Víkingsvöllur
sunnudagur 14. maí 2023  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá vindur.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1208
Maður leiksins: Oliver Ekroth
Víkingur R. 2 - 0 FH
1-0 Birnir Snær Ingason ('6)
2-0 Nikolaj Hansen ('22)
Finnur Orri Margeirsson, FH ('86)
Myndir: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('87)
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason ('70)
19. Danijel Dejan Djuric ('75)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('75)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('87)
9. Helgi Guðjónsson ('70)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('75) ('87)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('87)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('75)
24. Davíð Örn Atlason

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('40)

Rauð spjöld:
@kjartanleifursi Kjartan Leifur Sigurðsson
90. mín Leik lokið!
Leik lokið eftir leik tveggja hálfleika. 2-0 sigur Víkinga staðreynd.
Eyða Breyta
90. mín
Úlfur nær boltanum niður inn í teig og sendir hann á Kjartan Henry í álitlegu fær en Ingvar ver þetta bara.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínutum bætt hér við.
Eyða Breyta
87. mín Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Gísli Gottskálk virðist illa meiddur eftir tæklinguna.
Eyða Breyta
87. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Gísli Gottskálk virðist illa meiddur eftir tæklinguna.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Fyrir mótmæli á spjaldinu.
Eyða Breyta
86. mín Rautt spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Finnur Orri sem var á gulu spjaldi fær hér beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu á Gísla Gottskálk.

Mér finnst þetta rétt.
Eyða Breyta
82. mín
Steven Lennon nær skalla eftir fína fyrirgjöf en Ingvar ver þetta.
Eyða Breyta
81. mín
Vörnin sofandi hjá FH.
Arnór Borg vinnur boltann í öftustu línu Hafnfirðinga og kemst í dauðafæri en Sindri Kristinn ver vel.
Eyða Breyta
77. mín Steven Lennon (FH) Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)

Eyða Breyta
77. mín Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Ólafur Guðmundsson (FH)

Eyða Breyta
76. mín
Logi Hrafn með máttlaust skot sem Ingvar á auðvelt með.
Eyða Breyta
75. mín Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Víkingum sem eru í nauðvörn.
Eyða Breyta
75. mín Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Víkingum sem eru í nauðvörn.
Eyða Breyta
73. mín
Pressa FH er látlaus þessa stundina.

Víkingar heillum horfnir frá því í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
71. mín
Oliver Ekroth er svo frábær hafsent.
Oliver Ekroth bjargar hér marki!

Kjartan Henry við það að sleppa í gegn en Oliver Ekroth gerir frábærlega og kemst fram fyrir hann og bjargar í hornspyrnu. Frábærlega gert!
Eyða Breyta
70. mín Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
70. mín
Ingvar Jónsson!!!
Úlfur nær skalla að marki inn á markteig sem er mjög góður en Ingvar Jónsson nær gjörsamlega stórbrotinni markvörslu.
Eyða Breyta
68. mín
Næstum Sjálfsmark!
Ástbjörn með frábæran bolta fyrir sem er frábær. Oliver fær hann í sig og þetta er bara nálægt því að skora sjálfsmark en er heppinn að þetta endi í fanginu á Ingvari.
Eyða Breyta
64. mín
Kjartan Henry fær boltann með bakið að marki og snýr og nær skoti sem er beint á Ingvar.
Eyða Breyta
62. mín Ástbjörn Þórðarson (FH) Jóhann Ægir Arnarsson (FH)

Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Danijel leikur listir sínar og er tæklaður ansi harkalega. Gult spjald hárrétt.
Eyða Breyta
59. mín
Matthías sækir horn fyrir Víkinga.
Eyða Breyta
58. mín
Hornið er ekki gott og endar í markspyrnu.
Eyða Breyta
57. mín
Vuk sækir enn eitt hornið fyrir FH. Víkingar ekki mættir til leiks í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
56. mín
Úlfur liggur eftir í kjölfarið af viðskiptum við Ekroth. Leit ekki út fyrir að vera mikið.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Dani Hatakka (FH)
Sparkar á eftir Pablo.
Eyða Breyta
51. mín
FH mun betri hér í upphafi seinni hálfleiks. Allt annað að sjá þá.
Eyða Breyta
50. mín
Vuk tekur hornið stutt á Kjartan Kára sem á fyrirgjöf sem Úlfur skallar í varnarmann. Veik köll eftir hendi víti en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
49. mín
Enn og aftur horn fyrir FH.
Eyða Breyta
49. mín
Hornið á nærstöngina og annað horn niðurstaðan en Víkingar skalla frá.
Eyða Breyta
47. mín
Vuk með boltann fyrir á Kjartan Henry en Gunnar Vatnhamar bjargar í horn á ögurstundu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Kjartan Henry spyrnir þessu af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Eftir að hafa séð endursýningar af þessum atvikum hjá Kjartani Henry þá verð ég að segja að það er með ólíkindum að maðurinn sé ennþá inni á vellinum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Pétur Guðmundsson flautar til hálfleiks. Frammistaða Víkinga verið frábær.
Eyða Breyta
45. mín
Þrjár mínutur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
43. mín
Nikolaj Hansen liggur alblóðgur í kjölfarið af horninu. Kjartan Henry virðist gefa honum olnbogaskot. Kjartan Henry er bara heppinn að vera inni á vellinum.
Eyða Breyta
43. mín
Karl með fyrirgjöf sem Jóhann Ægir sparkar aftur fyrir. Horn.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Tekur hart á Úlfi. Leit út eins og olnbogi en erfitt að fullyrða það.
Eyða Breyta
37. mín
Brotið á Kjartan Henry sem sparkar í átt að andliti Birnis í kjölfarið. Hittir ekki í hann og dómarinn sér þetta ekki. Þessi hegðun er til skammar hjá Kjartan Henry. Stálheppinn að hitta hann ekki því mikill kraftur var í sparkinu.
Eyða Breyta
35. mín
Danijel með geggjaða fyrirgjöf sem Nikolaj er hársbreidd frá því að ná kollinum í. Þriðja markið liggur í loftinu. Yfirburðirnir algjörir.
Eyða Breyta
33. mín
Pablo tekur hornið en það er skallað frá.
Eyða Breyta
33. mín
Erlingur sækir horn fyrir Víking.
Eyða Breyta
31. mín
Gæðamunurinn á liðunum þessa stundina er ótrúlegur. Víkingar miklu betri á öllu sviðum leiksins fyrsta hálftímann.
Eyða Breyta
28. mín
Karl Friðleifur brýtur harkalega á Vuk en sleppur við spjald.
Eyða Breyta
24. mín
Þétt setið í stúkunni í dag og bæði lið með glommu af stuðningsmönnum í stúkunni.
Eyða Breyta
22. mín Finnur Orri Margeirsson (FH) Eggert Gunnþór Jónsson (FH)

Eyða Breyta
22. mín MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.), Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Nikolaj skorar enn og aftur!
FH ennþá einum færri og Víkingar taka sinn tíma í sóknina. Karl Friðleifur nálægt því að missa boltann útaf en gerir mjög vel að koma boltanum á Erling sem kemur með gull af fyrirgjöf á kollinn á Nikolaj sem skorar yfirleitt úr þessarri stöðu.

Víkingar í frábærri stöðu!
Eyða Breyta
20. mín
Eggert Gunnþór fær eitthvað tak aftan í lærið og er utan vallar eins og er. Held hann hafi lokið leik því miður.
Eyða Breyta
18. mín
Nikolaj gerir vel að koma boltanum upp kantinn á Danijel sem nær fínum bolta fyrir en Davíð nær snertingu sem gerir það að verkum að Pablo sem er kominn niður til að skalla boltann fær boltann í hendina og aukaspyrna dæmd. Davíð að bjarga hér marki.
Eyða Breyta
15. mín
Gunnar Vatnhamar með myndarlegan sprett upp miðjan völlinn en Dani Hattaka bjargar á ögurstundu.
Eyða Breyta
11. mín
FH-ingar byrjuðu vel en allt annað sjá þá eftir að markið kom. Víkingar líta mjög vel út þessa stundina.
Eyða Breyta
9. mín
Danijel gerir frábærlega að koma boltanum inná teiginn á Birni sem kemur með boltann fyrir og Niko nálægt að komast í þetta en horn niðurstaðan og ekkert kom úr því.
Eyða Breyta
6. mín MARK! Birnir Snær Ingason (Víkingur R.), Stoðsending: Nikolaj Hansen
Fyrsta markið!
Nikolaj sendir boltann út á kantinn á Birni Snæ sem lætur bara vaða. Skotið fast en er beint á Sindra og þarna verður hann einfaldlega að gera mun betur.

Frábær byrjun á þessum leik!
Eyða Breyta
5. mín
Logi Tómasson heppinn að sleppa við spjald. Stoppar Kjartan Kára ansi harkalega hér á sprettinum.
Eyða Breyta
3. mín
Hjólhestaspyrna!
Birnir Snær með frábæra fyrirgjöf fyrir á Nikolaj sem hendir bara í hjólhestaspyrnu en rétt framhjá.

Fjör strax í upphafi!
Eyða Breyta
2. mín
Rétt framhjá!
Úlfur Ágúst gerir frábærlega að taka boltann niður innan teigs og kemur honum út á Davíð Snæ sem á skot rétt framhjá.

Sýndist þessi ætla inn!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Pablo tekur upphafssparkið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn labba þessa stundina inn til vallar og því styttist í þessa veislu!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga gerir tvær breytingar á sínu liði í dag frá leiknum gegn ÍBV í seinustu umferð. Danijel Dejan Djuric og Karl Friðleifur Gunnarsson koma inn í liðið og þeir Halldór Smári Sigurðsson og Davíð Örn Atlason setjast á bekkinn.

Heimi Guðjónsson, þjálfari FH gerir eina breytingu á sínu liði en Jóhann Ægir Arnarsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Harðar Inga Gunnarssonar. Hörður Ingi er utan hóps í dag eftir að hafa meiðst í seinasta leik.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar hér á .net er söngvarinn og leikarinn geðþekki hann Valdimar Guðmundsson en hann var nýlega að ljúka sýningum á sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Valdimar spáði leiknum svona.

Víkingur 3 - 1 FH (á morgun 19:15)

Ég ber taugar til hvorugra þessa liða þannig að ég segi bara að Víkingur vinni þetta 3-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar lélegir á útivöllum
Eins og allir vita réðu FH inn Heimi Guðjónsson sem þjálfara á nýjan leik. Endurkoma hans hefur gengið ágætlega og þá sérstaklega á Heimavelli þar sem allir leikir hafa unnist. Hinsvegar hefur liðið aðeins sótt 1 stig í þremur leikjum á útivelli en liðið var einnig í brasi á útivöllum á seinasta tímabili. Spurning hvort FH geti loks sótt sigur á útivelli hér í kvöld.

Seinasti leikur liðsins var einmitt heimaleikur en sá leikur var Sannfærandi sigur gegn Keflvíkingum. Mörk FH-inga skoruðu hinn efnilegi framherji Úlfur Ágúst Björnsson og hinn reynslumikli framherji Kjartan Henry Finnbogason sem hefur farið afar vel af stað í hvítu treyjunni.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Óstöðvandi Víkingar
Þrátt fyrir að hafa litið nokkuð ósannfærandi út á undirbúningstímabilinu að þá hafa Víkingar litið hrikalega vel út hér í upphafi tímabils. Eins og flestir vita þá er liðið með fullt hús stiga að 6 leikjum loknum og hafa aðeins fengið á sig eitt mark.

Framundan núna í dag er leikur gegn FH en þessi lið mættust auðvitað í Bikarúrslitunum í fyrra þar sem Víkingar fóru með sigur af hólmi. FH-ingar hafa því harma að hefna.

Seinasti leikur liðsins var afar dramatískur sigur gegn Eyjamönnum þar sem Nikolaj Hansen framherji og fyrirliði Víkinga skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Sigurinn tryggði það að Víkingsliðið hélt 3 stiga forskoti sínu á Valsmenn á toppi deildarinnar.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkominn í Víkina!
Komiði sæl og blessuð og verið velkominn á Heimavöll hamingjunnar hér í Víkinni!

Hér fer fram leikur Víkings og FH í Bestu deild karla.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson ('77)
6. Eggert Gunnþór Jónsson (f) ('22)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Davíð Snær Jóhannsson
18. Kjartan Kári Halldórsson
26. Dani Hatakka
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('62)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('77)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson ('62)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('77)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Steven Lennon ('77)
8. Finnur Orri Margeirsson ('22)
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson

Liðstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Axel Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Andres Nieto Palma
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Dani Hatakka ('53)
Finnur Orri Margeirsson ('62)
Kjartan Henry Finnbogason ('86)

Rauð spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('86)