Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Haraldur Hróðmarsson: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Ægir: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
   lau 27. maí 2023 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Pétur ósáttur við reglur KSÍ: Eini möguleikinn að fara niður í 4. flokk
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er úr leik í bikarnum.
Valur er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er aldrei gott að tapa. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í fyrri hálfleik, en við spiluðum ekki eins vel út úr þessu í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Mjólkubikarnum í kvöld.

Valskonru eru ríkjandi meistarar en þær eru núna úr leik í keppninni í ár eftir tap í kvöld. Þær tóku forystuna í leiknum en misstu hana frá sér á lokakaflanum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Svona er þetta. Bikar er bara bikar og þú vinnur eða þú tapar," sagði Pétur.

Hann er ekki á því að liðið hafi orðið bensínlaust í seinni hálfleiknum. „Nei, þær eiga ekki að verða bensínlausar en stundum er þetta þannig - og sérstaklega þegar það er bara einn leikur - að þú ert farinn að verja einhverja hluti. Það áttu ekki að gera, þú átt að klára leikinn."

Það vakti athygli að Valur var bara með fjóra leikmenn á bekknum en leyfilegt er að hafa sjö. Það vantaði því þrjá leikmenn upp á það að bekkurinn væri fullur.

„Ég er bara með meiðsli og veikindi í hópnum, ég hafði ekki fleiri leikmenn," sagði Pétur en hann gat ekki tekið leikmenn úr 2. og 3. flokki inn í hópinn þar sem þeir leikmenn eru að spila með KH, venslafélagi Vals, í meistaraflokki. KH leikur í 2. deild kvenna en Valur má ekki kalla leikmenn til baka úr KH utan glugga - þeir leikmenn gátu því ekki komið inn í hópinn í kvöld.

„Eini möguleikinn hjá mér er að fara niður í 4. flokk. Það eru reglur hjá KSÍ um að ég megi ekki nota leikmenn sem eru að spila hjá KH. Mér finnst þetta alveg út í hött og ég er búinn að segja það í mörg ár. Ég þarf að fara niður í 4. flokk þá til að fylla bekkinn og það eru stelpur sem eru 11 og 12 ára."

„Þetta er bara hópurinn eins og er... Ég vona að ég verði með fleiri leikmenn í næsta leik. Við verðum að gera betur þar. Þú ert að hamla ungum leikmönnum að koma inn í hópinn hjá okkur og að spila leiki. Mér finnst það ekki gott fyrir fótboltann," sagði Pétur en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner