banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Championship
Blackburn - Ipswich Town - 17:30
Bristol City - Leicester - 12:30
Cardiff City - Sunderland - 15:00
Huddersfield - Coventry - 15:00
Hull City - Stoke City - 15:00
Millwall - West Brom - 13:00
Norwich - Plymouth - 15:00
Preston NE - Rotherham - 15:00
QPR - Birmingham - 15:00
Sheff Wed - Swansea - 15:00
Southampton - Middlesbrough - 15:00
Watford - Leeds - 20:00
Division 1 - Women
Paris W - Montpellier W - 20:00
Úrvalsdeildin
Dinamo - Rostov - 16:30
La Liga
Cadiz - Granada CF - 20:00
mið 31.maí 2023 13:23 Mynd: Samsett
Magazine image

Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar

Fótbolti.net hefur sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hverja stöðu á vellinum.

Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Við byrjum á því að kraftraða fimm bestu markverðina, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga.

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon er einn af sérfræðingunum.
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon er einn af sérfræðingunum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson.
Sindri Kristinn Ólafsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar í leik með Víkingum.
Ingvar í leik með Víkingum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram, besti markvörður Bestu deildarinnar.
Frederik Schram, besti markvörður Bestu deildarinnar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frederik í leik með Val.
Frederik í leik með Val.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðardómnefndina skipuðu: Atli Jónasson (fyrrum markvörður og núverandi markvarðarþjálfari), Runólfur Trausti Þórhallsson (Vísir.is), Stefán Logi Magnússon (fyrrum landsliðsmarkvörður og núverandi markvarðarþjálfari), Sveinn Óli Guðnason (Þróttur R.) og Valur Gunnarsson (fyrrum markvörður og markvarðarþjálfari)

5. Guy Smit (ÍBV)
Í fimmta sæti á listanum er Guy Smit, markvörður ÍBV í Vestmannaeyjum. Guy er 27 ára Hollendingur sem lék með Val á síðasta tímabili eftir að hafa varið mark Leiknis í tvö tímabil þar á undan. Hann er lykilmaður fyrir ÍBV og þarf að spila vel til þess að liðið forðist fallbaráttuna sem liðið er búið að koma sér í.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Guy:

„Frábær markmaður sem hefur ekki fengið nægilega mikið 'credit' fyrir það góða sem hann gerir. Ef maður horfir í tölfræðina hjá honum þá er hann með bestu markmönnum í deildinni."

„Virkilega öflugur markvörður með sterka nærveru í teignum. Hefur sannað sig sem góður markvörður í íslenska boltanum."

4. Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Sindri er Keflvíkingur í húð og hár, en hann hafði spilað þar allan sinn feril fyrir þetta tímabil. Samningur hans við Keflavík rann út eftir síðasta tímabil og ákvað hann að söðla um og fara í FH. Síðasta haust var hann einnig orðaður við KR og KA. Kemur til með að vera aðalmarkvörður FH næstu árin.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Sindra:

„Flottur markmaður sem er enn ungur. Með mjög góðar staðsetningar og góður í að verja."

„Hefur sannað sig sem einn besti markvörður landsins. Hefur leikið með yngri landsliðunum og verið hluti af A-landsliðshópnum. það er ástæða fyrir því."

3. Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Í þriðja sæti á listanum er Anton Ari Einarsson, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks. Hefur lengi verið einn af betri markvörðum deildarinnar en hann hefur einnig spilað með Val í efstu deild. Það virðist vera góð byrjun á uppskrift að Íslandsmeistaratitli að vera með Anton Ara í markinu.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Anton:

„Er mun betri en það sem hann hefur sýnt í ár og á nóg inni. Hefur orðið Íslandsmeistari þrívegis og bikarmeistari einu sinni, geri aðrir betur."

„Byrjaði mótið hræðilega en hefur verið að finna grúvið sitt aftur. Búinn að halda hreinu í meira en helmingi leikja sem hafa verið spilaðir í sumar."

„Góður markmaður sem smellpassar í Blikaliðið og spilar fótboltann sem þeir vilja spila; mjög góður í löppunum og veit alltaf hvað hann er að gera."

„Mjög stöðugur í sínum leik í gegnum árin og hefur verið stór partur í að liðin sem hann spilar með hafi unnið titla. Lætur lítið fyrir sér fara en er með sterkan haus og lætur verkin tala."

2. Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Í öðru sæti á listanum er svo Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga. Var á sínum tíma besti leikmaður Íslandsmótsins þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari og fór í gegnum mótið taplaust. Hann átti svo flottan feril erlendis og var hluti af markvarðarteymi A-landsliðsins. Hann er í dag afar mikilvægur hlekkur í liði Víkings sem hefur unnið alla titla á síðustu árum og er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Ingvar:

„Geymir bestu vörslurnar sínar fyrir stærstu leikina."

„Frábær markmaður og mjög stöðugur í sínum leik, sömuleiðis sterkur karakter sem hefur átt flottan feril á Íslandi og á yfir 100 leiki sem atvinnumaður ásamt því að hafa verið partur af Íslenska landsliðinu í mörg ár. Býr yfir mikilli reynslu og hefur heilt yfir verið með bestu markmönnum Íslands síðustu tíu árin."

„Nettur 'point winner' sem hefur mikla reynslu og á alltaf stór augnablik á tímabilum. Talar og stýrir mjög vel. Ekki gallalaus en mjög skemmtilegur markmaður."

„Má færa góð rök fyrir því að hann sé besti markvörður Bestu til þessa á tímabilinu og ferill hans í atvinnumennsku staðfestir að hann sé besti markvörður deildarinnar. Rosalega stöðugur og öruggur markvörður sem gerir einstaklega fá, ef einhver, mistök. Svo hjálpar að hann geymir bestu vörslurnar sínar fyrir stærstu leikina."

„Með sterka vörn fyrir framan sig og hefur verið öruggur í öllum sínum aðgerðum, er flottur út í teiginn og á það til að bjarga stigum með góðum vörslum. Komið gríðarlega sterkur inn í þetta tímabili eftir nokkuð erfitt síðasta ár."

1. Frederik Schram (Valur)
Og besti markvörður Bestu deildarinnar samkvæmt okkar sérfræðingum er Frederik Schram, markvörður Vals. Frederik kom til Íslands á miðju tímabili í fyrra og var ljósasti punkturinn á erfiðu tímabili hjá Valsmönnum. Er fæddur í Danmörku og alinn þar upp, en á ættir að rekja til Íslands og hefur spilað með íslenska landsliðinu. Gífurlega flottur markvörður sem varnarmenn Vals geta treyst á.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Frederik:

„Langbesti markmaðurinn í Bestu deildinni."

„Alvöru skrokkur sem er frábær í að verja og öflugur í fyrirgjöfum. Mjög góður markmaður í alla staði."

„Má auðveldlega færa rök fyrir því að hann sé besti markvörður deildarinnar eins og staðan er í dag. En ef við horfum heilt yfir þá virðist hann vera frábær á þessu getustigi en ræður ekki við að taka skref upp á við. Er enn tiltölulega ungur fyrir markvörð og gæti enn tekið það skref."

„Langbesti markmaðurinn í Bestu deildinni, alltaf öruggur í öllu sem hann gerir og getur bjargað liðinu þegar þess þarf."

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir mót þá hefði ég sett Fredrik í sérklassa. Byrjaði mótið frábærlega og er besti 'shot stopper' í deildinni. Hefur aðeins gefið eftir undanfarið en er klárlega einn af bestu markmönnum deildarinnar."

„Sterkur einn á móti einum og góður 'shot stopper' sem er heilt yfir með góða ákvörðunartöku og staðsetningar í leik sínum. Fredrik hefur verið vaxandi frá því hann kom inn í lið Vals eftir mikla bekkjarsetu síðustu ár í Danmörku. Á meira inni og á bara eftir að verða betri."

Síðar í dag munum við birta listann yfir bestu varnarmennina. Svo í kjölfarið birtum við listana yfir bestu miðjumennina og sóknarmennina að mati sérfræðinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner