Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Besta-deild karla
Stjarnan
71' 2
0
FH
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 2
0
ÍBV
Fram
0
1
ÍA
0-1 Rúnar Már S Sigurjónsson '26
06.04.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá gola, dropar í lofti en nokkuð milt.
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('71)
5. Kyle McLagan ('71)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('71)
12. Simon Tibbling
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
7. Guðmundur Magnússon ('71)
15. Jakob Byström
16. Israel Garcia Moreno ('71)
25. Freyr Sigurðsson
30. Kristófer Konráðsson ('71)
32. Hlynur Örn Andrason
33. Kajus Pauzuolis
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Simon Tibbling ('66)
Guðmundur Magnússon ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Skagamanna staðreynd hér. Þeir voru þessu eina skrefi framar í dag sem ýtir þeim yfir línuna. Mark Rúnars svo að sjáfsögðu verðugt sigurmark.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Uppbótartiminn er að minnsta kosti tvær mínútur
Eins og lítil orka sé eftir í liði Fram sem kemst lítt áleiðis og fátt í kortunum að endurkoma sé á leiðinni.

ÍA á hornspyrnu.
89. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Kvartar við Twana eftir að aukaspyrna er dæmd. Fær gult fyrir.
87. mín
Gestirnir vinna horn og fara sér að engu óðslega.

Stuðningsmenn Fram ekkert sérlega ánægðir með það.
86. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
85. mín
Árni með alvöru vörslu.
Eftir sendingu frá Israel inn á teiginn sé ég ekki hver það er sem á hörkuskot af stuttu færi sem Árni Marino gerir fáránlega vel í að verja.
83. mín
Israel Garcia með skot af löngu færi. Alltaf á uppleið og veldur Árna engu hugarangri í markinu.
81. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
Fullorðins tækling á Israel Garcia sem fann klárlega fyrir þessu.
76. mín
Fram að hækka tempóið og sækja hér annað horn.
74. mín
Gummi Magg!!!!
Boltinn dettur fyrir Gumma um 4 metra frá marki eftir hornið. Vinkillinn nokkuð þröngur og Árni Marinó gerir sig breiðan og bjargar í annað horn.
74. mín
Fram fær horn.
71. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Fram) Út:Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
71. mín
Inn:Israel Garcia Moreno (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
71. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Kyle McLagan (Fram)
71. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
66. mín Gult spjald: Simon Tibbling (Fram)
Hagnaði beitt rétt á undan, Tibbing sá brotlegi og Twana samkvæmur sjálfum sér.
65. mín
Hættulegur bolti inn á teig ÍA. Kennie fyrstur á boltann og skallar hann fyrir markið en þar vantar einfaldlega bláar treyjur til að ráðast á hann.
61. mín
Skagamenn vinna hornspyrnu.
60. mín
Stórhætta í teig Fram
Jón Gísli Eyland setur í gírinn og keyrir upp hægri vænginn. Finnur Steinar í teignum sem er aleinn en nær ekki að stýra boltanum á markið.
58. mín Gult spjald: Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)

Twana beitti hagnaði hér áðan og kallar Rúnar til sín og spjaldar hann fyrir atvikið.
55. mín
Heimamenn vinna hornspyrnu.

Árni Marinó kýlir boltann burt og í innkast fer hann.
51. mín
Bæði lið náð ágætum sóknum hér í upphafi síðari hálfleiks án þess þó að skapa sér nokkuð sem færi má kalla.

Heimamenn virðast vera að reyna að auka ákefðina í sínum leik og færa boltann hraðar.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
Marki undir sparka heimamenn okkur af stað á ný. Vonum að við fáum fleiri mörk í þennan síðari hálfleik. Ekki verra ef þau væru jafn glæsileg og það fyrsta.
45. mín
Hvað haldið þíð? Hafliði Breiðfjörð er að sjálfsögðu mættur með myndavél
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Hornspyrna og smá at við teig ÍA sem endar með að Rúnar Már skallar afturfyrir. Í stað þess að horn sé niðurstaðan flautar Twana til hálfleiks.

Verið fínasti fyrri hálfleikur hér þar sem liðin hafa skiptst á að sækja. Glæsimark Rúnars þó vel þess verðugt að Skagamenn fari með forystuna til búningsherbergja.

Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín
Uppbótartími í fyrri hálfleik er tvær mínútur að lágmarki.
43. mín
Vall finnur Viktor
Enn Vall með boltann fyrir frá vinstri. Finnur Viktor við vítateigslínu sem á skot en beint á Ólaf í markinu.
42. mín
Ágæt sókn Fram endar með skalla frá Kennie að marki. Örlítið of hár og boltinn yfir markið.
38. mín
Magnús Ingi einn á auðum sjó eftir aukaspyrnuna sem var skemmtilega útfærð. Of fljótur af stað og flaggið á loft.
36. mín Gult spjald: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Fyrstur í svörtu bókina hjá Twana. Brýtur á Magnúsi Inga á miðjum vallarhelmingi ÍA.
36. mín
Kyle McLagan með lúmskan bolta innfyrir á Kennie sem er að sjálfsögðu mættur fremst á völlinn úr vörninni. Flaggið fer þó á loft við litla hrifningu áhorfenda Fram.
32. mín
Séð þetta áður, Vall kemur í utanáhlaup á Hauk Andra, lúðrar boltanum fyrir en Viktor nær ekki að stýra skallanum á markið.
30. mín
Fram sækir
Vuk ber boltann upp vinstra megin og hleypur í átt að marki. Hleypur sig í ógöngur og varnarmenn þjarma að honum sem verður þess valdandi að ekkert verður úr.
26. mín MARK!
Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
Klínir honum í samskeytin! Stórkostleg spyrna!

Ekkert að negla bara nákvæmni.
Rúnar Már einfaldlega snýr hann yfir vegginn beint upp í samskeytin algjörlega óverjandi fyrir Ólaf Íshólm í markinu.

Frábært mark!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

26. mín
Aukaspyrna á álitlegum stað
Skagamenn vinna aukaspyrnu um 20 metrum frá marki fyrir miðjum D-boga. Vall og Rúnar Már standa yfir boltanum.
25. mín
Uppskrift 1,2 og 3 hjá ÍA
Færa boltann út til vinstri, finna Vall sem sveiflar vinstri fæti og á fyrirgjöf sem Viktor Jónsson rekur hausinn í. Gekk ekki í þetta sinn.
20. mín
Heldur að lifna yfir heimamönnum
Lið Fram hefur færst ofar á völlinn síðustu mínútur og verið sterkari aðilinn.
19. mín
Magnús Ingi með boltann fyrir markið frá hægri. Sigurjón Rúnarsson rís hæst en nær ekki að stýra boltanum á markið.
18. mín
Aftur hætta úr horni
Haraldur Einar með boltann innarlega og Árni Marinó þarf að slá hann afturfyrir.
17. mín
Fram sækir hornspyrnu.

Stórhættulegur bolti frá vinstri frá Fred yfir á fjær sem Skagamenn koma frá í annað horn.
11. mín
Árni Marinó í rosalegu brasi en sleppur með það!

Missir boltann undir pressu frá Vuk em er hreinlega of lengi að ná valdi á boltanum. Varnarmenn komast til baka og stíga fyrir og ekkert verður úr.
10. mín
Jafnræði með liðunum hér í upphafi og mikil barátta öðru fremur einkennir leikinn.

Skagamenn líkt og vænta mátti leita mikið út til vinstri a Vall og vilja fá fyrirgjafir frá honum. Heimamenn í Fram að leitast eftir að setja boltann aftur fyrir varnarlínu ÍA svo.
4. mín
Magnús Ingi Þórðarson liggur eftir á vellinum eftir ap Erik Tobias brýtur á honum. Erik fær tiltal frá Twana en Magnús þarf aðhlynningu. Stendur á fætur og heldur um bakið.
3. mín
Steinar Þorsteinsson í prýðilegu skotfæri við vítateig eftir undirbúning Johannes Vall. Of lengi að athafna sig og heimamenn komast fyrir skot hans.
2. mín
Rúnar Már með vonda sendingu sem lið Fram kemst inn í. Már Ægisson ,eð boltann inn á teig ÍA en nær ekki að koma skoti á markið. Gestirnir hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Úlfarsárdal.

Það eru gestirnir sen hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin mætt Hjá Fram er fátt sem í raun kemur á óvart. Alex Freyr Elísson sem öllu jöfnu er fastamaður í liðinu er þó á varamannabekknum og þá er Guðmundur Magnússon ekki klár í byrjunarliðið.

Skagamenn stilla sömuleiðis upp nokkurn vegin eftir bókinni. Það kemur þó kannski helst á óvart að Gísli Laxdal er á varamannabekk þeirra en margir reiknuðu með að hann myndi ganga inn í byrjunarlið ÍA.
Fyrir leik
Dómarar Twana Khalid Ahmed er aðaldómari leiksins í Úlfarsárdal. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Bergur Daði Ágústsson. Gunnar Freyr Róbertsson er varadómari og Kristinn Jakobsson sér um eftirlit fyrir KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Nýhættur Herra Víkingur spáir Halldór Smári Sigurðsson, sem lagði skóna nýverið á hilluna, tók að sér það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar. Um leik Fram og ÍA sagði Halldór Smári.

Fram 1 - 2 ÍA
Þorvaldur Sveinn minn allra besti maður og Víkingur er í þeirri hrottalegu aðstöðu að vera með yngra barnið í leikskóla á Kjalarnesi þrátt fyrir að búa í Laugardalnum og er það í boði leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. En það sem bætir aksturinn upp er að hitta reglulega á Viktor Jóns sem er með gríslinginn sinn á sama leikskóla. Það kemur þó úrslitum leiksins ekkert við og Viktor mun ekki einu sinni skora. Þurfti bara að koma þessu á framfæri og vill biðja dómara leiksins um að stöðva leik á 50. mínútu og leyfa áhorfendum að klappa en það er ca. tíminn sem tekur Þorvald að keyra upp á Kjalarnes og til baka.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram 9.SÆTI

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fram muni enda í níunda sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fram endar á sama stað og í fyrra ef spáin rætist.



Um liðið: Fram hefur fest sig í sessi á nýjan leik í Bestu deildinni. Þetta er fjórða tímabilið í röð í deild þeirra bestu eftir alltof langa veru í næst efstu deild. Núna er Fram á þeim stað þar sem félagið á að vera. Það hefur verið mikill uppgangur í Fram og aðstaðan í Úlfarsárdalnum, sem er hverfi á mikilli uppleið, er til fyrirmyndar. Tilfinningin er sú að það eru bjartir tímar framundan í Dal draumanna en núna er draumurinn hjá liðinu að komast í efri hlutann. Þeir voru ekki langt frá því í fyrra og spurning hvort það takist í þetta skiptið?

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Komnir:
Simon Tibbling frá Noregi
Isra Garcia frá Spáni
Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH
Róbert Hauksson frá Leikni
Viktor Freyr Sigurðsson frá Leikni
Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR
Kristófer Konráðsson frá Grindavík
Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu
Jakob Byström frá Svíþjóð

Farnir:
Orri Sigurjónsson í Þór
Brynjar Gauti Guðjónsson í Fjölni
Tiago til Kína
Markús Páll Ellertsson til Ítalíu
Jannik Pohl til Þýskalands
Djenairo Daniels
Gustav Dahl til Danmerkur
Hlynur Atli Magnússon hættur
Sigfús Árni Guðmundsson á láni í Þrótt R.
Stefán Þór Hannesson í Hamar
Óskar Jónsson

Fyrir leik
ÍA 6.SÆTI

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍA muni enda í sjötta sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍA endaði í fimmta sætinu síðasta sumar en þeir komu fólki mikið á óvart.



Um liðið: Eins og FH, sem er spáð sjöunda sæti, þá er ÍA svo sannarlega stórveldi í íslenskum fótbolta. Það er ekki langt síðan það voru gerðir þættir á RÚV um stórveldið sem ÍA er. Það er rík saga upp á Akranesi og þar eru miklar kröfur á árangur. Skagamenn hafa hins vegar verið alltof mikið jójó lið síðustu árin. Þeir hafa flakkað mikið á milli deilda og ekki verið að gera neina spes hluti ef talað er hreint út. Í fyrra komu þeir aftur á móti upp sem nýliðar og gerðu mjög flotta hluti. Þeir komu á óvart. Fólk var að spá þeim í neðri hlutanum fyrir mót en þeir voru allt sumarið að berjast í efri hlutanum og komust í efri hlutann við skiptingu. Að lokum voru þeir ekki langt frá Evrópusæti; dómaraskandall myndu örugglega margir á Akranesi segja. Núna er góður grunnur til að byggja á og taka þetta enn lengra.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson



Komnir:
Gísli Laxdal Unnarsson frá Val
Baldvin Þór Berndsen frá Fjölni
Ómar Björn Stefánsson frá Fylki
Jón Sölvi Símonarson frá Breiðabliki (á láni)
Haukur Andri Haraldsson keyptur frá Lille (var á láni)

Farnir:
Hinrik Harðarson til Odd
Arnór Smárason hættur
Jón Breki Guðmundsson til Empoli
Ingi Þór Sigurðsson í Grindavík á láni
Hilmar Elís Hilmarsson til Fjölnis á láni
Arnleifur Hjörleifsson til Njarðvíkur á láni
Árni Salvar Heimisson í Grindavík á láni
Breki Þór Hermannsson í Grindavík á láni
Dino Hodzic orðinn markmannsþjálfari
Marvin Darri Steinarsson til Gróttu (var á láni frá Vestra)

Fyrir leik
Veislan heldur áfram
Besta deildin er farin af stað og veislan þessa helgina heldur bara áfram. Ykkur lesendur býð ég velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Lambhagavellinum þar sem við ætlum að fylgja eftir leik Fram og ÍA í þessari fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson ('86)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson ('71)
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
30. Logi Mar Hjaltested (m)
5. Baldvin Þór Berndsen
8. Albert Hafsteinsson ('86)
15. Gabríel Snær Gunnarsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('71)
18. Guðfinnur Þór Leósson
22. Ómar Björn Stefánsson
28. Birkir Hrafn Samúelsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Erik Tobias Sandberg ('36)
Rúnar Már S Sigurjónsson ('58)
Viktor Jónsson ('81)

Rauð spjöld: