Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grótta
1
3
ÍA
0-1 Viktor Jónsson '8
0-2 Johannes Vall '45
Arnar Þór Helgason '65 , sjálfsmark 0-3
Tómas Johannessen '83 , víti 1-3
08.08.2023  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og logn. Þarf ekki meira.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Johannes Vall
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
2. Arnar Þór Helgason ('71)
3. Arnar Númi Gíslason
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tómas Johannessen
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('64)
11. Sigurður Steinar Björnsson ('64)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
29. Grímur Ingi Jakobsson ('71)

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
11. Axel Sigurðarson ('89)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('64)
21. Hilmar Andrew McShane ('64)
22. Kristófer Melsted ('71)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Valtýr Már Michaelsson
Arnar Þór Axelsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('17)
Chris Brazell ('58)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Gunnar í flautu sína og 3-1 sigur Skagamanna staðreynd!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!

Takk fyrir mig!
94. mín Gult spjald: Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Pirringsbrot
93. mín
Gabríel tekur hornið sem fer í gegnum allan pakkan og rennur í sandinn.
93. mín
Grótta að fá horn!!
92. mín
Breki í erfiðri stöðu og nær skoti sem fer hátt yfir markið.
92. mín
HVERNIG?!?! Patrik keyrir upp hægri kantinn og kemur með han fyrir á Arnþór Pál sem er með allt markið fyrir framan sig og hittir á einhvern ótrúlegan hátt ekki á markið. HVERNIG ERU gRÓTTUMENN EKKI BÚNIR AÐ SKORA ANNAÐ MARK?!?!?
91. mín
Eftirlitsmaðurinn giskar á 4-5 mínútur í uppbót.
90. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
89. mín
HVERNIG FÓR ÞETTA EKKI INN!!! Gabríel tekur hornið sem Árni grípur en missir síðan aftur út í teiginn og á einhvern ótrúlegan hátt fer boltinn ekki inn!!!
89. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
88. mín
Grótta að fá hér horn!!
86. mín
Þeir ráða ekkert við Tómas varnarmenn ÍA!!
83. mín Mark úr víti!
Tómas Johannessen (Grótta)
UNGSTIRNIÐ ÖRUGGUR Á PUNKTINUM!!! Setur hann ofarlega í hægra hornið og sendir Árna í vitlaust horn!!

Fáum við einhverja dramatík í þetta?!?!
82. mín
Grótta að fá víti!!! Sýndist það vera Hákon Ingi sem tekur Tómas niður!
78. mín
Gabríel tekur spynruna sem er mjög fín en Árni kýlir hann út í teiginn þar sem Aron Bjarki er nema skotið hjá Aroni fer rétt framhjá.
77. mín
Grótta að fá hornspyrnu!
76. mín
Gísli er kominn einn í gegn og er tekinn niður af Beiti og ekkert dæmt. Fannst það mjög skrítið að dæma ekkert en Gísli fer meiddur af velli.
74. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
74. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
71. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
71. mín
Inn:Kristófer Melsted (Grótta) Út:Arnar Þór Helgason (Grótta)
70. mín
Arnór tekur hornið sem er mjög gott á nærstöngina en Johannes Vall skallar yfir
70. mín
Skaginn að fá horn Gísli kominn einn í gegn og tekur skotið á nærstöngina sem Beitir ver mjög vel í horn. Síðan lætur Beitir varnarmenn sína heyra það!
65. mín SJÁLFSMARK!
Arnar Þór Helgason (Grótta)
Stoðsending: Gísli Laxdal Unnarsson
ÞEIR ERU AÐ GERA ÚT UM ÞENNAN LEIK ÆÆÆÆÆÆ

Gísli Laxdal fær boltann á hægri kantinum og kemur með geggjaðan bolta inn í á Árna Salvar. Áður en Árni nær að skalla boltann ætlar Arnar Þór að hreinsa í horn en endar á því að skalla boltann í sitt eigið net. Klaufalegt hjá fyrirliðanum og súmmerar kannski upp lek Gróttu.

Gróttumennirnir hafa verið gjörsamlega hræðilegir í seinni hálfleik.
64. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
64. mín
Inn:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)
61. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
Viktor gjörsamlega geggjaður í dag!
61. mín
Skaginn að fá horn
60. mín
Chris Brazell ósáttur með Jón Þór og lætur eftirlitsmann KSÍ heyra það. Jón Þór tryllist út í dómarann eftir að hann gaf Gróttu innkast en ekki ÍA. Chris Brazell biður þá dómarann um að spjalda Jón Þór líka og horfir upp að eftirlitsmanninum og lætur hann heyra það. Mjög skrítið allt saman hjá Chris.
59. mín
Skaginn að fá horn
58. mín Gult spjald: Chris Brazell (Grótta)
Vildi fá víti áðan. Búinn að vera tala mjög kaldhæðnislega við Bryngeir í allt kvöld.
52. mín
Skaginn nálægt því! Mikill hasar inn á teig Gróttu sem endar með því að boltinn berst út í teiginn á Gísla sem á skotið rétt yfir markið.
51. mín
Illa farið með þessa spyrnu. Einhver ótrúlega furðuleg útfærsla á aukaspyrnu sem endar með skoti hjá sóknarmanni Gróttu í liðsfélaga og útaf í markspyrnu.
51. mín
Grótta að fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Grímur Ingi ætlar að taka hana
50. mín
Þessi seinni hálfleikur fer mjög rólega af stað. Grótta meira og minna með boltann að reyna að opna vörn Skagamanna en það gengur ekkert.
46. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang á ný. Það eru Gróttumenn sem eiga upphafssparkið.
45. mín
Hálfleikur
Þá er Gunnar búinn að flauta í hálfleik. Mjög góð frammistaða hjá dómarateyminu í fyrri hálfleik. ÍA leiðir 2-0 inn í hálfleikinn og það er bara sanngjarnt að mínu mati. Chris Brazell hlýtur að fara vel yfir málin í hálfleiksræðunni sinni!
45. mín MARK!
Johannes Vall (ÍA)
ÞEIR TVÖFALDA FORYSTUNA!! Arnór Smára tekur mjög gott horn beint inn á markteiginn sem Indriði nær og skallar á markið. Beitir ver mjög vel í markinu en hann slær boltann beint út í teiginn og þar mætir Johannes Vall og potar boltanum í netið. Ekki varnarleikur upp á marga fiska hjá Gróttu.

Skagamenn fara með tvöfalda forystu inn í hálfleikinn!!
45. mín
Skaginn fær horn! Steinar keyrir upp völlinn og sendir á Inga sem á skot á markið en Beitr ver í horn.
45. mín
ÍA munu að öllum líkindum fara með forystuna inn í hálfleikinn.
42. mín
Hornið er mjög gott hjá Kristóferi en það er brotið á varnarmanni ÍA í aðdragandanum
42. mín
Grótta að fá annað horn!
40. mín
Arnór Smára stangar boltann frá og þetta rennur út í sandinn.
40. mín
Grótta að fá annað horn hinum megin.
39. mín
Grótta að fá horn við litla hrifningu Skagamanna!
38. mín
MAAAAAA.... rangur! Frábær skyndisókn hjá Skaganum sem endar með því að Arnór Smára tjippar boltanum á fjærstöngina rétt fyrir utan vítateig Gróttu þar sem Viktor er. Viktor skallar boltanum yfir Beiti í markinu og inn fer hann en flaggið fór á loft. Viktor var fyrir innan.
35. mín Gult spjald: Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
Missir Tómas framhjá sér og rífur hann niður. Alls ekki nauðsynlegt en réttur dómur.
31. mín
Patrik með langt innkast inn á teig ÍA sem Aron Bjarki skallar á fjær en þar er enginn mættur. Aron Bjarki brjálður út í liðsfélagana sína!
28. mín
Gísli og Steinar að spila vel saman Gísli fær boltann frá Steinari fyrir utan vítateig Gróttu og tekur skotið niður í nærhornið sem Beitir ver þæginlega.
23. mín
Skagamenn vilja víti!! Viktor er sloppinn einn í gegn og er kominn einn á móti Beiti. Þá kemur Arnar Þór, sem er á gulu, í bakið á honum og kemur honum úr jafnvægi inni í vítateig Gróttu. Halli og Jón eru brjálaðir á bekknum og láta dómarateymið heyra það!!
20. mín
Arnór tekur hornið sem er fínt og þá myndast mikið klafs inni á teignum. Síðan eftir mjög mikið klafs ná Gróttumenn loksins að hreinsa boltanum frá.
20. mín
Gott mál Jæja hann virðist geta haldið leik áfram.
18. mín
Nei þú hlýtur að vera að grínast?!?! Núna liggur Beitir niðri og þarf aðhlynningu! Hvaða álög eru á markmönnum Gróttu í dag?! Ætlar núna þriðji markmaður Gróttu að meiðast líka??
18. mín
Beitir ver! Arnór Smára með skot fyrir utan teig sem er mjög gott en Beitir ver vel í horn!
17. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Rífur Gísla niður þegar hann er kominn einn í gegn. Hárréttur dómur!
16. mín
Svona stilla liðin sér upp ÍA (4-2-3-1)
Árni
Jón Gísli- Hlynur - Johannes - Arnleifur
Arnór - Indriði
Gísli - Steinar - Ingi
Viktor

Grótta (5-2-3)
Beitir
Sigurður - Patrik - Arnar Þór - Aron Bjarki - Arnar Númi
Tareq - Gabríel
Grímur - Kristófer
Tómas
8. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Ingi Þór Sigurðsson
GESTIRNIR KOMNIR YFIR!! ÓTRÚLEGA FALLEGT MARK!!

Frábært spil hjá Skaganum sem endar með því að Steinar vippar boltanum yfir varnarlínu Gróttu, við vítateigslínuna, og Ingi Þór fær hann alveg upp við markið. Ingi Þór sendir í fyrsta fyrir markið á Viktor sem er með allt markið fyrir framan sig og stýrir honum í netið.

Viktor núna orðin markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk í 15 leikjum!
4. mín
Arnar Þór skallar hornspyrnuna sem Arnór tekur í burtu.
4. mín
Horn! Arnleifur fær boltann í gegn og sendir hann út í teiginn á Steinar sem á skot í varnarmann og aftur fyrir. Horn sem Skaginn á!
3. mín
Tómas og Grímur spila vel saman í gegnum miðsvæðið sem endar með skoti frá Grími rétt framhjá. Þetta byrjar skemmtilega!
1. mín
40 sek! Vá Skagamenn byrja vel!

Flott spil úti á vinstri kantinum sem endar með því að Arnleifur sendir út í teiginn á Viktor sem á skotið rétt yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma okkur í gang.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og takast í hendur. Mun fleiri Skagamenn á pöllunum!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Þá ganga liðin til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Engar breytingar á liði ÍA - Grótta gerir fjórar breytingar! Þá eru byrjunarliðin komin í hús og Chris Brazell gerir fjórar breytingar á sínu liði frá jafteflinu gegn Aftureldingu á dögunum en Beitir, Arnar Þór, Tómas Johannessen og Grímur Ingi koma inn í liðið fyrir þá Rafal, Arnþór Páll, Valtýr Már og Arnar Daníel.

Jón Þór gerir enga breytingu frá tapleiknum gegn Leikni á dögunum. Mjög áhugavert þar sem þetta var stærsta tap ÍA í sögunni í B-deild. Áhugavert.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Áhugaverðar fréttir fyrir leik kvöldsins! Við fengum svo sannarlega áhugaverðar fréttir í hádeginu í dag þegar það var ljóst að Beitir Ólafsson, fyrrverandi markvörður KR, er kominn með leikheimild hjá Gróttu út tímabilið. Þannig er mál með vexti að báðir markmenn Gróttu eru meiddir og verða ekki með í dag þannig Beitir fékk kallið. Ekki stendur til að að svo stöddu að Beitir spili fleiri leiki með Gróttu í sumar, en hvað veit maður?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Formaðurinn þakklátur KR
Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, var sáttur með félagskiptin í samtali við fótbolta.net í dag:
„Við erum mjög þakklát KR-ingunum fyrir að hafa hjálpað til að láta þetta skipti ganga í gegn."

Mynd: Grótta

Fyrir leik
Lengjudeildin 2023 Lengjudeildin í ár er án efa ein skemmtilegasta deild sumarsins. Það er mikil spenna víðast hvar á töflunni en tímabilið hefur farið mjög skemmtilega af stað. Svona lítur taflan út fyrir leiki kvöldsins:

1. Afturelding 36 stig
-----------------------
2. Fjölnir 29 stig
3. ÍA 27 stig
4. Leiknir R 23 stig
5. Grótta 20 stig
-----------------------
6. Vestri 20 stig
7. Selfoss 19 stig
8. Þór Ak 17 stig
9. Grindavík 16 stig
10. Þróttur R 15 stig
-----------------------
11. Njarðvík 14 stig
12. Ægir 8 stig
Fyrir leik
Tveir frestaðir leikir í kvöld Leikurinn í kvöld ásamt leik Vestra og Selfossar, sem Hákon Dagur textalýsir fyrir vestan, eru báði leikir sem tilheyra 11. umferðinni. Þeir leikir voru frestaðir vegna U19 evrópumótsins.
Fyrir leik
Gróttumenn leita af sigri Grótta er það lið sem mun berjast um þetta fjórða og fimmta sæti fram á lokadag. Maður sér Gróttu alls ekki geta náð Aftureldingu en þeim hefur mistekist að vinna í seinustu þremur leikjum og eru komnir niður í 5. sætið jafnir á stigum á Vestra, einu stigi á undan Selfossi sem tapaði 9-0 fyrir korteri liggur við og þremur stigum á eftir Leikni sem var í fallbaráttu fyrir svo stuttu síðan. Það er svo stutt á milli í þessu en þetta er fullkomið dæmi um það hversu rugluð þessi deild er. 3 leikir án sigurs og þú ert kominn í stórhættu á því að ná ekki þessu umspilsæti sem er í boði. Grótta náðu samt sem áður í gott stig í seinustu umferð á útivelli gegn Aftureldingu þar sem þeir fengu á sig jöfnunarmark alveg í lokin. Svekkjandi fyrst og fremst en fyrirfram, gott stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er aðeins annað tímabil Chris Brazell með Gróttu en í fyrra lenti hann í 3. sæti, níu stigum frá Bestu deildar sæti. Nær Englendingurinn að taka Gróttu í þetta umspil og mögulega vinna það sem myndi þýða það að Grótta færi aftur upp í efstu deild eftir þriggja ára fjarveru?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skagamenn kipptir á jörðina eftir geggjað gengi ÍA hefur farið vel af stað í sumar en eftir erfiða byrjun náðu þeir svo sannarlega að snúa genginu við með því að vinna 7 af átta leikjum og þar að meðal 5-2 útisigur gegn Aftureldingu sem hafði ekki tapað leik í deildinni á þeim tímapunkti. Seinasti leikur Skagamanna var hinsvegar ekki leikur sem Skagamenn geta verið ánægðir með en í seinustu umferð fengu þeir Leikni í heimsókn sem rasskelltu þá 5-1. Stærsta tap ÍA í sögu B-deildar. Skaginn situr í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fjölni sem eru í öðru, 9 stigum á eftir Aftureldingu sem eru á toppnum en með sigri minnka þeir bilið í 6 stig á þeim og Aftureldingu og fara upp í annað sætið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
14 mörk í 14 leikjum!
Markahæsti leikmaður Skagamanna í deildinni í sumar er að sjálfsögðu Viktor Jónsson. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Elmari Cogic, leikmanni Aftureldingar, en þeir hafa báðir skorað 14 mörk. Samt sem áður hefur Viktor einungis spilað 14 leiki í sumar en Elmar 15 þannig Viktor á leik inni á Elmar. Baráttan um gullskóinn verður æsispennandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stórslagur á Nesinu Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Gróttu og ÍA á Vivaldivellinum á Nesinu. Þessi lið ætla sér stóra hluti í sumar og hafa verið að gera gott mót til þessa en þau eru bæði í þessum umspilsætum.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson

Byrjunarlið:
Gísli Laxdal Unnarsson ('74)
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson (f) ('61)
10. Steinar Þorsteinsson ('46)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('90)
20. Indriði Áki Þorláksson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason ('74)

Varamenn:
2. Hákon Ingi Einarsson ('74)
7. Ármann Ingi Finnbogason ('74)
14. Breki Þór Hermannsson ('46)
15. Marteinn Theodórsson ('90)
22. Árni Salvar Heimisson ('61)
28. Pontus Lindgren

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Albert Hafsteinsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson

Gul spjöld:
Ingi Þór Sigurðsson ('35)

Rauð spjöld: