Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna. Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, spáir í leikina í sjöttu umferðinni sem hefst í kvöld.
ÍBV 2 - 1 Tindastóll (17:00 í dag)
ÍBV eru sterkar á sínum heimavelli en engu að síður eru Tindastólskonur með sjálfstraust eftir sigurinn gegn Stjörnunni. Kristín Erna mun koma Eyjakonum yfir snemma í fyrri hálfleik og Þóra bætir öðru marki við en Murielle mun minnka muninn í lok leiks.
Þróttur R. 3 - 1 Valur (19:15 í kvöld)
Valskonur munu reyna að hefna fyrir tapið í bikarnum. Þær mæta sterkar til leiks og skora fyrsta markið, en framherjar Þróttara munu sýna gæði sín þegar líður á leikinn og skora þrjú mörk. Ingunn verður eins og klettur í vörn Þróttara.
Selfoss 0 - 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Breiðablik þarf að sýna meiri gæði eftir síðasta leik í deildinni. Birta Georgs setur tvö mörk enda er hún geggjuð.
Stjarnan 4 - 1 Keflavík (19:15 í kvöld)
Stjarnan á mikið inni eftir tapið á Sauðárkróki. Leiðtogar liðsins munu rífa liðið áfram og þær mæta sterkar til leiks. Jasmín verður í markaskónum og Málfríður Erna mikilvæg í vörn Stjörnunnar.
Þór/KA 2 - 3 FH (18:30 á morgun)
FH-konur voru sterkar í síðasta leik gegn Breiðablik og þær eru líklegri í þessum leik. Mackenzie er á skotskónum þessa dagana. Sunneva mun skora kærkomið fyrirliðamark.
Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir