Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 13. maí 2023 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdimar spáir í 7. umferð Bestu
watermark Valdimar er einn af leikurunum í Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar.
Valdimar er einn af leikurunum í Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar.
Mynd: Aðsend
watermark Frændi.
Frændi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöunda umferð Bestu deildar karla fer fram í dag og á morgun, þrír leikir eru á dagskránni í dag og þrír á morgun.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var með fjóra rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar. Nú er komið að stórsöngvaranum, leikaranum og Keflvíkingnum Valdimar Guðmundssyni.

Valdimar er í sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnd er í Tjarnarbíói. Undirritaður hvetur lesendur til að láta þá sýningu ekki framhjá sér fara, drepfyndin og stórskemmtileg sýning!

Stjarnan 3 - 1 ÍBV (í dag 14:00)
Mér hefur alltaf líkað ágætlega við Stjörnuna þar sem mér finnst við Keflvíkingar eiga svolítið í honum Mána Péturssyni síðan hann var aðstoðarþjálfari hjá okkur fyrir einhverju síðan, en hann er mikill Stjörnu maður. Ég rakst líka á hann í ræktinni einhvern tímann í Keflavíkurtreyju og fannst það einstaklega skemmtilegt.

KA 2 - 1 Valur (í dag 16:00)
Ég hélt alltaf með KA í handboltanum þegar ég var lítill og ætla því að spá þeim sigri í þessum leik. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, er líka frændi minn. Algjör öðlingur. Ég færi nú ekki að spá frænda mínum ósigri.

KR 0 - 3 Breiðablik (í dag 16:00)
Við í Keflavík höfum aldrei verið neitt voðalega hrifnir af KR-ingum og því get ég ekki annað en spáð því að Breiðablik taki þá í kennslustund í þessum leik. Sorrí Starki, lovjú samt.

Keflavík 2 - 0 HK (á morgun 17:00)
Kebblæk!

Fylkir 0 - 2 Fram (á morgun 19:15)
Tengdapabbi minn er gallharður Framari og því get ég ekki annað en spáð þeim öruggum sigri í þessum leik.

Víkingur 3 - 1 FH (á morgun 19:15)
Ég ber taugar til hvorugra þessa liða þannig að ég segi bara að Víkingur vinni þetta 3-1.

Fyrri spámenn:
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
PBT (3 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Innkastið - Haltrandi í humátt
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 19 2 1 65 - 20 +45 59
2.    Valur 22 14 3 5 53 - 25 +28 45
3.    Breiðablik 22 11 5 6 44 - 36 +8 38
4.    Stjarnan 22 10 4 8 45 - 25 +20 34
5.    FH 22 10 4 8 41 - 44 -3 34
6.    KR 22 9 5 8 29 - 36 -7 32
7.    KA 22 8 5 9 31 - 39 -8 29
8.    HK 22 6 7 9 37 - 48 -11 25
9.    Fylkir 22 5 6 11 29 - 45 -16 21
10.    Fram 22 5 4 13 32 - 47 -15 19
11.    ÍBV 22 5 4 13 24 - 43 -19 19
12.    Keflavík 22 1 9 12 20 - 42 -22 12
Athugasemdir
banner
banner
banner