Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 19. maí 2024 09:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Völdu þá bestu og mestu vonbrigðin í deildinni til þessa
Kyle McLagan hefur verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til.
Kyle McLagan hefur verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við Hvítasunnuhringborðið í gær völdu sérfræðingar og fréttamenn Fótbolta.net þá bestu í Bestu deildinni hingað til, nú þegar sex umferðir eru búnar.

Baldvin Már Borgarsson og Sverrir Örn Einarsson eru sammála um að Kyle McLagan varnarmaður Fram sé besti leikmaður deildarinnar til þessa og að Rúnar Kristinsson þjálfari Fram sé besti þjálfarinn.

Þorri Stefán Þorbjörnsson í Fram var valinn besta ungstirnið hingað til af Sverri en Baldvin valdi Magnús Arnar Pétursson í HK. Einnig var Helgi Fróði Ingason í Stjörnunni nefndur.

Val Baldvins á besta leikmanninum:
1. Kyle McLagan - Fram
2. Gylfi Þór Sigurðsson - Valur
3. Gunnar Vatnhamar - Víkingur

Val Sverris á besta leikmanninum:
1. Kyle McLagan - Fram
2. Viktor Jónsson - ÍA
3. Patrick Pedersen - Valur

Leikmenn sem hafa verið vonbrigði
Tryggvi Hrafn Haraldsson í Val, Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðabliki, Axel Óskar Andrésson í KR, Guy Smit í KR, Viðar Örn Kjartansson í KA, Rodri í KA, Ívar Örn Árnason í KA, Aron Bjarnason í Breiðabliki og Emil Atlason í Stjörnunni voru nefndir sem leikmenn sem hafa ekki staðið undir væntingum.

Þá voru Elías Ingi Árnason og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson valdir bestu dómarar deildarinnar hingað til.


Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner