
Vestri
0
1
Breiðablik

0-1
Höskuldur Gunnlaugsson
'71
0-1
Tobias Thomsen
'92
, misnotað víti

27.04.2025 - 14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínt fótboltaveður, hægur vindur og skýjað. 5°C
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 261
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínt fótboltaveður, hægur vindur og skýjað. 5°C
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 261
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
('68)


8. Daði Berg Jónsson
('76)

10. Diego Montiel
('65)

28. Jeppe Pedersen
('76)

32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
- Meðalaldur 29 ár
Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
5. Thibang Phete
('76)

6. Gunnar Jónas Hauksson
('65)

13. Albert Ingi Jóhannsson
17. Guðmundur Páll Einarsson
19. Emmanuel Duah
('68)

21. Emil Leó Jónþórsson
23. Silas Songani
('76)

29. Kristoffer Grauberg
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)

Jón Hálfdán Pétursson
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladan Dogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas
Jón Ólafur Ragnarsson
Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('19)
Davíð Smári Lamude ('86)
Rauð spjöld:
92. mín
Misnotað víti!

Tobias Thomsen (Breiðablik)
Guy ver það! Slök spyrna í fínni hæð fyrir Guy.
92. mín
Gult spjald: Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)

Fær gult fyrir einhvern æsing með Fatai
91. mín
Hann dæmir víti?!
Óli Valur fleygir sér niður og Vilhjálmur dæmir víti. Ég hélt að hann væri að fara að spjalda fyrir leikaraskap.
86. mín
Gult spjald: Davíð Smári Lamude (Vestri)

Vestramenn virka mjög trekktir og pirraðir. Kvarta yfir öllum dómum sama hversu réttir þeir eru.
80. mín
Fínt spil hjá blikum. Kristinn og Tobias leika sín á milli og tía upp Höskuld í skot en það fer framhjá.
80. mín
Vestramenn eru að reyna að finna gírinn. Reyna að pressa meira og sækja á fleiri mönnum
71. mín
MARK!

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Tobias Thomsen
Stoðsending: Tobias Thomsen
Þvílík sending!!!
Viktor fer illa með Emmanuel Duah á kantinum og á draumabolta inn í teiginn, Tobias kemst í boltann og fleytir hann áfram og Höskulur afgreiðir í þaknetið!
70. mín
Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)

Daði snýr hann af sér og Ásgeir tekur eitt fyrir liðið
66. mín
Túfa verður að passa sig
Er á gulu spjaldi og fær tiltal fyrir einhvern kýting þegar boltinn er ekki í leik
65. mín

Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Út:Diego Montiel (Vestri)
Montiel flottur í fyrri hálfleik en lítið farið fyrir honum í seinni
61. mín
Ágúst býr til dauðafæri!
Flottur þríhyrningur á hægri kantinum og Ágúst er í kjörstöðu, rennir boltanum út á Tobias en hann hreinlega brennir af á markteig. Átti að skora þarna! Flott innkoma hjá Ágústi
59. mín
Pressa frá Blikum núna. Vestri örlítið kærulausir að spila úr vörninni og ná ekki að losa pressuna.
57. mín
Fatai tæpur!
Fatai nálægt því að gefa mark, laus sending til baka sem Tobias er nálægt því að komast í en Guy Smit nær að renna sér í boltann
55. mín
Hætta Blikar
Tobias á hlaup innfyrir en fyrirgjöf hans er of föst fyrir Óla Val. Hann nær þó boltanum og finnur Arnór í skotfæri en skot hans er laust yfir.
53. mín
Menn liggja á víð og dreif
Fyrst liggur Óli Valur og svo Morten Hansen. Menn ragnbölva í stúkunni en þetta er stormur í vatnsglasi.
52. mín
Jeppe Pedersen vinnur návígi fyrir utan teiginn og nær ágætu skoti sem Anton Logi er þó ekki í teljandi vandræðum með.
50. mín
Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)

Braut á Daða í skyndisókn en hagnaði var beitt.
49. mín
Blikar nálægt því að komast í færi en Eiður reddar. Líflegt hérna til að byrja með
47. mín
Flott sókn Vestri
Vinna sig upp hægri vænginn þar sem Fall er á fleygiferð, rennir boltanum út á Montiel en skot hans í fyrsta er nokkuð hátt yfir markið
45. mín
Hálfleikur
Kaffi
+1
Vilhjálmur flautar til hálfleiks. Nokkuð kaflaskiptur hálfleikur, Blikar klárlega sterkari aðilinn en heimamenn hafa átt nokkrar hættulegar skyndisóknir. Seinni partur hálfleiksins var daufur þar sem Blikar náðu ekki að tengja sendingar jafn vel og fyrstu 25.
Vilhjálmur flautar til hálfleiks. Nokkuð kaflaskiptur hálfleikur, Blikar klárlega sterkari aðilinn en heimamenn hafa átt nokkrar hættulegar skyndisóknir. Seinni partur hálfleiksins var daufur þar sem Blikar náðu ekki að tengja sendingar jafn vel og fyrstu 25.
44. mín
Túfa refur
Lætin í Túfa slökktu eiginlega í leiknum. Hann er kannski að spila einhverja 5D skák.
37. mín
Mikill hiti og hraði í þessu núna. Höskuldur er tekinn niður rétt fyrir utan vítateig en Vilhjálmur gleypir flautuna.
32. mín
Það tryllist allt
Túfa fer niður með miklum látum og Davíð Smári er æfur á hliðarlínunni. Valgeiri og Túfa lenti saman og sumir vilja meina að Valgeir sparkaði eða traðkaði eitthvað á Túfa, en það er ekki það sem ég sá. Ekkert í þessu að mínu mati.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Mikill barningur í teignum, heimamenn allir komnir fyrir markið og sóknin endar í skoti frá Höskuldi sem er framhjá markinu vinstra megin.
29. mín
Daði í hliðarnetið
Nær að koma skoti á markið, er sterkur í teignum og hristi Viktor Örn af sér.
28. mín
Tobias!
Nær góðu skoti í teignum eftir barning en Guy nær að slæma hendi í boltann og bjarga marki.
27. mín
Eiður með frábæran bolta innfyrir á Túfa sem er hársbreidd frá því að komast í dauðafæri. Betra frá Vestra núna, héldu í boltann og fundu glufu.
22. mín
Gestirnir líklegri
Þeim líður vel á boltanum, eru léttleikandi og hreyfanlegir. Vestramenn virka örlítið spenntir í vörninni.
19. mín
Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)

Vilhjálmur leggur línuna
Tekur Valgeir niður á miðjunni, ekki mikið í þessu
18. mín
Tobias í fínu færi
Höskuldur finnur hann innfyrir í teiginn en Guy er fljótur út og lokar á Tobias.
16. mín
Leikurinn er að komast í jafnvægi eftir sterka byrjun Breiðabliks. Vestri situr lágt og bíður gestunum í dans.
13. mín
Montiel hársbreidd frá því að finna Daða einan í gegn en Höskuldur nær að reka stórutá í boltann!
12. mín
Blikar fá horn. Fyrirgjöfin frá Höskuldi er á fjær þar sem Eiður skallar í annað horn. Það er tekið stutt, svo þriðja hornið frá Anton Loga. Loks endar það fjórða í höndunum á Guy í markinu.
10. mín
Skyndisókn Vestri
Anton Kralj gerir frábærlega í að vinna boltann, finnur Daða Berg sem keyrir upp völlinn og er nálægt því að ná góðu skoti en tveir varnarmenn Blika hanga í honum og trufla hann. Þarna var hætta á ferðum.
5. mín
Stórhætta!
Óli Valur prjónar sig í gegnum vörnina, finnur Aron úti í teignum en Gus nær að henda sér fyrir skotið á elleftu stundu! Í horninu er mikill darraðadans, Blikar ná þremur tilraunum en allt fer í varnarvegginn. Þeir liggja á Vestramönnum
2. mín
Blikar taka stjórnina. Viktor Karl nálægt því að búa til færi en Gustav Kjeldsen vel á verði
Fyrir leik
Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í leikinn:
Vestri 0-2 Breiðablik
Þessi fræga Kára Ársæls rimma einsog gárungarnir kalla leiki þessara liða en það endaði 2-2 í fyrra á Ísafirði í hörku leik. Vestramenn eru hátt uppi með sjö stig í efsta sætinu og Davíð Smári á ótroðnum slóðum með sitt lið á meðan Breiðablik eru jarðtengdari eftir að hafa fengið Rúnar Kristins stúku hristing í 2.umferðinni. Þessi leikur verður ekki það mesta fyrir augað en Dóri Árna handjárnar Davíð Smára og lokatölur á Ísafirði verða 2-0 fyrir Breiðablik. Aron Bjarnason og Valgeir Valgeirsson með mörkin fyrir Blika.
Þessi fræga Kára Ársæls rimma einsog gárungarnir kalla leiki þessara liða en það endaði 2-2 í fyrra á Ísafirði í hörku leik. Vestramenn eru hátt uppi með sjö stig í efsta sætinu og Davíð Smári á ótroðnum slóðum með sitt lið á meðan Breiðablik eru jarðtengdari eftir að hafa fengið Rúnar Kristins stúku hristing í 2.umferðinni. Þessi leikur verður ekki það mesta fyrir augað en Dóri Árna handjárnar Davíð Smára og lokatölur á Ísafirði verða 2-0 fyrir Breiðablik. Aron Bjarnason og Valgeir Valgeirsson með mörkin fyrir Blika.
27.04.2025 10:50
Magnús Þórir spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Vestri hefur farið gríðarlega vel af stað og er með sjö stig. Davíð Smári Lamude stillir upp sama liði og vann ÍA í síðustu umferð.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks gerir þrjár breytingar á liði Breiðabliks sem lagði Stjörnuna.
Viktor Karl Einarsson, Aron Bjarnason og Anton Logi Lúðvíksson koma inn í liðið fyrir Kristin Steindórsson, Ágúst Orra Þorsteinsson og Andra Rafn Yeoman en þeir fá sér sæti á bekknum.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks gerir þrjár breytingar á liði Breiðabliks sem lagði Stjörnuna.
Viktor Karl Einarsson, Aron Bjarnason og Anton Logi Lúðvíksson koma inn í liðið fyrir Kristin Steindórsson, Ágúst Orra Þorsteinsson og Andra Rafn Yeoman en þeir fá sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Daði Berg var á línunni í útvarpsþættinum
Hinn 18 ára gamli Daði Berg Jónsson hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í fyrstu þremur umferðum Bestu deildarinnar. Hann var á línunni frá Súðavík í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
27.04.2025 10:38
Nýtur sín í Súðavík og blómstrar í Bestu - „Palli var einn í heiminum-stemning“
Fyrir leik
Dómarinn og veðrið
Vilhjálmur Alvar er á flautunni í dag. Einn af okkar betri dómurum og á ekki von á neinu brasi frá honum í dag. Þegar haldið er vestur á firði skal veðurspáin ávallt skoðuð en vestfirðingar hafa notið vorblíðunnar undanfarna daga líkt og aðrir landsmenn. Von er á mildu veðri, skýjað og 5 stiga hita.

Fyrir leik
Blikar
Hafa byrjað mótið þokkalega. Skyldusigur gegn Aftureldingu og flautumark gegn Stjörnunni hafa nú ekki fengið fólk til þess að rísa úr sætum, svo ekki sé minnst á hrun gegn Fram. En ekki má gleyma byrjun mótsins í fyrra þar sem Blikar fengu gangrýni fyrir frammistöður sínar og stigasöfnunum var ekki upp á marga fiska. Mótið er rétt að byrja og þeir grænu eiga að vera sigurstranglegri í dag en gætu vel lent í vandræðum.

Fyrir leik
Daði Berg heitur og vörnin hörð
Daði Berg Jónsson hefur stolið fyrirsögnunum það sem af er móti. 2 mörk og stoðsending í fyrstu leikjunum og hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Vestra hingað til. Verður gaman að fylgjast með honum í dag. Þá hefur Eiður Aron Sigurbjörnsson leitt varnarlínu Vestra af harðfylgi ásamt dönunum tveimur Gustav Kjeldsen og Morten Hansen og hafa fengið mikið lof fyrir.

Fyrir leik
Áhugaverður leikur á Ísafirði
Góðan daginn, verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Breiðabliks á Kerecisvellinum á Ísafirði. Leikurinn er áhugaverður fyrir nokkrar sakir og þá sérstaklega í ljósi byrjun Vestramanna á mótinu. 7 stig eftir 3 leiki gera þá að Spútnik liði mótsins hingað til og verður áhugavert að sjá hvort þeir geti strítt íslandsmeisturunum hér í dag.
sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)

sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason

6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)

8. Viktor Karl Einarsson
('76)

9. Óli Valur Ómarsson

11. Aron Bjarnason
('60)

13. Anton Logi Lúðvíksson
('76)


17. Valgeir Valgeirsson
('93)

21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 27 ár
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
('93)

10. Kristinn Steindórsson
('76)

15. Ágúst Orri Þorsteinsson
('60)

16. Dagur Örn Fjeldsted
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson
30. Andri Rafn Yeoman
('76)

31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Dagur Elís Gíslason
Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('50)
Ásgeir Helgi Orrason ('70)
Óli Valur Ómarsson ('92)
Rauð spjöld: