Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Þróttur R.
1
2
Valur
0-1 Bryndís Arna Níelsdóttir '4
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir '12
Tanya Laryssa Boychuk '51 1-2
31.05.2023  -  19:15
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 10°c og logn
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Bryndís Arna Níelsdóttir
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Kate Cousins
Ingunn Haraldsdóttir
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('73)
12. Tanya Laryssa Boychuk
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('61)
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
11. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
17. Katla Tryggvadóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sierra Marie Lelii
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ben Chapman

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þórður flautar hér lokaflautið og Valur vinnur leikinn.

Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld.
90. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
90+2
90. mín
+4 Uppbótartími er a.m.k. 4 mínútur.
88. mín
Dramatík í kortunum? Lítið eftir af leiknum, fáum við dramatík í lokin?
86. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
80. mín
Sierra með lúmskt skot utan teigs sem fer yfir markið. Mátti reyna!
78. mín
Bryndís liggur hér í jörðinni eftir samstuð og Þórður stoppar leikinn.
73. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Nær Olla að jafna metin fyrir Þrótt?
72. mín
Ásdís er við það að sleppa í gegn eftir baráttu við Ingunni en Þórður dæmir aukaspyrnu á Ásdísi. Fannst þetta ódýrt.
71. mín
Þórdís á góða skottilraun við vítateiginn eftir að boltinn berst þangað úr aukaspyrnunni.
70. mín
Valur fær aukaspyrnu á fínum stað úti á kanti.
69. mín
Ásdís með hættulega fyrirgjöf inn í teiginn sem Arna nær að hreinsa í innkast.
65. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Haley Lanier Berg (Valur)
65. mín
Valur fær hornspyrnu.
63. mín
Ásdís með gott skot á markið sem Íris missir aðeins frá sér en hún er fljót að handsama hann aftur.
61. mín
Inn:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
60. mín
Dómarinn á Ölver? Ungur krakki öskrar hér Dómarinn á Ölver
Veit nú ekki hvað uppskar þetta, en þeim virðist vera heitt í hamsi.
55. mín
Hendi? Boltinn berst inn í teig úr hornspyrnunni og boltinn fer í hendina á Völsurum. Þetta var hins vegar af stuttu færi og verð eiginlega að vera sammála Þórði.
54. mín
Þróttur fær hornspyrnu.
51. mín MARK!
Tanya Laryssa Boychuk (Þróttur R.)
Stoðsending: Jelena Tinna Kujundzic
Þróttur skorar! Jelena með góðan bolta ofarlega á sínum vallarhelmingi sem ratar á Tönyu sem fer framhjá Fanneyju og setur hann í netið.
49. mín
Klafs í teignum eftir hornspyrnuna og Þróttur fær aukaspyrnu.
49. mín
Ásdís keyrir hér inn á teig en Íris kemur út á móti og boltinn í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur byrjaður Valur byrjar með boltann núna í síðari hálfleik og sækja í átt að efri byggðum.
45. mín
Hálfleikur
Þórður flautur liðin í hálfleik.
Sjáumst eftir korter.
45. mín
+2 mínútur Uppbótartími er að minnsta kosti 2 mínútur.
37. mín
Lillý lendir í samstuði miðsvæðis og Þróttur sendir boltann í gegn en Þórður stoppar leikinn þar sem hún hélt utan um höfuðið. Fannst ekki mikið vit í því að stoppa leikinn þarna strax, Lillý virtist allavega ekki fá högg á höfuðið.
35. mín
GEGGJUÐ VARSLA Tanya á hér skot á markið hægra megin í teignum sem er að svífa inn í fjærhornið en Fanney á hreint út sagt geggjaða vörslu.
35. mín
Hornspyrnan var bókstaflega nákvæmlega eins og sú síðasta og endar í innkasti fyrir Val.
34. mín
Önnur hornspyrna hjá Þrótti...mikið af þeim í dag.
34. mín
Hornið fer beint inn í pakkann og hálf ótrúlegt að enginn nær snertingu á hann.
33. mín
Boltinn endar í hornspyrnu hinum megin.
32. mín
Þróttur fær hornspyrnu.
31. mín
Hornspyrnan endar í markspyrnu.
29. mín
Valur fær hér hornspyrnu en Ásdís liggur aðeins í jörðinni eftir tæklingu.
26. mín
NÁLÆGT Sæunn fær boltann á frábærum stað í teignum en boltinn rétt lekur framhjá stönginni.
25. mín
Sæunn ákveður að skjóta en boltinn fer framhjá, fínt skot.
24. mín
Aukaspyrna Tanya sækir hér aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan teig.
21. mín
Hún er þó fljót að standa upp aftur og leikurinn fer aftur af stað.
20. mín
Málfríður sest hér niður eftir að hafa lent í smá samstuði skömmu áður.
17. mín
Katie! Hornspyrnan ratar á Katie sem er nánast ein inn í teignum en hún hittir ekki boltann.
17. mín
Hornspyrna Sæunn á hér fyrirgjöf sem Fanney blakar í horn
15. mín
Rétt framhjá Haley fær boltann hérna í gegn og á skot rétt framhjá marki.
12. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
ÞVÍLÍK SENDING Elísa með geggjaða sendingu aðeins fyrir framan miðjuna sem ratar á Bryndísi sem klárar af öryggi. Þessi sending var algjört augnkonfekt.

10. mín
Ásdís með góða fyrirgjöf inn í teig af hægri kantinum en enginn í teignum til að taka við henni.
4. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Valur kemst yfir Anna á góða fyrirgjöf inn í teig sem Bryndís skallar í netið. Valur kemst yfir snemma alveg eins og í bikarleiknum.

2. mín
Fínt færi Þróttur fær fínt færi eftir að Katie setur boltann í gegn á Sæunni en fyrirgjöfin endar í höndum Fanneyjar
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Þróttur byrjar með boltann. Þær sækja í átt að efri byggðum.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl. Þróttur í sínum hefðbundnu röndóttu búningum og Valur í svörtum varabúningum.
Fyrir leik
Styttist í leik Liðin voru hér að klára upphitun og ganga inn í hús. Styttist í leikinn.
Fyrir leik
Markmaður og kennari Íris Dögg byrjar í markinu hjá Þrótti að vana, enda frábær markmaður. Ekki nóg með það þá er hún einnig frábær kennari og kenndi undirrituðum ensku í grunnskóla. Ég var reyndar ósáttur með lokaeinkunn sem ég fékk hjá henni, en ætli maður þurfi ekki að grafa þá stríðsexi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Þróttur gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá bikarleiknum. Freyja Karín og Ísabella Anna koma inn í liðið en Olla tekur sér sæti á bekknum á meðan Katla er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Valur gerir þrjár breytingar á liðinu sínu frá bikarleiknum. Lára Kristín Ásdís Karen og Bryndís Arna koma inn í byrjunarliðið en Ída Marín, Jamia Fields og Ísabella Sara taka sér sæti á bekknum.

Bekkurinn hjá Val í dag er fullskipaður ólíkt bikarleiknum, Þróttarar eru hins vegar með eitt laust sæti á bekknum sínum.
Fyrir leik
Toppslagur Hér í kvöld fáum við að sjá toppslag í Bestu deildinni og því hvet ég alla til að leggja leið sína á völlinn. Bæði liðin eru með tíu stig eftir fimm umferðir og eru í efstu tveimur sætum deildarinnar. Valur er þó á toppnum um þessar mundir með einu marki betra í markatölu.
Fyrir leik
Fámennur bekkur Það vakti athygli í bikarleiknum hversu fámennur bekkurinn hjá Valskonum var. Meiðsli og veikindi hrjáðu hópinn ásamt því sem stelpur í 2. og 3. flokki spila fyrir KH, venslafélag Vals, og eru því ekki með leikheimild fyrir Val. Pétur nýtti viðtalið í gagnrýna reglur KSÍ hvað þetta varðar. Ég hvet alla til þess að hlusta á viðtalið hér.
Fyrir leik
Besta lið sem hann hefur þjálfað Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum hæstánægður með sitt lið eftir sigurinn í Mjólkurbikarnum gegn Val. Eftir leik sagði hann að liðið sem hann væri með í ár væri „Líklega besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með“
Fyrir leik
Spá umferðarinnar Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, spáir í leiki umferðarinnar. Hún spáir Þrótti 3-1 sigri í kvöld og hafði hún þetta að segja um leikinn: „Valskonur munu reyna að hefna fyrir tapið í bikarnum. Þær mæta sterkar til leiks og skora fyrsta markið, en framherjar Þróttara munu sýna gæði sín þegar líður á leikinn og skora þrjú mörk. Ingunn verður eins og klettur í vörn Þróttara.“

Selma Dögg er til vinstri á myndinni.
Mjólkurbikarinn Þessi lið mættust í Mjólkurbikarnum í síðustu viku, einmitt á sama velli og í kvöld. Valur komst yfir strax á fimmtu mínútu leiksins en Þróttur náði að snúa spilinu við og komst yfir þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum.

Fyrir leik
Dómarateymið Dómari kvöldsins er Þórður Þorsteinn Þórðarson. Honum til aðstoðar verða Guðmundur Valgeirsson og Arnþór Helgi Gíslason. Eftirlitsmaður er Ingvar Örn Gíslason.

Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkominn í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Vals í sjöttu umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn fer fram klukkan 19:15 á AVIS-vellinum í Laugardal.
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('90)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Haley Lanier Berg ('65)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('86)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
2. Hildur Björk Búadóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('86)
10. Jamia Fields
14. Rebekka Sverrisdóttir ('90)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('65)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hjörtur Fjeldsted

Gul spjöld:

Rauð spjöld: