Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
KA
0
4
Valur
0-1 Adam Ægir Pálsson '1
0-2 Aron Jóhannsson '29
0-3 Andri Rúnar Bjarnason '45
0-4 Adam Ægir Pálsson '90
13.05.2023  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hellirigning, 6° hiti og logn
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 574
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson (Valur)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('80)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('87)
27. Þorri Mar Þórisson ('46)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('46)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('59)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson ('87)
8. Pætur Petersen ('46)
8. Harley Willard ('80)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('59)
16. Kristoffer Forgaard Paulsen
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('46)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Stefán Sigurður Ólafsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gæðamunurinn algjör Valsmenn sækja eins örugg 3 stig norður og hugsast getur. Voru betri á öllum sviðum leiksins og breikka bilið í deildinni á milli liðanna.

Viðtöl og skýrsla væntanleg!
90. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
ÞEIR STRÁ SALTI Í SÁRIN! Magnaður Kristinn Freyr finnur dauðafrían Adam Ægi inn í teig KA og Adam á ekki í nokkrum einustu vandræðum með að smella boltanum fast í gegnum lappir Steinþórs í markinu. 0-4!
87. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
87. mín
Inn:Birgir Baldvinsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
86. mín
Harley Willard reynir að búa sér til skotfæri inní teig Vals, en skot hans fer í varnarmann og aftur fyrir. Ekkert verður úr horninu.
84. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Valur)
Fyrir að reyna að segja Helga hvar KA ætti að taka aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi. Alveg grjótheimskt.
82. mín
Daníel með fínt skot! Fær boltann fyrir utan teig Vals og á bylmingsskot framhjá marki Vals.
80. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
78. mín
Rétt framhjá! Rodri og Hallgrímur spila sín á milli fyrir framan vítateig Vals áður en Rodri lætur vaða. Boltinn fer í varnarmann og rétt framhjá marki Vals! Ekkert kemur svo úr horni KA.
73. mín
Gott færi! Dusan skallar yfir mark Valsmanna. Fær dauðafrían skalla!
72. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Brýtur á Ásgeiri og KA fær aukaspyrnu úti á vinstri kantinum.
71. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
71. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
70. mín
Guðmundur Andri kennir sér meins og þarfnast aðhlynningar.
68. mín
Fækkar í stúkunni Fólk er farið að tínast heim. Styttist í Íslands-laust Eurovision og veðrið er ekki gott.
67. mín
Reynir sendingu inná teig en Valsmenn koma boltanum frá og KA reyna að byggja upp sókn á nýjan leik.
66. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Tekur Pætur niður og Hallgrímur gæti skotið af þessu færi.
65. mín
Ekkert kemur úr horninu.
64. mín
Daníel með fína fyrirgjöf þar sem að Ásgeir er í baráttunni um að vinna skallann. Boltinn endar aftur fyrir og KA fær horn.
63. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Of seinn í Kristinn Frey. Fáum tekist að klukka hann í leiknum.
61. mín
Hrannar Björn á fína fyrirgjöf inn á teig Vals, þar sem að Ásgeir flikkar boltanum áfram en enginn KA maður nær að koma tá í boltann til að stýra honum í átt að markinu.
60. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Elfar Freyr Helgason (Valur)
60. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
59. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Sóknarsinnuð skipting KA KA á nú hornspyrnu.
57. mín
Frábær tækling Birkis! Bjarni reynir að þræða boltann í gegnum vörn Vals á Pætur, en Birkir Heimisson gerir mjög vel í að komast inn í sendinguna.
56. mín
Bjarni er kominn á fætur og leikurinn heldur áfram.
54. mín
Hallgrímur í færi! Bjarni vinnur boltann ofarlega og leggur hann á Hallgrím sem að kemst í ágætis færi inní teig Vals en skottilraun hans er blokkuð. Bjarni liggur nú eftir og þarf aðhlynningu.
53. mín
Hallgrímur Mar klippir inn völlinn af vinstri kantinum og reynir langskot. Það svífur yfir markið.
51. mín
Adam Ægir með fast skot yfir mark KA. Adam hefur verið virkilega góður í dag, rétt eins og flestir í Valsliðinu.
50. mín
Þetta fer löturhægt af stað í seinni hálfleik. KA meira með boltann og leita að opnunum.
46. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Tvöföld skipting
46. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Ásgeir kemur þessu aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Eitt lið á vellinum Valsmenn mættu klárir frá fyrsta flauti á meðan að heimamenn eru hreinlega að ganga í svefni hér á Greifavellinum.

Ekkert hjarta og engin barátta í KA liðinu og þegar að það er ekki til staðar að þá er erfitt að vinna fótboltaleiki. Sérstaklega gegn Valsliði sem að er löðrandi í sjálfstrausti og með gæði í öllum stöðum.
45. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
ÞVÍLÍKUR GÆÐAMUNUR!! Andri Rúnar og Guðmundur Andri leika boltanum sín á milli eftir að Andri hafði stigið Ívar út. Guðmundur Andri leggur boltann loks fyrir Andra og framherjinn stæðilegi á fast skot sem að Steinþór slær upp í hornið. 0-3!
41. mín
Hallgrímur hljóp yfir boltann og Bjarni Aðalsteinsson tók spyrnuna. Hún sveif yfir allan pakkann og endaði með því að Valsarar fengu aukaspyrnu.
40. mín
KA fær aukaspyrnu úti hægra megin á miðjum vallarhelmingi Vals. Hallgrímur Mar mætir á svæðið.
39. mín
Næstum sjálfsmark! Adam með stórhættulega fyrirgjöf inná teig KA og Dusan teygir sig í boltann til að stöðva hana, en er hársbreidd frá því að renna boltanum í eigið net!
35. mín
Pirringur í stúkunni og pirringur í KA Ívar Örn brýtur mjög augljóslega á Andra Rúnari á miðjum vellinum, en er steinhissa og önugur yfir því að heyra flautið. Heimamenn þurfa að fara að einbeita sér að réttu hlutunum ef ekki á skelfilega að fara.
34. mín
Rodri reynir skot fyrir utan teig Vals, en það siglir yfir markið.
29. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
STÓRGLÆSILEGT MARK!! Gestirnir halda boltanum í kringum teig KA áður en Andri Rúnar fær boltann og skýlir honum. Bolvíkingurinn rennir boltanum til hliðar á Kristin Frey, sem að lyftir boltanum inná teig. Þar tekur Aron bara boltann á lofti og þrumar honum framhjá Steinþóri í markinu. Mark í hæsta gæðaflokki. 0-2!
28. mín
Ágætt skot Arons! Þorri Mar tapar boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi og Aron Jóhannsson fær boltann af sirka 25 metra færi. Hann nennir engu rugli og neglir bara á markið. Boltinn fer þó ekki á markið, heldur rétt framhjá markinu.
26. mín
Valsmenn fá horn. Þorri setur hann aftur fyrir eftir barning við Guðmund Andra.

Ekkert kemur úr því, en Valur er áfram með boltann.
24. mín
Gestirnir héldu boltanum þægilega í 1 og hálfa mínútu án þess að KA liðið kæmist í boltann. Nú liggur Birkir Heimisson eftir. Ásgeir Sigurgeirsson var í baráttunni við hann og Valsmenn á bekknum öskruðu á Helga Mikael að Ásgeir ætti skilið að fara í bók dómarans fyrir þessi viðskipti.
20. mín
Flottur sprettur hjá Andra Rúnari! Fer í gegnum steinsofandi vörn KA eins og að drekka vatn og skýtur föstu skoti inni í teig KA. Skotið er beint á Steinþór, en hann gerir vel í að ná sterkri snertingu á boltann engu að síður.
18. mín
Valsmenn ofan á þessa stundina og hafa ýtt KA liðinu ansi neðarlega. Þeir reyna að nýta breiddina og teygja á heimamönnum með því að koma boltanum hratt út á Sigurð Egil og Birki Má.
15. mín
KA hafa náð að pressa Val ansi hátt síðustu mínútur leiksins, en eiga enn eftir að skapa sér færi. Vörn Vals hefur staðið vaktina óaðfinnanlega fyrsta korterið.
10. mín
Vesen aftast hjá KA! Stutt spil aftast í vörn KA endar ekki betur en svo að boltann berst til Guðmundar Andra sem að skýtur viðstöðulaust yfir Steinþór, en yfir markið líka. Þetta er kæruleysi!
5. mín
KA slegnir Valsmenn eru miklu grimmari hér í upphafi og KA liðið á erfitt með að ná áttum. Heimamenn reyna nú að tengja saman nokkrar sendingar og byggja upp flæði í sínum leik.
1. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
JAHÉRNA HÉR!! Boltanum er lyft upp á Andra Rúnar og KA liðið kemur ekki boltanum frá. Eftir að hafa blokkað eitt skot, þá berst boltinn til Adams sem að bregst svo sannarlega ekki bogalistin og HAMRAR boltann neðst í fjærhornið. Steinþór átti ekki séns. 0-1!
1. mín
Leikur hafinn
Kristinn Freyr kemur þessu af stað.
Fyrir leik
Óbreytt Valslið Kemur kannski lítið á óvart að Arnar Grétarsson haldi tryggð við sömu 11 og byrjuðu 5-0 leikinn gegn KR. Hjá KA koma Húsvíkingarnir Hrannar Björn Steingrímsson og tveggja marka maðurinn gegn HK, Ásgeir Sigurgeirsson, inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Íslandsmeistararnir á Meistaravöllum Í hinum leiknum sem að byrjar kl. 16:00 í dag mætast KR og Breiðablik. Fullkomið tækifæri til að svara fyrir ófarirnar gegn Valsmönnum eða galopnast sár KR-inga enn meira? Sæbjörn Steinke sér um textalýsingu í Frostaskjólinu og hægt er að fylgjast með leiknum
hér.


Ná Rúnar Kristinsson og KR áttum gegn Íslandsmeisturunum?
Fyrir leik
Lærisveinn og lærimeistari mætast Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar þegar að hann stýrði KA og var samstarf þeirra gjöfult og árangursríkt. Það verður fróðlegt að sjá hvor vinnur skákina í dag.

,,Það var margt sem að Arnar náði að breyta í KA, sem að ég vildi að yrði breytt og hann gerði margt gott. Hann er mjög skipulagður, er virkilega duglegur og leggur sig fram. Þannig að það er rosa margt jákvætt sem að hann kom með inn og skilur eftir sig í KA,'' sagði Hallgrímur um Arnar þegar að hann var til viðtals hjá norðlenska hlaðvarpinu Bolurinn í desember 2022.

,,Hann (Arnar) þrýstir á hluti og getur alveg verið erfiður þegar hann vill fá sínu fram, en hann bara gerði margt gott fyrir KA og ég er mjög ánægður með að hann er einn af þeim sem að hefur hjálpað til með að breyta menningunni, breyta æfingamenningunni og breyta hugsunarhættinum. Það er erfitt að breyta þannig í félögum og ég hef upplifað það sjálfur að það tekur tíma.''


Fyrrum samstarfsfélagar mætast í dag.
Fyrir leik
Dómarinn Það er Helgi Mikael Jónsson sem að stendur vaktina í dag.
Hann var í umræðunni eftir leik ÍBV og Víkings R. í síðustu umferð, en þar tryggðu Víkingar sér sigur í blálokin með marki frá Nikolaj Hansen. Markið kom uppúr hornspyrnu, en þar áður hafði Víkingur fengið aukaspyrnu sem að Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ósáttur við.

,,Í sjónvarpsupptökum sést þetta aukaspyrnuatvik ekki en það virðist brotið á Alex Frey (Hilmarssyni, leikmanni ÍBV) áður en sú aukaspyrna er dæmd. Það sem ég heyri frá Vestmannaeyjum er að Helgi Mikael hafi beðist afsökunar á ákvörðunum sínum í aðdraganda að marki Víkings, hann hafi spjallað við Hermann Hreiðarsson,'' sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon verða aðstoðardómarar og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari. Vonandi fær leikurinn bara að fljóta vel og ákvarðanir Helga og hans manna verða ekki aðalumræðan eftir leik.


Helgi Mikael dæmir stórleik dagsins.
Fyrir leik
Valsmenn geta slitið sig frá KA Arnar Grétarsson sagði skilið við KA síðasta sumar og það var verst geymda leyndarmál fótboltans hér heima að Hlíðarendi væri næsti áfangastaður. Hann hefur nú þegar einu sinni komið á Greifavöllinn síðan þá, þegar að Valsarar unnu Lengjubikarinn en ætli þessi endurkoma sé ekki öllu formlegri.

Valur hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið alla leiki nema einn, þar sem að liðið tapaði 0-2 fyrir Blikum. Nú síðast nudduðu þeir salti í sár erkifjendanna í KR þegar að þeir gjörsamlega slátruðu svarthvítum 5-0 og skoruðu nokkur glæsileg mörk. Hinn 38 ára gamli Birkir Már Sævarsson virðist vera eilífur og lagði upp þrjú mörk í leiknum án þess að blása úr nös.

Þá átti Aron Jóhannsson glimrandi góðan leik á miðsvæðinu og hefur komið frábærlega inn í liðið á þessu tímabili eftir ansi dapurt tímabil í fyrra. Tryggvi Hrafn Haraldsson fann sig einnig vel og skoraði tvívegis - þar á meðal mark þar sem að hann vippaði boltanum yfirvegað yfir Simen Lillevik Kjellevold í marki KR og fullkomnaði þar með niðurlæginguna.

Hægt er að sjá öll mörkin úr leik Vals og KR hér:

Fyrir leik
KA menn þurfa að sækja til sigurs Gengi og frammistaða KA í upphafi móts hefur verið ákveðið áhyggjuefni fyrir sérfræðinga og sófasérfræðinga, en flottur endurkomusigur gegn HK mun hafa gert mikið til þess að blása baráttuanda í brjóst leikmanna fyrir verkefnið sem að bíður þeirra síðar í dag.

Þar var það Ásgeir Sigurgeirsson sem að sneri taflinu við fyrir gulklædda og var seinna mark Húsvíkingsins í hæsta gæðaflokki. KA liðið fór ekki í gang fyrr en í seinni hálfleiknum og innkoma Ásgeirs var velkomin vítamínsprauta í sóknarleik liðsins.

Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 11 stig, stigi á eftir Íslandsmeisturum Blika og 4 stigum frá Valsmönnum, sem að verma 2. sætið. Það væri því ekki alvont að tapa gegn lærisveinum Arnars Grétarssonar, en það væri býsna vont.

Hægt er að sjá öll mörkin úr leik KA og HK hér:

Fyrir leik
Góðan dag! Hér fer fram textalýsing á stórleik KA og Vals í Bestu-deild karla. Leikurinn er liður í 7. umferð deildarinnar og fer fram á Greifavellinum á Akureyri.

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason ('60)
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson ('71)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('87)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('71)
22. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('60)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('60)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('71)
18. Þorsteinn Emil Jónsson ('87)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('60)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('66)
Birkir Heimisson ('72)
Adam Ægir Pálsson ('84)

Rauð spjöld: