Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 21. maí 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Kominn með þrjú mörk í sumar.
Kominn með þrjú mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
' Ég er mjög þakklátur fyrir traustið og ég er búinn að nýta þessar mínútur sem ég hef fengið, ég tek þær með stolti og geri mitt besta'
' Ég er mjög þakklátur fyrir traustið og ég er búinn að nýta þessar mínútur sem ég hef fengið, ég tek þær með stolti og geri mitt besta'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu gegn Val fagnað.
Markinu gegn Val fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer til danska stórliðsins FCK í júlí.
Fer til danska stórliðsins FCK í júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mingi.
Mingi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gummi Magg.
Gummi Magg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarinn Viktor Bjarki Daðason er á leið til Kaupmannahafnar i sumar. Danska félagið hefur þegar gengið frá kaupum á kappanum og fer hann til Danmerkur í kringum 20. júlí. Viktor er framherji sem verður 16 ára í lok júní.

Hann lék ekki með Fram í byrjun tímabils þar sem hann var að æfa með FCK og var einnig að glíma við meiðsli.

Hann stimplaði sig samt heldur betur rækilega inn í tímabilið þegar hann skoraði jöfnunarmarkið í lokin gegn Val. Hann var svo í byrjunarliðinu gegn ÍH á föstudagskvöldið og skoraði tvö mörk í bikarsigri Framara.

Hann ræddi við Fótbolta.net um helgina.

„Ég er að fíla mig mjög vel, þetta hefur byrjað mjög vel eftir að ég fékk tækifærið hjá Rúnari. Ég nýti það eins og ég get, ég er leikmaður Fram í dag og það er mitt uppáhaldsfélag. Ég er að nýta tækifærið og ég er mjög ánægður núna," sagði Viktor Bjarki.

Er alveg hægt að ýta því til hliðar í höfðinu að þú sért að fara til FCK í júlí?

„Já, ég er voða lítið að hugsa um FCK núna. Ég er bara að hugsa um að gera mitt í Fram, ég er ennþá Frammari, leikmaður liðsins. Ég hugsa um FCK þegar ég fer. Núna er það bara Fram og gera mitt besta fyrir félagið."

Ekki til betri tilfinning
Hvernig var að skora jöfnumarkið gegn Val?

„Það er ekki til betri tilfinning fyrir mig; að skora jöfnunarmarkið fyrir uppeldisfélagið á móti Val. Það var skemmtilegt að skora á móti þeim og smá að eyðileggja fyrir þeim."

„Það er ekkert sjálfgefið að fá traustið. Ég er mjög þakklátur fyrir traustið og ég er búinn að nýta þessar mínútur sem ég hef fengið, ég tek þær með stolti og geri mitt besta."


Hvernig er að fá þessa athygli, fara í viðtöl eftir leiki?

„Það er bara gaman. Ég held einbeitingunni á fótboltanum, held áfram í næsta leik og geri mitt besta í þeim leik. Held bara áfram að gera mitt. Ég vil gera allt sem ég get fyrir Fram."

Hefði getað sett þrennu
Hvernig var leikurinn á móti ÍH?

„Við vorum í smá brasi í fyrri hálfleik, þeir komu okkur á óvart. En mér fannst í lok fyrri hálfleiks og svo í byrjun seinni hálfleiks þá tókum við yfir leikinn og stjórnuðum honum."

„Það var frábært að skora þessi tvö mörk með skalla. Það var góð tilfinning að skora fyrstu tvennuna fyrir Fram. Það er mjög góð tilfinning að skora, gaman að hjálpa liðinu að komast áfram. Eftir fyrsta markið var ég kominn í gírinn, hefði getað skorað annað, en ég tek því að hafa skorað tvö. Ég missti af boltanum einu sinni og átti séns einu sinni með skalla (til að skora fleiri), en tvö duga. Ég er ánægður að Mási skoraði svo með vippunni."

„Ég fékk kallið í byrjunarliðið deginum fyrir leik og ég var mjög ánægður. Undirbúningurinn var sá sami og venjulega; borða nóg, drekka nóg og hvíla sig og koma sjálfum sér í gang fyrir leikinn."


Viktor ætlar sér að gera sitt besta fyrir Fram áður en hann fer út til Danmkerkur. „Ég vil gera mitt besta og að liðið haldi áfram sínu gengi. Ef ég fæ mínútur þá tek ég þær með stolti."

Fær hann að klára tímabilið með Fram?
Er ekki smá hluti af þér sem langar til þess að segja við FCK að þú eigir bara að klára tímabilið á Íslandi?

„Jú, það yrði örugglega skemmtilegt að klára tímabilið núna fyrst það gengur vona vel. En að fara til FCK í sumar er líka skemmtilegt. Ef það gerist að ég klára tímabilið hérna þá væri það gaman."

Þægilegt að spila með Gumma og Minga
Jannik Pohl meididst í byrjun móts og hefur ekkert verið með að undanförnu. Hann og Guðmundur Magnússon voru byrjunarliðsmenn í liðinu. Finnur þú fyrir breytingu á þinni stöðu innan hópsins eftir þau meiðsli?

„Já, ég vissi það þá að ég gæti verið líklegri til þess að fá kallið. Ef ég byrja eða fæ kallið þá er ég alltaf tilbúinn, sama hvað það er; ef það er kallað í mig þá er ég klár."

Þeir Guðmundur Magnússon og Magnús Ingi Þórðarson hafa byrjað leikina að undanförnu. Guðmundur getur verið meira skotmark fyrir liðsfélagana til að byggja upp sóknir á meðan Magnús hleypur fyrir allan peninginn og nær að búa til hluti með mikilli vinnusemi.

„Það er mjög þægilegt að hafa Gumma og Minga við hliðina á sér. Gummi er sterkur og stór, getur haldið boltanum vel og getur lagt hann á mig. Mingi er mjög duglegur, mjög þægilegt að hafa þá við hliðina á sér."

Eru stigaóðir þessa stundina
Byrjunin hjá Fram hefur verið eftirtektarverð. Liðið hefur einungis tapað einum leik, unnið þrjá og gert tvö jafntefli í fyrstu sex umferðunum.

„Stemningin er mjög góð, mórallinn og stemningin er mjög góð. Við viljum halda áfram, við erum stigaóðir núna og við viljum taka ÍA næsta þriðjudag. Það er bara undir þjálfurunum komið (hvort ég fái kallið í byrjunarliðið). Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá er ég alltaf tilbúinn. Það væri skemmtilegt að byrja en ég tek þær mínútur sem ég fæ með stolti," sagði Viktor Bjarki.

Leikurinn í kvöld gegn ÍA hefst klukkan 19:15 og fer fram á Lambahagavellinum í Úlfarsárdal.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í handboltann en hann var virkilega öflugur handboltamaður en ákvað að velja frekar fótboltann. Faðir hans, Daði Hafþórsson, var atvinnumaður í handbolta á sínum ferli.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner