Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 12:22
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd og Tottenham vilja samherja Hákonar Arnars
Wolves heimtar 45 milljónir fyrir Kilman
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins líkt og aðra daga og koma leikmenn á borð við Jonathan David, Max Kilman, Douglas Luiz og Leny Yoro fyrir í dag.


Manchester United og Tottenham eru á höttunum eftir Jonathan David, 24 ára framherja Lille og kanadíska landsliðsins með eitt ár eftir af samningi. (Sky Sports)

Wolves vill fá 45 milljónir punda fyrir Max Kilman, 27, og hafnaði því 25 milljón punda tilboði frá West Ham. Julen Lopetegui, þjálfari West Ham, hefur miklar mætur á þessum fyrrum lærisveini sínum. (Guardian)

Douglas Luiz, 26, er að ganga til liðs við Juventus og fær Aston Villa Samuel Iiling-Junior, 20, og Enzo Barrenechea, 23, í skiptum. Aston Villa fær einnig 25 milljónir punda greiddar frá Juve. (Daily Mail)

Man Utd hefur sett sig í samband við Lille til að hefja viðræður um varnarmanninn öfluga Leny Yoro, sem er aðeins 18 ára gamall. (Sky Sports)

Mason Greenwood er helsta skotmark Lazio. Félagið er tilbúið til að bjóða markvörðinn Christos Mandas, 22 ára, og 15 milljónir punda fyrir Greenwood sem er á sölulista hjá Manchester United og rennur út á samningi eftir eitt ár. (Tuttomercato)

Southampton ætlar að reyna að krækja í Bobby Decordova-Reid, 31 árs kantmann Fulham, sem rennur út á samningi í sumar. Decordova-Reid er staddur í Bandaríkjunum þessa stundina þar sem hann spilar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Copa América. (Sun)

Chelsea og FC Bayern hafa bæði áhuga á Marc Guiu, 18 ára framherja Barcelona, sem er með riftunarákvæði upp á 6 milljónir evra. (Fabrizio Romano)

Aaron Wan-Bissaka, 26 ára varnarmaður Man Utd, er á leið til tyrkneska stórveldisins Galatasaray þar sem hann fær fjögurra ára samning. (Bein Sports Turkey)

Man Utd er að reyna að krækja í Desire Doue, 19, en Rennes vill fá alltof mikinn pening fyrir táninginn sinn. (Givemesport)

West Ham og Brentford hafa áhuga á Dominic Calvert-Lewin, 27 ára framherja Everton. (Football Transfers)

Roma er á leið í viðræður við Manchester City um kaup á Sergio Gomez, fjölhæfum 23 ára varnarmanni félagsins. (Caught Offside)

AC Milan hefur áhuga á Pierre-Emile Höjbjerg, 28 ára miðjumanni Tottenham og danska landsliðsins. (Corriere dello Sport)

Everton vill kaupa Illian Ndiaye, 24 ára miðjumann, frá Marseille. Marseille krækti í leikmanninn frá Sheffield United í fyrra. (L'Equipe)

FC Bayern er að íhuga að kaupa miðjumanninn tekníska Hakan Calhanoglu, 30, frá Inter. (BILD)

Sevilla er í viðræðum við Arsenal um kaup á miðjumanninum Albert Sambi Lokonga, 24. (Vamos Mi Sevilla)
Athugasemdir
banner
banner
banner