Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Fram
1
1
ÍA
Guðmundur Magnússon '65 1-0
1-1 Viktor Jónsson '76
21.05.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Það blæs töluvert, og skúrir af og til
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 787
Maður leiksins: Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f) ('86)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson ('69)
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('77)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason ('77)
25. Freyr Sigurðsson ('86)
26. Aron Kári Aðalsteinsson
71. Alex Freyr Elísson ('69)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('7)
Kyle McLagan ('31)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hann verður að skora þarna!

Langur bolti fram og Alex sprettur af stað upp hægri kantinn. Hann kemur svo með frábæran bolta fyrir teig og Viktor Bjarki í dauðafæri, en Árni með ótrúlega vörslu!

Þetta var lokaspark leiksins og einhvernegin voru bara 2 mörk í þessum leik. Tekk fyrir mig þetta var frábær skemmtun en viðtöl og skýrsla eru væntanleg seinna í kvöld!
92. mín
Skagamenn í góðri sókn og boltinn fær að skoppa soldið inn á teignum. Steinar nær þá skallanum en hann er laus og beint á Ólaf.
91. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
88. mín Gult spjald: Dean Martin (ÍA)
Deano aðeins að missa sig í mótmælum.
86. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
85. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
84. mín
Skagamenn með tvær fínar fyrirgjafir en Framarar ná að verjast vel.
76. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Guðfinnur Þór Leósson
Þvílíkur bolti!! Guðfinnur úr ólíklegri stöðu setur algjöran perlu bolta inn í teiginn og Viktor stangar boltan í netið af fjærstönginni.

Það var rangstöðu lykt af þessu en maður verður að sjá þetta aftur til að dæma um það.
73. mín
Næstum sjálfsmark! Fred með góðan bolta fyrir á fjærstöngina sem Alex setur svo í fyrsta aftur fyrir markið. Oliver ætlar þá að skalla útaf en boltinn smellur í þverslánni og fer yfir markið.

Heppinn þarna.
72. mín
Hvað er Ólafur að gera? Sending inn í teig Framara frá löngu færi og Ólafur ætlar að koma út í boltan. Hann misreiknar þetta síðan og lendir vel undir boltanum og er svo bara heppinn að boltinn endar útaf í markspyrnu.
69. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
65. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Þarna kom markið loksins! Magnús vinnur innkast ofarlega á vellinum og hann er fljótur að taka kastið á Fred sem keyrir inn á teiginn frá kantinum. Fred setur svo boltan fyrir meðfram jörðinni og Gummi Magg er fyrstur á boltan og rennir boltanum í netið!
64. mín
Fred setur boltan stutt á Harald sem kemur svo með fyrirgjöfina en Skagamenn skalla frá.
64. mín
Erik skallar fyrirgjöf útaf og Fram á horn.
63. mín
Skalli í slá! Hornspyrna hjá Skaganum og Viktor rýs hæst eftir fyrirgjöfina. Skallinn góður en sleikir slánna og yfir markið.

Það hlýtur að fara koma mark eftir öll þessi færi.
61. mín
Svakalegt færi hjá Fred! Magnús er kominn inn í teig og herjar að markinu, hann tekur svo góða gabbhreyfingu áður en hann tekur skotið en það fer í varnarmann. Boltinn dettur svo á Fred sem lúrir á fjær en hann nær ekki að koma nægilega góðri snertingu á boltan og skotið hans framhjá.
60. mín
Ingi með góða fyrirgjöf á fjærstöngina en Viktor þarf aðeins að teygja sig til að ná skallanum. Hann verður því frekar laus og Ólafur getur gripið boltan.
56. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
56. mín
Skagamenn með aukaspyrnu á fínum stað. Vall tekur skotið en það flýgur hátt yfir.
52. mín
Brotið á Vardic en Sigurður virðist ætla að sleppa því. Fram skýst þá í sókn en þá stoppar Sigurður á endanum leikinn og dæmir aukaspyrnu. Stúkan langt frá því að vera sátt, en þetta er held ég hárrétt dæmt.
48. mín
Dauðafæri fyrir Fram! Langur bolti fram og Magnús setur boltan í fyrsta fyrir markið á Gumma Magg sem er einn gegn markmanni, en hann skýtur beint í hann. Fram heldur svo sókninni áfram og Haraldur er kominn inn í teig í góða stöðu en fyrirgjöfin hans strýkur slánna og fer svo framhjá öllum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
46. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn sækja hratt og Vall er kominn upp vinstri kantinn, hann reynir þá fyrirgjöf eða skot hver veit. Boltinn allavega smellur í nærstönginni og þeytist yfir teiginn. ÍA nær ekki að gera sér meiri mat úr þessu og Sigurður flautar til hálfleiks.

Nóg um að vera í þessum hálfleik, mikið fram og til baka og færi á báða bóga. Hressilega skemmtun og við biðjum bara um meira af þessu plús mörk í seinni hálfleik.
45. mín
Svakaleg mistök hjá Vardic í öftustu línu! +2

Vardic gefur einfaldlega boltan á Gumma Magg sem leikur á Oliver áður en hann gefur boltan á Tryggva. Tryggvi gefur boltan svo aftur á Gumma sem er í frábæru færi en skotið framhjá.
45. mín
Uppbótartíminn er 2 mínútur.
43. mín
Fast skot af löngu færi frá Má. Boltinn fer framhjá en þetta var alls ekki galið.

Hann hefur svo eitthvað sparkað í Rúnar í leiðinni sem liggur eftir.
41. mín
Skot eða fyrirgjöf? Góð fyrirgjöf hjá Fram á fjærstöngina þar sem Magnús tekur skotið, eða hvað? Þetta var mjög fínt færi en skotið hjá Magnúsi endar á að fara nær hornfánanum en markinu.
40. mín
Framarar vilja víti! Tryggvi fellur inn í teig og hendur fara á loft. Ég sá hinsvegar ekkert í þessu og held að þetta sé hárrétt hjá Sigurði.
39. mín
Gott hold-up play! Langur bolti fram á Hinrik sem er frekar einn. Hann heldur samt mjög vel í boltan og Rúnar kemur á endanum í hlaupið. Hinrik setur hann þá á Rúnar sem tekur skotið viðstöðulaust í fjærhornið en góð varsla frá Ólafi!
36. mín
Sama uppskrift og úr horni ÍA áðan. Vall setur boltan inn í teiginn og Vardic nær skalla í átt að marki, en Framarar komast fyrir. Eftir smá skallatennis inn í teig síðan, ná þeir að hreinsa.
35. mín
Boltinn fer núna hratt teigana á milli. ÍA fær horn.
35. mín
Framarar sækja hratt og Fred er kominn í fína stöðu úti á vinstri kant. Hann setur boltan inn í teiginn þar sem Gummi Magg nær skallanum en yfir markið.
33. mín
Skagamenn með hornspyrnu og Johannes Vall setur boltan inn í teiginn. Marki Vardic rýs þá hæst og nær góðum skalla á markið en vel varið hjá Ólafi.
31. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
ÍA fær ódýra aukaspyrnu og Kyle sýnir of miklar tilfinningar að mati Sigurðar.
29. mín
Boltinn kemur inn í teig en er skallaður frá. Skagamenn halda samt boltanum og hann berst til Olivers sem tekur skotið fyrir utan teiginn en yfir markið.
28. mín
Fínt skotfæri fyrir Rúnar fyrir utan teig. Skotið hans fer hinsvegar í varnarmann og í hornspyrnu.
27. mín
Fín fyrirgjöf frá Jóni inn á teig þar sem Hinrik nær skallanum, en erfitt færi og boltinn fer framhjá.
24. mín Gult spjald: Arnór Smárason (ÍA)
Fred er of fljótur að ná til boltans fyrir Arnór og þá endar háa löppin hans að fara í Fred.
21. mín Gult spjald: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Skot í slá! Gummi Magg gerir frábærlega í að fleyta boltanum áfram og er í kjölfarið tekinn niður af Erik. Tryggvi nær samt til boltans og kemur með fína sendingu á Magnús inn í teig sem tekur skot sem skýst upp í loftið og lendir ofan á slánni.

Þegar leikurinn stöðvast fer svo Sigurður og sýnir Erik réttilega gula spjaldið.
18. mín
Vindurinn eitthvað að stríða? Boltinn kemur inn í teig úr horninu og Árni Marinó er í einhverju bölvuðu basli með þetta. Hann reynir að grípa en missir boltan og þá þarf Erik að vera fljótur að hugsa og hreinsar frá.

Sóknin er ekki búin því Framar fá boltan, þá keyrir Haraldur í átt að teignum óáreittur. Hann tekur svo skotið en þetta er nokkuð þægilegt fyrir Árna.
17. mín
Fram fær hornspyrnu.
16. mín
Framarar í fínni sókn. Spila vel á milli sín upp völlinn, og þá er Magnús með boltan rétt fyrir utan teig. Hann leggur boltan fyrir Tryggva sem tekur skotið en það siglir nokkuð vel framhjá.
11. mín
Dauðafæri einn á einn! Langur bolti fram hjá ÍA og allt í einu er Hinrik bara sloppinn í gegn. Hann keyrir inn á teiginn en hefur mögulega bara of mikinn tíma til að hugsa og bombar bara beint á Ólaf í markinu.
7. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
Groddaraleg tækling á Hinrik. Vel verðskuldað.
5. mín
Arnór setur boltan aftur á nærstöngina og Rúnar nær skallanum en hann fer beint upp í loftið og Ólafur grípur boltan.
5. mín
Arnór setur boltan á nærstöngina en boltinn skallaður útaf í annað horn.
4. mín
Skagamenn vinna fyrsta horn leiksins.
4. mín
Uppstilling liðanna Fram 3-5-2
Ólafur
Adam - Kyle - Þorri
Már - Tryggvi - Tiago - Fred - Haraldur
Guðmundur - Magnús

ÍA 3-4-3
Árni
Marko - Erik - Oliver
Jón - Arnór - Rúnar - Johannes
Steinar - Viktor - Hinrik
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður flautar leikinn í gang og það eru Framarar sem taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin - Rúnar Már byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson


Rúnar Kristinsson þjálfari Fram gerir 5 breytingar á liði sínu, en þeir breyttu liði sínu töluvert þegar þeir mættu ÍH í bikarnum. Ólafur Íshólm Ólafsson, Þorri Stefán Þorbjörnsson, Tryggvi Snær Geirsson, Magnús Þórðarson og Tiago Fernandes koma allir inn í liðið en Stefán Þór Hannesson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Breki Baldursson og Viktor Bjarki Daðason fá sér sæti á bekknum. Egill Otti Vilhjálmsson sem byrjaði þann leik er ekki í hóp.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir 2 breytingar á liði sínu. Rúnar Már Sigurjónsson og Marko Vardic koma inn í byrjunarliðið en Arnleifur Hjörleifsson og Ingi Þór Sigurðsson setjast á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rúnar, Kyle og Þorri meðal bestu í Bestu Í útvarpsþættinum Fótbolti.net völdu sérfræðingar og fréttamenn þá bestu í Bestu deildinni hingað til, nú þegar sex umferðir eru búnar.

Baldvin Már Borgarsson og Sverrir Örn Einarsson eru sammála um að Kyle McLagan varnarmaður Fram sé besti leikmaður deildarinnar til þessa og að Rúnar Kristinsson þjálfari Fram sé besti þjálfarinn.

Þorri Stefán Þorbjörnsson í Fram var valinn besta ungstirnið hingað til af Sverri en Baldvin valdi Magnús Arnar Pétursson í HK.

   19.05.2024 09:45
Völdu þá bestu og mestu vonbrigðin í deildinni til þessa
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Dómari leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Þórður Arnar Árnason.

Eftirlitsmaður er Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari er Guðgeir Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stefán Teitur spáir Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson, sem varð bikarmeistari með Silkeborg í Danmörku á dögunum, er spámaður umferðarinnar.
Fram 1 - 3 ÍA
Skaginn munu halda afram að skemmta fólki. Steinar málar liklegast leikinn með þremur stoðsendingum. Og Oliver Stefáns skorar mjög óvænt.
Mynd: Silkeborg
Fyrir leik
Skagamenn vinna stórt eða tapa stórt Saga ÍA hingað til í sumar hefur verið næstum þveröfug við andstæðinga sína í kvöld. Skagamenn hafa unnið 3 leiki og tapað 3 leikjum, og sitja því í 8. sæti með 9 stig. Markatalan segir sína sögu þegar kemur að þeim en þeir hafa skorað heil 14 mörk í þessum 6 leikjum en einnig fengið á sig 9. Viktor Jónsson er markahæsti leikmaður deildarinnar með 6 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vörnin er besta sóknin hjá Fram Framarar hafa farið virkilega vel af stað inn í mótið og eru í 5. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 6 leiki. Sterkur varnarleikur hefur verið einkennismerki liðsins þar sem liðið hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni, eða aðeins 4 mörk talsins, og aldrei meira en 1 í leik. Kyle Mclagan hefur fengið mikið lof fyrir sínar frammistöður, enda verið frábær í vörninni síðan hann kom aftur til félagsins.

Markaskorun hjá liðinu hefur hinsvegar ekki verið neitt sérstaklega glæsileg. Alls hefur liðið skorað 7 mörk hingað til og markahæstur hjá þeim er Guðmundur Magnússon með 2 mörk.

Kyle Mclagan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
7. umferðin að klárast Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og ÍA í 7. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Rúnar Már S Sigurjónsson ('56)
3. Johannes Vall
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson ('85)
13. Erik Tobias Sandberg
14. Oliver Stefánsson
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f) ('46)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
7. Ármann Ingi Finnbogason
17. Ingi Þór Sigurðsson ('46)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('56)
22. Árni Salvar Heimisson ('85)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Albert Hafsteinsson
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Erik Tobias Sandberg ('21)
Arnór Smárason ('24)
Dean Martin ('88)
Steinar Þorsteinsson ('91)

Rauð spjöld: