Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
FH
0
1
Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '47
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '59 , misnotað víti 0-1
11.06.2024  -  17:15
Kaplakrikavöllur
Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit
Aðstæður: Sól og sumar en mengun í loftinu
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Hulda Ósk Jónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('81)
4. Halla Helgadóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f)
9. Breukelen Lachelle Woodard
10. Ída Marín Hermannsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('72)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('60)
37. Jónína Linnet ('81)

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('81)
7. Berglind Þrastardóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('81)
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('60)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! ÞÓR/KA tryggir verður í pottinum er dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna!
94. mín Gult spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Brýtur á Ídu.
93. mín
Norðankonur tefja og gera það vel.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
86. mín
Shelby missir fyrirgjöf yfir sig og boltinn berst á Thelmu sem er í góðri stöðu en skýtur yfir.
84. mín
Inn:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
84. mín
Inn:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA) Út:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA)
81. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (FH) Út:Jónína Linnet (FH)
81. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
72. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
71. mín
Elísa Lana á fast skot sem fer beint á Shelby sem ver örugglega.
70. mín
Hulda Ósk á lúmskt skot með hælnum í teig FH en Aldís ver frábærlega.
69. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Lara Ivanusa (Þór/KA)
Bríet aðeins fædd árið 2010 og kemur hér inná.
62. mín
Hulda með laglegt skot en Aldís ver vel í marki FH.
60. mín
Inn:Thelma Karen Pálmadóttir (FH) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
59. mín Misnotað víti!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
SHELBY VER! Andrea tekur vítið fast en ekki nægilega utarlega og Shelby Money ver vel!

59. mín
FH FÆR VÍTI Lidija Kulis tekur Breukelen niður í teignum og réttilega dæmd vítaspyrna!
58. mín
STÖNGIN Boltinn dettur fyrir Söndru sem er við vítateig og fer í skotið sem fer í utanverða stöngina!
53. mín
FH fær aukaspyrnu í góðri stöðu, Ída tekur en skotið fer hátt yfir.
47. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir
Jújú hún þurfti ekki nema tvær mínútur! Hulda og Lara með gott spil á milli sín, Hulda kemur boltanum svo á Söndru sem er í góðri stöðu í teignum og klárar fagmannlega.
Spurningamerki við varnarleik FH þarna.

46. mín
Inn:Sandra María Jessen (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
Fínt að eiga Söndru inni Markahæsti leikmaður bestu deildar kvenna að koma inná, Sandra skoraði ekki nema 4 mörk gegn FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað!
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Twana Khalid Ahmed flautar til hálfleiks, liðin skilja jöfn að. Bæði lið samt sem áður búin að fá sín færi.
45. mín
Einni mínútu bætt við.
42. mín
Elísa Lana með gott skot frá hægri kantinum en Shelby ver vel í marki Þór/KA.
38. mín
Hulda kemur með boltann í teiginn og Margrét Árna er alein í teignum en hittir ekki boltann. Norðankonur aftur í flottu færi.
31. mín
Þór/KA í frábæru færi! Margrét Árna þræðir Löru Ivanusa eina í gegn og hún rennir boltanum rétt framhjá marki FH.
Þarna munaði litlu.
22. mín Gult spjald: Bryndís Eiríksdóttir (Þór/KA)
Bryndís hindrar innkast FH-inga og fær fyrsta gula spjald leiksins.
21. mín
FH fær sína fyrstu hornspyrnu, Þór/KA verjast vel og koma boltanum frá.
19. mín
Jónína með hættulega fyrirgjöf en Breukelen nær ekki til knattarins.
9. mín
Sandra María hvíld Það vekur athygli í byrjunarliðunum að Sandra María Jessen er á bekknum hjá gestunum. Jóhann Kristinn sagði við RÚV að mikið álag hefði verið á Söndru að undanförnu og því væri hún á bekknum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
7. mín
Ída Marín með skot í stöngina Flott sókn hjá FH og Ída Marín á skot í stöngina, óheppin að skora ekki þarna!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
1. mín
Leikur hafinn
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Komiði sæl og blessuð kæru lesendur og veriði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Þór/KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
7. Amalía Árnadóttir ('46)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa ('69)
16. Lidija Kulis
17. Emelía Ósk Kruger ('84)
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('84)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('84)
5. Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('84)
10. Sandra María Jessen ('46)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('69)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Sonja Björg Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Bryndís Eiríksdóttir ('22)
Margrét Árnadóttir ('94)

Rauð spjöld: