Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 08. ágúst 2023 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meiðsli hrjá markverði Gróttu - Beitir spilar gegn ÍA í kvöld (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beitir Ólafsson, fyrrum markvörður KR, Keflavíkur, HK og fleiri liða, hefur fengið félagaskipti frá KR til Gróttu.

Hann kemur til með að verja mark liðsins í kvöld þegar Grótta fær ÍA í heimsókn í Lengjudeildinni. Ekki stendur til að að svo stöddu að Beitir spili fleiri leiki með Gróttu.

Aðalmarkvörður Gróttu, Rafal Stefán Daníelsson, glímir við meiðsli og sömu sögu er að segja af varamarkverði liðsins. Því er Beitir fenginn úr Vesturbænum yfir á Seltjarnarnesið.

„Við erum mjög þakklát KR-ingunum fyrir að hafa hjálpað til að láta þetta skipti ganga í gegn," sagði Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, við Fótbolta.net í dag.

Beitir er 37 ára gamall og hefur fjórum sinnum verið á varamannabekknum hjá KR í sumar. Hann var aðalmarkvörður KR tímabilin 2017-2022.

Lengjudeild karla
18:00 Vestri-Selfoss (Olísvöllurinn)
19:15 Grótta-ÍA (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner