Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 27. maí 2023 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Pétur ósáttur við reglur KSÍ: Eini möguleikinn að fara niður í 4. flokk
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er úr leik í bikarnum.
Valur er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er aldrei gott að tapa. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í fyrri hálfleik, en við spiluðum ekki eins vel út úr þessu í seinni hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Mjólkubikarnum í kvöld.

Valskonru eru ríkjandi meistarar en þær eru núna úr leik í keppninni í ár eftir tap í kvöld. Þær tóku forystuna í leiknum en misstu hana frá sér á lokakaflanum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Svona er þetta. Bikar er bara bikar og þú vinnur eða þú tapar," sagði Pétur.

Hann er ekki á því að liðið hafi orðið bensínlaust í seinni hálfleiknum. „Nei, þær eiga ekki að verða bensínlausar en stundum er þetta þannig - og sérstaklega þegar það er bara einn leikur - að þú ert farinn að verja einhverja hluti. Það áttu ekki að gera, þú átt að klára leikinn."

Það vakti athygli að Valur var bara með fjóra leikmenn á bekknum en leyfilegt er að hafa sjö. Það vantaði því þrjá leikmenn upp á það að bekkurinn væri fullur.

„Ég er bara með meiðsli og veikindi í hópnum, ég hafði ekki fleiri leikmenn," sagði Pétur en hann gat ekki tekið leikmenn úr 2. og 3. flokki inn í hópinn þar sem þeir leikmenn eru að spila með KH, venslafélagi Vals, í meistaraflokki. KH leikur í 2. deild kvenna en Valur má ekki kalla leikmenn til baka úr KH utan glugga - þeir leikmenn gátu því ekki komið inn í hópinn í kvöld.

„Eini möguleikinn hjá mér er að fara niður í 4. flokk. Það eru reglur hjá KSÍ um að ég megi ekki nota leikmenn sem eru að spila hjá KH. Mér finnst þetta alveg út í hött og ég er búinn að segja það í mörg ár. Ég þarf að fara niður í 4. flokk þá til að fylla bekkinn og það eru stelpur sem eru 11 og 12 ára."

„Þetta er bara hópurinn eins og er... Ég vona að ég verði með fleiri leikmenn í næsta leik. Við verðum að gera betur þar. Þú ert að hamla ungum leikmönnum að koma inn í hópinn hjá okkur og að spila leiki. Mér finnst það ekki gott fyrir fótboltann," sagði Pétur en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner