Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Breiðablik
2
2
Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric '13
0-2 Birnir Snær Ingason '45
Gísli Eyjólfsson '90 1-2
Klæmint Olsen '90 2-2
Sölvi Ottesen '90
02.06.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Eins og best er á kosið
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1915
Maður leiksins: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('67)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('18)
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('88)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen ('88)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('18)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('63)
Gísli Eyjólfsson ('77)
Viktor Örn Margeirsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!!!

Það eru LÆTI!!!!!! Logi Tómasson ýtir Halldóri Árna, aðstoðarþjálfara Breiðabliks!!!! Svo liggur Djuric eftir! Ég veit ekkert hvað er að gerast.

Þetta er ótrúlegt! Frekari umfjöllun væntanleg.
90. mín
HVAÐ GERÐIST HÉRNA????
90. mín Rautt spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Þetta er ótrúlegt. Það eru alls konar senur á hliðarlínunni. Sölvi fær rautt!!
90. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
ÓTRÚLEGT!!!!!!!!!!! Klæmint skorar með bakfallsspyrnu og jafnar metin!!!!!!!
90. mín
VÍTI??? Blikar vilja fá víti!!! Ég held að þeir hafi eitthvað til síns máls en ekkert dæmt.
90. mín
Þetta mark kemur mjög seint. Það er ekki mikið eftir.
90. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
MARK!!!! Það er möguleiki!

Höskuldur með hornspyrnu sem Gísli skallar í markið.

Það er enn smá tími eftir!
90. mín
Ágúst fær boltann í ágætis stöðu en veit ekkert hvað hann á að gera. Vinnur að lokum hornspyrnu.
90. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
90. mín
Þetta er afskaplega rólegt. Víkingar eru að sigla sigrinum heim.
90. mín
Sex mínútum bætt við
90. mín
Ingvar er staðinn upp og þá getur leikurinn haldið áfram.
89. mín
Ingvar liggur enn.
88. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
87. mín
Smá stimpingar. Jason brýtur á Ingvari og lætur hann svo heyra það. Svo kemur Oliver á ferðinni og ýtir við Jasoni.

Áfram gakk!
85. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
85. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
85. mín
Víkingar koma boltanum í burtu.
84. mín
Jason með skot í teignum sem Víkingar ná að henda sér fyrir. Blikar fá horn sem Höskuldur tekur.
84. mín
Tempóið búið að detta alveg niður. Maður sér ekki fyrir sér einhverja endurkomu.
82. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
81. mín
Leikurinn er stopp þar sem Erlingur liggur eftir. Viktor Örlygur er að koma inn á fyrir hann.
81. mín
Áhorfendur í dag eru 1915. Við náðum ekki alveg í 2000 en samt mjög gott.
80. mín
Gísli Eyjólfs búinn að koma sér í ágætis stöðu fyrir utan teiginn. Ætlar svo að senda út til hægri en setur boltann beint í innkast. Misskilningur á milli hans og Jason.
79. mín
Arnór Borg með fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk.
78. mín
Ívar Orri er að hægja ekkert eðlilega mikið á þessum leik.
77. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Ívar Orri beitti hagnaði og gaf svo Gísla gult þegar boltinn fór úr leik.
74. mín
Nokkrar myndir í viðbót


Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73. mín
Víkingar heppnir! Aukaspyrna inn á teiginn og boltinn virðist fara í höndina á varnarmanni Víkings - sá ekki alveg hverjum - en það er dæmd rangstaða.
72. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Fær gult fyrir tuð.
70. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Það er baulað á Danijel þegar hann gengur af velli. Hann klappar líka fyrir stuðningsmönnum Blika er hann fer út af.
67. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Sóknarsinnuð skipting. Arnór hefur átt býsna erfiðan leik.
65. mín
Birnir er bara að leika sér að varnarmönnum Breiðabliks. Þeir ráða ekkert við hann. Víkingar að ná betri stjórn eftir að Blikar lágu á þeim í byrjun seinni hálfleiks.
64. mín
Danijel með skemmtilega tilraun úr aukaspyrnunni, rétt yfir markið.
63. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Núna fær Damir gult. Birnir gerði frábærlega.
62. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Fjórða gula spjaldið sem Víkingar fá.
59. mín
Áhugaverð útfærsla Pablo tekur hornspyrnu og setur hann út á Birni sem bíður við D-bogann. Hann reynir skot en Andri Rafn hendir sér fyrir. Víkingar fá aðra hornspyrnu, en Blikar ná að koma honum í burtu.
58. mín
Blikar hafa heldur betur verið að ógna í seinni hálfleiknum.
58. mín
STÖNGIN! Oliver með frábæra aukaspyrnu fyrir og Stefán Ingi er aftur í gríðarlega góðu færi en hann skallar í stöngina. Blikar ná frákastinu en Víkingar ná að henda sér fyrir það og koma svo boltanum í burtu.
57. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Breiðablik fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
56. mín
Ágúst með hættulega fyrirgjöf sem Ingvar slær í burtu. Enginn Bliki mættur á svæðið.
55. mín
Vá! Birnir Snær fer gríðarlega illa með Arnór Svein og er kominn í hættulega stöðu, en hann er of lengi að ákveða sig. Þarna hefði hann átt að gera betur.
53. mín
DAUÐAFÆRI!!! Víkingar tapa boltanum á stórhættulegum stað. Boltinn berst svo til Viktors sem á gullfallega fyrirgjöf. Hún ratar beint á hausinn á Stefáni Inga en hann setur boltann fram hjá úr stórkostlegu færi!
52. mín
Viktor Karl klobbar Loga og vill svo fá brot rétt fyrir utan teig. Leit ekki út eins og brot héðan frá.
50. mín
Höskuldur með hornspyrnu og Damir nær skallanum en þarf að teygja sig í boltann. Yfir markið.
48. mín
Viktor Karl með sendingu fyrir og finnur Höskuld. Hann reynir að koma sér í skotfæri en Víkingarnir hópast að honum og ná að loka á alla vinkla.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Liðin eru mætt aftur út á völl og við erum að fara af stað.
45. mín
Hálfleikur
Nokkrar myndir úr fyrri hálfleik
Oliver og Gísli í baráttunni

Boltinn á leiðinni í netið

Seinna markinu fagnað
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks. Ívar Orri með ansi skrítna ákvörðun þegar hann flautar af þar sem Danijel var að sleppa í gegn á hægri kantinum. Í raun fáránleg ákvörðun að flauta af þarna.

Víkingar fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Víkingar hafa varist vel og nýtt þau tækifæri sem þeir hafa fengið frábærlega.
45. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
MARK!!!!!!! Víkingar tvöfalda forystu sína rétt fyrir leikhléið!

OIiver tapar boltanum klaufalega á miðsvæðinu, Nikolaj er fljótur að koma honum á Birni sem tekur sinn tíma, vandar sig og klárar gríðarlega vel.

Þetta er ansi sárt fyrir Blika!
45. mín
Fjórum mínútum bætt við
45. mín
Hættulegt! Damir með aukaspyrnu upp völlinn, Ágúst skallar hann áfram og Stefán Ingi er kominn í mjög hættulegt færi. Hann tekur hins vegar aðeins of þunga fyrstu snertingu og missir boltann aftur fyrir.
43. mín
Þarna átti Höskuldur að fá gult spjald fyrir brot á Pablo en sleppur. Ívar Orri er að taka alltof langan tíma í allar aðgerðir hjá sér. Er mikið að spjalla við leikmennina og það er að draga tempóið niður í leiknum.
43. mín
Viktor Karl reynir að þræða Stefán Inga í gegn en sendingin er aðeins of föst.
42. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Brýtur á Stefáni Inga á miðjum vellinum. Líklega réttur dómur.
41. mín
Ágúst reynir skot að marki en Oliver skallar það í burtu.
36. mín
Höskuldur! Fyrirliðinn vinnur boltann af Nikolaj á miðjum vellinum. Keyrir í átt að teignum og lætur svo vaða af einhverjum 20 metrum. Skotið er ágætlega fast en Ingvar nær að halda því.
33. mín
Blikar taka hornspyrnuna stutt. Matti Villa skallar frá en Blikar halda sókninni áfram. Það stafar hætta af sókninni en svo á Damir skot sem fer fram hjá markinu. Damir féll þegar hann tók skotið og einhver köll eftir vítaspyrnu, en það voru mjög veik köll.
33. mín
Höskuldur með hornspyrnu sem ratar á Viktor Karl á fjærstönginni. Hann reynir skot en það fer beint í varnarmann. Blikar fá aðra hornspyrnu hinum megin.
32. mín
Halldór Smári fer í ansi groddaralega tæklingu hátt upp á vellinum. Hann er heppinn að það var ekki mikið 'contact' því þá hefði rauða spjaldið farið á loft.
31. mín
Andri Rafn! Danijel og Erlingur gera mjög vel. Erlingur er að komast í fína stöðu en Andri Rafn bjargar frábærlega og vinnur markspyrnu fyrir Blika. Frábær varnarleikur.
28. mín Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Danijel við það að sleppa í gegn. Damir ýtir við honum, setur báðar hendur á bakið á honum en einhvern veginn fær Danijel gult fyrir leikaraskap.

Þetta var mjög skrautlegur dómur.

27. mín
Matti Villa fær tiltal þegar hann átti að fá gult spjald, pjúra gult spjald fyrir brot á Andra Rafni. Sleppur vel.
26. mín

Pablo á miðjunni hjá Víkingi
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
24. mín
Andri Rafn með skemmtilegan bolta fyrir markið en það mætir enginn og hann fer aftur fyrir endamörk.
23. mín
Birnir tekur við boltanum í teignum og nær skoti, en Oliver gerir mjög vel í að henda sér fyrir það.
21. mín
Danijel Dejan, sem hefur ekki átt sérstaklega gott tímabil til þessa, er mættur til að spila í kvöld! Hann er búinn að vera gríðarlega áræðinn og er að láta mann og annan í Blikaliðinu heyra það við hvert tækifæri.
20. mín
Vel varið! Stefán Ingi kemst í mjög gott færi en Ingvar mætir vel og lokar á hann. Besta færi Breiðabliks í leiknum til þessa.
18. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Ágúst kemur inn á gegn sínum gömlu félögum.
17. mín
Kristinn Steindórs, sem var að koma til baka úr meiðslum, liggur eftir og virðist þurfa að fara út af. Annað högg fyrir Blika eftir markið.
15. mín
Danijel fagnaði marki sínu með því að fara upp að stúkunni og setja hendurnar upp að eyrum. Í kjölfarið var baulað á hann. Þótt hann hafi spilað í yngri flokkunum hérna þá fagnaði hann marki sínu vel.
14. mín
Elskar að skora á Kópavogsvelli!
Markinu fagnað
13. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
MARK!!!!!! Og auðvitað er það fyrrum Blikinn sem skorar!

Stórkostleg sókn hjá Víkingum. Nikolaj kemur og sækir boltann í innkasti og gerir algjörlega frábærlega, snýr og býr sér til svæði. Kemur boltanum út í svæðið á Erling sem finnur svo Danijel á hlaupinu inn í teig.

Danijel klárar í fyrsta og skorar!
9. mín
Birnir of lengi að þessu! Oliver með aukaspyrnu inn á teiginn og Gísli nær að taka hann niður, en er of lengi að fara í skotið. Víkingar geysast í kjölfarið upp í sókn hinum megin. Birnir er með boltann vinstra megin og er kominn í fínt færi, en hann er alltof lengi að athafna sig og missir boltann aftur fyrir.

Þetta var klaufalegt. Hann var með Danijel með sér og kann hefði besti kosturinn verið að senda á hann.

8. mín
Höskuldur með spyrnuna en Ekroth kemur boltanum í burtu.
8. mín
Blikarnir að ógna. Höskuldur með skot sem af varnarmanni og aftur fyrir. Þeir grænu fá hornspyrnu.
7. mín
Höskuldur með hættulegan bolta fyrir en Davíð Örn er á undan Stefáni Inga. Við sáum Stefán Inga skora mark úr svona stöðu gegn Val á dögunum.
6. mín
Þetta hefur farið býsna rólega af stað, mjög rólegt.
2. mín
1. mín
1. mín
Leikur hafinn
Pablo Punyed með upphafssparkið. Við förum af stað!
Fyrir leik
Það er að myndast frábær stemning hér á Kópavogsvelli. Leikmennirnir eru að fara að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Það er korter í leik og það er ansi vel mætt í stúkuna. Þetta verður fjör! Það er búið að opna gömlu stúkuna hinum megin á vellinum því það er allt að fyllast í stóru stúkunni.
Rútan var að lenda!
Fyrir leik
Arnar fylgist vel með Blikunum Arnar Gunnlaugs fylgist vel með Blikum í upphitun, horfir mikið yfir á þeirra vallarhelming. Minnir svolítið á það sem Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir fyrir leiki.

Fyrir leik
Það er verið að taka allan Eurovision katalóginn hér á Kópavogsvelli fyrir leik. Búið að spila Power með Diljá, Tattoo með Loreen og núna verið að spila finnska hittarann.

Fyrir leik
Er eitthvað betra? Toppslagur á föstudagskvöldi í fínu veðri. Ég geri kröfu á að minnsta kosti 2000 manns á leikinn í kvöld og mikil læti.
Fyrir leik
Gunnar er ekki með Gunnar Vatnhamar, sem er búinn að vera stórkostlegur á tímabilinu, er ekki búinn að ná sér af meiðslum og er því ekki með Víkingum í kvöld.

Fyrir leik
Byrjunarliðin! Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu í síðustu umferð. Stefán Ingi Sigurðarson snýr aftur inn í liðið og koma Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman einnig inn.

Hjá Víkingum eru einnig þrjár breytingar. Danijel Dejan Djuric byrjar gegn sínum gömlu félögum og þá snýr Matthías Vilhjálmsson aftur í liðið eftir meiðsli. Davíð Örn Atlason kemur þá inn í liðið fyrir Karl Friðleif Gunnarsson.
Fyrir leik
Fimm bestu Við höfum síðustu daga birt lista yfir fimm bestu leikmenn deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig. Bæði lið áttu leikmenn á hverjum einasta lista.

Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar
Fimm bestu miðjumenn Bestu deildarinnar
Fimm bestu sóknarmenn Bestu deildarinnar


Besti sóknarmaðurinn.
Fyrir leik
Ívar Orri dæmir leikinn Ívar Orri Kristjánsson mun dæma leikinn. Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon eru aðstoðardómarar og Einar Ingi Jóhannsson fjórði dómari.

Fyrir leik
Leikir kvöldsins Það eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deildinni í kvöld.

föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
Fyrir leik
Bragi Karl spáir Við fengum Braga Karl Bjarkason, langmarkahæsta leikmann 2. deildar, til að spá í leiki umferðarinnar í Bestu deildinni. Bragi spáir því að Blikarnir vinni í markaleik í kvöld, 3-2.

"Blikarnir ná að halda smá spennu í þessu Íslandsmóti og taka Víkinga. Ætli Stefán Ingi setji ekki þrennu? Síðan mun þykkasti knattspyrnumaður á Íslandi Sveinn Gísli (Gilli) koma inn af bekknum og setja bæði fyrir Vikes. Þau verða sennilega bæði skallamörk af þriðju hæð."


Bragi fagnar marki með ÍR
Fyrir leik
Verður Andri Rafn settur á Birni? Andri Rafn Yeoman hefur verið mjög mikilvægur fyrir Breiðablik í upphafi tímabilsins en hann hefur lokað á nokkra af bestu leikmönnum deildarinnar á síðustu vikum, þar á meðal Ísak Andra Sigurgeirsson og Hallgrím Mar Steingrímsson.

Ef ég ætti að giska, þá verður aðalverkefni Andra að stoppa Birni Snæ Ingason í kvöld. Birnir hefur spilað afskaplega vel með Víkingum í upphafi tímabilsins.

Fyrir leik
Spáum líka þremur breytingum hjá gestunum Víkingur tapaði gegn Val í síðustu umferð, fyrsti leikurinn í sumar þar sem Víkingur tapar stigum. Við spáum þremur breytingum á byrjunarliðinu frá þeim leik. Matthías Vilhjálmsson er heill heilsu eftir að hafa glímt við veikind og Davíð Örn Atlason hefur verið hluti af sterkasta liði Víkings. Gunnar Vatnhamar er tæpur en við teljum þó að hann byrji og verði á miðjunni. Þeir Helgi Guðjónsson, Arnór Borg Guðjohnsen og Karl Friðleifur Gunnarsson taka sér sæti á bekknum.

Fyrir leik
Spáum þremur breytingum hjá heimamönnum Kollegi minn Sæbjörn Steinke (stundum kallaður Steinkegeitin) setti saman líkleg byrjunarliðin fyrir þennan stórleik fyrr í dag.

Svona spáir hann því að Blikar stilli upp:



Við spáum þremur breytingum á byrjunarliðinu frá þeim leik. Ef líklega liðið reynist rétt þá taka þeir Klæmint Olsen, Kristinn Steindórsson og Ágúst Eðvald Hlynsson sér sæti á bekknum.

Stefán Ingi Sigurðarson er heill heilsu og allar líkur á því að markahæsti leikmaður deildarinnar byrji leikinn. Þjálfararnir Óskar og Dóri leita oft í reynslu og kunnáttu Andra Rafns Yeoman í stórleikjunum og því er líklegt að hann byrji. Jason Daði Svanþórsson var að snúa til baka úr meiðslum í upphafi móts, Óskar talaði um að hann hafi verið tæpur og byrjaði því ekki gegn Keflavík, en við spáum því að hann byrji í kvöld.
Fyrir leik
Mikill rígur myndast Víkingur varð Íslandsmeistari 2021 og Breiðablik vann mótið í fyrra. Þessi tvö lið hafa verið í mikilli samkeppni og það hefur ákveðinn rígur myndast sem kryddar þessa deild enn meira.
Fyrir leik
Síðustu viðureignir Þessi lið mættust þrisvar í Bestu deildinni í fyrra. Fyrst mættust þau á Víkingsvelli þar sem Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann 0-3 sigur. Svo var niðurstaðan 1-1 jafntefli á Víkingsvelli í seinni umferðinni. Danijel Dejan Djuric, fyrrum leikmaður Breiðabliks, gerði mark Víkinga í þeim leik.



Liðin mættust svo í lokaumferðinni á Kópavogsvelli og þar vann Breiðablik 1-0 með sigurmarki frá Ísak Snæ Þorvaldssyni.

Síðast mættust liðin í Meistarakeppni KSÍ í vor og þá hafði Breiðablik betur, 3-2.

Fyrir leik
Víkingur Víkingar eru á toppi deildarinnar með 27 stig en þeir töpuðu sínum fyrstu stigum í síðasta leik er þeir töpuðu óvænt fyrir Valsmönnum á heimavelli. Hvernig svara þeir því?

"Þetta var skemmtilegur leikur, mér fannst við mjög góðir og Valsmenn mjög flottir og klínískir. Tölfræðin eftir leik staðfesti það sem mig grunaði strax eftir leik. Stundum taparðu leikjum en ert samt ekki alveg niðurbrotinn. Liðið var bara að spila vel, fótbolti er bara stundum þannig og það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þeim leik. Við verðum samt að vera þess minnugir að við töpuðum leiknum og þurfum að reyna laga það sem fór úrskeiðis. Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð, en við þurfum aðeins að gera eitthvað til að laga hlutina. Ef við spilum varnarleikinn eins gegn Breiðabliki, þá mun fara illa fyrir okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í viðtali í gær.

Fyrir leik
Breiðablik Fyrir þennan leik er Breiðablik í þriðja sæti með 22 stig, fimm stigum frá toppliði Víkings. Blikar hafa verið að finna góðan takt upp á síðkastið eftir frekar brösuga byrjun. Liðið gerði þó jafntefli við Keflavík í síðasta leik.

"Í Eyjum og í Keflavík var fullt af góðum punktum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. En svo eru hlutir sem við erum fullkomlega meðvitaðir um að við gátum gert miklu betur. HK leikurinn er síðan leikur sem ég get ekki skýrt, við mættum bara ekki klárir og leikurinn var skrítinn á marga vegu. Ég er ekkert himinlifandi með spilamennskuna í leikjunum þar sem við höfum tapað stigum. En við erum, og höfum verið, góðir í að koma til baka eftir einhver högg og einhver vonbrigði. Þannig fúnkerar þetta lið, það er gott að koma til baka eftir vonbrigði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í viðtali í gær.

Fyrir leik
Halló hæ! Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í Bestu deildinni í kvöld þar sem Breiðablik og Víkingur eigast við. Þetta eru tvö af bestu liðum landsins og við örugglega frábæran fótboltaleik.

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson ('82)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason ('85)
19. Danijel Dejan Djuric ('70)
23. Nikolaj Hansen (f) ('85)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('82)
9. Helgi Guðjónsson ('85)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
17. Ari Sigurpálsson ('85)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Danijel Dejan Djuric ('28)
Halldór Smári Sigurðsson ('42)
Logi Tómasson ('57)
Pablo Punyed ('62)
Arnar Gunnlaugsson ('72)

Rauð spjöld:
Sölvi Ottesen ('90)