Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
laugardagur 23. nóvember
Championship
Blackburn - Portsmouth - 15:00
Bristol City - Burnley - 12:30
Coventry - Sheffield Utd - 12:30
Luton - Hull City - 15:00
Millwall - Sunderland - 15:00
Oxford United - Middlesbrough - 15:00
Preston NE - Derby County - 15:00
QPR - Stoke City - 15:00
Sheff Wed - Cardiff City - 12:30
West Brom - Norwich - 15:00
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Brighton - 15:00
Arsenal - Nott. Forest - 15:00
Aston Villa - Crystal Palace - 15:00
Everton - Brentford - 15:00
Fulham - Wolves - 15:00
Leicester - Chelsea - 12:30
Man City - Tottenham - 17:30
Division 1 - Women
Le Havre W - Lyon - 16:00
PSG (kvenna) - Dijon W - 20:00
Guingamp W - Reims W - 16:00
Saint-Etienne W - Montpellier W - 14:30
Ekkert mark hefur verið skorað
Bundesligan
Leverkusen - Heidenheim - 14:30
Stuttgart - Bochum - 14:30
Dortmund - Freiburg - 14:30
Eintracht Frankfurt - Werder - 17:30
Hoffenheim - RB Leipzig - 14:30
Wolfsburg - Union Berlin - 14:30
WORLD: International Friendlies
Tunisia U-20 - Algeria U-20 - 15:00
Algeria U-17 - Morocco U-17 - 17:00
Morocco U-20 - Libya U-20 - 18:00
Egypt U-17 - Libya U-17 - 17:00
Serie A
Verona - Inter - 14:00
Milan - Juventus - 17:00
Parma - Atalanta - 19:45
Serie A - Women
Lazio W - Sampdoria W - 11:30
Inter W - Napoli W - 13:45
Eliteserien
Fredrikstad - Ham-Kam - 16:00
Molde - SK Brann - 16:00
Odd - Bodo-Glimt - 16:00
Rosenborg - Sarpsborg - 16:00
KFUM Oslo - Kristiansund - 16:00
Lillestrom - Sandefjord - 16:00
Tromso - Stromsgodset - 16:00
Viking FK - Haugesund - 16:00
Úrvalsdeildin
Spartak - Lokomotiv - 15:00
CSKA - Rostov - 11:15
Orenburg 0 - 0 Zenit
Khimki - FK Krasnodar - 13:30
La Liga
Las Palmas - Mallorca - 17:30
Celta - Barcelona - 20:00
Valencia - Betis - 13:00
Atletico Madrid - Alaves - 15:15
Girona - Espanyol - 17:30
mið 31.maí 2023 16:55 Mynd: Samsett
Magazine image

Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar

Fótbolti.net hefur sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hverja stöðu á vellinum.

Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Næst kraftröðum við fimm bestu varnarmönnunum, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga. Bæði var hægt að kjósa miðverði og bakverði í þessari kosningu.

Grétar Sigfinnur er á meðal sérfræðinga.
Grétar Sigfinnur er á meðal sérfræðinga.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth.
Oliver Ekroth.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Logi Tómasson er besti varnarmaður Bestu deildarinnar að mati sérfræðinga okkar.
Logi Tómasson er besti varnarmaður Bestu deildarinnar að mati sérfræðinga okkar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi á æfingu með U21 landsliðinu.
Logi á æfingu með U21 landsliðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar

Varnarmannadómnefndina skipuðu: Arnar Þór Helgason (Grótta), Grétar Sigfinnur Sigurðarson (fyrrum miðvörður KR og fleiri félaga), Guðmundur Sævarsson (fyrrum bakvörður FH), Reynir Haraldsson (Fjölnir) og Sverrir Mar Smárason (fyrirliði Kára og þáttastjórnandi Ástríðunnar)

5. Damir Muminovic (Breiðablik)
Númer fimm á listanum er Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks. Hann hefur myndað gríðarlega sterkt miðvarðapar með Viktori Erni Margeirssyni í Kópavoginum en þeir voru stórkostlegir þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Damir er uppalinn í HK en hefur fundið sinn stað í græna hluta Kópavogs.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Damir:

„Gamli skólinn, traustur og fastur fyrir. Það er ekki gaman fyrir sóknarmenn að mæta honum."

„Hann og Viktor Örn hafa myndað gríðarlega sterkt miðvarðapar sem erfitt er að eiga við. Þeir tengja mjög vel við hvorn annan og voru besta miðvarðapar deildarinnar í fyrra."

4. Birkir Már Sævarsson (Valur)
Í fjórða sæti er vindurinn, Birkir Már Sævarsson. Það vita allir sem fylgst hafa með íslenska landsliðinu hvað Birkir getur. Hann hefur gefið þjóðinni alveg gríðarlega mikið og er enn í fullu fjöri í Bestu deildinni þó svo að hann verði fertugur á næsta ári. Hann gaf stoðsendingaþrennu í leik gegn KR á dögunum og er mest sóknarvopn Vals.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Birki:

„Eins og gott rauðvín, traustur varnarlega og sóknarmennirnir þurfa oft að hafa meiri áhyggjur af honum en hann af þeim."

„Ótrúlegt eintak. Þrátt fyrir að vera kominn á þennan aldur þá er hann enn einn fljótasti leikmaðurinn í deildinni. Það er líka hægt að treysta honum fullkomlega varnarlega."

3. Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Sænski miðvörðurinn Oliver Ekroth kom hingað til lands í fyrra til að spila með Víkingi. Hann var með flotta ferilskrá á bakinu en náði ekki að sýna alveg sínar bestu hliðar á löngum köflum. Í ár hefur hann verið algjörlega frábær og það er ljóst að þarna er varnarmaður með mikil gæði. Hefur stigið upp í frábæru liði Víkings sem situr á toppi Bestu deildarinnar.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Oliver:

„Allt lítur út fyrir að vera auðvelt í öllum hans aðgerðum. Ber af sem varnarmaður í deildinni."

„Það segir mjög margt um þig sem varnarmann þegar lið fær á sig mark í 14. hverjum leik og þetta er endakallinn sem heldur öllu saman. Gefur liðinu gríðarlega mikið öryggi í einu og öllu."

2. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Herra Breiðablik er í öðru sæti listans. Fyrir nokkrum árum síðan var Höskuldur kantmaður sem gerði mikið af því að hrella varnarmenn í hinu liðinu. Í dag er hans aðalstaða bakvarðarstaðan hægra megin og leysir hann hana gríðarlega vel. Hann getur í raun brugðið sér í allra kvikinda líki því hann spilar líka oft inn á miðjunni. Algjörlega frábær leikmaður og gríðarlega mikilvægur fyrir Íslandsmeistarana.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Höskuld:

„Ofboðslega góður leikmaður."

„Aðdáunarvert að fylgjast með Höskuldi, hvernig hann drífur liðið sitt áfram þegar það þarf að brjóta upp leikinn og einbeitinguna sem hann er með. Svo fattar maður þegar maður spilar á móti honum hversu fit og klókur hann er."

„Hefur sýnt það aftur og aftur hvað hann er bæði mikilvægur liði sínu og sömuleiðis ofboðslega góður leikmaður. Mikill hluti sóknarleiks Blika fer upp í gegnum hann og hann kemur sífellt að mörkum. Varnarlega hefur hann bætt sig gríðarlega undanfarin ár."

„Er mikill leiðtogi í Blikaliðinu. Hann spilar þar sem liðið þarf á honum að halda og það er í raun alveg sama hvar á vellinum það er - hann gerir það vel. Gæti klárlega spilað á hærra stigi en í Bestu deildinni."

1. Logi Tómasson (Víkingur R.)
Og efstur á listanum er Luigi. Logi Tómasson hefur verið að bæta sig með hverju árinu í Víkingsbúningnum. Það er ekki langt síðan maður fór að hugsa hvert ferill hans væri að fara þegar hann var lánaður í FH og var í litlu hlutverki þar. Í fyrra var hann algjörlega frábær og í ár hefur hann tekið enn fleiri skref fram á við. Hann er samkvæmt sérfræðingum okkar besti varnarmaðurinn í Bestu deildinni.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Loga:

„Líklegur framtíðar landsliðsbakvörður Íslands."

„Það vita allir sem hafa horft á Bestu deildina hvaða gæði Logi hefur og með auknu ábyrgðarhlutverki og betri varnarleik hefur hann stigið upp sem besti varnarmaður deildarinnar að mínu mati. Held að fólk skilji ekki hversu góða löpp hann er með."

„Líklegur framtíðar landsliðsbakvörður Íslands. Hefur verið lykilmaður í Víkingsliðinu síðustu ár og er kominn með fjóra titla undir beltið þrátt fyrir ungan aldur. Mikill skemmtikraftur fyrir deildina inni á vellinum sem utan og er með eitraða löpp eins og allir vita."

„Hefur bætt sig mikið varnarlega, alvöru skrokkur, sterkur, fljótur og mjög öflugur sóknarlega."

Á morgun munum við birta listana yfir bestu miðjumennina og sóknarmennina að mati sérfræðinga okkar.
Athugasemdir