftu að gera miklu mun betur ætli þeir sér að fá eitthvað út úr leiknum. Þeir hafa varla komist yfir miðju og ekki átt eitt almennilegt marktækifæri í leiknum.
Eyða Breyta
14. mín
Rangstæða
Ísak með skot langt fyrir utan teig, boltinn fór i stönginn og þaðan í bakið á Guy og Adolf mætir og skallar boltann í netið en er dæmdur rangstæður, réttilega.
Eyða Breyta
8. mín
Stjörnumenn eru að spila af ákefð og áræðni. Eins og Jökull talaði um að hann vildi að liðið spilaði í dag.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Björn Berg Bryde (Stjarnan), Stoðsending: Guðmundur Baldvin Nökkvason
MAAAARRRRKKKK!!!!
Það er komið mark í þennan leik!

Stjörnumenn fengu tvær hornspyrnur í röð, sú fyrri rann út í sandinn. Guðmundur Baldvin tók báðar og sú seinni sveif inn í teiginn og þar stökk BBB hæstur og var einn og óvaldaður og átti ekki í neinum vandræðum með að skalla boltann í netið.
Eyða Breyta
5. mín
Liðin eru að þreifa hvort á öðru. Stjörnumenn að fá fyrstu hornspurnu leiksins sem endar í annarri hornspyrnu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað!

Heimamenn byrja með boltann og spila í átt að Kópavogi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar spáir heimasigri
Valdimar Guðmundsson stórsöngvari og núverandi leikari í sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er spámaður umferðarinnar

Stjarnan 3 - 1 ÍBV
Mér hefur alltaf líkað ágætlega við Stjörnuna þar sem mér finnst við Keflvíkingar eiga svolítið í honum Mána Péturssyni síðan hann var aðstoðarþjálfari hjá okkur fyrir einhverju síðan, en hann er mikill Stjörnu maður. Ég rakst líka á hann í ræktinni einhvern tímann í Keflavíkurtreyju og fannst það einstaklega skemmtilegt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn
Jökull gerir fjórar breytingar á liði sínu frá tapinu á móti Fram. Heiðar Ægisson er ekki í hóp, spurning hvort hann sé meiddur?. Sindri Þór Ingimarsson, Jóhann Árni og Hilmar Árni setjast á bekkinn.

Inn í liðið koma þeir Daníel Laxdal, Kjartan Már Kjartansson, Róbert Frosti Þorkelsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason. Athygli vekur á bekknum hjá Stjörnunni er Emil Atlason og Joey Gibbs. En Emil meiddist illa í fyrra eftir að hafa byrjað mótið mjög vel.

Hermann Hreiðarsson gerir engar breytingar á liði sínu frá tapinu á móti Víkingum.

Emil Atlason er að komast aftur af stað eftir meiðsli
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómaratríóið

Sigurður Hjörtur Þrastarsson er dómari leiksins.

Honum til aðstoðar eru Eysteinn Hrafnkelsson sem er AD1 og Patrik Freyr Guðmundsson sem er AD 2
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staða liðanna fyrir leikinn í dag
Stjarnan situr í 11. sæti deildarinn með 3 stig og mínus 6 í markatölu. Stjarnan tapaði 2 - 1 fyrir Fram í síðustu umferð, frekar sanngjarnt.

Eyjamenn eru í 8. sæti með 6 stig og mínus 4 í markatölu. Þeir töpuðu fyrir Víkingum með marki á lokamínútu uppbótartíma.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikir liðanna í delld 2022
Liðin mættust tvisvar sinnum í fyrra. Í fyrri leiknum sem fram fór á Samsungvellinum 29. maí í fyrra fór Stjarnan með sigur af hólmi 1 - 0 með marki frá Ólafi Val Ómarssyni.

Seinni leikurinn fór fram á Hásteinsvelli 28. ágúst og þar sigruðu Eyjamenn 3 - 1 með mörkum frá Andra Rúnari Bjarnasyni sem skoraði 2 mörk og Arnar Breki Gunnarsson skoraði eitt mark. Mark Stjörnunnar skoraði Einar Karl Ingvarsson. Jóhann Árni fékk sitt annað gula spjald í leiknum og Stjörnumenn spiluðu manni færri frá 53. mínútu þess leiks.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jökull í viðtali
Jökull Elísabetarson var einnig í góðu viðtali við Fótbolta.net þar sem Sæbjörn Þór Steinke ræddi við hann um aðdragandann að ráðningunni og framhaldinu.
Jökull í viðtali


Eyða Breyta
Fyrir leik
Gústi svekktur
Gústi Gylfa var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð á miðvikudag eftir að í ljós kom að hann væri ekki lengur þjálfari Stjörnunnar, lýsti hann yfir svekkelsi með niðurstöðuna eða eins og hann segir í viðtalinu.

Ég er auðvitað svekktur. Ég var búinn að nefna að ég vildi vera áfram með liðið og taka þá ábyrgð að snúa genginu við. Ég er auðvitað svekktur en fótboltinn snýst um árangur. Við erum búnir að vinna að ákveðinni vegferð að fullum huga og það hefur gengið mjög vel. Ef árangurinn fylgir ekki þá þarf einhver að víkja og taka ábyrgð og í þessu tilfelli er það ég sem geri það að þeirra mati

Viðtal við Gústa
Eyða Breyta
Fyrir leik
,,Nýr" þjálfari í Garðabæ
Eins og flestum ætti að vera ljóst að þá ákváð stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar að víkja Ágústi Þór Gylfasyni frá störfum sem þjálfara Stjörnunnar. Við starfi þjálfara tók Jökull Elísabetarson sem hafði verið aðstoðarþjálfari hjá Ágústi.

Ágúst látinn fara

Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin í Garðabæ!
Hjartanlega velkomin kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍBV í sjöundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
0. Eiður Aron Sigurbjörnsson
3. Felix Örn Friðriksson
9. Sverrir Páll Hjaltested ('73)
10. Filip Valencic
13. Dwayne Atkinson ('56)
16. Tómas Bent Magnússon ('40)
17. Oliver Heiðarsson ('73)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Richard King
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('40)
6. Jón Jökull Hjaltason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('56)
8. Bjarki Björn Gunnarsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson ('73)
22. Hermann Þór Ragnarsson ('73)

Liðstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('35)
Richard King ('56)
Elvis Bwomono ('64)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('67)
Nökkvi Már Nökkvason ('90)

Rauð spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('76)